Alþýðublaðið - 24.03.1935, Síða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1935, Síða 2
SUNWUDAjQiNN 24, MARZ 1935, alþýðublaðið Kjör vegavinnumanna og vegamáiastjóri. Á 12. þingi Alþýðusambands íslands í haust var samþykt svo látandi ályktun: „12. þing Alþýðusambands is- lands, sem er skipað fulltrúum meira en 10 þúsund verkamanna, krefst þess af ráðherra þeim, sem fer með vegamál, að hann komi í veg fyrir það, að vegamálastjóri Geir Zoega eða verkstjórar hans geti beitt pólitískri útilokunar- stefnu gegn þeim mönnum í op- inberri vinnu, sem styðja málefni verkamanna. Jafnframt krefst þingið þess, að rannsókn verði látin fara fram á framkomu og skýrslugjöfum vegamálastjóra í sambandi við vegavinnudeiluna síðastliðið sumar.“ Þessi ályktun var gerð vegna þess, að í baráttu alþýðusam- takanna undanfarin ár fyrirbætt- um kjörum fyrir verkamenn í op- inberri vinnu hafði það hvað eft- ir annað komið1 í ljós, að verka- menn, sem beittu sér fyrir bar- áttu samtakanna, voru látnir gjalda þess af verkstjórum vega- málastjóra með útilokun frá vinnu o. s. frv. Þetta skapaði auðvitað hina mestu andúð gegn ýmsum verk- stjórum og vegamálastjóra, sem oft hafði sýnt þægni sína og fylgispekt við auðvaldið og kaup- lækkunarpostulana, enda hafði hann oft verið notaður til að halda niðri kaupi verkalýðsins. En hámarki náði þó ósvífni vegamálastjóra, er hann samdi fyrir Þorstein Briem síðastliðið sumar, algerlega rangar skýrsl- ur um þátttöku verkamanna í vegavinnuverkf al linu. Ot af ályktun Alþýðusambands- þingsins hefir einn af verkstjór- um Geirs Zoéga fundið hvöt hjá sér til að bera vitni í ásökunun- um gegn honum og gera með því tilraun til að þvo vegamála- stjóra hreinan. Sér Alþýðublaðið ekki ástæðu til að neita verkstjóra vegamála- stjóra um grein hans, og birtist hún hér á eftir: „I Alþýðublaðinu 337. tölubl. 1934 er grein með fyrirsögninni: „Sambandsþingið mótmælir fram- komu Geirs Zoéga og verkstjóra hans.“ í nefndri grein stendur meðal annars þessi klausa: „Hann (þ. e. vegamálastjóri) hefir notað verkstjóra sína til þess, að bola þeim verkamönnum frá vinnu, sem sýnt hafa áhuga fyrir verka- lýðssamtökum.“ 1 þessari klausu, og í forsenda- lausri ályktun frá 12. þingi Al- þýðusambands islands, sem birt ■er í sömu grein, eru bornar þung- ar sakir á vegamálastjóra og verkstjóra hans. Ekki þykir það samt hlýða að rökstyðja áburð- inn með einu einasta dæmi. Hvernig stendur á því? Þaðhefði þó átt að vera auðgert, því að undantekningarlaust eru állir vegagerðar verkst jórar lan d sin s bornir sömu sökum. Ég, sem rita þessa athugasemd, hefi verið vegagerðarverkstjóri undir yfirstjórn G. Zoéga vega- málastjóra í nær 20 ár. Á þess- um tíma hefi ég nldrei orðið þess var, að vegamálastjóri hafi á einn eða annan hátt reynt að bægja mönnum frá vinnu vegna stjórn- málaskoðana þeirra, eða áhuga þeirra á stéttarsamtökum verka- manna. Um mörg undanfárin ár hafa flestir verkamenn, sem hjá mér hafa unnið, verið félagsbundnir í verkalýðssamtökunum, og sum- ir þeirra hafa staðið þar framar- lega. Vegamálastjóra hefir verið þetta fullkunnugt, og aldrei haft neitt við pað að athuga,- Mér er einnig kunnugt, að hér í nærliggjandi héruðum, Vestur- Húnavatnssýslu og Skagafirði, hefir það sama átt sér stað. Þar hafa einnig unnið við vegagerð- ina jöfnum höndum: róttækir verkamenn og íhaldssamir, félags- bundnir menn og ófélagsbundnir, án þess að vegamálastjóri hafi á neinn hátt reynt að hindra það. Af löngu samstarfi við Geir G. Zoega vegamálastjóra þykist ég þess fullviss, að hann lætur sér svo ant um starf sitt, að hann myndi aldrei sýna stjórnmála- andstæðingum sínum þá andúð, sem gæti spilt fyrir góðu sam- starfi við verkamenn og þar af leiðandi miklum afköstum við vinnuna. Tvímælalaust er vegamálastjóri meðal áhugasömustu og dugleg- ustu embættismanna. Hann legg- ur mikið á sjálfan sig vegna starfs síns, og krefst líka mikiis af verkstjórum sínum, sem eðli- legt er. Enda hefir honum tekist giftusamlega með þær stórkost- legu framkvæmdir, sem þing og stjórn hefir falið umsjá hans á undanförnum árum. Það virðast því allar líkur benda til, að sakir þær, sem born- ar eru á vegamálastjóra ogverk- stjóra hans alment, séu á litlum rökum bygðar. Ef einhverjir verk- stjórar hafa beitt verkamenn rang- indum og hlutdrægni vegna stjórnmálaskoðana, þá er lang- líklegast að þeir hafi gert það á eigin ábyrgð og án vilja og vit- undar vegamálastjóra. Það er réttmætt og sjálfsagt að takahart á öllu slíku og girða fyrir, að fyr- ir komi aftur. Hins vegar er ó- sæmilegt af Alþýðublaðinu og 12. þingi Alþýðusambands ísl. að skella skuldinni á alia vegagerð- arverkstjóra landsins undantekn- ingarlaust. Þessi stutta athugasemd ætti að ' nægja til að sýna fram á, að áð- urnefnd ummæli Alþýðublaðsins séu ekki alls kostar réttmæt. 20/1 1935. Stgr. Davíðsson. Ot af þessari grein skal það tekið fram, að allir verkstjórar vegamálastjóra hafa ekki sýnt verkamönnum, sem beitt hafa sér fyrir samtökum verkamanna, ó- svífni og útilokun — en aðalat- riði ályktunar Alþýðusambands- þingsins standa þó alveg óhögg- uð. Sjónv* rpsf ilrannir i Þýzkalandi. BERLIN í gær. Ríkisútvarpsstjórinn þýzki til- kynti í gær, að tilraunir með reglubundið sjónvarp myndu hefjast í næstu viku frá útvarps- stöðinni í Witzleben, sem sendir á últra-stuttbylgjum. Verður fyrst um sinn sjónvarp- að alla mánudaga, miðvikudaga og laugardaga síðari hluta dags. Gæftaleysi hefir verið í verstöðvum það, sem af er vertið. KEFLAVÍK í gær. Flestallir bátar hér í Keflavík voru á sjój í dag, og fiskuðu frá 7 til 15 skpd. Sjóveður var slæmt og straumur mikill. Sjómenn hér segja, að aldrei hafi verið jafn langt sótit í fisk og á þessari ver- tíð, og eina 3 daga af allri' vertíð- inni síðan á nýjári hefir verið gott sjóveður, og muna elztu menn ekki eftir jafn mörgum slæmum og erfiðum sjóferðum og á þessari vertíð. Norska flutningaskipið Varhaug er nýkomið hingað til Keflavíkur frá Spáni með 15 hundruð smá- lestir af salti til Guðmundar Kristjánssonar í Keflavík. ÓLAFSVÍK í fyrra dag. Fréttaritari útvarpsins í Ól- afsvík skýrir frá því í símtali í dag, að í gær hefði farlð fram skráning atvinnulausra manna i Ólafsvík, og taldist 51 atvinnu- laus maður með 191 mann á framfæri. — Hefir vertíðin frá nýjári algerlega brugðist, og teljast því allir sjómenn atvinnu- lausir frá þeim tíma. — Meðal- hlutur nemur einum 76 krónum. Síðan vélbátaútgerð hófst í ól- afsvík, hefir aldrei verið þvílík ótíð á vertíð eins og nú. GRINDAVÍKt í fjiær. Allir bátar í Grindavík réru í dag og öfluðu sæmilega. Er það í fyrsta skifti sem allir bátar róa úr þeirri veiðistöð á þessari ver- tíð. RAFNSEYRJ í gær. Línuveiðararnir Ármann og Geysir eru á Bíldudal í dag, hvor með um 200 skpd. fiskjar. SANDGERÐI í gær. Það sem af er þessari viku hefir lítið verið róið hér í Sand- gerði. 1 nótt réru allir bátar nema 3. Afli var fremur tregur. Þó er afli nú orðinn svipaður hér og á sama tíma í fyrra. Aflahæsti bátur, Óðinn frá Gerðum, hefir aflað um 550 skippund. Or þeim fiski eru 19 þúsund lítrar lifrar. Báturinn hefir farið 25 róðra. Dráttarbáturinn Magni kom hingað til Sandgerðis um hádegi í gær, til þess að ná upp vél- bátnum Þórólfi, sem sökk hér á höfninni 12. þ. m. Magni losaði báilnn frá legufærum og dró hann með flóðinu upp í fjöru. Báturinn er mikið brotinn, og ektó tókst að koma honum á flot. — Magnús Guðmimdsson stópasmiður kom með Magna og sér um björgun. Mteólini vill enga f- hlntnn Þiftðabandalags- ins i Abessinindeilnnni! GENF í gærkveldi. (FB.) Italska stjórnin hefir lýst yfir því, að hún geti ekki fallist á það, eins og sakir standa, að ráð Þjóðabandalagsins taki deilumál ítala og Abessiníumanna til með- ferðar og úrskurðar. Segir í tilkymringu hennar um þetta mál, að ráðið geti ekki haft. afskifti af þessum málum, þar eð bæði Italir og Abessiníumenn hafi fallist á að gera út um þessi mál án íhlutunar annara. (Unitied Press.) Hinni me.ki i Osio yflr Amnndsen og Kansen. OSLO; í fyrra dag. (FB.) Prófessoramir Marstrander og Werenskiold hafa lagt til, að reist yrði minnismerki í Osló yfir mestu landkönnuði Noregs á pól- svæðunum. Nygaardsvold for- sætisráðherra, prófessorarnir við háskólann og helztu menn ým- issa visindastofnana hafa tjáð sig hlynta hugmyndinni. Þýzka stjórnin væntir góðs af Berlínardvöl Sir John Simons. BERLIN í moigun. Blaðamaður frá United Press hefir átt tal við von Neurath ut- anríkisráðherra um hina fyrir- huguðu för Sir John Simon til Berlin. Neurath sagðist vona, að vandamál þau, sem hefðu risið upp síðustu daga, mundu jafnast, SMAAUGLYilNCAR ALÞVOURIACÍINS Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, saltfisk, hausa, lifur og hrogn. Alt í síma 1689. ef talað væri um þau af fullri einlægni. Ef rætt yrði um málefnin af skilningi af beggja hálfu, kvaðst hann vona, að heimsókn Sir John Simons yrði til þess, að nokkuð yrði komist áfram á frið- arbrautinni. (FÚ.) BaBöaríhjastjóroin tefenr yflr- lýsingar Þjóðverja tU athug- nnar. LONDON í gær. Roosevelt hefir meðtekið af- rit af tilkynningu Þjóðverja og orðsendingu Breta frá sendiherra þínumri London og hefir forseíinn nú tekið þau plögg til athugunar. Kellogg hefir látið svo ummælt, að þó Þýzkaland hafi tvímæla- laust rofið Versalasamninginn þá sé þó ekki með öllu tilhæfulaus sú staðhæfing þýzku stjórnarinn- ar, að aðrar þjóðir hafi ekki gætt ákvæða hans um afvopnun sem bezt. (FO.) Brosið. Ameríkukona að nafni frú Louis Newman var stöðvuð nýlega í dimmri hliðargötu af ræningja með skammbyssu í hönd, sem neyddi hana til þess að láta af höndum handtösku sína. Þegar ræninginn sá, að ekki voru nema tveir dollarar í töskunni, spurði hann hana, hvort þetta væru allir hennar peningar. Hún brosti og kvað já við. Ræninginn hneigði sig þá kurteislega, rétti henni töskuna og sagðist ekki vilja ræna hana, þar sem hún væri svona fátæk. Frú Newman hafði góða ástæðu til að brosa. Hún kom einmitt úr banka, og hafði 3000 dollara í kápuvasa sínum. Það hefir margur brosað yfir að eiga minna. W. Somerset Maugham. Lltaða blæjan, 6 Hann brosti til hennar. Andlit hans var alvarlegt og dálítið hörkulegt, en bros hans var góðlátlegt. „Auðvitað veit ég hvað þér heitið." Hann þagði andartak. „Eigið þér þá enga forvitni til?“ spurði hann. „Eins og konur yfirleitt." „Yður hefir eigi dottið í hug að spyrja einn eða annan eftir nafni mínu.“ Hún hafði hálfgaman af þessu; hvernig gat hann álitið að hana langaði til að vita um slíkt? En hún vildi vera elskuleg og hún leit á hann með yndislegu brosi og fögru augun hennar, sem voru eins og skínandi perlur, lýstu af töfrandi ástúð. „Jæja, hvað heitið þér þá?“ „Walter Fane.“ Hún vissi eigi hvers vegna hann sótti danzleikina, hann danz- aöi ekki rétt vel og virtist fáa þekkja. Henni datt í hug, að hann væri ástfanginn í henni, en hún hratt þeirri hugsun frá sér; hún þekti stúlkur, sem héldu að allir piltar bæru ástarhug til sín, og henni fanst þær hlægilegar. Og eftirtektin, sem hún veitti Walter Fane, fór yfirleitt ekki vaxandi. Það var áreiðanlegt, að fram- koma hans var mjög ólík framkomu þeirra mörgu, er tjáð höfðu henni ást sína. Flestir þeirra túlkuðu tilfinningar sínar með orð- um og báðu um koss — og sumir tóku hann. En .Walter Fane, hann talaði aldrei um hana og mjög lítið um sjálfan sig og var frekar þögull. En hún lét sér á sama standa, því að hún hafði frá mörgu að segja og kunni því vel að sjá hann hlæja, þegar hún lét glettnislega athugasemd falla. En þegar hann talaði, var það greindarlegt; sem hann sagði. Og það kom á daginn, að hann átti heima í Austurálfu, en var nú í orlofi. Sunnudag einn kom hann heim til heimilis þeirra í South-Ken- sington. Þar voru margir saman komnir og hann sat þar stundar- korn, en virtist vera sjálfum sér ónógur og fór burt. Móðir Kitty spurði á eftir, hver þetta hefði verið. ,Það hefi ég »kki hugmynd um. Bauðst þú honum að koma?“ Já, ég hitti hann hjá Baddeley. Hann sagðist hafa verið á nokkrum danzleikjum með þér, og ég lét þess getið, að ég væri alt af heima um sunnudagseftirmiðdaga." „Hann heitir Fane og hefir einhverja atvinnu í Austurálfu.“ „Já, hann er læknir. Er hann hrifinn af þér?“ „Veit það j sannleika ekki.“ „Ég hélt áð þú værir nú farin að vita það, ef ungur maður bæri ástarhug til þín.“ „Ég myndi ekki giftast honum, þó svo væri,“ sagði Kitty rösk- lega. Frú Garstin svaraði ekki. Þögn hennar var þurngin óánægju. Kitty roðnaði, hún vissi, að nú var það ekki lengur þýðingarmesta atriðið fyrir móður hennar að útvega henni gott gjaforð, heldur hitt: að losna við hana með giftingunni. í vikunni, sem fór næst á eftir, hitti hún hann á þrem danz- leikjum, og nú virtist feimni hans hafa farið ofurlítið minkandi, svo að hann var öllu skrafhreifnari en áður. Hann var læknir, en stundaði ekki læknisstörf, heldur gerlafræði (Kitty hafði aðeins óljósa hugmynd um, hvað það var) og hafði starf í Tching-Yen. Hann hafði í hyggju að fara þangað aftur um haustið. Hann ræddi talsvert mikið um Kína. Hún gerði sér það að venju, að látast hafa áhuga fyrir öllu því, er fólk talaði um við hana, og óneitanlega var skemtilegt að heyra sagt frá Tching-Yen, því að þar voru klúbbar, og stundaður tenn- is og knattleikur og veðreiðar. „Danzar fólk mikið þar?“ y „Já, það gerir það víst.“ Hún hefði gjarnan viljað vita, hvort hann skýrði frá þessu i ákveðnum tilgangi. Hann virtist hafa ánægju af að vera samvist- um við hana, en hann þrýsti aldrei hönd hennar né lét orð eða augnatillit falla, er gæfu bendingu um það, að hún væri í hans augum annað og meira en fjöldinn, sem hann danzaði við. Næsta sunnudag kom hann aftur heim til hennar. Faðir hennar kom af tilviljun inn; það hafði rignt, svo að hann gat ekki leikið knatt- leik, og nú gaf hann sig á tal við Walter Fane. Á eftir spurði hún föður sinn, um hvað þeir höfðu talað. „Hann hefir víst starfa í Tching-Yen og virðist vera mjög gáfaður rnaður." Hún vissi, að föðurnum dauðleiddist yfirleitt það fólk, sem hann nú árum saman, hennar og systurinnar vegna, hafði orðið að umgangast. , Það er nú ekki oft, sem þér geðjast að ungu piltunum mínum, pabbi,“ sagði hún. Góðlátleg og þreytuleg augu hans hvíldu á henni. „Hefirðu í hyggju að giftast honum?“ „Nei, alls ekki.“ „Er hann hrifinn af þér?“ „Hann sýnir engin merki til þess.“ ; „Geðjast þér að honum?“ ,Það held ég naumast — hann fer dálítið í taugarnar á mér." Hann var alls ekki eins og hún hefði helzt kosið. Hann var lág- vaxinn, en ekki þéttvaxinn, og frekar grannur, dökkur yfirlitum, velrakaður og með reglulega og skarpa andlitsdrætti. Augu hans voru næstum því tinnudökk, en ekki stór, og þau horfðu á hlutina einkennilega og starandi — það voru einkennileg augu, en' í raun og veru ekki falleg. Nef hans var beint og fíngert, ennið fagurt og munnurinn vel lagaður. Ætla mætti eftir lýsingu þessari, að hann hefði verið blátt áfram fallegur maður, en þótt undarlegt megi virðast, var hann það ekki. Og þegar Kitty fór að hugsa um hann, fanst henni það furðu sæta, að hann, sem hafði svo margan líkamshluta fagurlega skapaðan, skyldi samt sem áður ekki, þegar hann var athugaðúr í heild, geta talist laglegur. And- litssvipur hans var kuldalegur og háðslegur, og nú, þegar Kitty hafði kynst honum betur, fann hún að hún var ekki fullkomlega í essinu sínu þegar hún var í návist hans. Glaðlyndi skorti hann. Um það leyti sem samkvæmistíminn var að enda, höfðu þau hizt alloft, en hann var alt af jafn kldur og fjarlægur. Hann var ekki beinlínis feiminn við hana, heldur vandræðalegur, allar sam- ræður hans voru svo undarlega ópersónulegar. Kitty komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri alls ekki ástfanginn í sér. Hon- um geðjaðist bara vel að henni og þætti gaman að tala við hana, en þegar hann færi aftur til Tching-Yeri í nóvember, myndi hann ekki hugsa meir um hana. Og henni fanst ekki óhugsandi, að hann kynni að vera trúlofaður einhverri hjúkrunarkonu á spítala í Tching-Yen, og þá helzt hálf-leiðinlegri. Það var slík kona, sem henni virtist honum bezt henta. Þá kom tilkynningin um trúlofun Doris og Geoffrey Denniston.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.