Alþýðublaðið - 04.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1926, Blaðsíða 3
ÁLÞ:ý£>LBLAöI£í 3 x Erlend simskeyti. Þjóðfundur ákveðinn í Frakk- landi. Frá París er símað, að sam- þykt hafi verið í báðurn deildum þingsins, að þjóðfundurinn verði haldinn, sennilega 10. þ. m. Tóbakseinkasöluleyfið franska. Rikisráðið hefir samþykt, að Þjóðarsamlagið fái tóbaksleyfið. — Hlutabréf þess má innleysa með þjóðvarnar- og ríkisskulda- bréfum. •Amerika og fjárhagur Evrópu. Frá Lundúnum er símað, að sá orðrómur leiki á, að Coolidge for- seti hafi símað Mellon fjármála- ráðherrá að hefja samninga um fjárhagsviðreisn Evrópuríkjanna. (Jm daginu og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. • Sigurðsson, Laugavegi 40, sínli 179. Merkisviðburður gerðist þenna dag, 4. ágúst, fyr- ir 137 árum, stjórnarbyltingarár Fraltka. Þá lögleiddi þing þeirra, að öli pJnkaréttindi aðalsmanna og klerka væru af tekin með öllú. Boð hafði flotamálaráðherrann út í „Fylla“ fyrir ýmsa bæjar- menn og blöðin. Fór það fram hið bezta. Flutti ráðherrann vingjarn- lega ræðu fyrir minni Islands, en borgarstjóri svaraði af hálfu boðs- gesta. Ógildir og auðir seðlar við landskjörið voru: Ö- gildir 103, auðir 47. Islandssundið verður háð 8. ágúst úti við Ör- firisey og hefst kl. 4 síðdegis. Þá um leið verður kept um sundþraut-. armerki I. S. I. Auk þess verður sundsýning — báti hvolft o. fl. Þátt- takendur gefi sig fram við sund- skálavörð fyrir rnnnað kvöld. Sundmenn og sundvinir. Munið framhaldsstofnfund Sund- félags Reykjavíkur í kvöld kl. 8 í lðnó (uppi). Skipafréttir. Fisktökuskip kom hingað í gær til Ásgeirs Sigurðssonar. Strand- varnaskipið „Öðinn“ kom í nótt. „Botnía" fer kl. 8 i kvöld áleiðis til útlanda. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sínav Quðmundur Guðmundsson prentari í Qutenberg og Ágústa Guðjónsdóttir ungfrú. Veðrið. Hiti 14—10 stig. Átt suðlæg og austlæg, víðast hæg. Úrkonta sunn- anlands. Loftvægislægð fyrir suð- vestan land á leið til norðurs. Út- lit: Allhvöss suðaustanátt og regn á Suðvestur- og Vestur-landi. Hæg sunnanátt og dálitið regn á Norður- og Austur-landi. Regnið heldur á- fram í'nótt, einkum á Suður- og Vestur-landi. Settir læknar. Sigurmundur Sigurðsson verður verður fyrst um sinn áfram læknir í Grímsnesshéraði, settur til 1. júní 1927. Á meðan er Haraldur Jónsson settur læknir í Reykdælahéraði eins og áður. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund...........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 120,91 100 kr. sænskar . . . . — 122,12 100 kr. norskar .... — 100,00 Dollar................... - 4,56“/4 100 frankar franskir. . . — 12,57 100 gyllini hollenzk . . — 183,54 100 gullmörk þýzk... - 108,63 „Morgundlaðið“ gólandi. Nýlega rak „Mgbl.“ upp gól mik- ið út áf ferð Björns Bl. Jónssonar um Snæfellsnes og Vesturland. Flutti það um ferð hans hinn venju- lega „Morgunblaðssannleika", sem þeir, sem annars hafa fyrir að lesa „Mgbl.“, kannast við. Vestra mun víst mörgum verða að brosa í kampínn yfir bullinu, þegar þeir sjá það. Getur þá „Mogga“-ritarinn sagt líkt og séra Jósef í sögu Jón- asar Jónassonar yngra, „Taíað á milli hjóna": „Hún er að hlæja að mér, stélpuskömmin, af því ég er fullur." — Annars er rétt að minna „Mgbl." á, að bæði Björn Bl. Jóns- son og aðrir þeir, sem lagt hafa sig fram til að leiðbeina alþýðunni á stjórnmálasviðinu, hafa nú fengið ótvíræða sönnun fyrir ,því, að hún hefir séð, að bendingar þeirra Al- þýðufloltksmannanna eru henni happadrýgri en burgeisavaldsstefn- an, sem „Mgbl.“ reynir jafnan að verja, þótt af veikum mætti sé, og það grípi þá off til hinna alrsémdu „Morgunblaðssanninda“. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. „Fjandinn sjálfur! Hver andskotinn!" og annað því líkt runidi í honum. Svo loksins rétti hann sig upp eldrauöur. „Þarna koma þær,“ sagði hann og rétti Goodmann Johnson tvær Ijósmyndir. Goodmann Johnson tók við þeirn og virti þær fyrir sér lengi. „Þetta er lík majórsins. Er ekki svo?“ sagði hann. „Jú,“ var svarið. Svo rétti hann sýslumanni þegjandi þá myndina. „Er myndin af Maxwell lík honum, eins og hann var í lifanda lífi?“ „Já; það hafa allir sagt, sem hafa séð hann.“ „Ég tek með mér þessa mynd,“' sagði Johnson. „Einmitt það,“ svaraði sýslumaður önugur. Svo skildu þeir með þeim virktum, sem minstar gerast innan um hvita menn. Johnson ætlaði suður til Reykjavíkur unt kvöldið með „Suðurlandi", og á leiðinni of- an á bryggjuna brá hann sér inn á síma- stöðina. Þegar þangað kom, bað hann uni eyðublað, dróg upp brúðhjónamyndina, tók hana úr umgerðinni og leit á bakið á henni til að sjá númerið á henni. I Svo afhenti hann eftir farandi skeyti: 20 orða svar borgað. ' H. Marker, ljósmyndari, Liverpool. Af hverjum er ijósmynd nr. 83578, sem þér hafið tekið af brúðhjónum. Svar til Goodmann Johnson Hótel Skálholt Reykjavík. Klukkutíma síðar var Goodmann Johnson miðja vega milli Borgarness og Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.