Alþýðublaðið - 24.02.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.02.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s*akt læknishérað í Ölafsfirði í Eyjafj. Vísað til 2. umr. og alls- hcrjarneíndar. 8. mál. Tillaga til þingsálykt- unar um rannsókn á innsiglingu að Kaldrananesi í Strandasýslu. Samþ. að hafa um það tvær um- r*ður. 9- mál. Frv. til laga um heim- ild fyrir landsstjórnina til að veita ýms hlunnindi fyrirhuguðum nýj- u*n banka í Reykjavík (1. umr.). Til máls tóku Sveinn Björnsson, Kjarni Jónsson, Jakob Möller. Sveinn Björnssou hældi frum- varpinu, sem hann sagði að nokkr- lr menn hér í bænum hefðu beðið s>g að flytja, og kvað það myndu hæta mjög úr því lélega ijármála- ástandi sem hér væri nú. Að því er snerti hiunnindin, sagði hann, að þau væru hin sömu, er íslands- hanki nyti, og þau væru því ekki til neins taps fyrir landssjóð (und- knþága undan stimpilgjaldi og öllum sköttum hverju nafni sem fcefnast). Bjarni Jónsson hélt því fratn, að til væri betri og á all- an hátt arðvænlegri aðferð fyrir þjóðina, til að bæta úr ástandinu. Hann kvaðst vera vantrúaður á það, að þessi einstakra manna hanki myndi láta sér svo ant um hag manna, að hann myndi betri en landsins eigin stofnun, ef hún yrði aukin og henni sýndur rétt- Ur sómi. Honum þótti lítil ástæða «1 að hafa nokkra hliðsjón af stofnun þeirri, sem til gróða ein- stökum mönnum hefði verið hleypt >nn í landið. Til þess að greiða svolítið úr, lýsti Bjarni yfir þvf, að hann myndi innan skamms korna með frumvarp þess efnis, a9 landsbankinn yrði að nokkru leyti gerður að hlutafjárstofnun, þar sem einstökum mönnum yrði leyft að skrifa sig fyrir hlutabréf- u«i, en þó í svo smáum stfl, að iandið réði þar mestu. Þvínæst Var málinu vísað tilfjárhagsnefndar. Vonandi er, að þingið gæti vel að hver hætta getur stafað af shkri stofnun, sem þessari, og gíni því ekki við henni eins og gert Var. þegar hinum danska banka, (íslb.) var hleypt hér inn til að heppa við fjárstofnun landsins. ^ngin ástæða virðist því vera til þnss, að gefa þessum mönnum, Sem mynda „stjórn* fyrirtækisins, Svc> frjálsar hendur, að þeir geti tekið höndum saman við danska bankann til að eyða tekjum lands- sjóðs. + Dm daginn og veginn. Póstmeistarastaðan á Akur- eyri er auglýst laus. Umsóknar- frestur til 31. marz. Yitar. Á þessu ári á meðal annars að reisa vita á siglingaleið- ina inn Eyjafjörð: á Hrísey, Hjalt- eyri og Svalbarðseyri. Er þess sízt vanþörf, því stórfurða er, að ekki skuli búið að gera þetta fyrir löngu, þegar á það er litið, að Eyjafjörður mun einhver fjölfarn- asta siglingaleiÖ hér við land. Kaupmannaflokkur er nú stofn- aður í þinginu, og eru í honum 10 þingmenn, sem ekki segjast vilja hanga lengur í gömlum og úr- eltum flokkanöfnum. Almenningur hefir gefið tímenningunum flokks- nafnið „úrtíningurinn". Stefnuskrá sú, er þeir auglýsa, er: „Plokks- leysi og óeining". Bíll keyrði í gær á Ijóskers- staur á horninu á Pósthússtræti og Austurstræti við hornið á Landsbankanum gamla. Staurinn brotnaði sundur og skall um koll, en gaspípan rifnaði. Bíllinn skemd- ist lítið eitt. Um alþingismannaQölgunina verður haldinn almennur borgara- fundur á morgun (að tilhlutun Alþýðuflokksins) ef húsnæði fæst. Nánara í blöðunum á morgun. Rotið tækifæríð, stúlknr! í ár er hlaupár, og eins og þið vitið, er ykkur ætlaður hlaupárs- dagurinn til að biðja ykkur pilts til eiginmanns. En nú vill svo til, að hlaupársdagurinn er í dag. Eg er nú ungur og óframfærinn, og hefl ekki enn þá haft uppburði í mér til að biðja hennar, sem mitt hjarta hefir þráð alla tíð, síðan eg mætti henni uppi á Laugavegin- Olínofn til sölu og sýnis á afgr. Alþbl. Góð karlinannsföt og regnfrakki til sölu. Til sýnis á afgr. Alþbi. um neðan til. Hún veit hvenær það var. Notið nú tækifærið, fögru Preyjudætur (því eg get líka verið skáldlegur, skaltu vita, þú mín elskaða) og biðjið piltanna í dag, en gætið þess, að hitta þann rétta, og þó sérstakleg þú, sem mitt hjarta þráir. Og eitt enn. Ef piltarnir vilja ykkur ekki, þá eigið þið heimting á að þeir gefi ykkur langa hanzka eða röndótt millipils. H. H. Sitt hvaö úr sambandsríkinu. Dönskum skátnm hefir verið boðið að senda 60 skáta á alþjóða-skátamót, sem halda á í London, og búist er við að yfir 100,000 skátar taki þátt í. í sam- bandi við mót þetta á að halda alþjóða-skátaþing, og reyna að koma á föstum félagsskap milli skáta um allan heim. Hefir ölium þjóðum verið boðin þáttaka, nema Miðríkjunum (Þýzkal. og Au3tur- ríki), en þó ekki íslendingum, að því er heyrst hefir. Danskir, norskir og sænskir skát- ai hafa neitað að taka þátt í al- þjóðafélagsskap, nema Þýzkaland og Austurríki fái að vera með í honum. Meðalayerð fellnr. Yerð ýmsra meðala, sem mikið eru notuð, var sett töluvert niður í Danmörku fyrri hluta þessa mán- aðar. Yerðlækkunin nær fyrst um sinn aðeins til þeirra meðala, sem látin eru eftir „recept", en búist er við að hún verði fljótlega látin ná einnig til lausasölu. Meðal þeirra lyfja, sem sett hafa verið niður, eru lanólin, glycerin, anti- febrin, acentylsalicylsýra 0. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.