Alþýðublaðið - 14.08.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.08.1926, Blaðsíða 3
14. ágást 1926. ALÞÝt/UBLAtiIu 3 Og það er blátt áfram ótrúlegt, hvað þeim hefir tekist það fast að geru „Morgunbladið“ ao „grín“-blaði. af pví að blaðamenskan er ekki þeirra hylla.- Og með pessu komci peir bœði flokksmönnum sínum og and- stœðingum í bobba, — flokksmönnum sínum með því að halda illa á málum þeirra, — andstæðingunum með því að tala á þann veg, að sjö vitringar geti ekki svarað. Það eru svo alvöruþrungin mál, sem aliir flokkar hér í landi beita sér fyrir, að öllum flokkum ríður jafnt á því, að blöð andstæðing- anna séu vel úr garði gerð sem þeirra eigin. Það er í f>águ alpjóðar, að öll 'blöðin séu rituð af skerpu og skilningi, þvi að blöðin eru málaflutningsmenn flokkannci fgrir hœstarétti pjóð- arinnar. Það er alkunna, að málaflutn-' ingsmanni er ekki lakari grikkur gerður en sá, að mál sé illa flutt á móti honum. En ekki skulu rit- stjófar ,,Mgbl.“ telja petta tekju- megin um ritstjórn sína. Þeim megin kæmi það eitt, ef þeim með dugnaði hefði tekist að reka blaðið fjárhagslega Ýel, sem vita- skuld væri gott, en varla getur verið aðalatriðið fyrir stjórnmála- blaði. Ég ætla nú að renna augum yfir greinina „Samtöl“ í gærdags- 'blaði „Mgbl.“ og athuga í henni 'blaðamenskugallana og sýna, að hún er samsett eftir þeim lögmál- um, sem Hóraz gamli (til skiln- ingsauka þeim, sem þurfa, skal .þess getið, að hann var rómverskt skáld, á sínum tíma álika frægur Og Tizian málari; ég á við hinn 'kenda, en ekki hinn ókenda) lýs- S'r í „skáldskaparlistinni", þar sem hann segir, að ef málari vilji setja mannshöfuð á hrossháls og síðan setja á þetta alls konar fjaðrir og skeýta við limum úr öllum áttum o. s. frv. o. s. frv. Það er fyrst, að „Mgbl.“ er æfareitt yfir því, að dönsku ráð- herrarnir hafi talað við Alþbl., sem er reyndar óskiljanlegt. Tal- aði ekki Stauning við „Mgbl.“ án þess, að því yrði flökurt? Það er líka reitt yfir því, að Stauning skuli hafa talað eins og jafnaðar- maður. Er það allóskynsamlegt, þ;ví 8ð hverni'g gat blaðið bíiist við öðru af jafnaðarmanni ? En blaðið fer illa með þá reiði; allir sjá, að það er kolblátt í framan. Blaðið getur ekkert út á viðtölin sett. Það nær sér því í mig til að hafa eitthvað. Ja, mín vegna gjarnan; mér er alveg sarpa. — Sjáum nú til. „Mgbi.“ vissi, að Stauning var jafnaðar- maður; það gat því ekki búist við, að hann myndi mæla „Mgbl.“ í vil. Það eitt var því þága „Mgbl.“, að Stauning segði ekki neitt. I stað þess gengur „Mgbl.“ fyrir Stauning óðar en hann er kominn á land og fer að tala við hann. Alþbl. hefir ekki, með- an ég þekki til, haft það fyrir sið að vaða í hvern útlending, sem hingað kemur, til að ná af honum viðtali, og ætlaði ekki að ónáða Stauning eða að fara að gera sér mat úr hinum útlenda flokksmanni, en það gat ekki set- ið hjá, þegar „Mgbl.“ ætlaði að fara að telja hann sér til tekna. Að Alþbl. ekki varð blæsma, þeg- ar Stauning kom, veldur reiði „Mgbl.“ Það segir eftir mér, að Alþbl. hafi ekki ætlað að virða Stáuning viðtals. Auðvitað hefi ég ekki sagt þetta, heldur hitt, að Alþbl. hafi ætlað að hlífa hon- um við samtali. Eða heldur „Mgbl.“, að það sé einhver þjóð- hátíð fyrir mann að hafa utan í þér hersingju á'f misjafnlega greindum blaðamönnum? „Mgbl.“ segir, að ég hafi ekki látið segja mér tvisvar að fara á fund Ras- mussens ráðherra. Nei, auðvitað ekki. Ég vinn tafarlaust, er mér er sagt fyrir verkum, sem ég hefi ráðið mig til. En gera ritstjórar „Morgunblaðsins" það ekki líka? Eða eru þeir kargir þjónar? Hafi þeir þarna maldað í móinn, þá hafa þeir þó aldrei þessu vant hitt það rétta, en auðvitað ekki getað komið fram vilja sínum. Það var vitleysa af „Mgbl.“ að tala við Stauning. Blöð eiga aldr- ei að leita v'éfrétta hjá andstæð- ingum sínum; það fer illa. Grein- in í »,Mgbl.“ hefði því átt að vera hugvekja um blaðamanna-barna- skap eða slíkt. Alt efni grein- arinnar er því fram hjá. Svo er greinin um uppistöð- una nokkuð mislit — álíka og bröndóttur köttur — en ekki Ijós- glæta í henni, ekki einu sinni Ijós í rófunni. 1 upphafi greinarinnar velur „Mgbl.“ mér ýms ókvæðisorÖ, lætur svo í veðri vaka, sem það sé ilt fyrir Alþýðuflokkinn og Al- þýðublaðið, að ég vinni þeim. Það er að vísu satt, að starf mitt þar er mikið minna en skyldi, og að flokkurinn þarf á duglegri og hæfari mönnum að halda en mér, þó hann hafi nokkra. En er „Mgbl.“ það hlýtt til Alþýðuflokksins og Alþýðu- blaðsins, að það óski, að þau hafi góðum mönnum á að skipa? Ekki hefir það verið sjáanlegt á skrifum blaðsins um leiðtoga flokksins; á þá hefir það verið illgirnislega rangeygt, sem ekki virðist geta sprottið af öðru en að þeir hafi reynst sæmilegir foringjar. Og ekki getur það af tóni greinar- innar dulist, að „Mgbl.“ hefði i hjarta sínu glaðst, ef ég væri bæði Alþýðuflokknum og blað- inu jafnóþarfur maður og„Mgbl.“ lætur í veðri vaka, og hefði það þá með vanalegri lægni gusað yfir mig jafnmiklu og jafnilla orðuðu lofi og skammirnar í greininni nú, „Morgunbl.“ virðist \'era alveg steinhissa á, að ég í viðtali mínu við Stauning segi frá því, að han hafi sagt, að alt, sem „Mgbl.“ hefði eftir honum, væri rétt. Stau- ning sagði þetta. En „Mgbl.“ virð- ist það sú endemis-glópska, að Alþbl. segi frá þvi, að eitthvað, sem andstæðingarnir hafi hermt, sé satt. Hvernig vindur þessu við? Hefir „Mgbl.“ það ekki fyrir sið að játa það satt, sem and- stæðingarnir satt segja? Nei, alls ekki, og það er léleg blaða- menska. Þykir „Mgbi.“ það sá fá- dæma aulaháttur, að það með barnalegri kæti telur hentugt fyr- ir þá sök að hafa mig meðal and- stæðinga sinna? En um leið og ritstj. „Mgbl.“ þarna koma upp um siðalögmál blaðamensku sinnar, bætá þeir ofan á nýjum amlóðahætti. Þeir sleppa því, sem var mergurinn málsins, að Stau- ning sagði, að öllum tóninum í orðum sínum hefci „Mgbl.“ breytt svo, að pau fengu annan blœ en til var œtlast. En af því að „Mgbl.“ hefir verið svo grannvit- urt að sleppa þessu úr, gefur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.