Alþýðublaðið - 14.03.1935, Page 4
Nýir kav 3 endur fá Alþýðublarið ókeypis til næstu mánaðamóta.
JGSaeala §iiá|
Kristin Sviadrotning
Störkostleg og hrífandi
mynd, sem styöst við sögu-
lega viðburði úr Iífi Kristínar
Svíadrotningar.
Greta Garbo
leikur aðalhlutverkið af fram-
úrskarandi snild og myndin
vegna hennar ógleymanleg.
í kvöld kl. 8
Sjónleikur í 3 páttum eftir
John Masefield.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4-7-
daginn fyrir, og eftir kl. 1 leik-
daginn.
Sími 3191.
Hafnarbílstöðin hefir síma
2006. Opið allan sólarhringinn.
Útvarpsnotendur
verða að muna það, að kosn-
ingarnar í útvarpsráð eru eins
áríðandi og hverjar aðrar kosn-
ingar, þar sem barist er gegn í-
haldinu. Kosningin fer fram á
Lækjartorgi 1, húsi Páls Stefáns-
sonar, herbergi nr. 10. Kjósið C-
listann.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir í kvöld kl. 8 leikritið
Nönnu eftir John Masefield.
Þorfinnur Jónsson
á Baldurshaga, sem lengi bjó
i Tryggvaskála við Ölfusá, fanst
í gærmorgun kl. 5 örendur við
Rauðavatn. Hann fór að heiman
frá Baldurshaga kl. 11—12 á
þriðjudagskvöld og var þá þeg-
ar farið að leita hans.
Atvinnuleysi
er nú mikið á Akureyri, eftir
því sem segir í skeyti frá frétta-
ritara Alþýðublaðsins þar. Enginn
fiskafli er í firðinum, en sunnan-
verátta er dag hvern.
Athygli
skal vakin á aðvörun til fisk-
útflytjenda frá fiskimálanefnd,
sem birtist hér í blaðinu í dag.
HAFNARFJÖRÐUR.
(Frh. af 1. síðu.)
3 frumvörp, er öll fóru í mjög
svipaða átt og þetta og miðuðu
að því að bæta úr brýnni og að-
kallandi þörf Hafnarfjarðarkaup-
staðar á ræktanlegu landi. Um;
ástæður fyrir þessu frumvarpi má
því í aðalatriðum visa til grein-
argerða þeirra, er fylgdu þeim
frv. , .
Ástæður hafa í engu verulegu
breyzt síðan. Ahugi fyrir auk-
inni ræktun er mikill og almenn-
ur í Hafnarfirði, en landið er
lítið nærtækt, nema hraun, sem
er óræktanlegt með öllu. Jófríð-
arstaðir, Ás og Hvaleyri eru þær
jarðir, sem næst liggja bænum
að sunnanverðu, og fylgir þeim
öllum allmikið óræktað land, sem
vel mætti takast að rækta, og
múndi að öllum lílúndum þegar
hafa verið ræktað, ef Hafnfirðing-
ar hefðu átt þess nokkurn kost.
Land þetta er aftur á móti lítið
notað af eigendum eða ábúend-
um þessara jarða, og má því
segja, að þeir missi ekki í mik-
ils, þó að það væri af þeim tekið.
Um landsvæðið í Garðahreppi
er það að segja, að afnotarétt-
inn að nokkrum hluta þess hefir
Hafnarfjarðarbær átt kost á að
kaupa, en málið hefir strandað á
því, að menn í Hafnarfirði hafa
ekki viljað taka þar smábletti
upp á þau býti að verða fyrir
það útsvarsskyldiir í Garðahreppi.
Hefir því nú verið tekið upp í
frv. ákvæði um stækkun lögsagn-
arumdæmis Hafnarfjarðar, sem
nemur því landi, er þarna getur
komið til greina. Um þetta atriði
hefir verið reynt að ná samkomu-
lagi við Garðahrepp, en árang-
urslaust.
En það er nýmæli í þessu frv.
að Krísuvík í Grindavíkurhreppi
og Stóri Nýibær verði tekinn með.
Er það gert með tilliti til þess,
að þar eru einu jarðhitasvæðin
í nágrenni Hafnarfjarðar. Hafa
kaupstaðarbúar mikinn hug á að
tryggja sér þau og notafæra á
ýmsa lund síðar. Jarðir þessar
eru nú lausar úr ábúð og í eyði,
svo tíminn yrði aldrei betur val-
inn enn einmitt nú.
Kaupið Alpýðublaðið.
Strandaða skipið
á Meðallandi.
Eins og skýrt var frá hér í blað-
inu i gær, er skipið franskt, sem
strandaði á Slýjafjöru i Meðal-
landi. Skipið er frá Dunkerque á
Frakklandi og heitir „Lieutenant
Boyau“, og heitir skipstjórinn
Sago Tierre.
Skipið strandaði á Slýjafjöru kl.
11 á mánudagskvöld, og voru þá
20 dagar liðnir frá því, að það
fór frá Frakklandi.
í gærmorgun var sk'pbrots-
mönnunum skipt niður á bæina i
Meðallandi, en fjórir þeirra, sem
voru verst haldnir og mest þjak-
aðir, urðu kyrrir á S'j ðri F1 jótum.
Annars eru skipbrotsmenn flestir
að ná sér til fuilnustu. Nokkrir
hafa fengið kvef við hrakningana,
en sumir voru marðir og hrufl-
aðir, en þó ekki mikið.
. í gær komst læknir og túlkur
til þeiira.
Enn eru ár og fljót eystra ófær.
Færeysknr kútter
sekknr.
Skipshöfninni bjargað.
í gær um klukkan tvö kom
undir Eiðið í Vestmannaeyjum
kútterinn Mignonetta frá Thors-
havn í Færeyjum, með skips-
höfnina af kútternum Langanes
frá Trangisvaag. Var þegar gert
aðvart um skipbrotsmenn, ogþeir
sóttir á vélbátnum Létti og flutt-
ir í land.
Skipstjórinn á Langanesi skýrir
þannig frá:
Á mánudagskvöld klukkan hálf
tíu var Langanes statt 35 sjómíl-i
ur vestur af Vestmannaeyjum.
Fékk það þá á sig brotsjó, sem
braut úr því bæði siglutré og
fleira ofanþilja, tók út báða skips-
I. O. G. T.
Félagar st. SKJALDBREIÐ eru
beðnir að koma til viðtals
annað kvöld (föstud.) kl. 9 e.
h. í G.-T.-húsinu.
SKÁLDSKAPUR.
(Frh. af 3. síðu.)
pnna í svona sögum þarf ekki að
spyrja.
Gagnstæður þessum. lesenda-
flokki er svo aá, sem sér ekkert
frá eldri timum nema keituker-
öld, lusuga sveitarlimi, skriðhor-
aðar kotahúsfreyjur, óþrifalega og
rifbaldalega hreppstjóra og þekk-
ir þáðan ekki annan andlegan
lifsvott en leirburðarstagl og
holtaþokuvæl — og virðist vilja,
að skáldin lýsi sveitunum, í sam-
ræmi við þetta. í kaupstöðunum
eiga svo helzt allir kaupmenn, út-
gerðarmenn og embættismenn að
vera fantar og dónar, en öll al-
þýða stríðandi og sigrandi hug-
sjónamenn, séfcn hugsa fult svo
mikið um ástandið í Kína og Ni-
caragua eins og ástæðurnar í
hreysinu heima hjá sér. Því stærri
orð, því meira af eymd, aur og
saur, sem lýst er, því sannara og
betra. Og hver skyldi svo dirfast
að gera kröfur til, að skáld, sem
slíku lýsir, hafi, þó ekki sé nema
á allra ófullkomnasta stigi, stíl-
hæfileika, sálfræðilega þekkingu
eða gáfur til að gera persónur
sínar að lifandi og trúverðugum
manneskjum og umhverfið sæmi-
lega greinilegt og kunnuglegt les-
anda, sem eitthvað vill skygnast
ofan í kjölinn.
Loksins koma svo þeir tveir
flokkarnir, sem að bókmentaleg-
um — og yfirleitt andlegum
þroska — standa á hæstu stigi
lesenda og bókmentadómenda.
Þessir tveir flókkar eru sammála
að vissu marki. Þeir, sem þá fylla,
segja allir: Skáldrit, sem ekki að
stíl, máli, framsetningu, persónu-
og umhverfis-lýsingum ber vott
um kunnáttu, formgáfu og að
meira eða minna leyti frumlega
innlifun í sálarlíf manna og áhrif
ytri aðstæðna á mótun þess og
þróun, er lélegt skáldrit, hvað
sem líður viðhorfum höfundarins.
En lengra geta þessir flokkar svo
ekki orðið samferða. Hjá öðrum
þeirra er gildi skáldritsins enn
fremur komið undir því, að það
hafi eitthvert sérstakt málefni að
flytja, sem sé að þeirra dómi
þarft öllum almenningi í augna-
blikinu. Hinn flokkurinn gerir
aftur á möti ekld þessa kröfu,
heldur segir, að formfegurð, sam-
fara skáldlegu ímyndunarafli og
tilfinningaþrótti hafi sitt sérstæða
gildi, án tillits til málflutnings.
Báðir þessir flokkar telja sem sé
listina nauðsynlega og sjálfsagða
hverri menningarþjóð, en annar
gerir að kjörorði sínu: listin fyrir
lífið; hinn: listin fyrir listina, —
en þetta bvorttveggja eru gaml-
ar og gamalkunnar setningar, er
valdið hafa miklum umræðum,
sem enn þann dag í dag hafa
ekki verið leiddar til lykta. Ég
mun hér síðar koma nokkuð að
þessum atriðum og minnast á, að
mjórra mun vera á milli þessara
flokka, en þeír vilja oftast vera
láta, en aftur á móti ærið langt
á milli þeirra beggja og hinna, er
búa, eins og kandídatinn, sem
íslenzkur biskup sagði að ætti
heima fyrir vestan alla aðgæzlu
og sunnan alla sanngirni.
— En í næsta kafla lýsi ég
nokkuð viðhorfi skáldanna við
hinum ýmsu kröfum — eins og
það viðhorf er frá mínum bæjar-
dyrum.
Frh.
I DAG
Næturlæknir er í jnótt Gísli
Pálssion, Iingólfsstræti 21C, sí'mi
2474.
Næturvörður er í nótt í Reykja-
víkur- og Iðunnar-apóteki'.
Veðrið. Hitinn; í Reykjavík 2 st.
Yfirlit: Lægðarmiðja yfir norð-
anverður íslandi á hreyfingu
norðaustur eftir. Veðurútlit:
Norðvestan kaldi. Skúrir eða
slydduél.
ÚTVARPIÐ:
15,00 Veðurfnegnir.
19,00 Tónleikar.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfréttir.
20,00 Fréttír.
20,30 Erindi: Frá útlöndum (séra
Sigurður Einarsson).
21,00 Lesin dagskrá næstu viku.
21.10 Tónleikar: a) Útvarpshljóm-
sveitin. b) Þættir úr hljóm-
kviðum (plötur). c) Danz-
lög.
bátana og kastaði farmi skipsins
út í aðra hlið þess, svo það lá
mjög á hliðinni. Kom þá þegar
leki að skipinu, og urðu skips-
menn að standa í austri með
blikkfötunii í samfleytt 14 klukku-
stundir, því dælan brotnaði. Þá
kom Mignonetta á vettvang og
bjargaði allri áhöfn, 22 manns.
Skipbrotsmenn voru allir hress-
ir þegar þeir komur í land' í Vest-
mannaeyjum, en klæðlitlir og
sumir skólausir.
Skipstjóri segir, að Langanes
hafi haft hjálparvél, en til þess
að geta sett hana í gang varð
að ausá í 8 tima. Eftir það gekk
vélin í hálfa aðra klukkustund.
Skipið var á floti þegar Mign-
onetta sá síðast til, en ekki töldij
skipsmenn líklegt, að skipið
myndi haldast lengi ofansjávar.
Skipstjórinn heitir Nils Poli
Nielsen.
Hjartanlega pakka ég
þeim, sem glöddu mig með
innilegri samúð og vinarhug á
80 ára afmælisdaginn minn.
Hólmfríður Gísladóttir, Berg-
staðastræti 45, Reykjavík.
íþröttafélag kvenna
heldur aðaldanzleik sinn 16. þ.
tn. í Oddfellowhúsinu. AÖgöngu-
miðar verða afhentir hjá Unni
Jónsdóttur, Skólavörðustíg 36, í
kvöld frá kl. 6—7 og 8—9.
Eldborg
kom: í gær úr ferð sinni vest-
an af Breiðafirði.
Bjarni Matthiasson
hringjari er nýræður í dag, er
hann bæði vinsæll og velþektur
maður.
Frú Margrét Jónsdóttir,
Framnesvegi 25, verður 66 ára
í dag.
„Straumur lífsins"
heitir erindi, er frú Aðalbjörg
Sigurðardóttir flytur á fundi í
„Septímu“ annað kvöld.
Mannalát.
Á aðfaranótt sunnudagsins
andaðist hér í bænum frú Jó-
hanna Proppé. Á mánudag and-
aðist frú Ingveldur Guðmunds-
dóttir, móðir Sigurðar Grímsson-
ar lögfræðings. Ólafur Ólafsson,
fyrrum prófastur í Hjarðarholti,
andaðist í gær að heimili sínu
bér í jbænum.
Að gefnu tilefni
skal það tekið fram, að dreng-
urinn Þormar Grétar Vídalín,
Laugavegi 27, var ekkert viðrið-
inn þjófnaðinn í Hressingarskál-
anum og Reykjavíkur-apóteki og
hefir aldrei len:t í neinu kasti við
lögregluna.
SDnDndaysblað álbíðoblaðsins
er ódýrasta skemtiblað á íslandi.
Enn þá
er hægt að fá pað frá upphafi í
afgreiðslu blaðsins.
Nýja Má
Eimskipafélagsskipin.
Gullfoss er í Kaupmannahöfn,
Goðafoss er í Vestmannaeyjum,
Brúarfoss er væntanlegur íkvöld
frá London til Kaupm.hafnar.
Dettifoss fer vestur og norður í
kvöld kl. 10, Lagarfoss verður á
Sauðárkróki í dag, Selfoss er í
Reykjavík.
Skip Sameinaðafélagsins.
Island er væntanlegt hingað í
fyrra málið. Dr. Alexandrine er
í Kaupmannahöfn.
Fulltrúaráðsfundur
verður haldinn í Kaupþings-
salnum annað kvöld kl. 814. Ýms
áríðandi mál eru á dagskrá, og
eru fulltrúar beðnir að mæta vel
og stundvíslega.
Almenna skemtun
heldur Sjómannafélag Reykja-
víkur í Iðnó á laugardaginn.
Hljómsveit Aage Lorange (6
menn) spilar með danzinum.
Leikkvöld Mentaskólans.
I gærkveldi sýndu Mentaskóla-
nemendur „Henrik og Pernillu“
eftir Holberg, en á undan söng
Mentaskólakórinn undir stjórn
Sigfúsar Einarssonar, og var
þakkað með dynjandi lófataki.
Leikurinn tókst mjög vel, og
skemtu hinir mörgu áhorfendur
sér prýðilega. Sérstaklega þótti
leikur Þórðar Möller ágætur.
•Leikurinn verður aftur sýndur
annað kvöld.
Czardasmæria.
(Die Czardasfurstin).
Stórfengleg þýzk tal- og
hljómlistarkvikmynd, * sam-
kvæmt hinni heimsfrægu
óperettu með sama nafni
eftii E. Kalman.
Aðalhlutverkið leikur og
syngur leikkonan viðfræga
Marta Eggerth, ásamt Paul
Hörbiger, Hans Schröder
og skopleikaranum fræga
Paul Kemp.
„Spírella“. Munið eftir hinum
viðurkendu Spirella-lífstykkjum,
Þau eru haldgóð og fara vel við
líkamann. Gera vöxtinn fagran.
Skoðið sýnishorn á Bergstaðastræti
14. Sími 4151. Til viðta’s kl. 2—4
síðd. Guðrún Helgadóttir.
Prjónakjjólar
á smábörn, sérlega
fallegir, handgerð-
ir, fást í
Verzlun
LILJU HJALTA,
Austurstræti 5.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
móður og tengdamóður okkar, Jónínn Þorgeiðar Sandholt.
Hjörtur og Bertha Sandholt.
•'ii 1 LI 1 ) j ,y mí
Aðvðrun
til fiskiitflytjenda.
SamkvæmtJ3. gr. laga nr, 76. 29. dezember 1934
um fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtinu markaða
o. fl. má enginn bjóða til sölu, selja eða flytja til út-
landa fisk, nema með leyfi fiskimálanefndar.
Samkvæmt pessu má enginn gera bindandi sölutil-
boð um fisk né semja um sölu á honum til útlanda
nema hann hafi áður fengið útflutningsleyfi
Þegar sótt er um útflutningsleyfi verður að tilgreina
ákvörðunarstað, ákveðið verð miðað við fisktegund,
magn og stærð fisksins.
Brot gegn fyrirmælum pessum varða sektum sam-
kvæmt ákvæðum téðra laga.
Fiskimálanefndin.