Alþýðublaðið - 09.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞ¥ÐUBLAÐIÐ í ALÞÝÐUBLAÐIi \ j kemur út á hverjum virkum degi. ; ! At'greiðsla i Alpýðuhúsinu við J J Hverfisgötu 8 opin frá kh 9 árd. j ! til kl. 7 síðd. ! j Skrifstofa á saina stað opin kl. ^ 1 9t/s—'10'l/s ár(i- og kl. 8—9 siðd. J j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 * ! (skrifstofan). < j Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,00 á J ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 j < hver mm. eindálka. J ! Prentsmiðja: Aipýðuprentsmiðjan ! | (i sama húsi, sömu símar). J Föðurlandssvik. „Mgbl." var nýiega svo óvar- kárt að minnast á svik við land og þjóðerni. Það langaði til að brigzla jafnaðarmönnum um éitt- hvað, sem væri ljótt; en á svik við þjóðina befði jrað sízt af öllu átt að minnast — sjálfs sin og sinna vegna. Auðvald stórþjóðanna framdi nýiega hin niestu þjóðasvik, sem dæmi eru til í mannkynssögunni. Það kom stríðinu mikla af stað og hélt því við. Blöð þess lugu gengdarlaust að fólkinu og æstu þjóð gegn þjóð, svo sem frekast voru föng á. Þúsundum og millj- ónum ntanna var slátrað á víg- völlunutn í bióra við föðurlandið. Lygin, sem ausið var yfir þjóð- irnar úl þess að fullnægja hags- munavonuin hins fjárgráðuga auðvalds, olli því, að blómieg héruð voru lögð i rústir, ótal heimili þjáð og pláguð, svo sem n t gat orðið, og geysífjöldi fólks limlestúr og siðspillingu niðursáð og hún útbreidd víðar en tölum verði taliö. Nú sleikir auövaldið sig aftur saman, réttir kiær sínar glottándi yíir valkest- ina og læsir þeim saman tii þess að sjúga merginn úr alþýðunni á þann hátt, sem þvi finst auðveld- fistur í svipinn. Slíkar ertt aðfarir peningavaldsins í heiminum. Gegn þessari feikna siðspill- ingu, þjóðaríg og kúgun alþýð- unnar, rísá jafnaðarmenn allra landa. Þeir sjá, hve heimskulegt er, að aljrýðan t. d. í Frakklandi láti aúðvaldið siga sér til að vega bræður sína í Þýzkalandi. Þeir viija samvinnu og bræðralag þjóðanna. Þeir heimta rétt til lianda alþýðunni. En burgeisa- blöðin. „Moggar" allra landa, þar sem auðvaldið ríkir, hamast gegn tilraunum þeirra og kalla þær föðurlandssvik. Heyr á enderni! Það að sameina þjóðirnar og réyna að útrýma þjóðahatrinu, sem burgeisablöðin eru vön að blása að, kalla þau föðurlands- svik. Það er gamla sagan um djöfulinn, að hann breyti sér í Ijóssengils líki, þegar hann þyk- ist hafa hag af því. „Mgbl." hefði sízt af öllu átt að minnast á svik við íslenzka þjöðernið. Alviðurkent. er, að eitt af allra-ágætustu verðmætum vor fslendinga sem þjóðar er málið, íslenzkan. Landsmönnum er því skylt að vanda hana sem mest og halda henni í heiðri. Um það eru víst fiestir þjóðarvinir sam- mála. En hvernig uppfylla svo ráðamenn íslenzka íhaldsins, auö- valdsstéttin, þetta sjáífsagða boð- orð? Stærsta blað ihaldsins, „Mgbl.“, er að talsverðu Jeyti i eigu útlendinga. Ekki er það jió svartasti bietturinn á því, ]>ótt ekki minni það á mikla föður- landsást né veki traust fslend- inga á biaðinu þvi. Hitt er mikJu svívirðilegra, að ritstjórn blaðsins er falin tveimur mönnum, sem hvorugur er sendibréfsfær á ís- lenzku. Það blað landsins, sem mestur pappírinn fer í og varla mun skorta fjármagn til að vanda eftir fylstu getu, úir og grúir af málleysum og smekkieysum, hin- um airæmdu „fjólum". Sá, er þetta ritar, átti nýlega tal við ínerkan ungmennafélaga, sem lýsti nteð krafti vandlætingarinnar þeirri óhæfu, að pappírsstærsta blað landsins flytii hrannir af málvillum og bögumælum inn á þau heimili, sem á annað borð veittu því móttöku. Hann sá vel, hve slíkt er mikil þjóöarsmán og hætlulegt málsmekk iesenda þess. Og sem betur fer sjá fjölmargir aðrir það líka. Það er oft talað um, að sjálfstæð þjóð þurfi að vekja eftirtekt á sér erlendis. Eitt- hvað hefir stundum staðið um það í „Mgbl.". Sjáiít gengur J>að bezt fram í að láta lita svo út íneðal ókunnugra sem hér sé talað grautarlegt. villimál, en ekki „ástkæra, ylhýra inálið", sem er- lendir íslandsvinrr hafa kynst við lestur beztu bókmenta þjóðar vorrar, dáð og elskað. Það er ekki ’ að undra, þó af „Mgbl." hafi hátt um þjóðernis- svik(l). Ford og hvíldartíminn. Með símanum barst um daginn sú merkilega frétt, að Henry Ford, bifreiðasmiður, hefði ákveð- ið, að héðan í frá eigi starfsmenn í verksmiðjum hans að eins að vinna 5 daga vikunnar, en hafa þó borgun fyrir 6 daga, eins og áður. í nýkomnum blöðum frá út- löndum má sjá, að frétt þessi hefir alis staðar vakið feikna- mikla eftirtekt og þá ekki síður en sjálf fréttín unnnæli Fords um nýbreytni þessa. Ford mælir á þessa leið: „Ákvörðun mín um að stytta vinnutimann er fflér ekki á nokk- úrn hátt tilfinningamál. Ég hefi tekið hana eingöngu af því, að köld og róleg yfirvegun stað- reyndanna hefir sýnt mér og sannað, aö þegar unnið er af kappi, þá er framleiðslan meiri eftir vikuna, þegar hvíldardagarn- ir eru tveir og vinnudagarnir að eins fimm, heklur en þegar unn- ið er sex daga og hvílt einn. Þeir, sem alt af eru að vinna, hafa engan tíma til þess að njóta lífsins; þeir hafa ekkert brúk fyr- ir varning, sém er til þess að fegra lífið eða til skemtunar (ó- þarfa) og kaupa þess vegna lít- ið af þess konar varningi. Því lengri hvíldartíma sem yei laun- aðir verkamenn hafa, því meir vaxa þarfir þeirra. Það er ekki gott lag á neinu framleiðslufyr- irtæki, nerna það borgi hátt kaup og selji ódýrt varning sinn. Ef verksmiðjur Bandaríkjanna hyrfu aftur til 10 stunda vinnudagsins, yrðu þær brátt að hætta. Fimm daga vinnuvika með átta stunda vinnu á dag mun koinast á í öll- um verksmiðjum Bandarikjanna á næsfu tveim árum eða svo, því að ef þetta verður ekki, getur þjóðin ekki keypt framleiðsluna, en vörurnar hópast upp og verk- smiðjurnar veröa að hætta. Orsök fátæktarinnar hjá verkalýð annara landa er sú, að verkamennirnir vinna o/ lengi, svo að þeir, þeg- ar vinnutíminn er úti; hugsa ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.