Alþýðublaðið - 24.02.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.02.1920, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Geíið út af Alþýöuílokknum. 1920 Þriðjudaginn 24. febrúar 42. tölubl. Ameríkumenn og friðurinn. Khöfn, 22. febr. Frá Washington [höfuðb. Banda- rikjanna] er símað, að í Senatinu Cefri deild þingsins] sé lögð fram samþyktar yflrlýsing um að friður sé kominn á við Þjóðverja. Jafnframt er lagt til að haldin verði í nóvember næstkomandi alþjóðaráðstefna, til þess að ræða ^hdurreysnarmálin. Blöðin spyrja þvot hér sé um nýja friðarráðstefnu að ræða. Wilson heldur fast við sína fyrri stefnu í Piume-málinu [sem er hhagstæð ítölum]. IV efndaskipunin í bæjarst)órn. Eins og skýrt heflr verið frá hér í blaðinu, notaði Sjálfstjórnarliðið í bæjarstjórn atkvæðamagn sítt til hess að útiloka Alþýðuflokkinn frá áhrifum á nefndarkosningar, og gerði hann það á þann hátt, fyrst að neita um samvinnu, og síðan að fella tillögu frá Alþfl. um hlut- fallskosningu. Það er ekki neitt nýtt í sögu hjóðanna, að auðvaldið beiti al- þýðuvaldið rangindum, en það öiun þó fremur sjaldgæft að rang- iödin séu eins áþreifanleg og hér, tar sem 9 atkv. flokkur auðvalds- ihs útilokar 6 atkvæða flokk al- hýðunnar frá öllum áhrifum á hefndarkosningar. Á þeirri þingræðisöld, sem nú ®r, er það alment viðurkendur tettur, að hver flokkur eigi heimt- lng á að fá menn í nefndir í réttu Wutfalli við tölu fulltrúa, og er sennilegast að enginn af fulltrúum »Sjálfstjórnar“ treysti sér til þess að neita því. Eða hver þeirra vill Sera það opinberlega og með bafni, í Yísi eða Morgunblaðinu? En með hverju geta þeir þá af- sakað athæfl sitt gagnvart Alþýðu- flokknum? Ekki með neinu. Af- sökun í málinu er ekki til. Morgunblaðið flutti 22. þ. m. grein um málið; það á að vera einskonar vörn fyrir Sjálfstjórnar- liðið, en er er ekki annað en stað- lausar árásir, enda er ógerningur að dæma um hvort gætir meira í henni illgirni eða heimsku, og heflr höfundurinn, sem mun vera Sigurður Jónsson bæjarfulltrúi, haft svo mikla sömatilfinningu, að hann hefir veigrað sér við að undirrita hana með nafni sínu. Það er fjarstæða, sem engri átt nær. að hlutfallskosning sé bönnuð samkvæmt fundarsköpum bæjar- stjórnarinnar, enda mundi hinn ötuli liðsmaður Sjálfstjórnar, Sveinn Björnsson, sem er forseti bæjar- stjórnarinnar, hafa neitað að bera upp hlutfallskosninga tillöguna frá Alþýðuflokknum, ef hann hefði álitið að bæjarstjórn væri óheimilt að viðhafa hlutfallskosningar til nefnda Það er því vonandi, að þó Sjálfstjórnarliðið reyni eitthvað frekar að breiða yfir misgerðir sínar með blaðagreinum, að það komi ekki aftur með þessa fjar- stæðu um að það hefði verið óheimilt bæjarstjórn að viðhafa hlutfallskosningu. Alþýðuflokkurinn fékk engan fulltrúa í sumar áhrifamestu nefndirnar, t. d. engan í fasteigna- nefnd, engan í vatnsnefnd (sem mun hafa með höndum stórfeng- leg fyrirtæki fyrir bæinn) og engan í skattanefnd, en eftir atkvæða- magni sínu átti hann skýlausan rétt til þess að eiga fullrúa í öll- um nefndum. í bæjarstjórn sitja 15 manns, auk borgarstjóra, sem eftir nú- gildandi lögum einnig hefir at- kvæðisrétt. Alþfl. á 6 atkvæði í bæjarstjórn, en hin 10 atkvæðin tilheyra öll (að því er virðist) Sjálfstjórn. Hlutfallstölur Alþfl. eru því 6, 3 og 2, en Sjálfstj. 10, 5, 31/* og 21/*. Eftir þeim á því Alþfl. að fá einn mann í hverja þriggja manna nefnd og tvo í hverja flmm manna nefnd. Alþýðu- flokkurinn átti því samtals að fá 17 sæti í 9 þriggja mannna nefndum og 4 fimm manna nefnd- um, sem kosið var í, en fékk að- eins 11 fulltrúa. Með þessum út- reikningi er borgarstjóri reiknaður sem maður af þeirra hálfu í nefndum, sem og líka er rétt, þó hann sé þar sjálfkjörinn. Sé borg- arstjóri ekki talinn með Sjálfstjórn- arliðinu í nefndum, er heldur ekki rétt að hans atkvæði komi til greina við nefndarkosningar. Hlut- fallstala flokkanna verður þá þann- ig: Sjálfstjórn1 9, 4^2, 3, 21/*, Alþýðufl. 6, 3, 2, l1/*. Eftir þess- um tölum verður sú breyting, að Alþfl. á tvö sæti í annari hvorri fimm manna nefnd, en 1 í hinni (þar eð 3. hlutfallstala Sjálfstjórnar og 2. hlutfallstala Alþýðufl. eru jafn háar), það eru 15 sæti í þess- um áminstu nefndum, eða fjórum sætum meira en Alþýðufl. fékk. En hvers vegna mátti Alþýðu- flokkurinn t. d. elcki fá fulltrúa í skattanefnd ? 1) Einn af fulltrúum Sjálfstjórn- ar er erlendis, en auðvitað ber að reikna hans atvæði við nefndar- kosningar, eins og hann væri heima Yeðrið í dag. Reykjavík, logn, hiti -r-2,3. ísafjörður, logn, hiti -M5,4. Akureyri, s, hiti -1,0. Seyðisfjörður, N, hiti -r-2,0. Grímsstaðir, logn, hiti -h6,0. Yestmannaeyjar, vantar. Þórsh., Færeyjar, logn, hiti 2,7. Stóru stafirnir merkja áttina, þýðir frost. Loftvog næsturn jafnhá, einna lægst fyrir norðan land; fremur stilt veður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.