Alþýðublaðið - 24.03.1935, Blaðsíða 1
RlfSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON
XVI. ARGANGUR.
SUNNUDAGINN 24. MARZ 1935.
DTGEFA NDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
82. TÖLUBLAÐ
Belgia býst til varnar í annað sinn.
Land mæriB era piikin víggirðlngnm og vélbyssum.
Einkaskeyti frá fréttarifara A L Þ Ý Ð U B L A*Ð SIN S um millirikjamál.
Bretar boða til almenns EvnMondar.
Kæra Frakka verðnr rædd í Genf í apríftmáitiiði.
áí I ;[M ____
ítalir iufa 650 pnstmtítr manna enðir vopnnm.
HERSÝNING á aðaltorginu í Róm.
Alment er gengið út frá því,
að þessi lönd, sem sín í milli
mynda Litia bandalagið svo-
nefnda, hafi þegar ákveðið að
styðja kæru Frakklands í Genf.
STAMPEN.
Algert samkomulag á
ráðstefnunni í París
LONDON í gærkveldi.
Anthony Eden, Laval qg Su-
wich áttu fund með sér í París
í dag, til viðræðu um mál ,bau,
er tekin verða til meðferðar í
Berlín. Fundurinn stóð skamma
stund, og verður það til þess, að!
Anthony Eden getur farið til Ber-
línar ásamt Sir John Simon. Kem-
ur hann til fundar við hann á
leiðinni á rnorgun, og munu þeir
hefja viðræður sínar við Hitler
á mánudag. Hitler er nú aftur
korninn til Berlínar.
Fregn, sem gefin var úft í París
um klukkan 4,45 (ísl. tími) í dag
segir, að hinn franski, ítalski og
enski fulltrúi h.afi verið aiger-
lega á eitt sáttir um sjálf mál-
efnin og auk þess hefði verið á-
kveðið, að annar fundur þeirra
á milli skyldi haldinn 11. apríl í
Stresa, við Maggiorevatn á Norð-
ur-ítalíu, þegar heimsókn þeirra
Sir John Simon og Anthony Eden
til Berlínar væri lokið, enda
myndi Anthony Eden þá vera
kominn aftur úr för sinni til Rúss-
lands, Póllands og Tékkóslóva-
kíu. (FO.)
Herútboð á Italiu:
650 þúsund manns undir
vopnum.
LONDON í gærkveldi
ítalska stjórnin hefir boðið út
öllu því herliði af árgangi 1911,
sem ekki hafði verið boðið út áð-
ur, en árgangi 1913 og 14 hefir
þegar verið boðið út fyrir nokkr-
um vikum, og er allur þessi her
undir vopnum. ítalía getur því
eins og nú standa sakir sent á
vígstöðvar 650 000 manna her,
með augnabliks fyrirvara, auk
hinna vopnuðu sveita fazista.
í gær var afmæli fyrstu her-
sveitar fazista, og héldu svart-
stakkar daginn hátíðlegan með
ýmsum hætti. Safnaðist múgur
þeirra saman fyrir framan höll
Mussolini, og ávarpaði hann þá
með ræðu af svölum hússins.
Meðal annars komst hann svo að
orði:
„Friðurinn byggist fyrst
og fremst á nokkrum
miljónum byssustingja.“
„Máttur okkar til þess að halda)
uppi friði byggist fyrst ogfremst
á nokkrum milljónum byssu-
stingja, og nú, þegar allur h.eim-;;
urinn er sokkinn í angist og ó-
friðarhræðslu, er ítalía róleg,
bæði í anda og sama ró ríkir
innan hersins. Vér munum því
ekki verða óviöbúnir, hvað sem
fyrir kann að koma, og hvenær
sem það kemur.“
Samningar þýðingarlaus-
ir við Þýzkaland. segir
Austen Chamberlain.
LONDON í gærkveldi. (FB.)
Austen Chamberlain flutti ræðu
í Birmingham í gærkveldi, og
hefir hún vakið mjög mikla eft-
irtekt, og aðallega vegna þess,
að í ræðu Chamberlains kemur
það fram, sem mjög hefir gætt
hjá Frökkum) í jgarð Þjóðverja, að
því sé ekki að treysta, þótt Þjóð-
verjar takist á hendur samnings-
legar skuldbindingar.
I ræðu sinni sagði Chamber-
lain, að það væri nú sannað eins
áþreifanlega og verða mætti, að
hinn gamli þýzki hernaðarandi
væri eins vel lifandi og nokkru
sinni, og hann bað menn að minn-
ast þess, að það hefði verið af-
leiðingar þessa hernaöaranda í
Þýzkalandi, sem varð til þess, að
flestar þjóðir álfunnar bárust á
banaspjótum og að enn stynja
þjóðirnar vegna þeirra byrða, sem
þær verða að bera enn í dag af
völdum heiinsstyrjaldarinnar.
Slíkur hernaðarandi, sagði
Chamberlain, vekur efa í brjósti
manns um hvers virði sé nokk-
urt samkomulag, sem þýzka
stjórnin kann að fallast á. Það
knýr mann, sagði hann enn, til
þess að minnast þess, sem menn
hafa verið að reyna að gleyma,
þ. e. að þýzkur ráðherra 1914
talaði um samning undirskrifað-
an af þýzku stjórninni sem ó-
merkan „pappírslappa". (U. P.)
KAUPMANNAHÖFN í gærkveldi,
A ’meðal þeirra mótsagna-
fullu frétta, sem boiist
sunnan úr Évrópu siðustu vik-
unaji tilefni af pví tilræði, sem
Hitlerstjórnin gerði með end-
urvigaúnaðdrákvörðunum sin-
um við friðinn i álfunni, erein,
sem ekkiyhefir vakið mikið
umtal, en er pó engu að siður
eftirtektarverð. Það er fréttin
um pað, að Belgia hafi tekið
ákvörðunum pýzku stjórnar-
innar með iskaldri ró.
Og þó eru stríðsárin Belgíu enn
þá í fersku minni, þegar alt land-
ið stundi undir járnhæl þýzka
hervaldsins að undantekinni ör-
mjórri strandlengju suður undir
Ermarsundi, sem með ægilegum
blóðfórnum tókst að verja í sam-
fleytt fjögur ár, þar til þýzki her-
inn lét undan síga á síðari hluta
ársins 1918.
Það sjálfstraust, sem Belgía,
þrátt fyrir þessar hræðilegu end-
urminningar, sýnir nú, þegar all-
ir tala um það, að önnur p^ý
heimsstyrjöid sé í aðsigi, verður
fyrst skiljanlegt, þegar litið er á
upplýsingar, sem hermálaráðherr-
ann í Brussel, Deveze, gaf um
landvarnir Belgíu nokkrum dög-
um áður en franska þingið sam-
þykti að taka upp tveggja ára
herþjónustutíma á Frakklandi og
Hitlersstjórnin svaraði með því
að lögleiða almenna herskyidu
á Þýzkalandi. ' ,
Hermálaráðherrann fullyrti í
ræðu, sem hann hélt í þinginu í
Brússel, að belgiski herinn væri
nú svo vel útbúinn, að hann gæti
varið alt landið fyrir aðsækjandi
óvinaher.
Tveggja og hálfs árs fangeisi
fyrir sextín vixlafalsamr.
Sovét - Rilssland afhenti
Austur~Kína~járiibrautliia f gær.
EINKASKEYTI
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
KAUPMANNAHÖFN í miorgun.
PNSKA BLAÐIÐ „Dai-
ly Maii“ segir, að
enska stjórnin ætli sér
að boða stjórnir Evrópu-
ríkjanna á sameiginleg-
an fund í London, ef
Berlínarför utanríkisráð-
herrans, Sir John Simons,
beri tilætlaðan árangur.
Þýzkalandi verður þá
einnig boðið að taka
þátt í þeim fundi.
Kæra Frakklands verð-
ur rædd á aukafundi í
ráði Þjóðabandalagsins
í byrjun april.
Frá Genf er símað, að forseti
Þjóðabandaliagsráðsins Tevfik
Rusdi Bey, fulltrúi Tyrkja,
hafi látið það boð út ganga, að
ráðið kæmi saman á aukafund í
fyrstu aprílvikunni.
T-i efni fundaiins er kæra Frakk-
lands til Þjóðabandalagsins yfir
broti þýzku stjórnarinnar á Ver-
salafriðarsamningunum.
Litla bandalagið styður
kæru Frakklands í Genf
Frá Búkarest er símað, að
stjórnirnar í Rúmeníu, Tékkósló-
vakíu og Júgóslavíu hafi skifzt á
skeytum út af vígbúnaðarákvörð-
unum Þýzkalands.
Benedfkt Jóhannesson 03 maðor, sem var
fi vitorðfi með honnm, vorn dæmdir í gær.
LANDAMÆRJ BELGÍU, ÞÝZKALANDS OG FRAKKLANDS.
Austurlandamæri Belgíu
eru öll þéttsett víggirð-
ingum og vélbyssum.
Víggirðingunum í kringum
námu- og kastala-borgirnar Liége
og Namur, sem báðar eru f-rægar
fyrir vörn sína á móti Þjóðverj-
um árið 1914, er pú lokið. Víg-
girðingarnar milli Eupen og Mal-
medy og umhverfis Neufchateau
og Pepinster, sem liggja ennþá
nær þýzku landamærunum, eru
einnig hér um bil fullgerðar.
Varnarstöðvar fyrir fótgöngu-
lið hafa verið gerðar á öllu svæð-
inu frá Liége norðaustur að
landamærunum, og geta þær hve-
nær sem er tekið á móti ógrynni
liðs. Stórkostleg skotfærabúr hafa
verið bygð og fylt skotfærum
meðfram öllum þýzku landa-
mærunum og alls staðar —
norðan frá Hollandi og suður að
Luxemburg — eru leynifylgsni
fyrir vélbyssur, sem myndu kosta
aragrúa óvinahermannanna lifið.
Herinn hefir allur verið endur-
skipulagður og vopnaður allra
nýjustu og skæðustu vopnuín.
Riddaraliðið hefir alt verið útbú-
ið með mótorhjólum. Og samtím-
is er stöðugt verið að koma upp
nýjum og nýjum flugvélasveit-
um, bæði til sóknar og varnar.
Fyrir Belgíu er vitundin um all-
an þennan vígbúnað vafalaust
mikils virði til þess að firra þjóö-
ina kveljandi ótta við aðrar eins
eða jafnvel miklu ægilegri hörm-
ungar en hún varð að þola á ö-
friðarárunum 1914 til 1918.
En sem örlítið sýnishorn af Ev-
íópu í dag, árið 1935, spáir þessi
viðbúnaður engu góðu.
DIPLOMATUS.
RÉTTARRANNSÓKN varlok-
ið i fyrra dag gegn Bene-
dikt Jóhannessyni trésmið hér i
bænum,sem fyrir nokkru var
tekinn fastur suður i Grinda-
vík, en pangað hafði hann fló-
ið, Syrir vixilfalsanir.
Jónatan Hallvarðsson lög-
reglufulltrúi hefir haft rann-
sókn með höndum og kvað
hann dóm upp yfir Benedikt i
gær.
Var hann dæmdur i 2þa árs
betrunarhúsvinnu.
Benedikt Jóhannesson trésmið-
ur hefir setið í gæzluvarðhaldi
í fangahúsinu hér síðan hrepp-
stjórinn í Grindavík tók hann
fastan og flutti hann hingað. í
Hefir Jónatan Hallvarðsson lög-
reglufulltrúi haft mál hans ti,l
rannsóknar og tekið hann til yf-
irheyrslu svo að segja daglega.
Það kom smátt og smátt í ljós
við yfirheyrslurnar, að víxlafals-
anir Benedikts voru víðtækari og
meiri en í fyrstu virtist og hann
vildi viðurkenna.
Alls sannaðist, að harrn hafði
framið 60 víxlafalsanir, 14 frum-
víxla og 46 framlengingar.
Víxlarnir voru að upphæðum
frá 100 krónum og upp í 800
krónur.
13 víxla hafði honum tekist að
belja, 11 í Landsbankanum og 2
í Útvegsbankanum. Einn víxilinn
hafði hann reynt að selja „prí-
vat“-manni, en sá maður átti við-
(Frh. á 4. síðu.)
Vélbát vaiitar.
Hann fór frá Þánhðfn í
Færeyfum fyrir vikn.
Vélbátur, sem á eru þrír dansk-
ir menn frá Korsör, lagði af stað
frá Þórshöfn í Færeyjum síðast-
liðinn laugardag, og ætlaði hann
hingað til Reykjavíkur.
Veður hefir verið mjög vont í
hafinu, een í sæmilegu veðri er
talið að báturinn hefði átt að
(Frh. á 4. síðu.)
FRÁ AUSTUR-KÍNA
LONDON í gærkveldi.
USTUR-KÍNA járnbrautin
var formlega afhent í dag
og var einn sjötti hluti kaup-
verðsins greiddur eins og peg-
ar hafði verið samið um.
Bæði utanríkisráðherrá Japanu,
Hirota, og sendiherra Sovét-ríkj-
anna héldu ræður við þetta tæki-
færi'.
Hirota lés í ljós þá von, að j
öll þau ágreiningsmál, sem nú \
gætir svö mjög) í viðskiftum þess-
JÁRNBRAUTINNI.
ara ríkja, mættu verða leyst í
framtíðinni á ‘jafn vinsainlegan
og ánægjulegan hátt eins og þetta
mál.
En með kaupsanmingnum
höfðu Rússar afsalað sér braut-
inni, eftir að hafa árum saman átt
í hinu mesta stríði með að verja
hana fyrir ræningjaflokkum og
öðrum óskunda, sem talið var að
Japanar ýmist hefðu haft hönd í
bagga með, eða þá að minsta
kosti þolað. (FÚ.)