Alþýðublaðið - 17.03.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.03.1935, Blaðsíða 3
SUNNUDAGTNN 17. MARZ 1935 ALPÝÐUBLAÖIÐ ALÞÝÐUBLAÐÍÐ ÖTGEFANDI: ALÞÝLUFLOKKURINN RITSTJÓ RI : F. R. VALDEMARSSON . Ritstjórn og atgreiðsla: Hvtifisgötu 8-10. SIMAR : 4900-4906. 4900: Afgreiðsla, augiýsingar. 4901: Rítstjorn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima). 4904: F. R. Valdemarsson^heima) 4905: Prent; miðjan. 4906: AfgreiðsÞn. Bllrnia. ENGIN skólahús fyrir unglinga- skóla, engir leikvellir, ekkert barnahæli, engin sjúkrahús fyrir vanheil börn, engin fávitahæli, ekkert gert fyrir æsku borgarinn- ar nema það, sem þrengsti laga- bókstafur býður. Þetta er lýsingin af þeim ráð- stöfunum, sem Sjálfstæðisflokkur- inu í Reykjavík hefir gert til þess að tryggja borginni og þjóðfélag- inu, að í höfuðstaðnum vaxi upp hraust og göfug kynslóð. Og verkin sýna merkin. Börn innan tíu ára aldurs eru staðin að þjófnaði, unglingar að ránum og gripdeildum. Hér þarf rannsóknar við og hér þarf umbóta við. Þess verður að krefjast, að ná- kvæm rannsókn fari fram á öll- um högum hvers einasta ung- mennis, sem brotlegt verður við hegningarlög. Slíka rannsókn ætti barnaverndarnefnd að fram- kvæma með aðstoð lögreglunnar. Markmið rannsóknarinnar ætti að vera það fyrst og fremst, að leita að hinum félagslegu orsök- um, sem kunna að liggja að af- brotinu. Á niðurstöðum slíkrar rannsóknar verður svo að byggja alt það, sem gert er af hálfu hins opinbera til þess að komaf í veg fyrir áframhaldandi og vaxandi glæpi barna og unglinga. Einnig þarf að rannsaka eftir föngum, hvað það er í eðlisgerð barnanna', sem teygt hefir þau til glæpa, og síðan verður að beita hinum ör- uggustu ráðum uppeldisfræðinn- ar til þess að göfga skapgerð þeirra svo að þau geti orðið góð- ir þjóðfélagsþegnar. Herferð verður að hefja gegn sívaxandi glæpum unglinga og barna. I þeirri herferð ber tvenns að gæta. Annars vegar þarf fé- lagslegar umbætur og hins vegar viðeigandi uppeldi þeirra einstak- linga, sem hafa gallaða eðlisgerð. Árni gleymdar. EGAR Sjálfstæðisflokkurinn fór að velja menn á lista við kosningar í útvarpsráð, var hon- um tvent ljóst. Annars vegar það, að hann vildi hafa kosninguna pólitíska, samkv. skýlausri játn- ingu Magnúsar Jónssonar á þessu atriði við útvarpsumræður um kosningarnar. Hins vegar var flokknum og ljóst, að hann hafði engum flokksmanni á að skipa, sem var líklegur til þess að kom- ast að. Nú voru góð ráð dýr, og var því þrátt fyrir alt gripið til manns í efsta sæti listans, sem til þessa hefir ekki verið talinn til neins ákveðins stjórnmála- flokks. Þessi maður var Árni Friðriksson, en þegar út í kosn- ingabaráttuna kom gleymdist Árni með öllu, en Magnús Jóns- son varð Sjálfstæðisflokknum þeim mun minnisstæðari. Morgunblaðið talar dag eftir dag um ágæti Magnúsar, en minnist aldrei á Árna. Sennilega hefir Moggi komist að því, að Árni væri ekki sanntrúuð ihalds- sál. Ungir jafnaðarmenn svan samfylkingartilboði „kommúnista”. Félagi ungra jafnaðarmanna barst fyrir nokkru eitt af hinum svokölluðu samfylkingartilboðum kommúnista, sem altaf eru á ferð- inni. Var tilboðið frá ungum kom- múnistum, og svöruðu ungir jafnaðarmenn með bréfi því, er hér fer á eftir: „Okkur hefir borist bréf ykkar dags. 21/2. þ. á. ÍJt af því viljum við taka fram eftir farandi: Við erum fySIi'ega sammála því, að afkoma íslenzkrar alþýðuæsku er ærið bágborin, og litlar horfur eru á batnandi ástandi hér í Reykjavík, meðan sá meirihluti helzt í bæjarstjórninni, sem nú ræður. Og það gleður okkur, að þið hafið notfært ykkur grein eft- ir ritara S. U. J. um atvinnuleysi æskunnar, er birtist í kosninga- blaði „Kyndils" s. 1. vor, auk þess sem þið hafið nú tekið upp kröf- ur ungra jafnaðarmanna eins og t. d. um námskeið fyrir atvinnu- lausa æsku. Um samfylkingartilboð ykkar hvað snertir dægurkröfur verka- lýðsins í Reykjavík skal það að eins tekið frarn, að meðlimir F. U. J. munu berjast hlið við hlið með eldri verkamönnunum í verkalýðsfélögunum og hlýta þeirra forystu, en ekki koma fram sem sjálfstætt verkalýðsfélag af þeirri einföldu ástæðu, að F. U. J. er ekki fagfélag, en verkamenn og konur innan félagsins eru með- limir í sínum fagfélögum og taka þar þátt í starfinu. Það skal enn tekið fram, vegpa þess að það virðist ykkur torskilið, að F. U. J. er deild' innan S. U. J„ sem er samtaka- heild þeirrar alþýðuæsku, er fylg- ir Alþýðuflokknum að málum og hlýtir stefnuskrá hans. Hvorki S. U. J. eða deildir þess — F. U. J. — mega því né vilja taka á- kvarðanir, sem eru í andstöðu við Alþýðuflokkinn, eða koma fram sem sérstök pólitísk sam- tök. Hlýtur þetta að vera ykkur skiljanlegt, því hvorki mun S. U. K. (ef til er) né F. U. K. senda samfylkingartilboð eða standa fyrir annari pólitískri stefnu eða starfsemi en K. F. í. hefir lagt blessun sína yfir eftir skipunum frá III. Internationale. F. U. J. mun því ekki taka upp neina samninga við F. U. K. um. samfylkingu á þeim grundvelli, er þið farið fram á. Hins vegar gildir okkar fyrra boð um inn- göngu í F. U. J„ ef þið leggið niður þann klofningsfélagsskap, sem stofnaður var 1930, af ykkur og ykkar flokksbræðrum. Að lok- um þetta: Þegar samfylking. sú, sem gerð var í nokkrum löndum þti í heimi, er brostin, virðist all- hlálegt að vekja þann draug upp hér, enda þótt íslendingar séu oft á eftir tímanum. Við vonumst eftir hugheilum stuðningi ykkar við hagsmunamál alþýðuæskunnar, en lögð verði niður þessi látlausa veiðibrella af ykkar hendi,‘því hún mun engan sigur færa atvinnulausri æsku til sjávar né sveita.“ / Frá Ólafsvik. 1 fyrra kvöld var haldinn; í Ól- afsvík framhaldsstofnfundur Hjúkrunarfélags Ólafsvíkur, en fyrri fundi hafði verið frestað 11. þ. m. — I félaginu eru 30 með- limir og stjórn þess skipa Árni Árnason héraðslæknir, formaður, Jónas Þorvaldsson skólastjóri, fé- hirðir, og séra Magnús Guð- mundsson ritari. Meðstjórnendur eru frú Laufey Einarsdóttir og frú Jóhanna Valentínusdóttir. Til- gangur félagsins er að starfa að I almennri hjúkrunarstarfsemi í Ól- I afsvík, t. d. með því að leigja herbergi fyrir sjúklinga, ráða sjúkraskýli fyrir ólafsvikurlækn- konu til að hjúkra og annast þá ishérað og veita heimilum hjúkr- sjúklinga, er þangað verða lagðir, unarhjálp í veikindum ef ástæður beita sér fyrir því, að reist verði j félagsins leyfa. (FO.) 0, Tiíbúinn áburður Athugið það, að samkvæmt skatta- framtölum bænda í helstu mjólk- urframleiðsluhéruðum, er talið að kaup tilbúins áburðar séu að- eins 5 % af framleiðslukostn- aðinum. Athugið hvort líklegt sé að spara þennan lið. Svarið verð- ur vafalaust neitandi. Slíkur sparn- aður yrði: Sparaðir aurar en eydd- ar krónur. r Aburðarsala ríkisins. Aðalfundur í hlutafélaginu Alþýðuhús Reykjavíkur verður hald- inn í Alþýðuhúsinu Iðnó, Vonarstræti 3, uppi, gengið inn úr Vonarstræti um vestur dyr, sunnudaginn 31. marz n. k. kl, 2 síðd. Verkefni fundarins almenn aðalfundarstörf. Hluthafar vitji aðgöngumiða sinna að fundinum í skrifstofu Alþýðuhússins Iðnó, virka daga kl. 4—6 síðd. og hafi með bráðabirgðaskírteini sín. Á sama stað og tíma liggur frammi hluthöfum til athugunar endurskoðaður ársreikningur félagsins, svo og tillögur stjórnarinnar um viðfangsefni þau, sem úr- lausnar bíða. Áríðandi að félagsmenn mæti. Reykjavík, þann 17. marz 1935. Stjórnin. Alþýðublaðið 16. marz 1935. Skáldskapor og meaningarmál. Eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Frá Rússlandi hefi ég lesið all- mörg skáldrit, skrifuð á seinni ár- um. Þau eru full hrifni, magns og máttar. En verður framhald á þessu? Verður þetta ekki innan- tómt, þegar fram' í sækir, og mun ekki verða saknað óróandi raddar hins leitandi, íhugandi og efandi? Jafnvel þó að hin þjóðfélagslega skipulagning takist að fullu, þó að stefnt sé fjárhagslega og stjórnmálalega í rétta átt, verða þá ekki einhver þau viðhorf van- rækt, sem taka þarf tillit til — og þarf ekki einhverja til að benda á þau, segja til syndanna, gefa efni til íhugunar og innri baráttu? Sænsk skáldkona heitir Anna Lenah Elgström. Hún er socialisti og eindregið sannfærð um yfirburði hins socialistiska þjóðskipulags. ’ En hún hefir í fyllsta mæli til að bera hvötina til að skoða ekki einungis hið ytra, heldur kryfja menn og málefni til mergjar, velta þeim fyrir sér frá ýmsurn hliðum og í ýrnsu ljósi. Og hún metur sjálfsagt frelsið til þess meira en flest eða líklega ö)l önniir mannrétt- indi. Hún hefir skrifað ferðabók og þar er meðal annars lýst í meistaraléga vel skrifaðri grein dvöl hennar og samtali á sam- komustað rússneskra rithöfunda í Moskva. Hún kemst að þeirri raun, að því að eins er rithöf- undurinn metinn, að rödd hans gjalli sem herlúður um fylkingar þess vinnandi milljónahers, sem er að byggja upp nýtt þjóð- — (Nl.) skipulag í Rússlandi — og hún segir síðan: „Rithöfundurinn — hinn eilífi rithöfundur — karlmaðurinn eða konan — sá, sem af fyllstu ein- lægni, eins og líf lægi við, finnur sig knúinn til að bera fram nið- urstöðurnar af leit sinni og rann- sókn, slíkur maður er víst, datt mér nú alt í (einuí,í hug, mjög svo þýðingarmikil persóna, þegar alt er skoðað niður í kjölinn! En hann er ekki til í Rússlandi! Að minsta kosti verður ekki vart við hann. Enginn spyr eins og hans hlutverk er að spyrja: Hvert stefnir? Hvað tekur við, þegar þetta framleiðslukapphlaup hefir náð takmarki sínu? Hvað skal verða næsta skrefið, þegar allra hæstu vonir og óskir forystu- manna fimm ára áætlunarinnar hafa uppfyllst, þegar verksmiðjur þekja hvern blett rússneskrar moldar, þar sem þá ekki verða samyrkjubú, og milljónir manna framleiða billjónir og aftur billj- ónir allra mögulegra hluta? Hverjar afleiðingar fær það, ef Sovét-Rússland gerist eins konar umsnúin Ameríka, heimsveldi, sem þröngvar byltingu sinni upp á allar aðrar þjóðir? Já, hverju erum við nær, þó jafnvel sam- yrkja þess verði ekki lengur bor- in áfram af þrælum, heldur náist hið nánasta takmark jafnaðar- manna, að hver verkamaður verði sinn eigin húsbóndi, sem hafi rétt til að njóta ávaxta sinnar vinnu? Hvað er svo loks ráða, ef það sýni'r sig nú, eins og þróunin vi’rð- ist benda á, að þegar alt hefir koroist í framkvæmd, þá hafi vinnan sjálf, án dýpra tilgangs, náð ægiva'di yfir mannssálunum." Hún segir meira, Anna Lenah Elgström. Hún spyr og spyr — í rauninni sannfærð um, að hinn ytri árangur náist, en efin er hún og kvíðin fyrir því, að þess verði þá ekki einnig gætt, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði — verði ekki gætt meðal annars þess vegna, að hin frjálsa, leit- andi hugsun er heft og þar með stýfðir þeir vængir, sem ávalt hafa lyft mannkyninu til útsýnis niður í hyldýpi háskans og upp t-il þeirra hásala sælunnar, sem mennirnir hafa ekki enn gefist upp við að flytja tii sín niður á ' jörðina. Hvers á svo íslenzka þjóðin að | krefjast af skáldum sínum? Fyrst ; og fremst þess, að þau hafi þá j þekkingu, þá kunnáttu og þá ! skáldgáfu til að bera, að þau geti ! lagt fram þau lifsviðhorf og sjón- armið, sem eru þeim eðlileg, í sem samræmustum, sönnustum og mest lifandi búning. Hitt verð- ur hún ekki að eins að þola, heldur og meta sem menningar- lega nauðsyn, að sjónarmiðin og lífsviðhorfin séu mörg og mis- jöfn. Ekkert mannlegt er þjóð- inni óviðkomandi, og hvert skáld- rit, sem sérstæður og kunnáttu- sarnur skáldandi hefir mótað af fullri kunnáttusemi og vand- virkni, er lærdómsríkt og vekj- ancli, hvort sem það fjallar um gamalt eða nýtt, ilt eða gott. Og hér kem ég að því, sem ég hefi áður vikið að, að í rauninni er deilan um setningarnar: listin fyr- ir lífið og listin fyrir listina, að mestju leyti karp um keisarans iskegg — því hvert lis'averk, hver sérstæð og listræn rnótun við- fangsefnis — á sitt erindi og verður ekki einangrað frá þeim ó- teljandi þjóðfélagslegu áhrifum, sem alt frá bernsku listamannsins hafa undirbúið það og unnið að sköpun þess, unz það hefir feng- ið sína fullnaðarformrmi í vakandi vitundarlífi höfundarins. V. öll Ramakvein þeirra, sem sí- felt eru með kvíða ,og vol yfir illum áhrifum þeirra bókmenta, er lýsa öðru en sunnudagaskóla- börnum, sem eru svo kúguð og fínt klædd, að þau þora ekki einu sinni að leikia sér, eiga í rauninni rót sína að rekja til van- trausts á frjálsri hugsun og þroskamöguleikum almennings, vantrausts, sem er svo ríkt, að hinir hrelldu og umhyggjusömu teldu í rauninni ekki skjólstæð- ingum sínum óhætt, nerna þessir verndarar fengju að loka þá inni í hljóðheldum skáp, sem þeir gengju svo með lykilinn að um hálsinn, hangandi á hring úr ryð- fríu, ekta sænsku stáli. Það er eins og þeir gleymi því, að lífs- baráttan aðhyllist enga innilokun eða einangrun — og fólkið kynn- -ist sannarlega því misjafna til orðs og æðis — en vantar svo oftast heiman að skilning á sam- hengi orsaka og afleiðinga. Og svo er heldur kosið, að á borð séu bornar fyrir það bókmentir, sem falsa fyrir því tilveruna, held- ur en hinar, sem sýna svart og ljóst — og gætu orðið til skiln- ings og skýringarauka, þannig, að þó að þessi eða hinn héldi áfrarn að vera breiskur eða brotlegur, eins og við erum öll í meira og minna ríkulegum mæli, þá gæti hann kannske áttað sig svo smátt og smátt, að hann hryti ekki stanzlaust hendinganna á milli öll sín æfiár. Nú munu einhverjir segja: En þú hefir sjálfur borið bókmenta- skilningi fjölda manna ófagurt- vitni. Jú, veit ég það, Sveinki! Það þarf sannarlega nokkuð til, að geta notið og haft gagn af sumum góðum skáldritum — og eins og ég hefi bent á, þá vant- ar mjög á, að mikill þorri manna hafi til þess þroska og þekkingu. En aftur á móti sýnir reynsla mín sem bókavarðar það ljóslega, að möguleikarnir fyrir að qðlast slíkan þroska í allríku- legum mæli eru til hjá miklu fleiri heldur en alment mun ætl- að. Með nærfærinni leiðsögn og srnátt og smátt þyngri verkefn- um verður raunin sú, að sá, sem helzt ekki getur notið nema lé- legs reyfara í ár, verður hissa á því næsta ár, að hann skuli hafa getað haft gaman af honum. Og endirinn verður, að sami maður- inn, sem' ekki hafði gaman af öðru en lélegasta reyfararusli í fyrstu, hann nýtur að lokum höf- unda, sem fara með hann um einstigi og tinda — og fær 'meira að segja stundum ríka löngun ti) að kynna sér niðurstöður af fræðilegum rannsóknum sálar- lífsins. Þessi reynsla mín og niður- stöður hennar eru í rauninni í fullu samræmi við reynslu okkar á liðnum öldum. Bókmenning okkar var einhæf, en hún var sannarlega ekki þess eðlis, að ekki þyrfíi talsverða hæfileika til að tileinka sér hana. Rínmakenn- ingarnar réyndu vissu'ega á skiln- ing og hugkvæmni. Þær voru svo margar og margvíslegar, að þær urðu ekki allar lærðar utanbókar — enda bættust altaf nýjar við. En þessi bókmenning varð í fylsta mæli almenningseign, bókmenn- ing, sem mörgum sæmilega vel greindum og uppfræddum manni nú á dögum mun ganga seint og illa að átta sig á. Og þjóðin mun ekki vera neitt ógreindari en hún var áður. Það sem um er að ræða, er þá að skapa almenningi skilyrðin til þess bókmentaþroska, sem hann virkilega getur öðlast — og þarf að öðlast, ef íslenzk menning á að geta blómgast og þróast í framtíðinni. Ég gat um hér á undan, hversu væri áfátt um leiðsögu blaða og tímarita um bókmentaleg efni. Or þessu þarf að bæta — ogj í þessu samhengi vil ég taka fram, að mentamönnum okkar veröur að gera fært að fylgjast með, í bók- . mentum heimsins, en það geta þeir tæplega nú, svo sem bóka- kosti Landsbókasafnsins er farið. Bókmentaáhugi mentamannanna hér í höfuðstaðnum helzt ekki frekar en annars staðar lifandi og * árvakur, nema þeir fái sífelda end- urnýjun utan að — og án hans verður erfitt, jafnvel fyrir áhuga- og sbilnings-ríka ritstjóra, að halda bókmentadómunum á þvi stigi, sem æskilegt er. Þá ber nauðsyn til, eins og ég hefi að ; vikið, að skólarnir taki verulega virkan þátt í lifandi sambandi bókmenta og almennings — og síðast, en ekki sízt, þarf að til- hlutun hins opinbera að koma upp lestrarfélögum og bókasöfn- um um land alt. Nú er það svo í ýmsum löndum, að geisimikið fé er lagt til lestrarfélaga og bóka,- safna. Ríkin leggja frarn sinn vissa skerf árlega í ákveðnu hlut- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.