Alþýðublaðið - 24.03.1935, Page 4
Nýir kavþendur fá Alþýðublarið ókeypis til næstu mánaðamóta. AlÞfBDBUDID SUNNUDAGINN 24. MARZ 1935. Sannndagsblað Atyjðablaðsins er ódýrasta skemtiblað á íslandi. Ean þá er hægt að. fá pað frá upphafi í afgreiðslu blaðsins.
1
IBrúður
dauðans
Einkennileg og hrífandi
talmynd eftír leikriti Albesto
Gaseilas: Death takes a
Holiday.
Aðalhlutverk leikur.
Fredric March
af framúrskarandi snild.
Sýnd kl. 7 og kl. 9.
HANN, HÚN og HAMLET.
Sýnd kl. 5.
I dag kl. 3:
Piltmr og stúlka.
Síðasta sinn. — Lækkað verð.
Nokkur sæti og stæði kr. 1,00 og
1,50.
Kl. 8:
Nsnna
Næst síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7-
daginn fyrir, og eftir kl. 1 leik-
daginn.
Sími 3191.
VIXLAFALSARAR DÆMDIR.
(Frh. af 1. síðu.)
tal við Ingimund Jónsson fisk-
sala, sem hafði verið skrifaður
sem útgefandi, og reyndist nafn
hans falsað, og neitaði maðurinn
þá að kaupa víxiiinn.
Alls hafði Benedikt falsað víxLa
að upphæð 4300 krónur.
Verzlunarmaður var í vitorði
með víxlafalsaranum.
Við eina yfirheyrsluna skýrði
Benedikt Jóhannesson frá því, að
verzlunarmaður nokkur hér í
bænum, sem ekki er hægt að
skýra frá hver er vegna heimilis-
ástæðna hans, hefði verið í vit-
orði með sér um fölsun á einum
víxli.
Var þessi maður tekinn fastur,
og játaði hann að hafa verið i
vitorði með Benedikt.
1 gær kvað Jónatan Hallvarðs-
son upp dóm yfir báðum þess-
um mönnum. Var Benedikt dæmd-
ur í 2(4 árs betrunarhússvinnu
óskilorðsbundið, 0g mun hann
þegar verða lát-inn byrja að taka
út hegninguna.
Hínn maðurinn var dæmdur í
1 árs betrunarhússvinnu, einnig ó-
skilorðsbundíð. Auk víxlafalsan-
anna með Benedikt var hann
dæmdur fyrir önnur svik.
Káðstefna Bandamanna
verður haldin í Stresa á
Ítalíu 11. apríl næstk.
PARIS í gærkveldi.
Á fundi þeirra Lavals, Suvichs
og Anthony Edens í dag varð
það að samkomulagi, að því er
United -Press hefir fregnað, að
haldin verði ráðstefna í Stresa
þ. 11. apríl.
Enn fremur var ágreiningslaust
samþykt á ráðstefnunni, að Litla
bandalaginu yrði boðið að taka
. þátt í ráðstefnu þessari.
Enn varð samkomulag um það,
að Sir John Simon kæmi fram
sem fulltrúi Breta einna í við-
ræðu sinni við Hitler á mánudag.
VÉLBÁT VANTAR.
(Frh. af 1. síðu.)
vera kominn hingað eftir þrjá
daga, en þar sem veðrið hefir
verið svo voht, getur verið að
báturinn hafi lagt til drifs.
Báturinn er bygður í Friðriks-
sund og keyptur hin^rað af Egg-
ert Kristjánssyni & Co. Eigend-
ur eru Karvel Ögmundsson í
Njarðvík og bróðir hans.
Báturinn er 18 smálestir að
stærð.
Slysavarnafélagið sendi í gær-
kveldi orðsendingu til skipa um
að svipast um eftir bátnum og
veita honum aðstoð ef á þyrfti
að halda.
Ero nóg kol i Fir-
eyjnm tii að full-
haegja eyjan«?
Niðurstöður rannsókna prófess-
ors Raaschous á kolanámfí í Fær-
eyjum liggja nú fyrir, og hefir
prófessorinn gert værkfræðinga-
samb. Dana grein fyrir þeim. Það
er þó ekki fullrannsakað ennþá,
hvort tiltækilegt sé að vinna kol
úr jörðu í Færeyjum, þar sem
kolin í flestum lögunum inni-
halda frá 15—40 prósent ösku.
Ef á að selja kolin úr landi, yrði
sennilega tap á því, en ef á að
nota þau í Færeyjum, gæti það
ef til vill rétt við verzlunarjöfn-
uð eyjanna.
Kartöflur
teknar vpp um há-
vetur.
Samkvæmt skeyti frá fréttarit-
ara útvarpsins á Sauðárkróki hafa
kartöflur nýlega verið teknar upp
úr garði á Reykjumr í Skagafirði.
Voru kartöflurnar aðeins farnar
að byrja að spíra.
Mold var þur og jörð alauð
0g Þýð.
Nýlega hefir verið lokið við
hitaveitu frá lauginni á Reykjum
í samkomuhús Ungmennafélags
Lýtingsstaðabrepps.
Af veiðum
hafa komið til Hafnarfjarðar á
miðvikudag Maí með 70 föt lifr-
ar, og í fyrra dag Rán með 70
föt ogj í gær Júní meÖ 63 föt og
Haukanes með 71.
Ignaz Friedman
kemar tii Reyk|avík>
nr i næstir mánoðl
Eftir því, sem frú Anna Frið-
riksson hefir skýrt Alþýðublaðinu
frá, ætlar hinn heimsfrægi píanó-
snillingur Ignaz Friedman að
koma hingað í aprílmánuði og
halda hér þrjá konserta.
Þetta er svo stór viðburður í
músiklífi bæjarins, að enginn, sem
áður hefir gerst, getur á nokkurn
hátt jafnast á við hann.
Ignaz Friedman er ekki að eins
álitinn vera einn af allra stærstu
píanósnillingum okkar daga, held-
ur yfirleitt allra tíma.
Frú Anna Friðriksson annast
komu hans hingað.
Kosaingabandalag
Ihalds og bændaflokks i Laads-
bankanefndlani.
Landsbankanefndin hélt fund í
gær. Var formaður nefndarinnar
kosinn Halldór Stefánsson 0g 1.
og 2. varaformaður Magnús Guð-
mundsson og Halldór Steinsson.
Endurskoðendur voru kosnir
Guðbrandur Magnússon forstjóri
Áfengisverzlunarinnar og Jón
Kjartansson ritstjóri.
Varaendurskoðendur voru kosn-
ir Magnús Björnsson bókari og
Páll Steingrímsson ritstjóri.
Reikningar bankans voru sam-
þyktir.
Mjög náið samkomulag og sam-
fylking var á fundinum milli hins
svokallaða Bændaflokks ogSjálf-
stæðisflokksins.
Kona seld á 2000 dinara.
Bóndi í Suður-Serbíu seldi ný-
lega konu sína 35 ára gemla og
sex börn sín öðrum bónda. Þeir
höfðu skriflega sanminga. Blöðin
í Belgrad skýra nákvæmlega frá
þessum verzlunarsamningi og
segja að ve.röiö hafi verið 1500
dínarar og 400 pund af hveiti.
Eru það um 2000 dínarar alls.
Kaupandinn borgaði helminginn
þ,t í hönd og fór með konuna og
börnin heim til sín. En hann fæn
sennilega ekki að halda eign sinni
lengi, því að réttvísin þykist eitt-
hvað þurfa að sletta sér fram í
málið.
ALÞYÐUBLAÐSINS
er bezta heimilisblaðið, fróðlegt,
skemtilegt og spennandi.
20 blöð eru þegar komin út, 168
síður alls.
Nokkur eintök (komplett) eru enn
til og geta menn fyrst um sinn
fengið þau fyrir að eins 1 krónu.
Nýir kaupendur Alþýðublaðsins, sem
greiða fyrirfram geta fengið Sunnu-
dagsblaðið í kaupbæti.
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, ódýrasta
skemtiblað á íslandi.
I DAfi
Næturlæknir er í nótt Valtýr
Albertsson, sími 3251.
Næturvörður er í nótt í Reykja-
víkur- og Iðunnar-apóteki.
MESSUR:
Kl. H Messa í dómkirkjunni, séra
B. J.
— 2 Barnaguðsþjónusta, séra
Fr. H.
— 5 Messa í dómkirkjunni, séra
Fr. H.
— 2 Messa í frikirkjunni, séra
Á. S.
— 2 Messa í Hafnarfjarðar-
kirkju, séra G. Þ.
—4,30Messa í Kálfatjarnarkirkju,
séra G. Þ.
— 10 Hámessa 1 Landakotskirkju.
— 6 Kvöldguðsþjónusta með
predikun.
— 9 Hámessa í Spítalakirkju
Hafnarfjarðar.
— 6 Kvöldguðsþjónusta með
predikun.
— 8 Messa í Aðventkirkjunni,
O. Frenning.
ÚTVARPIÐ:
9,50 Enskukensla.
10,15 Dönskukensla.
10,40 Veðurfregnir.
11,00 Messa í dómkirkjunni (séra
Bjarni Jónsson).
15,00 Erindi: Foreldrar og börn
(séra Friðrik Hallgrímss.).
15.30 Tónleikar: Sígild skemtilög
(plötur).
18.20 Þýzkukensla.
18,45 Barnatími: Upplestur (séra
Árni Sigurðsson).
19,10 Veðurfregnir.
19.20 Upplestur eða tónleikar.
20,00 Frétt-ir.
20.30 Erindi: Frá Austurheimi, II.
(Björgúlfur Ólafsson lækn-
ir).
21,00 Tónleikar: Tschaikowsky:
Píanó-konsert í B-moll
(plötur). Danzlög til kl. 24.
Sendisveinafélag Reykjavikur
heldur fund í Iðnó kl. 4 e. h.
í dag. Félagar, fjölmennið.
í Aðventkirkjunni
verður guðsþjónusta í kvöld
kl. 8. Ræðuefni: Orð Krists við
ræningjann á krossinum, draum-
ar o. fl. Allir hjartanliega veí-
komnir! O. Frenning.
Dagsbrúnarfundur
verður haldinn í dag kl. 3 í
Iþróttahúsi K. R. Á dagskrá eru
ýms merk félagsmál, en auk þess
hefur Haraldur Guðmundsson at-
vinnumálaráðherra umræður um
þingmál. Fundurinn er aðeins
fyrir félagsmenn, og eru þeir
beðnir um að sýna félagsskír-
teini sín við innganginn.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir í kvöld leikritið Nanna
eftir John Masefield.
Páll Guðjónsson
bifreiðarstjóri á Bifreiðarstöð
íslands byrjaði í gær áætlunan-
ferðir sínar til Eyrarbakka og
Stokkseyrar, sem hann hefir
haldið uppi undanfarin ár. Fer
hann framvegis daglega héðan
úr bænum kl. 5 síðdegis.
Frá Austurheimi
heitir erindaflokkur, semBjörg-
úlfur Ólafsson læknir er byrjaður
að flytja í útvarpið. Síðastliðinn
sunnudag flutti hann fyrsta erindi
sitt um þetta efni, og mun út-
varpshlustendum hafa þótt það
mjög skemtilegt. I kvöld kl. 8(4
flytur hann annað erindi sitt frá
Austurheimi.
Nýung í læknisfræði.
Hinn frægi rússneski sérfræð-
ingur í hjartasjúkdómum, Smir-
noff prófessor, hefir getið sér
heimsfrægð sem hjártasjúkdóma-
læknir. Nýlega bar svo við í
Moskva, að verkamaður einn
rak hníf í hjarta sjómanns nokk-
urs, sem hann var að deila við.
Sjómaðurinn var lagður á lækn-
ingastofu prófessorsins. Hjartað
var tekið úr sjómanninum og
saumað saman, en • gúmmíhjarta
sett í hann á meðan. Blóðrásinni
var haldið við með rafmótor. Að-
gerðin stóð yfir í 1 klukkutíma
og 40 mínútur. Sjúklingnum leið
vel þegar síðast fréttist.
Efnalaug og fatapressun Hafnar-
fjarðar.
Friðrik Sigurbjörnsson frá Ási
hefir opnað efnalaug og fata-
pressun í Hafnarfirði á Strand-
götu 30, sími 9281. Er þetta
fyrsta slíkt fyrirtæki í Hafnar-
firði og verður áreiðanlega Hafn-
firðingum til mikilla þæginda, því
að áður hafa þeir alt af orðið
að senda föt sín hingað til
Reykjavíkur, ef þeir hafa þurft
að láta hreinsa þau og pressa.
Efnalaug og fatapressun Hafnar-
fjarðar er mjög myndarlegt fyr-
irtæki.
Eimskip fara.
Dettifoss fer héðan annað
kvöld um Vestmannaeyjar til
Hull, Grimsby og Hamborgar.
Lagarfoss fer einnig annaðkvöld
um Vestmannaeyjar og Austfirði
til Kaupmannahafnar. Gullfoss
fer á þriðjudagskvöld vestur um
land og norður. Skipið kemur við
á Vestfjörðum á suðurleið. ís-
land fer í kvpld kl. 8 um Vest-
mannaeyjar og Færeyjar (Þórs-
höfn) til Leith og Kaupmanna-
hafnar.
Aðalfundur H. í. P.
verður haldinn í dag í K.-R,-
húsinu (uppi), og hefst kl. 2 e. h.
I. O. G. T.
Stúkan FRAMTlÐlN nr. 173 held-
ur fund mánudaginn 25. þ. m.
kl. 8(4 e. h. Hagnefndaratriði:
Pétur G. Guðmundsson.
■ Nýja Bfié ■
Prins
Galfrans.
Þýzk- tal- og tón-skemti-
mynd frá UFA.
Aðalhlutverkin leika:
Willy Fritsch, Trude
Marlen, Paul Hör-
biger og Ida Wiist.
Sýnd kl. 7 (lækkað verð)
og kl. 9.
Á barnasýningu kl. 5:
verður sýnd í síðasta
sinn hin bráðskemti-
lega þýzka tal- og
söngva-mynd
Gzardasmærin.
Hótel Borg.
í dag kl. 3,30-4,30 e. h.
Tónleikar
kl. 4,30-5 e. h.
með 4 söngvörum.
Tekið á möti ársgjöldum V. K.
F. Framtiðin í Hafnarfirði á Reykja-
víkv rvegi 23 frá kl. 6—9 alla daga
Fjármálaritarinn Sveinlaug Þor-
steinsdóttir.
Skúr sem reistur var síðast-
liðið sumar á Hamarkotstúni er
til sölu. Upplýsingar í síma 9149.
Nýleg reiðhjól fást í Nýja
reiðhjólaverkstæðinu, Laugavegi
64.
Jarðarför Ólafs Ólafssonar prófasts frá Hjarðarholti fer fram
næstkomandi mánudag (25. þ. m.) oghefst með húskveðju að heim-
ili hans, Bjargarstíg 5, kl. 1(4 e. h.
Aðstandendur.
fjSrðw.
Danzlelkur
á Hótel Björninn í kvöld (sunnudag) kl. 10.
Ágóðinn fer til byggingar sundlaugarinnar.
íþróttafélag verkamanna.
heldur danzleik í K. R.-húsinu í kvöld, sunnudaginn
24. marz kl. 10 e. h. — Aðgöngumiðar seldir í K. R.-
húsinu eftir kl. 4, verð kr. 2.00. — Nýja-bandiðTeikur
alla nóttina.
1