Alþýðublaðið - 24.03.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1935, Blaðsíða 3
alpýðublaehð SUNNUÐAGÍNN 24. MAR2' IM ALÞÝÐIJEJ.AÐIÐ ÚTGEFANDI: ALÞÝLUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. V/.LDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvtrfisgötu 8-10. SIM AR : 4900 -4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Rítstjcrn (innlendar fréttir). 4902: RitstjCri. 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heinia). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent miðjan. 4906: Afgreiðsbn. Gegn smðAtgerðinni. STJÓRNARFLOKKARNIR hafa tekið þá sjálfsögðu stefnu í skuldaskilamálum sjávarútvegs- ins, að gera skýran greinarmun á smáútgerð og stórútgerð. Þeir líta svo á, að rétt sé og eðlilegt að hið opinbera geri pað, sem í pess valdi stendur til þess að létta skuldabyrði smáútgerðar- innar, en að stórútgerðin hafi verið og .sé rekin með þeim hætti, að það sé utan við verksvið þess opinbera að leggja fram fé til hennar. Alþýðublaðið sér ekki á- stæðu til að endurtaka þau rök, sem að þessu liggja, en að þessu sinni vill það benda á þá stað- neynd, að Sjálfstæðisflokkurinn á þingi hefir nú gert tilraun til þess að koma í veg fyrir að frumvarp stjórnarinnar um skuldaskil smáútgerðarinnar nái fram að ganga, og virðist ástæð- an fyrir því vera sú ein, að þeir geti ekki unnað smáútgerðinni styrks, þegar Kveldúlfur og önn- ur stórútgerðarfyrirtæki fá ekk- ert. Hjálp til stórútgerðarinnar, ella ekkert. Sjálfstæðisflokkurinn setur nú þá kröfu á oddinn, að stórútgerð- in fái fjárhagsstyrk frá ríkinu. I þessu skyni vilja þeir að tek- ið sé 5 millj. kr. lán, og um þetta tala þeir í sömu andránni og þeir efast um að ríkinu sé kleift að útvega H/a núllj. til skuldaskila smáútgerðarinnar. Og þessar 5 millj. á að nota til þess að borga skuldir Kveldúlfs og annara slíkra, þannig að skuldir þeirra verði ekki nema 65 á móti hundraði eigna. Sjálfstæðisflokknum er fullljóst, að þessi krafa bræðranna Thors, Jóhanns úr Eyjum og annara stórútgerðarmanna nær ekki fram að ganga. Það eina, sem með henni gæti unnist, er að tefja frumvarpið um skuldaskil smá- útgerðarinnar, og enginn frýr þeim svo mjög vits, að honum komi til hugar, að þeim sé ekki þetta ljóst, en svo grá er græska þeirra, að svífast þess ekki að gera tilraun til þess, að hindra framgang þessa nauðsynjamáls smáútgerðarinnar af því einu, að sú stórútgerð, sem ætíð hefir skot- ið öllum sínum töpum yfir á herðar þjóðarinnar, gegnum bank- ana, en varið öllum sínum gróða til hagnaðar einstökum mönnmn, fær ekki enn á ný, og nú á lög- helgaðan hátt, að skjóta tapi erf- iðu áranna yfir á herðar fjöldans. Mowiuckel neitar að vera forinei vinstri mama á þingi. OSLO. í fyrra dag. (FB.) Þingflokkur vinstrimanna hélt fund í gær og kaus Mowinckel í stjórn flokksins. Var lagt mjög að honum, að hann tæki að sér formensku þingflokksins, en hann hafnaði boðinu. 250 ðra ninning Bachs og Eftir Dr. Franz Mixa. JOHANN SEBASTIAN BACH. Vs GEORG FRIEDRICH HANDEL. Hin miklu þýzku tónskáld, Jo- hann Seb. Bach og Georg Fried- rich Handel, eru báðir fæddir ár- ið 1685, og eiga þannig á þessu ári 250 ára afmæli. Bach dó 1750 og Handel 1759. Þeir höfðu aldrei sést. Það var ekki aðeins tilviljun ein. Þeim var báðum ljóst, þó þeir bæru virðingu hvor fyrir öörum, að þeir höfðu ekkert sérstakt að sækja hvor til annars, svo voru þeir ólíkir. Hinn ólíki lífsferill ler í raun og veru spegilmynd af sálarlífi þeirra. Handel, sem strax á unga aldri ferðaðist víða og hafði í raun og veru síðar engan fastan samastað, hann var alt af í glaumi lífsins, naut mikillar virðingar,, en átti marga óvini, var í eilífri baráttu. I lifanda lífi voru honum reist minnismerki, og árið sem hann dó var stórfengleg standmynd af honum reist í fæðingarborg hans, Halle. Bach aftur á móti bjó alla æfi á sama blettinum. Hann komst aldrei út fyrir landamæri Þýzka- lands. Bach naut að vísu álits, en sú viðurkenning, sem hann fékk, var engan veginn eins og hann átti skilið fyrir hið geysi- lega sköpunarríka starf sitt. í raun og veru voru það synir Johanns Seb. Bachs, sem öfluðu nafninu opinberrar viðurkenning- ar. Þeir störfuðu sem hljómsveit- arstjórar og tónskáld í ýmsum borgum Þýzkalands, Englands og ítalíu. Það var ekki fyrri en eftir miðja nítjándu öld, sem hin stór- fenglegu verk Bachs smám sam- an urðu eign almennings. Með sínum fágætu hæfileikum til að vinna úr hinum nothæfu verðmætum (polyfon. vokalm.) fyrri alda og (harm.) straumum samtíðarinnar, tókst Bach að skapa verk, sem gnæfa við himin enn í dag. Um leið og verk hans marka alger tímamót í sögu tón- listarinnar, eru þau ótæmandi lind allra ténskálda síðari tíma. List Bachs er fyrst og fremst vaxin upp úr þýzkum jarðvegi. Handel er heimsborgari, enda þótt hin þýzku einkenni séu hin sterk- ! ustu. Hann verður fyrir áhrifum | alls staðar þar sem hann fer og er sér þess fyllilega meðvitandi. Sérstaklega gætir áhrifa frá ferð- um hans um England og Italíu. I hinum léttari verkum Hándels gætir hinna ítölsku áhrifa. Eng- lendingar kalla Handel stærsta enska tónskáldið og eru af því ljós hin ensku áhrif í verkum hans. Yfir stíl Hándels er fyrst og fremst alvara og tign, en hann gerir sér oft far um að hrífa á- heyrendur sína með því að leggja vissan „Pathos“ í verk sín. Þá ytri möguleika, sem fyrir hendi eru, notar hann til hins itrasta, þó hann hins vegar komist allra sinna ferða þar sem möguleikar eru takmarkaðir. Eftir að söngleikahús þau, sem Handel skrifaði aðallega söng- leiki fyrir, hættu að starfa, snéri hann sér einungis að „oratori- um“. Eftirtektarvert er, að Han- del skrifaði „Messiah“, eitt sitt glæsilegasta verk, 57 ára gamall; Var það hið fyrsta af hinum mörgu „oratorium", sem hann skrifaði á næstu 9 árum. Bach skrifaði af innri þörf. Hann virðist ekki hafa haft í huga á hvern hátt verk hans hefðu mest áhrif, og notfærði sér því ekki fyllilega þau meðul, sem fyrir hendí voru. Stærstu verkin, eins og Mattheuspassion", skrif- aði hann án þess að hafa full- kominn kór eða hljómsveit. „Das wohltemperierte Klavier“ skrifaði Bach sem æfingar handa börnum sínum, en þar er verk, sem tekur ekki aðeins yfir alla „Skala“ tón- fræðinnar, heldur einnig mann- legrar sálar. Verk hans eru há- mark tónfræðilegrar rökfræði, en þó hafin yfir öll mannleg lög. Bach og Hándel hafa eitt sam- eiginlegt. Þeir eru algerlega sjálf- stæðir. Óbifanleiki lífsskoðunar og trúarbragða þeirra tíma er sú undirstaða, sem þeir byggja alt á og sækja þrek sitt í. „Subjektivismus“ næstu alda var þeim óþektur. Hinn undur- samlegi friður og ró, sem hvílir yfir verkum þeirra, er afleiðing þeirrar bjargföstu vissu, þar sem enginn efi né æst tilfinningaflug kemst að. Er það ef til vill ein- mitt þetta, sem hinir reikulu kom- ponistar vorra tíma þrá, er þeir, leita nær 3 aldir aftur í tímjann að lífskrafti og uppörvun. Dr. F. M. Fastar f Ingferðir með Zeppelinskipam fi nndirbúningi fi Þýzkalandii BERLÍN í gær. 1 gær var fyrir forgöngu flug- málaráðherrans Göring stofnað nýtt flugferðafélag í Þýzkalandi, sem heitir „Deutsche Zeppelin- Reederei“, eða „Þýzka /Jbppelin- útgerðin". Markmið félagsins er að starfa að farþega og póst-flugi með loftskipum. Dr. Eckener er formaður fé- lagsins. (FÚ.) Aðalfundur verður haldinn í hjúkrunarkvennafélaginu „Líkn“ í K.R. húsinu, uppi, mánudaginn p. 25. |). ra. kl. 9 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Sjórnin. Haf nf irMngar! Gfnalang og fatap-essnn Hafna íjarðar, StrandgStn 30, er tekin til starfa. simi 9281. Simi 9281. Sækjum. Sendum. Hraðpressun, hatfahreinsun, kemisk hreinsun. Sérstök biðstofa. Málverkasýning Giete Llnck Scheving «g Gunniangs OskarsSchevings i húsi Garðars Gíslasonar, Hverfisgöta 4, uppi, er opin daglega kl. 11—9. Aðgangur 1 króna Málverkasýning Gunnlangs 6 Schevings. Leikm£nnsþank»r um málaralist. Málaralistin er ung hér á Is- landi — og það eru fremur fáir, sem njóta hennar, ef hún er sér- stæð og verulega mótuð af anda listamannsins. Myndlistarsmekkur alls þorra Islendinga er bundinn því, að höfundur listaverksins skili viðfangsefninu álíka ómót- uðu og ljósmyndavélin — eða þeir, sem mála „Drottinn blessi heimilið" og hinar alkunnu bibl- íulegu gljámyndir, sem sumir gefa artugum brúðhjónum og einkum verzlunin „Vísir“ hefir selt hér í stórum, stórum stíl og með ágæt- um verzlunarárangri í kristileg- um frumsálarlegum anda. . . . En þó að því miður alt of fáir geti enn notið auðugrar mál- aralistar, þá eru hinir þó ennþá færri, sem hafa verulega listar- þekldngu til að bera og geta gert glögga, fræðilega grgjn fyrir því, hvað það er, sem gefur málverk- unum gildi, í hverju persónuleiki málarans birtist — hvernig línur og litir — mál málarans — tjá okkur áhrif viðfangsefnanna á hans innra mann og viðhorf hans við þeim. Og það, hve slíkir menn eru sárafáir, er menningarleg vöntun, sem er kannske enn til- finnanlegri en sá skortur á bók- mentalegri þekkingu, er kemur frani; í þorra ritdóma þér á landi. Ég er eihn þeirra, sem ekki bera fræðilegt skyn á málaralist og eru ekki dómbærir um hana frá því sjónarmiði. En samt sem áður á ég áreiðanlega vissum málur- um talsvert að þakka. Sumarmál- verkasýningar, sem ég hefi sótt hér og annars staðar hafa vakið athygli mína á ýmsu, sem ég hefi ekki áður tekið eftir — og skerpt hana á öðru, sem ég raun- ar hefi áður athugað. Og nú, er ég hefi séð málverkasýningu þeirra Gunnlaugs Ó. Schevings og frúar hans, vil ég með nokkrum línum vekja á henni athygli al- mennings, ef vera kynni, ,að ein- hverjir, sem ella sækja ekki slíkar sýningar, kynnu að telja það ó- maksins vert að líta á verk þeirra hjónanna — og ef til vill fara þaðan ríkari en þeir komu. Hin unga, danska frú vekur at- hygli með sínum nokkuð sérstæða skilningi á viðfangsefnunum — hinum mjúka og hugnanlega blæ myndanna — en ég bið hana af- sökunar á flaustrinu og fer inn i aðalstofuna, þar sem málverk manns hennar eru. Þegar ég kem þangað, tek ég strax ^ftir því, að viðfangsefnin eru fjölbreyttari en gerist og gengur hjá öllum þorra íslenzkra málara. Flestir þeirra mála svo að segja eingöngu landið. Gunn- laugi Scheving er ekkert í um- hverfinu óviðkomandi. Náttúran, mennirnir, dýrin, húsin — alt dregur þetta að sér hans lista- mannsauga. Áhrif alls þessa mót- þst í huga hans, og hann gefur þessari mótun útlausn í litum og línum. Sem heild verkar sýning- in sem tjáning styrks og karl- manniegs persónuleika, sem þó á mikið af tæru en litríku ljóðræni, persónuleika, sem er vaxinn upp úr sama jarðvegi og íslenzk al- þýða, er mótaður af íslenzkri náttúru, nepju hennar og tröll- skap, draummjúkri mildi hennar og töfrandi tilbreytni. En smátt og smátt draga vissar myndir einkum að sér athyglina. Ég vil nefna nokkrar þeirra. Þarna er kona í rúmi. Það er ó- venjumikið rautt í þessari mynd. Það er sem hranni um konuna ótal heit og magnþrungin áhrif, sem smátt og smátt hafa mótað hana í kvöl og unaði — unz hún hvílir þarna — eins og hún er nú — á kólgubólstrum dýrkeyptr- ar lífsreynzlu . . . með kertisloga hálfkulnaðra ástríðna blaktandi við rúmstokkinn. / Þá eru þarna konur á ferð í snjó, fátæklegar konur og lura- legar með sjöl um herðar — og maður á hesti brýzt að baki þeim gegnum skaflana, sem móta með kulda sínum og brimandi nötur- leik þessa sterku, en ljóðrænu mynd, sem minnir á sunA í sög- mn Halldórs Kiljan Laxness. Þessar konur eru „sjálfstætt fólk“ í fönn íslenzkra alþýðuörlaga. Þá eru tvær myndir, sem ég vil minnast á í einu — andstæð- ur að formum og innihaldi, en hliðstæður að því, að þær markai hvor sinn meginþátt í lyndi ís- lenzkrar þjóðar, mótuðu af lífs- háttum og umhverfi. önnur er af ríðandi konu á ferð að vetrarlagi. Konan er ekki tilhaldslega búin. Hún er ekki fríð. Hesturinn er loðinn og lubbalegur — og á hæla honum labbar ótótlegur rakki. Það er hjarn yfir alt — kuldalegt, dauðalegt. Fjöllin eru dökk og grá — þungbúin, dapur- leg — og himininn er hulinn grárri móðu. íslenzkt skammdegi og allra veðra von. ... En í venjulegu andliti konunnar eru tveir þættir eftirtakanlegir og á- berandi, annar hóflát nægjusemi með skerf þann, sem örlögin hafa skamtað, hinn festa og seigla,' sem ekkert getur óað eða beygt. Þessi mynd er sú stærsta á sýn- ingunni, hin ein af þeim minstu. Hún er af ungri stúlku, sem hvílir í vorgrænu kjarri. Litirnir eru léttir, broshýrir og þrungnir við- kvæmri dreymni. Og stúlkan í hinni hjúfrandi stillingu er eins og draumur hins sorta- og klaka- kvekta íslenzka unglings um ei- líft vor og unaðslegt samræmi við hið fagra og gróandi í nátt- leysinu, þegar hann sofnar og vaknar í sól ... Önnur myndin: hin hversdagslega ti!vera íslenzkr- ar alþýðu gegnum aldimar, móð- ir hóflætis og seiglu — hin mynd- in: svif hennar inn í heima vor- legrar og dreyminnar viðkvæmni, þulu- og viðlaga-vakinn í ís- lenzkri alþýðumenningu. Svona birtist íslenzk þjóð, ís- lenzk náttúra og að nokkru leyti íslenzk menningarsaga í þessum og öðrum myndum Gunnlaugs Ó. Schevings. Þetta sé ég — og svo sjáið þið hin kannske þetta, en ef til vill líka margt og mikið ann- að. Það skiftir minstu máli, hvort okkur ber saman — ef þið við nána athugun finnið eitt- hvað, sem dýpkar fyrir ykkur liti og línur hinnar daglegu tilveru. Reykjavík, 22. marz 1935. GiiÓm. Gíslason Hagalin. í siðustu viku komu fram) í Nesjun\ í Grafningi nokkrar kindur frá Heiðabæ i Þingvallasveit, sem ekki hafa sést siðan i haust, þar á meðai var eitt lamb. Kindurnar voru allar í góðum holdum. Höfðu þær geng- iið í Henglinum eða þar í grend.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.