Alþýðublaðið - 17.03.1935, Blaðsíða 4
Nýir kai^endur fá Alþýðublarið ókeypis til næstu mánaðamóta.
AlÞÝBUBUDn)
SUNNUDAGINN 17. MARZ 1935
Snniadansblað á'Mðoblalsins
er ódýrasta skemtiblað á íslandi.
Eon þá
er hægt að fá pað frá upphafi i
afgreiðslu blaðsins.
Kristin Sviadrotning
Bezta mynd:
Greía Garbo
Sýnd i dag kl. 5, 7 og 9.
Alpýðusýning k!. 5.
Engin barnasýning í dag.
í dag tvær sýningar
Ki. 3:
Piltnr ©n stúlka.
Lækkað verð.
Kl. 8:
Nanna
Sjónleikur í 3 páttum eftir
John Masefield.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7-
daginn fyrir, og eftir kl. 1 leik-
daginn.
Sími 3191.
Hótel Borg
í dag kl. 3—4
TónJeikar
kl. 4-5.
Danzað.
SKÁLDSKAPUR
Frh. af 3. siðu.
falli við bæja- og sveita-sjóði —
og hafa vissa íhlutun um stjórn
stofnananna. Leiðtogarnir í (menn-
inngarlöndunum sjá, að skóla-
fræðslan er og verður aldrei annað
en lítilfjörlegt upphaf pess, sem
verður að taka við ,ef fénu til
skólanna á ekki að miklu leyti að
vera kastað í sjóinn — en pað er
sjálfsnámið. Er pað furðulegt, að
okkur Islendinga, sem manna
iengst höfum lifað á sjálfsfræðsl-
unni, skuli hafa skort skilning á
pessu hingað til. Og nú er á-
standið orðið svo, að alpýðan
viða um sveitir, sem ekki að eins
las, heldur lærði kvæði pjóð-
skáldanna, getur ekki fylgst með í
pví helzta, sem út kemur. Og svo
búið má ekki standa. Islenzka
stjórnin á pegar í stað að láta
athuga, hverja byrjun væri nú
hægt að gera til umbóta, og síð-
an bera fram frv. um stofnun
lestrarfélaga og bókasafnía! í lánd-
inu, fyrirkomulag peirra og stjórn
— og styrk til peirra. Hversu sem
byrjunin tekst, mun verða bót að,
frá pví, sem nú er — og grund-
völlurinn verður lagður að nýjum
blómatíma íslenzkrar alpýðu-
menningar — og pá um leið ís-
lenzkra bókmenta. I öllum guð-
anna bænum: útvegum nýja, betri
og rýmri markaði fyrir saltfisk
og síld — en gleymum ekki lengi
í einu, að höfuðið ber pó hærra
en magann.
Guðm. Gíslason Hagalín.
VIGBONAÐUR ÞÝ.' '■* ANDS
Frh. af 1. síðu.
pjóð hafi haldið pá ;iri trygð
en einmitt Þjóðverjar, og hefðu
peir pví mátt vænta pess, að hin
ar pjóðirnar, sem undir pá skrif-
uðu, hefðu einnig virt ákvæði
peirra að sama skapi.
Herskyldulögin ganga í
gildi í dag.
Nýju herskyldulögin ganga
formlega í gildi á morgun, og
verður giidistöku peirra pá lýst
yfir með sérstökum hátíðahöldum
í Berlín. Þegar peim er lokið, fer
Hitler aftur í orlof sitt upp í
Bayemsfjöll.
Með pessu hafa Þjóðverjar end-
anlega og opinberlega gengið frá
Versalasamningunum, og hefir
petta komið mönnum erlendis
mjög á óvart.
Franska stjórnin lætur
ekki uppi áiit sitt,
Fréttaritarar Reuters urðu til
pess um miðjan dag í dag, að
segja frönsku ráðherrunum frá
pessu, og höfðu peir pá engar
fregnir haft af pessari ákvörðun
Þjóðverja og neituðu gersamlega
að láta í ljós nokkurt álit á pess-
um málum. Þeir sögðust purfa
góðan tíma til pess að átta sig
á svo mikils verðu máli. Það er
einnig sjaldgæft, að stjórnmála-
menn geri kunnar ákvarðanir eins
og pessar á laugardögum, pví að
um helgar er venjulega kyrrast
um stjórnmálin. En ekki hafa
aðrar fregnir vakið meiri athygli
um langt skeið en pessi. (FO.)
JAPAN OG KINA
Frh. af 1. síðu.
gizka 85 aura daglaun, og pað
er pví auðsætt, að ekkert land í
Evrópu eða Ameríku gæti stað-
ist frjálsa samkeppni við út-
flutningsvörur Japana. Það eina,
sem pau geta, er að beita ofbeldi,
og pað gera pau líka að svo
miklu leyti, sem pau geta, bæði á
Indlandi og í Auslur-Afríku, par
sem Japan hefir pegar tekist að
vinna sér stórkostlegan markað.
Japanir hafa undanfarin ár gert
sér miklar vonir um markaðs-
möguleikana í Suður- og Vestur-
Asíu. Og verði peir fyrir von-
brigðum par, pá er enginn efi
á pví, að peir snúa sér að ná-
grönnum sínum í Kína og reyna
með öllum ráðum að fá afturkall-
að verzlunarbann pað við Japan,
sem kínverska stjórnin gafút fyr-
ir tæpum premur árum, til pess
að láta í öllu falli einhverja vörn
koma á móti yfirgangi Japana.
Og pess vegna sjáum við Japan
í dag fara bónarveg að Kín-
verjum, hinum sigruðu andstæð-
ingum sínum. Þeir sýna sig nú
frá annari hlið en áður, og biðja
aðeins um að dyrnar verði opn-
aðar í hálfa gátt, svo. að peir
geti komið fætinum inn á milli
hurðarinnar og dyrastafsins.
En pessu sinni hefir Kína svo
góða aðstöðu gagnvart pessum
volduga og yfirgangssama ná-
granna, að pað hleypir áreiðan-
lega ekki flóðbylgju japönsku
framleiðslunnar yfir 400 milljóna
Brezknr íopri
sektaður nm 5 pús. kr.
Ægir kom hingað kl. 7 í gær-
kveldi með enskan togara, „Balt-
hazar“ frá Hull, sem hann hafði
tekið í jmorgun; í landhelgi undan
öndverðarnesi.
Voru veiðarfæri togarans með
ólöglegum umbúnaði, pegar varð-
skipið kom að honum.
Jónatan Hallvarðsson lögreglu-
fulltrúi tók skipstjórann, sem
Whilky heitir, til yfirheyrslu strax
í gærkveldi og kvað upp dóm yfir
honum, pegar að réttarhaldi
loknu. Var hann dæmdur í 5 pús:.
króna sekt og afli, sem var tals-
verður, og veiðarfæri gert upp-
tækt.
Skipstjórinn hafði áður verið
dæmdur á ísafirði 1928 fyrir land-
helgisbrot. — Skipstjórinn fékk
frest til að ákveða hvort hann á-
frýjaði dómnum.
Verkbann
yfirvofandi í Danmðrkn.
Atvinnurekendur í Danmörku
hafa tilkynt, að peir leggi á verk-
bann frá 25. pessa mánaðar.
Verkbann petta mun ná til
35 púsund verkamanna.
Sáttasemjarar ríkisins munu pó
áður reyna að koma á samkomu-
lagi milli atvinnurekenda og
verkamanna.
Tuasdnvdiafi i hafian
kringnm Grikkland.
LONDON, 16./3; (FO.)
Nokkur eftirköst Grísku bylt-
ingarinnar urðu í dag. Vélbátur,
sem var á ferð skamt frá Pireus,
rakst á tundurdufl og sprakk í
loft upp.
Tvö tundurdufl hafa einnig ver-
ið á floti skamt frá Saloniki og
valdið ótta á skipaleiðum par,
en pau hafa nú náðst.
Flugvélar Imperial Airways eru
nú aftur farnar að komia við i
Apenu.
Landstjóri týndnr.
LONDON, 16./3. (FÚ.)
Landstjórinn í Mið-Afríku-ný-
lendum Frakka, og kona hans, eru
týnd. Þau fóru heiman að frá sér
í flugvél klukkan 8 í morgun,
lentu í slæmu veðri, og hafa ekki
komið fram síðan og ekkert til
peirra frézt.
TvelrNorömenn
setja nýtt met í skiða-
stökki,
LONDON í gærkveldi.
Tveir Norðmenn, Andersen og
Sörensen, settu nýtt met í skíða-
stökki í dag á skíðamóti í iJúgó-
Slavíu, er peir stukku 99 metra á
skíðum. (FO.)
pjóð sína, nema að pað fái mjög
verulegar tilslakanir í móti.
DIPLOMATUS.
I DAG
t
Næturlæknir er 1 nótt Bjarmi
Bjamason, Fneyjugötu 49, sínti
2916-
Næturvörður er í hóSR í Lauga-
vegs- og Ingólfs-apóteki.
MESSUR:
Kl. 11 messa í dómkirkjunni, Fr. H.
— 5 ----— B. J.
5 messa í fríkirkjunni, Á. S.
— 2 messa í fríkirkju Hafnar-
fjarðar; Jóhann Jóhannsson
stud. theol. prédikar.
— 8 messa í Aðventkirkjunni, O.
Frenning.
— 10 hámessa í Landakotskirkju.
— 6 kvöldguðspjónusta.
— 9 hámessa í Spítalakirkju Hfj.
— 9 kvöldguðspjónusta.
OTVARPIÐ:
9,50 Enskukensla.
10,15 Dönskukensla.
10,40 Veðurfregnir.
11,00 Messa í dómkirkjunni (séra
Friðrik Hallgrív*sson).
15,00 Erindi: Sálarlífið og fagrar
listir (frú Kristín Matthías-
son).
15.30 Tónleikar: Sígild skemtilög
(plötur).
18.20 Þýzkukensla.
18,45 Barnatími (fyrir drengi):
Finnbogi rammi (Ólafur Þ.
Kristjánsson kennari).
19,10 Veðurfregnir.
19.20 Tónleikar: Létt lög (plötur).
20,00 Fréttir.
20.30 Erindi: Frá Austurheimi, I
(Björgúlfur Ólafsson læknir)
21,00 Tónleikar: Erlendir pjóð-
danzar (plötur).
Danzlög til kl. 24.
Blandaði kórinn
hefir söngskemtun í Gamla Bíó
í dag undir stjórn Sigfúsar Ein-
arssonar. Söngskemtunin hefst
kl. 3.
Leiðrétting.
I greininni „Vafasöm ráðstöf-
un“, xun veitingu sýslumannsemb-
ættisins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og bæjarfógetaembættisins í
Hafnarfirði innan í blaðinú í gær
stóðu neðst í fyrra dálki eftir-
farandi orð: „Sé gengið enn pá
leið, sem hér hefir verið gert, að
fela mönnum hin mestu trúnaðar-
störf, prátt fyrir frámunalega
drykkjuskaparóreglu o. s. frv.“ —
Hér hefir slæðst prentvilla inn í
fyrstu setninguna. Hún átti að
vera: „Sé gengið inn á pá leið
o. s. frv.“.
Vordraumar
heitir nýútkomin Ijóðabók eftir
Kjartan Ólafsson brunavörð.
60 ára
verður 18. p. m. ekkjufrú María
Magnúsdóttir, Laugaveg 24.
í Aðventkirkjunni
verður guðspjónusta í kvöld kl.
8. Ræðuefni: Dauðinn og hvað pá
tekur við. Allir hjartanlega vel-
komnir! O. Frenning.
Mannslát.
Séra Ólafur Ólafsson, fyrrum
prestur í Hjarðarholti, andaðist
í fyrradag.
Frá Ísafirðí.
Flestir bátar á Isafirði réru
prisvar í pessari viku. Afli var
afarmisjafn og hafa sumir aflað
allvel. Veður var ágætit í fyrradag
og á föstudag. —. 1 fyrradag kom
trillubátur frá Furufirði fyrir
Horn, en pað er sjaldgæft um
petta leyti árs. — Fimmtán ungir
menn á Isafirði færðu á dögunum
Húsmæðraskólanum vandað út-
varpsviðtæki að gjöf. — Skíða-
námskeið Árvakurs hófst í fyrra-
dag. Snjólaust er í byggð, en á-
gætt færi á Selfjalladal. — Tí-
unda pessa mánaðar hljóp mikill
vöxtur í Dalsá í Unaðsdal. Áin
ruddi sig og skemdi brúna all-
mikið. Áin tók einnig 500—600
metra langa girðingu af túninu í
Unaðsdal. (FO.)
Frá Fáskrúðsfirði.
Ellefu stærri vélbátar stunda
veiðar frá Fáskrúðsfirði á pessari
vertíð. Fyrsti róður allra bátanna
var í fyrradag. Afli var frá 9—15
skippund. Á trillur og róðrarbáta
var enginn afli. (FO.)
Landsmálafundur á Þórshöfn.
Almennur landsmálafundur var
haldihn á Þórshöfn 28. jan. s. 1. —
Fundurinn sampykti tillögur í
mentamálum, fátækramálum,
vegamálum héraðsins, Rafveitu-
málum Þórshafnar, og tillögur
um breytingar á jaröræktarlögun-
um, kjötuppbót og bindindismál.
Lagði fundurinn áherzlu á að
vegagerð yfir Brekknaheiði yrði
hafin eigi síðar en árið 1936, par
sem heiðin sé nú illfær alla tíma
árs, en umferð mikil yfir hana
vegna verzlunar og viðskifta við
Þórshöfn. Fór fundurinn fram á
20—30 pús. króna fjárveitingu úr
ríkissjóði til vegarins. Fundurinn
skoraði á alpingi að ábyrgjast
40 pús. króna lán til rafveitu á
Þórshöfn. — Samkv. fundargerð
síaðfestri af fundarstjóra og fund-
ariitara. (FO.)
Nýja ilié
Sælndagar.
Spennandi og skemtileg
pýzk tal- og tónmynd.
Aðalhlutverkin leika
Brigitte Helm,
Gustav Griindgens,
Wolfgang Liebeneíner ofl.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 7 (lækkað verð) og
kl. 9.
Á barnasýningu kl. 5
verður sýnd hin skemtilega
mynd Czardasmærin,
I
Jafnaðarmannafél. íslands.
heldur fund á mánudagskvöld-
ið kl. 81/2; í Iðnó, uppi. Þar verð-
ur flutt erindi frá Balkan (Skúli
Þorsteinsson) og rætt um útgáfu
tímarits og ennfremur rætt um
pingmál. Fjölmennið á fundinn
inn og komið með nýja meðlimi!
1
Hvað á ég að hafa i matinn á
morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj-
an stútung, nætursaltaðan fisk,
kinnar, saltfisk, hausa, lifur og
hrogn. Alt i síma 1689.
Útungunarvél óskast til kaups.
Tilboð, er tilgreini stærð, tegund
og verð, sendist til afgreiðslu
pessa blaðs merkí „Otungunar-
vél“, fyrir miðvikudag.
Blaadaður kér
Söngstjórí: Sigfús Einarsson.
Við hljóðfærið: Valborg Einarson.
Endurtekur samsöng sinn í Gamla Bíó, í dag
kl. 3 e. h.
í siðasta sinn.
Aðgöngumiðar á 2,00 (alt húsið) seldir i Gamla
Bíó eftir kl. 1.
____ ~ 1, kiuj.jjj
Tomar flðsknr,
KAUPUM tómar Portvíns- og
Sherry-flöskur frá priðjudagsmorgni
til laugardagskvölds í þessari
viku, en síðan ekki fyr en sagt verð-
ur til.
Þurfum að fá vitneskju um framboðið
hér heima til þess að geta gert hæfi-
lega pöntun á nýjum flöskum frá út-
löndum.
Munið frá þriðjudegi til laugardags!
Flöskum veitt móttaka í Nýborg.
Áfengisverzhm ríkisins.
Jafnaðarmannafélag íslands.
Fundur
verður haldinn mánudaginn 18. marz kl. 8V* i Iðnó, uppi.
Fundarefni:
1. Erindi frá Balkan. (Skúli Þorsteinsson).
2. Á jafnaðarmannafél. að gefa út tímarit. (Sigfús Sigur-
hjartarson).
3. Þingmál. (Þingmenn flokksins).
Félagar, fjölmennið! STJÓRNIN.
SAMTÍÐIN.
Nýtt hefti er komið út. Verður selt á götunni
í dag og næstu daga. Verð 50 aur. (32 bls).