Alþýðublaðið - 14.08.1926, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.08.1926, Blaðsíða 5
alþýeíublaðið 5 vatnið í katlinum myndar því við sprengingu ca 16250 mn. Því verður kraítur sá, er myndast við slíka ketil- sprengingu iikt og kveikt væri í: 16250: 800 = 20 tonnum af púðri. C. P. G. Verzlunarfloti Norðurlanda 1. janúar 1926. Noregur: 1806 skip, samtals 2 684 000 smál. Þaraf erugufskip 2 260 000 — vélskip 389 232 — seglskip 35 205 — Svípjóð: 1383 skip, samtals 1 314 835 — Dahmörk: 810 skip, samtals 1 080 764 — Finnland: 553 skip, samtals 232 625 — ísland. *): 60 skip, samtals 20 433 — Skipaeignin er mest í pessum borgum: Oslö: 447 skip, samtals 754 186 smál. Kaupm.h.: 407 skip, samtals 792 520 — Björgvin: 349 skip, samtals 664 069 — Gautaborg: 288"skip, samtals 526 896 — Stokkholmi: 305 skip, samtals 348 543 — Túnsbergi: 118 skip, samtals 360 327 — Haugasund 135-skip, saintals 288 703 — (»Faklen«). *) í íslenzka flotanunr eru að sjálf- sögðu meðtaldir togararnir. Um daginn og veginn. Nœturlæknir er í nótt Ólafur Gunnarss., Lauga- vegi 16, sími 272, og aðra nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185. Næturvörður er pgssa viku í lyfjabúð Lauga- vegar. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 biskuparnir Pétur Hognestad og Jón Helgason. í frikirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur pró- fessor Níelsson. í Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa. — 1 sjómannastofunni kl. 6 e. m. guðspjónusta. Allir vel- komnir. Veðrið. Hiti 14—9 stig. Viða logn, annars staðar austlæg átt, víðast hæg. Víð- ast purt veður. Loftvægislægð við Norður-Skotland, hreyfist til norð- austurs. Útlit: Austiæg átt. Þurt á Vestur- og Norður-landi. Hægviðri á Suðurlandi og sums staðar dálítil úr- koma í dag, en að mestu purt í nótt. Sallaregn á Austurlandi í dag-og í nótt p'oka og regn á Norðausturlandi. 157 ár eru á rnorgun, síðan mannaslátrar- inn mikli, Napóleon Bónaparte, fædd- ist. Sundmót annað kvöld Knattspyrnufélag Reykjavíkur efnir til sundmóts úti við sundskálann í Örfirisey annað kvöld (sunnudags- kvöld) kl. 8 síðdegis. Þar preyta drengir 300 stikna sund og einnig 50 stikna. Auk pess preyta 5—6 menn sund um sundprautarmerki í. S. í. Meðal peirra verður ungfrú Regína Magnúsdóttir, sem oft hefir verið nefnd sunddrotn- ingin vegna pess, aö hún hefir unn- iö öll sund, er hún hefir tekið pátt i. Nú preytir hún við pá sundkappana Hljððfæra-stemmínoar. Ég tek að mér orgel og píanó til stemmingar og viðgerðar eins og að undanförnu, vanda mína vinnu, verðið lægra en fólk hefir vanist hér. Meðmæli til sýnis frá góðum spilurum hér í bæ. Skólavörðustíg 24. V. B. Mýrdal. Ingólf Guðmundsson og Pétur Árna- son, og verður gaman að sjá hvernig fer. — Þá verður einnig sýnt eitthvað nýtt og skemtilegt, sem ekki er gott að segja frá. Togarinn „Belgaum“ kom snöggvast inn í morgun sök- um pess, að eitthvað hafði bilað í vélinni, en fór undir eins út aftur pegar pað var komið í lag. Afmæli. Sjötugur er í dag Björn Bjarnarson, bóndi i Grafarholti, fyrv. alpm:, en fimtugur Pétur Ingjaldsson, skipstjóri á „Suðurlandi". Jafnaearmannafélag íslands fer væntanlega skemtiför til Þing- valla annan sunnudag ef veður verð- ur gott. Nánar auglýst eftir helgina. c „Pourquoi pas“, rannsóknaskipið franska, sem hér var í fyrra, kom liingað í dag. For- ingi leiðangursins er dr. Charcot eins og áður. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.... . kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . - 121,17 100 kr. sænskar . . . . — 122,26 100 kr. norskar . . . . - 100,39 Dollar . - 4,57 100 frankar franskir. . . - 12,78 100 gyllini hollenzk . . - 183,39 100 gullmörk pýzk . . . - 108,63 Einar skátaglam: Húsið við Norðurá. og skrautlega húsi föður sins. Hún væri kornung og fríð og gerðust margir biðlar hennar, bæði sakir pess og auðæfanna, en hún neitaði öllum og hefði lítil mök við ann- að fólk. Goodmann Johnson lagði af stað í götuna, sem .honum hafði verið vísað til, og kom að miklu og skrautlegu húsi, sem lá í angandi blómagarði. Johnson hringdi dyrabjöllunni og að vörmu spori opnaði fullorðin stúlka dyrnar. „Ég heiti Goodmann Johnson, hér er nafn- spjaldið mitt. Ég ætlaði að fá að tala við húsmóður yðar.“ „Miss Cornish tekur ekki á móti gestum,“ anzaði stúlkan. Johnson leit á stúlkuna, og sá það að ekki væri til neins að reyna að fá henni um þokað. Hann tók því blýant úr vasa sínum og ritaði á spjaldið: „Hamingja og heiður tveggja manna getur verið undir því komin, að ég nái tali yðar.“ „Þér færið henni að minsta kosti spjaldið og ég bíð eftir svarinu," sagði Johnson og rétti stúlkunni spjaldið. Hún las, hvað á því stóð, og bauð siðan Johnson inn í forstofuna og bauð honum sæti og fór inn í hús. Johnson virti fyrir sér herbergið. Það var búið ágætum húsgögnum, eins og enskar forstofur eru. Á veggjum héngu góð mál- verk og það logaði viðareldur á arninum. Það var auðséð, að þetta var auðugs manns hús. x .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.