Alþýðublaðið - 02.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.03.1920, Blaðsíða 2
2 Tiðtal Tið formann Búnaðar- félagsins, Sigurð Signrðsson frá Draflastöðnm. Alþbl. heflr átt tal við formann JBúnaöarfélagsins, Sig. Sigurðsson írá Draflastöðum, um hve nær ráðningaskrifstofu verði feomið upp hér, eða hvernig það mál gengi. „ Ráðningaskrifstofan “, segir Sig- urður, „er sama sem feomin á lagg- irnar, og tekur til starfa nú strax. Það er Búnaðarfélagið og Fiski- félagið, sem gangast fyrir stofn- uninni. Ráðningaskrifstofan hefir aðset- ur á skrifstofu Búnaðarfélagsins, í íélagshúsinu við Lækjargötu (geng- ið inn Tjarnarmegin). Skrifstofu- tími verður fyrst um sinn frá kl. 10—12 f. h. Á skrifstofunni verða tveir menn: Frá Búnaðarfélaginu Sig. Sigurðs- son ráðunautur, fyrv. alþingism., og frá Fiskifélaginu Geir Sigurðs- son skipstjóri. Fyrst um sinn er ákveðið að ráðningastofan standi aðeins í fjóra mánuði, eða frá því nú til júní- loka. Það er ætlunin, að þessi ráðningastofa verði einskonar til- raunastöð um þörfina fyrir svona stofnun, og hvernig störfum hennar verði bezt komið fyrir í framtíð- inni, ef reynslan sýnir, sem senni- legt er að verði, að þörfin sé fyrir hana. Henni er ætlað að vera milliliður milli verkalýðsins ann- arsvegar og atvinnurekenda hins- vegar, bæði til lands og sjávar. Starfið verður þó aðallega fólgið í því, að útvega atvinnurekendum út um land verkafólk, eða verka- fólki hér atvinnu út um land, hvort sem menn nú heldur vilja kalla það. Aftur á móti býst eg við að ráðningastofan geti lítið starfað innanbæjar að því, að leiða saman atvinnurekendur, sem vant- ar verkafólk, og verkafólk, sem er atvinnulaust, en þó skal eg ekki um það fortaka, en það er búist við að það sé stærra hlutverk en að hún orki því, meðan hún er ekki stærri. Sigurður ráðunautur er maður, sem er gagnkunnugur um alt land, og að sögn er Geir Sigurðsson það iíka, en heppileg störf ráðninga- stofunnar eru að miklu leyti kom- in undir því, að það séu vel kunn- ugir menn, sem með störfin fara. Eitt er vert að nefna enn, og það er að ráðningaskrifstofan ætti ALÍ>ÝÐUBL AÐIÐ að geta unnið gott starf og mik- ið, með því að koma reykvískum börnum fyrir á góðum heimilum í sveit í sumar. Mjög mörg sveita- heimili vilja fá ungling til að- stoðar yfir sumarmánuðina, og eftir því sem mér er sagt, er það fjöldi fólks hér í Reykjavík, sem vildi koma börnum sínum (sem eru á hæfilegum aldri) fyrir í sveit, ef það ætti vissu á því að koma þeim fyrir á góðum heimilum, enda er tvímælalaust að slík sveitadvöl barna yfir sumarmán- uðina hefir mjög heilsuvænleg á- hrif á börnin. En hitt, sem eg nefndi áðan, um það hve Sig. Sig. væri kunnugur út um land, mun næg trygging fyrir að börnum verði ekki komið fyrir nema á góðum heimilum". Dm daginfi 09 vegifin. Banatilræði Jakobs Möller, Sveins Björnssonar og þeirra fé- laga, við húsaleigulögin, strandaði í efri deild. Varð ekki útrætt. Gamla Bio. Bráðskemtileg Chaplin-mynd er sýnd í Gamla Bio um þessar muudir. Sömuieið- is eru sýndar þar myndir frá höf- uðborg Chile, Valpariso, viðKyrra- hafs-strönd Suður-Ameríku, og mun sumum Reykvíkingum hafa verið forvitni á að sjá þá mynd af því ungfrú Kristín Thoroddsen hjúkrunarkona (dóttir Skúla heit. alþm.) er ný lögð af stað þangað, en það er nálega sex sinnum lengri leið en héðan og til Khafnar, ef farið er um Panamaskurð. Fnlltrúaráðsfandur verklýðs- félaganna verður í kvöld kl. 7V2 í Alþýðuráðhúsinu, Símslit. Vegna símslita koma hvorki veðurskeyti né útlend skeyti í blaðinu í dag. Síminn hefir ver- ið bilaður síðan á föstudaginn. Til Vestmannaeyja hefir ekki náðst, úr Landeyjum, en þaðan liggur síminn út í eyjarnar, svo ekki er gott að vita hvað veldur biluninni, eða hvar hún er. Maður frá Lands- símanum, sem ætlaði að reyna að ná í Fálkann, sem fór til eyjanna í gærmorgun, náði ekki 1 skipið- bullmál Jslanðsbanka, 2% afgjaldið til ríkissjóðs. Eftir Björn 0. Björnsson. ---- (Frh.) V. Hinir háttvirtu endurskoðendur halda áfram: r>Og það aj henni“ (innieigninni), sem hefir farið jratrt úr V* af gvMryggingu1 5. grein- ar, hefir i reikningum Islands- banka árin 1906, 1908, 1909, 1910, 1911, 1912, 1913 og 191 veríð samþgkt að vera „rnáhn- forði“ aj öllum, sem voru ráð- herrar eða bankaráðsmenn þesst umgetnu ár.al Þetta er einn af eftirtektarverðustu köflum yfirlýs- ingarinnar. Hinir háttvirtu endur- skoðendur eru hér að svara þeirri fyrirspurn, sem þeir leggja mér 1 munn í upphafí yfiilýsingar sinnar og eg drap á í I. kafla greinar þessarar — fyrirspurn, sem eg hefi aldrei gert. Því hver var fyrir- spurn min? Hún var: Hvaða lagaheimild er til fyrir því, að innieign sú, er fer fram úr V* málmforðans, megi teljast til hans? — eins og viðgengist hefii' síðan 1915. Ef að háttvirtir endur- skoðendur vildu með dæmi áranna 1906—1914 sýna fram á, að þetta núverandi ástand frá árinu 191& hljóti að vera leyfilegt, þá hefðu þeir þurft að sýna fram á, að innieignin á árunum 1906—19ld= hafi með samþykki „allra" þáver- andi „ráðherra og bankaráðsmanna farið fram úr V* alls málmforðans. En það gerir hún aldrei á þein* árum. Um það getur hver maður fullvissað sig með því, að líta 1 ársreikninga íslandSbanka frá ár- unum 1906—1914, þar, á síðustu blaðsíðunni, er sundurliðuð skýrsla um málmforða bankans. Innieiguiu fór á þeim árum aldrei fram úr Vi alls málmforðans, og þó hún á þessum árum færi fram ur 1ft gullforðans — eins og bátt- virtir endurskoðendur skýra írá | orðum þeim, er er eg tilíserði 1 1) Auðkent af mér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.