Alþýðublaðið - 02.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.03.1920, Blaðsíða 3
3 upphafi kafla þessa — þá gat enginn haft neitt á móti því, þar Sem V* málmforðans, eins og hann má mestur vera, er ekki sama og V* gullforðans, heldur er sama og */s gultforðans. Þetta er þá mismunurinn: Á ár- unum 1906—1914 fer innieignin fram úr l/i gull/orðans, en alðrei fram úr */* málmforðans; á ár- anum 1915—1919 fer inniegnin altaf fram úr x/* málm/orðans (þ. e. J/3 gullforðans), og það í svo stórum stíl, að í des. 1918 var innieign sú, er talin var til málm- forðans, ca. 600,000 kr. stærri að upphæð en allur gullforðinn. Hið íyrra er löglegt hefir enginn íett fingur út í það ; hið síðara virðist óumflýjanlega ólöglegt og hefir verið átalið. Af þessu er auðséð, að háttvirtir endurskoðendur hafa *neð þeim orðum sínum, sem til- færð eru í upphafi þessa kafla, nlls ekki sagt neitt, sem réttlætir oða afsakar hið núverandi ásland þessa máls. VI. Þá vitna hinir háttvirtu endur- skoðendur í lögin 9. sept. 1915 um 2®/o afgjald bankans til ríkis- sjóðs. feir tilfæra ekki orð fyrir °rð þær greinar laganna, sem um er að ræða, en eg tilfærði allar greinar laganna í uppbafi greinar hiinnar. Um þessar greinar fara háttvirtir endurskoðendur eftirfar- andi orðum: „í lið þessum“ (þ. e. gr., eða 1. gr. 2. lið, sem þeir kalla) „er ekki vitnað í 5. greinina i lögunum frá 1905. Væri átt við sömu gulltryggingu í 1. gr. 21, S0tti átt er við í 1. gr. I2, þá yrði hukaseðlaútgáfan væntanlega skaði ^ytir bankann, hann gæfi seðlana ekki út og viðskiftalífið fengi ekki öeina aukaseðla . . þessi orð háttvirtra endurskoðenda er ómögu- *egt að skilja öðruvísi en svo, að heir séu með því að andmæla því, í Bi. gr. 2“ sé með „málm- f°rða“ átt við hið sama og í »*• gr. 1“, þ. e. forða eftir 5. gr., euda virðist það vera hið eina órraeði, sem bankinn geti átt völ ^ «1 þess að sýna það, að hann hafi ejjkj vangoldið ríkisBjóði 2#/o af8jaldið. Gegn þessum skilningi háttvirtra Réttnefnd 2. gr. 2) Réttnefnd 1. gr. ALÞÝÐUBLAÐIÐ endurskoðenda má í fyrsta lagi vísa til þess, sem sagt hefir verið um þetta mál í undanförnum köflum þessarar greinar. í öðru lagi má vísa til eigin orða hinna hátt- virtu endurskoðenda gegn þessum ummælum sínum; eru þau tilfærð og nánar um þau talað í VII. kafla þessarar greinar. í þriðja lagi ætla eg hér að gera fáeinar athuga- semdir út frá sjálfum þessum lagagreinum. Vil eg þá byrja með þvi, að biðja menn að líta snöggv- ast á sjálfar greinarnar, sem eru tilfærðar orðrétt í upphafi greinar minnar. Því næst vil eg spyrja, hvort mönnum þætti ekki óeðlilegt og klaufalegt að tala um „málm- forða“ tvisvar sinnum í þessum stuttu Iögum (alls 3 gr. 3. greinin fjallar um alt annað en afgjaldið), með sinni merkingunni í hvort skifti og án þess að gerð sé grein fyrir hvað átt sé við með „málm- forða“ í seinna skiftið, en í fyrra skiftið er orðið útskýrt: það sé forði eftir 5. grein. En klaufaskap- urinn við samningu greinarinnar yrði nærri því ótrúlegur, þegar þess er gætt, að i öllum lögum Islandsbanka finst engin önnnr útsbýring á orðinu „málmforði0 en sú, er fiinst í 5. gr. En að svo sé, verð eg að álíta að hægt sé að slá föstu, úr því að hátt- virtir endurskoðendur nefna enga slíka lagagrein í yfirlýsingu sinni, en það var þó einmitt það, sem eg leyfði mér að gera fyrirspurn mína um. Hið eina, sem hinir háttvirtu endurskoðendur færa fram því til stuðnings, að annað megi leggja í orðið „málmforði", en 5. gr. ákveður, er það, að þá yrði aukaseðlaútgáfan „væntanlega skaði fyrir bankann, hann gæfi ekki seðlana út og viðskiftalífið fengi enga aukaseðla." En eg á örðugt með að trúa þvi, að þessi „vœntanlegi“ skaði geti heitið góð og gild ástæða, til þess að gjalda ríkissjóði engan eyri, þegar bank- inn, eftir lögunum virðist tvímæla- laust hafa átt að gjalda honum 2,719 kr. 06 au. (þ. e. fyrir des- embermánuð 1918; sjá útreikn- inginn síðast í grein þessari eða í „Gullmál íslandsbanka" eftir Jón Dúason, cand. polit, bls. 15). (Framh.) Til sölu tvennir nýlegir klossar á 6—io ára börn með tækifærisverði. Afgr. v. á, Gúmmí götustígvél, Iítil, til sölu. Ódýr. Passa jafnt konum sem karlmönnum. Til sýnis á afgreiðslunni. Aug'lýsingar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouö- geir Jönssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Auglýsingaverð í blaðinu kr. 1,50 cm. dálksbr. Sitt hvað úr sambandsríkinu. Forngripir fundust nýlega við Hábæ á Ll- landi vestanverðu, og voru þeir allir frá eiröldinni. Það voru ker fögur úr eiri, og fleiri gripir úr þeim málmi, silfurbikarar nokkrir, og einn digur armbaugur úr skíru gulli. Enevold Sörensen er nýlega látinn 69 ára gamall. Hann var ráðherra í Danmörku frá 1901 til 1909, fyrst í ráðaneyti Deuntzer sern innanríkisráðherra, síðar sem kirkju og kenslumála- íáðherra í ráðaneytum I. C. Christ- ensens, Neergaards og Holsteins- greifa. Enevold Sörensen var uppruna- lega barnakennari. Glímnkappi látinn. Danski glímukappinn (grísk-róm- versk) H. H. Egeberg er"látinnjp Khöfn. Altaf á það við, að „í upp- iiafli var orðið“ og aðeins orð- ið! I'ví hið „gamlau heflr ætíð völdin, og hið „nýja“ hefir aldrei í fyrstn vald á öðru en orðinu! Georg F. Nikolai.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.