Alþýðublaðið - 09.03.1935, Síða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1935, Síða 2
LAUGARDAGINN 9. MARZ 1935 ALPÝÖUBLAÐIÐ Enska skipafélagið WMte Star gefnr sig npg til gjaldþrotaskifta. LONDON, 7. marz. Á auka-aðalfundi White-Star- útgerðarfélagsins í dag skýrði forseti félagsins hluthöfum frá því, að stjórn félagsins væri því meðmælt, að félagið gæfi sig upp til gjaldþrotaskifta og að skipuð yrði skuldaskilanefnd. Því næst rifjaði forsetinn upp sögu félagsins og veitti yfirlit um rekstur þess og hag og kvað nú sakir standa svo, að þegar LONDON, 7. marz. Hátíðahöld mikil eru í Tékkó- slóvakíu í !dag( í tilefni af 85 ára afmæii Masaryks ríkisforseta, en hann telja Tékkóslóvakíumenn höfund rikisins. Thomas Garrigue Masaryk er fæddur 7. marz 1850 í Hodonin. Faðir hans var ökumaður á ein- um af búgörðum Austurríkiskeis- ara og Slóvaki að ætterni. Hann var settur til menta, og var upp- runalega ætlunin, að hann yrði kennari, en hann var alveg ó- venju námsmaður, hélt námi á- fram og vann fyrir sér með kenslu. Arið 1879 varð hann kennaiti í heimsspeki, og árið 1881 gaf hann út fyrstu bók sína um félagsmál. Árið 1882 varð hann kennari við háskólann' í Prag og tók litlu síðar að gefa sig að stjórnmálum af miklum áhuga. Foringi ítalska hersins i Austur- Afriku skipaður lands- stjóri í Somalilandi. ! 1 BERLIN 1 stað Rava, landstjórans í ítalska Somalilandi, sem hefir lát- ið af embætti, hefir Grazini hers- höfðingi verið skipaður landstjóri af ítölsku stjórninni. (FtJ.) að eigur væru dregnar frá skuld- um, þá skuldaði félagið 3 millj. sterlingspunda. Hann kvaðst vilja taka það fram, að enginn í nú- verandi stjórn félagsins bæri á- byrgð á þeirri ráðstöfun, sem leitt hefði til þessarar sorglegu niður- stöðu. Fundinum var frestað í hálfan ínánuð, eftir að æsingar miklar höfðu orðið meðal hluthafa við þessi tíðindi. (FO.) Stofnaði hann á þeim árum tímaritið Athenaeum, sem varð eitt hið áhrifamesta málgagn í landinu. Alt frá þeim tíma hefir hann verið einn af heiztu for- ystumönnum þjóðar sinnar. Masaryk var brátt kosinn á þing og varð þegar mjög ákveð- inn andstæðingur austurrísku keisarastjórnarinnar. Hann átti setu á þingi 1914, en tókst í desember það ár að komast úr landi og dvaldi síðan hin næstu ár í Sviss, Frakklandi, Englandi, ítalíu, Rússiandi og Bandaríkjun- um, og vann hvarvetna að því að útbreiða þá skoðun, að Tékk- ar og Slóvakar skyldu leystir undan ákvæðum keisarastjórnar- innar. 29. maí 1918 var því lýst yfir, af Bandaríkjastjórn, að hún væri því meðmælt, að Tékkóslóvakía yrði sjálfstætt ríki, og 3. júní 1918 lýstu stjórnir Englands og Frakklands yfir því, að þær myndu faliast á það. 14. nóvember 1918 var Masa- ryk kjörinn fyrsti forseti Ték- kóslóvakíu, og hefir verið það jafnan síðan. (FO.) Herskipafloti Frakka aukinn stórkostlega á yfirstandandi ári. PARIS, 7. marz. Frakkneska ríkisstjórnin hefir jagt fyrir fulltrúadeild þjóð- þingsins tillögur um aukningu herskipaflotans. Er lagt til, að smíðað verði á yfirstandandi ári eitt stórt beitiskip og tveir 1700 smálesta tundurspillar. Ráðgert er, að smíði allra skip- anna verði lokið fyrir áramót næstu. Áætlaður kostnaður við smíði þessara herskipa er einn milljarður franka. Loks er lagt til, að smíðað verði fjórða her- skipið, þ. e. stórt beitiskip, og á smíði þess að verða lokið snemma á næsta ári. Tillögur þessar vekja mikla at- hygli, þar sem Frakkar hafa efit herskipaflota sinn mjög á und- anförnum árum og komið sér upp mörgum herskipum með nýtízku útbúnaði í stað gamaila og úr- eltra. Þykja tillögur þær, sem nú koma fram, ekki aðeins íFrakk- landi, heldur og í mörgum öðr- um löndum, benda til, að víg- búnaðarkepninni verði haldið á- fram fyrst um sinn. (United Pbess.) Trésmlðafélag Reybjavíkur heldur aðalfund í Baðstofu iðnaðarmanna sunnudaginn 10. marz (á morgun) 1935 kl. 2 e. h. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf. 2. Lög fyrir iðnaðarsamband byggingamanna lögð fram til umsagnar. 3. Önnur mál. Stjórnin. (sri I Masaryk forseti Tékkósióvakiu varð 85 ára í fyrradag. Sögukenslubækur Norðurlanda endurskoðaðar. Norræna félagið hefir beitt sér fyrir því að hafin hefir verið end- urskoðun á kenslubókum þeim í sögu Norðurlandanna, er kendar eru í skólum á Norðurlöndum. Skipaðar voru nefndir sagnfræð- jnga í öllum löndunum og hafa þær flestar lokið störfum eða um það bil að ljúka störfum. Norska sögunefndin hefir ný- lega sent frá sér álitið á íslenzku bókunum. Er það einn þektasti sagnfræðingur Norðmanna, pró- fessor Halvdan Koht, sem skrifað hefir álit um íslenzku bækurnar. Finnur hann ýmislegt að þeim, þykir mörgu slept, sem þar ætti að vera, og sumt dálítið rangt. — Einni kenslubókinni hælir hann þó, og er það íslendingasaga Am- órs Sigurjónssonar og segir: „Boka av Arnór Sigurjónsson lyfter sig högt over dei andre bökene i historisk tenkning, og förer mykje nytt tiifang innf i his- torie-opplæringa, báde av öko- nomisk og av ándeleg historie, sá lærebokskrivarar i andre land kan lære mykje av ho.“ Níu ára bara kjörið til konungs i Síam. LONDON, 7. marz. Bróðursonur fyrverandi kon- ungs í Siam hefir í dag verið kjörinn til konungs í Bangkok. Hinn ungi konungur er níu ára gamall og gengur enn í skóla. .(FO.) Þriggja manna ríkisráð. BERLIN Þriggja manna ríkisráð hefir verið skipað til að fara með stjórn í Síam, þar til hinn ný- krýndi konungur — sem að eins er 9 ára — verður fullveðja. Allar fregnir um nánari atvik viðvíkjandi réttindaafsali kon- ungsins hafa verið bældar niður í Siam, og er alt með kyrrum kjörum í landinu. (FÚ.) Sfra Jón Auðnns flytur erindi i fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, sunnu- dag kl. 5, að tilhlutun safnaðarstjórnar. Efni: Hafa sálarrannsóknirnar sannað oss möguleika fyrir sam- bandi við veröld framliðinna? Með hveijum hætti gerist sambandið? Hvað vitum vér? Aðgöngumiðar á 1 krónu fást við innganginn. Safnaðarstjórnin. REYKIÐ J. G R U N O ’ S ágæta hollenzka reyktóbak. VERÐ.s AROMATISCHER SHAG...kostar kr. 1,05 V«o kg FEINRIECHENDER SHAG. ... - — 1,15 — — Fæst i ðlluin verzlunum. M1AAUGLY}IN,GAR ALÞÝflURLACSSNi f * ■■ 50 AUMA1 Við erum eina verzlunin á land- inu, sem hugsar aðallega um ís- lenzkan. búning og hefir Sauma- stofu eingöngu fyrir hann. Hölum því fyrirliggjandi: Silkiklæði. ull- arklæði, peysufatasilki, upphluta- silki, upphlutsborða, knipplinga, gull-leggingar, peysufata- og upp- hlutafóður og alt tillegg. Kven- brjóst. Hvítar pifur, svartar blúnd- ur. Skotthúfur, flöjel og prjónaðar. Skúfa. Skúfasilki. Vetrarsjöl. Kasi- mirsjöl. Frönsk sjöl. Kögur á sjöl. Slifsi. Slifsisborðar. Svuntuefni. Upphlutsskyrtuefni. Hvergi betra úrval í þessum vörum. Spegil- flöjel og prjónasilki (í. peysuföt væntanlegt bráðlega. Vörur send- ar gegn póstkröfu um alt land, Verzlunin „Dyngja“. Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, saltfisk, hausa, Iifur og hrogn. Alt í síma 1689. Kaffisalan Kalkofsveg selur kjöt og fisk^á 25 aura skamtinri. Kaffi með kökum frá 25 aurum. Sparið pen-iinga! Forðist óþe g- iindi ! Vamti yður rúður í glug 5», þá hringiið' í sima 1736, og veröa þær filjótt látinar i Lítið á nýju fataefnasýnishornin hjá Leví, Bankastræti 7. Hjúknunardeildin f verzi. „Þa- r|s“ hefir ávalt á boðstól-un ágætar hjúkmnarvörur næð ágætu verði. — HÚSNllllflSKAH@r/. Tvö herhergi og eldhús með öllum þægindum óskast 14. maí, þrent í heimili. Skilvís greiðsla. Upplýsingar í síma 1953. Kaupið Alpýðublaðið. Cirkus-stúlkan 33 25. KAPÍTULI. Eva reikaði og féll á gólfið í hinum fagra demöntum setta bún- ingi sínum. Maðurinn hallaði sér upp að arinhyllunni og horfði á hana nístandi háðslegum augum. — Já, ég var við hjónavígsluna, Eva mín, sagði hann, og það mátti segja, að ég skemti mér vel við þann sjónleik. En stattu nú upp, annars eyðileggur þú þennan fallega kjól. Hún hlýddi honum og settist á stól og horfði á hann augum, öem voru trylt af hræðslu. — Þú ert annars fögur eiginkona, sagði hann og hélt áfram að reykja vindilinn sinn. En ekki ert þú trú að sama skapi. Svo þú hélst að ég væri dauður. — Já, hvíslaði hún. — Þú átt víst fnemur við að þú hafir óskað þess, þú rannsak- aðir þetta atriði að minsta kosti fremur illa. En þér þýðir ekkert að segja já, af því ég trúi þér ekki. Þér finst ef til vill að ég hafi ástæðu til þess. Ég myndi ekki einu sinni trúa þér þó að þú legðir eið út á það, samt sem áður myndir þú ljúga. En eins og þú sérð, þá er ég lifandi og get ef til vill lifað í mörg ár ennþá, og maðurinn þinn er ég, skilur þú það? Eva horfði á hann óttaslegin. — Hafðu m-eðaumkun með mér, Dick, hvíslaði hún. — Meðaumkun? endurtók hann háðslega. Það situr á þér að tala um meðaumkun. Hvenær hefir þú haft meðaumkun með öðrum? Þú hefir aldrei sýnt neinum manni meðaumkun, og þú hefir sannarlega ekki hlíft þessum unga herramanni, sem þú ert nú gift. Nú ert þú kölluð lafði og það líður ekki á löngu þar til þú verður greifafrú. Já, það verður geðsleg greifafrú eða hitt heldur. Ég get mér til hvað maðurinn þinn muni segja, þegar ég segi honum sögu mína. Hún reis á fætur og rak upp skelfingaróp. Því næst reikaði hún yfir gólfið og studdist upp að honum. — Hafðu meðaumkun með mér, Dick, bað hún. Ég hélt að þú værir dáinn, það er alveg satt. Ég skal gera alt, sem þú krefst af mér, meira að segja faxa með þér, ef þér er þægjð í þvi. — Nei, þakka yður fyrir, lafði mín, svaraði hann hlæjandi. Mér hefir -ekki komið til hugar að hafa þig á burtu með mér. Ég elska þig ekki eins mikið og þú heldur. Hún horfði á hann örvæntingarfull. — Ég hefi ákveðið að láta þig verða hér um kyrt. Nú ert þú komin yfir auðæfi. Ég ætla að vera svo riddaralegur við þig, að lofa þér að halda þessum efnum, sem þú hefir haft vit á að kom- ast yfir. En ég er mðurinn þinn, og konan á alt af að skifta eignum sínum milli sín og manns síns. Áður fyr skifti ég öllu, sem mér áskotnaðist, á milli okkar, og nú kemur að þér að ger-a hið sama. — Vantar þig peninga? — Já, mig vantar p-eninga, því er þér óhætt að trúá, og þessa peninga v-erður þú að útvega mér. Þú verður nú hér kyr hjá þessum fína herra, sem þú ert gift, og lætur sem ekkert hafi í skorist. Svo Iengi sem þú þegir og hlýðir ert þú örugg, en ef þú slúðrar -eitthvað um þetta, verð ég að láta þig gjalda þess. Mundu það, að ég verð alt af hér í nágrenninu. Þú færð ekki að sjá mig, -en ég mun v-eita þér vakandi athygli. Hann hnepti að sér frakkanum og tók hatt sinn, því næst virti hann hana fyrir sér með auðmýkjandi augnaráði, þar sem hún sat voluðust allra. — Söngkona frá fjölleikahúsi, tautaði hann, kona, sem hljóp burtu frá manninum sínum þegar hann var v-eikur og fátækur, nú er hún orðin gr-eifafrú. Þetta er undarlegur heimur, sem við lifum í. Eva, sem í raun og veru bar nafnið greifafrú Lisle, sat alla nóttina þarna á stólnum. Það reiðarslag, sem hún ætíð hafði bú- ist við, jafnvel mit-t í æstustu sigurvímu sinni, var nú komið. Nú sat hún hérna örvæntingarfull og vesæl og hugsaði um hvernig hún ætti að komast út úr þessari klípu. Það var ómögulegt að flýja, til þess jrekti hún Dick of vel, hún vissi að hann myndi leita hana uppi hvar á jörðinni sem væri. Klukkutímum saman sat hún og hugsaði um þetta mál. Hún elskaði Romney svo heitt, sem kona af hennar tegund gat fram- ast, hún fann það betur og betur, að hún gat ekki yfirgefið hann. Hún var að örvinglast yfir því að hafa gabbað hann, en það hafði verið svo auðvelt. Ekki þótti honum minstu vitund grun- samlegt þegar frú Delorme fór alt í einu til Ameríku sama dag- inn og dóttir hennar giftist, og jafnvel þó að hún gerði ekki hið minsta ráð fyrir því að koma aftur. Hann hafði aldrei minst einu einasta orði á þær eignir, sem menn bjuggust við að’ Eva ætti, eða spurst fyrir af hvaða rótum þær væru runnar, jafnvel þetta fálæti hennár í jkvöld og( í nótt virtist ekki vekja grun hans hið minsta. Henni fanst, að hún yrði að fara til hans og meðganga þetta, en þá misti hún hann fyrir fult og alt, og það gat hún ekki afborið. Þennan sama dag hafði Romney átt tal við leynilögregluþjón. — 1 heila hans rúmaðist aðeins ein einasta hugsun, og hún var um það, hvernig hann ætti að hafa upp á v-erustað Díönu, svo að \ hann — án vitundar h-ennar — gæti hjálpað henni. d Það liðu dagar og vikur þannig, að hann varð engu nær um hvar hún héldi sig. Hún virtist vera horfin fyrir fult og alt. > Romney var örvæntingarfullur, hann hafði gert alt, sem í hans valdi stóð, til þess að finna hana, og nú var ekki um annað að gera en bíða og vona. Heimsóknatíminn var að v-erða úti, og Lisle var að búast til burtf-erðar úr borginni, og Eva átti mjög annríkt um þessar mundir, -enda 1-eyndi það sér ekki, að hún var þreytt og leit illia út. Romn-ey var ákveðinn að ganga að boði föður síns og setjast aÖ í iF-enwick, og Evu líkaði það mætavel. F-enwick var ein af fegurstu eignum Fayre-ættarinnar. Það var gamalt herrasetur, og húsin voru bygð af r-auðum múrsteini, en ekkert gerði þó búgarð þennan eins eftirsóknarverðan og hið ágæta veiðiland. Lafði Lisle var harðánægð með breytinguna. — Vegna hvers getur þú ekki orðið hér alt af? spurði hún einu sinni er hún varð manni sínum samferða út úr húsinu. Það væri gaman að yfirgefa borgina fyrir fult og alt. Ég finn að Sveitalífiö á svo v-el við mig. — Bíddu bara róleg þar t-il heimsóknatíminn byrjar að ári, og við skulum sjá hvort þú hefir ekki skift um skoðun. Eva varð með hverjum d-egi yndislegri, sveitaloftið átti svo v-el við hana. Hún var fyrir löngu hætt að nota andlitsfarða, og nú sáust þau ekki framar, þessi kveljandi bréf frá Dick Valton, þar sem hann krafði hana vikulega um peninga. Eva var farin að

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.