Alþýðublaðið - 19.10.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. < 4 ■ ■■ 4 ! Afgreiðsla í Alþýðiihúsinu við ! « Hverfisgötu 8 opin frá ki 9 árri. ! ! til kl. 7 siðd. ! < Skrifstofa á sama síað opin kl. r í 9' 2—101 2 árd. og kl. 8 — 9 síðd. t j Sintar: 988 (afgreiðslan) og 1294 » 5 (skrifstofan). ] Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ] ! mánuði. Augiýsingaverð kr. 0,15 í < hver mm. eindálka. { ! Prentsmiðja: Aipýðuprentsiniðjan í < (í sama húsi, sömu símar). og kosnmgarnaF’ á laug- arðaginn. Við alþingiskosningarnar najsta laugardag verða meðai annars greidd atkvæði urn almenn mann- réttindi. Alþýðuflokkurinn og ein- stöku frjálslyndustu menn aðrir vilja að mun auka þau, veita þau þeim, sem hingað til hafa verio ranglega sviftir þeim. íhaklið streitist hins vegar á móti af al- efli. Ef það gæti ráðið til fulls, þá hefðu að eins efnamenn kosn- ingarétt og samt varla aðrir en aldraðir menn og þó einkum andleg gamalmenni. Nú hafa að eins 25 ára menn og eldri kosningarétt. Þó að menn fái flest önnur réttindi 21 árs, þá fá þeir ekki að kjósa fulltriia á þing þjóðarinnar. 21 árs gámail maður • getur setið í ábirgðarmik- iíli itrúnaðarstöðu. Hann getur haft atvinnu margra manna í hendi sér, jaínvel verið trúað fyrir lífi þeirra og liinum. Hins vegar er hann of ungur til þess að fá að kjósa til alþingis. Og orsökin er sú, að’ íhaldssamir þingmenn hafa jafnan verið hræddir við æskuna. — Sams konar ranglæti við kosningár í málefnum sveita og kaupstaða reyndi fulltrúi Al- þýðuflokksins á alþingi, Jón Bald- vinsson, að fá breytt á síðasta þingi, en þess var engi kostur, svo sem þingið var þá skipað. Erfitt var að mæla gegn rökum hans í þinginu, því að allir heilskygnir menn sáu réttmæti þeirra. En þá var ráðið að fella tillögurnar þegjandi, — hið kunna ráð þeirra, sem berjast gegn góðum mál- um —, og það var óspart noíað við atkvæðagreiðslurnar í neðri deild, þegar tií úrslila kom um kosningarét.arrýmkunartillög- ur Jóns Baldvinssonar. Ekki stendur Ihaidsliðið síður á verði gegn rýmkun kosningarétt- arins til alþingis. Pað hyggur sér hag af því, að aldurslágmarkið haldist sem hæst. ViÖ Iandskjör kastar þó tólfunum. Þar fær eng- inn að kjósa fyrri en hann er orðinn 35 ára gamall. Þrátt fyrir það varð þó íhaldsflokkurinn svo greinilega í minni hluta við lands- kosningamar i sumar, að síðan þorir hann ekki að bjóða fram tii landkjörs neinn fyrr verandi íhaldsþingmann. Þó er víst, að ekki er honum nær skapi en áð- ur að veita yngri mönnum rétt- inn. Þá býst hann við þeim mun meiri hrakförum en ella, sem honum er það ljóst, að sízt af öllu getur óspilt æska rétt honum örvandi hönd. Þér þekkið líka hin svívirðilegu fátækralög, þenna ástrnög drottn- unargjarnra ríkisbubba, klafann, sem fátæklingarnii' eru bundnir á. Á síðasta þingi reyndi Jón Bald- vinsson einnig enn á ný að fá þeim breytt. En það var nú eitt- hvað annað en oið frumvörp hans til að heimta rétt hinna kúguðu úr höndum kúgaranna næðu sam- þykki á þinginu þvi. thaldsveldið ákvað aö viðhalda kúgun þeirra, sem hafa orðið fyrir sjúkdómum og heilsulevsi, en skortir fé til þess að geta samt sem áður séð fyrir sér og sínum. Fátæk garnal- me«ni skyldu áfram vera rétt- indum sneydd eins og giæpamenn. Fátækir ómagamenn, sem berjast við að halda lífinu í fjölskyldum sínum, en verða þó að leita frek- ari aðstoðar, svo að ekki stórsjái á börnum þeirra eða gamaimenn- um, skyldu áfram sviftir kosn- ingarétti og brennimerktir í aug- um auðborgaranna. Atvinnuleysis- rekendur, sem starfa að því að láta togara Iiggja ónoíaða, skyldu halda kosningarétti og kjörgengi, en atvinnulaust fólk, sem leita verður fl fátækrastjórnarinnar til að geta lifað, þó að atvinnan sé stöðvuð, skyldu fá steina fyrir brauð, réttindamissi í stað atvinnu. Sú var niðurstaða meiri hlutans í neðri. deild. Þessa er að minnast næsta iaugardag. Jafnaðarmenn vilja aukin mannréttindi. Þegar þeir eru orðnir nógu fjölmennir í þing- inu, verður þessum heimskulegu ánauðarlögum breytt. íhaldið hvorki vill né þorir aö breyta þeim. Það veit, sem er, að við frjálsár kosningar yrðu ósigrar þess enn geipilegri. Allir þér, sem það hefir svift kosningarétti með ólögum þessum eða meinað ykkur réttarins fyrir aldurs sakir! Otvegið hver um sig a. m. k. eitt atkvæði í yðar stað til þess að fella frambjóðendur kúgaranna, en koma þeim að, sem berjast fyrir réttindum yðar. Safnid at- kvœdum til sigurs Alpýduflokkn- um, sem vill veita ydur sjálfsögd rnannréttindi. Þess er og vert að minnast nú, að Jón Sigurðsson á Yzta- Feili hefir tjáð sig fylgjandi því Iíku frumvarpi, sem Jón Baldvins- son flutti á síðasta þingi um breytingar þær á fátækralögun- um, er hér hafa verið nefndar. Hins vegar er ekki að vænta fylg- is íhaldSfiokksins við þær. Lands- kjörið er því líka m. a. um rétt eða réttleysi fátæklinganna. Mun- um pad! IrhsIsíicí tíðÍEldL Vestm.eyjum, FB., 18. okt. Landhelgisbrot. „Þór" tók tvo togara að veiðum í landhelgi og hafði með sér hing- að. Annar er belgiskur, frá Ost- ende, og heitir „Qskar Hille- gaardt", en hinn er þýzkur, frá Bremerhafen, og heitir „VioIette“. Báðir fengu 12 500 kr. sekt og alt upptækt. ísafirði, FB., 19. okt. „Óðinn“ kom hingað í gær- kveldi með enska togarann „Ge- rard“ frá Hull, er hann tók við landhelgisveiðar út af Skaga. Mál iians er rannsakað í dag. V. ínnflutningurinn. Fjármálaráðuneytið tilkynnir: Innflutningur í september hefir numið kr. 4 262 465,00, þar af til Reykjavíkur 2 847 669,00. Skipafréttir. „Lyra“ kom í morgun. „Villemo- es“ fer í dag eða í fyrra málið vestur og norður um land að taka kjöt og síðan utan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.