Alþýðublaðið - 28.03.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.03.1935, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 28. MARZ 1935. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'OTGEFANDI: ALÞÝLUFLOKKURINN RITSTJÓ RI: F. R. VA LDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvt rfisgötu 8-10. SIM AR : 4900-4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: RítstjCrn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjéri. 4903: Vilhj. S. Vihjálmss (heima). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent: miðjan. 4906: AfgreiðsLn. Lnndsverzlun. GREIN Fritz Kjartanssonar um landsverzlu'n, sem birtist hér í blaðinu í gær, hefir vakið mjög mikla athygli. Rök.höf. fyrir því, að ríkið eigi að taka alla utan- ríkisverzlunina j sfnar hendur, eru svo skýr og ótvíræð, að margur, sem til pessa hefir ekki viður- kent stefnu Alþýðuflokksins í pessum efnurn, mun hafa sann- færst um það við lestur greinar- innar, að eins og nú standa sak- ir, er landsverzlun sjálfsagt úr- ræði til þess að mæta aðsteðjandi vandræðum á sviði viðskiftamál- anna. Vandrceðinaukast. Um alllangt árabil hefir geisað hið hatramasta viðskiftastríð um allan heim. Petta viðskiftastríð hefir leitt af sér viðskiftakreppu. Kreppa þessi hófst seinna hér á landi en í flestum öðrum lönd- um og liggja til pess pau auðsæu rök, að útflutningsvara okkar er svo að segja eingöngu matvara, en einangrunarstefna kreppuár- anna bitnaði fyrst á iðnaðarfram- leiðslunni, og síðar á matvörunni. Þetta veldur j)ví, að afleiðingar kreppunnar hafa með ári hverju verið að koma hér skýrar og skýrar fram, og I)að er engum efa bundið, að á þessu ári bíða okkar meiri örðugleikar á sviði viðskiftanna við önnur lönd en dæmi eru til áður. Allar líkur benda til Iœss, að verðmagn út- fluttrar vöru minki um 10—15 milj. kr., borið saman við það, sem verið hefir allra síðustu ár. Við þessa geigvænlegu stað- reynd verður þjóðin, þing hennar og stjórn, að horfast í augu. Það virðist enginn ágreiningur vera um það, að þverrandi mögu- leikum til þess að selja fram- leiðsluvöru okkar eigi að mæta með því að draga úr innflutningi þeirra vara, sem þjóðin getur án verið. I þessu skyni hefir verið stofnað til þess, að hafa hömlur á útflutningi gjaldeyris og á inn- flutningi vöru. Það er naumast nokkur ágreiningur um það, að til þessara ráðstafana hafi verið rétt að grípa sem nauðvarnar, en hitt sýnir reynslan, að þær hafa ekki náð þeim tilgangi sínum að skapa okkur hagstæðan verzlun- arjöfnuð; þess vegna hljóta allir þeir, sem um þessi mál hugsa í fullri alvöru, að varpa fram þess- ari spurningu: Á ekki nú þegar að hverfa að því að mæta sívax- andi örðugleikum á sviði við skiftamálanna með því að taka alla utanríkisverzlun í bendur ríkisins ? Þæf þjóðir, sem við seljum meginhlutann af framleiðslu okk- ar, gera nú hver af annari kröfur um það, að við kaupum af þeim fyrir sömu upphæð og þær kaupa af okkur. Hins vegar er ástæða til þess að efast um, að af okkar hálfu hafi krafan um jafnvirðis- samning verið fram borin af nægilegri festu í garð þjóða eins og Dana og Englendinga, en verzlunarjöfnuður okkar við þær ALÞ'ÝÐUBLAÐIÐ ©plf bréf til Sigurðar Kristjánssouar, alþifflglsmauns fi Keykjavik fráOuð|óni BJarnasyni, verkamanni f Bolungarvfk. Bréf yðar til mín, frá 14. jan. sl. gefur mér tilefni tií þess að senda yður nokkrar línur. Að ég bið Alþýðublaðið að flytja það er meðfram af því, að ég veit ekki hvar þér eigið heima; í Reykjavík, en tel það ekki ómaksins vert að leita mér upplýsinga um það. Þér byrjið bréf yðar þannig: „Heiðraði vin.“ Það kann nú að vera, að þér séuð vinur stórút- gerðarmanna og annara, sem gilda hafa sjóðina, en þér hafið ekki verið vinur þeirra fátæku. Þér hafið trúlega og eftir getu traðkað á rétti þeirra. Þér hafið úvalt í ræðum og ritum lagst með öllum yðar ómannúðlega, póli- tíska þunga á móti hverju rétt- lætis- og velferðar-máli þeirra. Þrátt fyrir það dirfist þér að á- varpa þetta fólk sem vini yðar. Nei, Sigurður Kristjánsson, það er gamla sagan, sem alt af er þó ný, hjá yður og yðar líkum, að svíkja með kossi. Slíkan flátt- skap fáið þér á sínum tírna rétt- látlega greiddan af Norður-Isfirð- ingum. Þér segið: Ég veit, að þér er kunnugt um það, að ég hefi ætíð látið áhuga- og þurftar-mál Norð- ur-Isafjarðarsýslu til mín taka og lagt þeim liðsyrði þar, sem ég hefi mátt því við koma.“ Já, mér er kunnugt um að þér hafið látið málefni sýslunnar til yðar taka, en hitt er mér ekki er sem kunnugt er okkur mjög hagstæður. En hvað sem þessu líður, þá er eitt víst, og það er það, að við verðum að fá verzlunarjöfnuð okkar í lag, og til þess er ekki á þeim tímum viðskiftastríðs, sem yfir standa, nema ein leið, og hún er sú, að taka alla utan- ríkisverzlun okkar í hendur rík- isins. Fyrst þegar það hefir verið gert er hægt að taka upp samn- inga við aðrar þjóðir á grundvelli jafnvirðisviðskifta. Eins og nú standa sakir getur gjaideyrisnefnd að vísu ráðið því, hversu miklu fé er varið til vöru- kaupa erlendis, að nokkru leyti hvaða vörur eru keyptar og hv,ar þær eru keyptar. En hún getur ekki trygt neinni þjóð það, þó hún leiti viðskifta á jafnvirðis- grundvelli, að af henni verði keypt fyrir þá upphæð, sem hún krefst, því það er undir geðþótta heildsalanna komið, hvort þeir vilja kaupa vöru t. d. frá Spáni, þó'heim standi það til boða. Það verður ekki hjá því komist, að viðurkenna þá staðreynd, að viðskiftastríð það, sem nú geisar um allan heim, leiðir af sér þá kröfu, að þjóðirnar færi viðskifti sín i inn á grundvöll jafnvirðis- viðskifta, og það er ljóst, að það þýðir, að þjóðirnar verða að geta sagt fyrir fram með vissu, hversu mikið þær ætla að kaupa af hverri viðskiftaþjóð, en þetta verður ekki gert nema með því einu móti, að öll utanríkisverzlun sé á einni hendi. Viðskiftastríðið, sem þjóðirnar heyja nú, getur á hverri stundu breyzt í heimsófrið. Hver mundi efast um að á slíkum tímum yrð- um við að taka utanríkisverzlun- ina í hendur ríkisins. Sú varð reynslan á stríðsárunum frá 1914 —18. Væri þá ekki betra að stiga sporið þegar? Væri ekki rétt að viðurkenna þá staðreynd, að þáð viðskiftastríð, sem nú geisar og á hverri stundu getur snúist upp í ófrið, krefst þess, að ríkið taki alla utanríkisverzlun í 'síniar hend- ur? Ætti ekki þingið að gerá ráðstafanir til þess, áður en það hættir störfum? kunnugt um, að þér hafið lagt þeim liðsyrði! Þvert á móti, þér hafið aldrei setið yður úr færi að taka málin þannig, að það hlyti að verða til tjóns fyrir fjöldann og þá um leið kjördæmið, ef tek- ið hefði verið mark á umsögn yð- ar um þau. Þetta á ef til vill að einhverju leyti rót sína að rekja til þess, að þér hafið verið á mála hjá íhaldsflokknum. Því til sönnunar nægir að benda á smala- mensku yðar fyrir Jón Auðun við síðustu kosningar hér í kjördæm- inu. Eitt skal ég þakka yður, og það er að þér urðuð til þess að flýta fyrir för minni úr Ihaldsflokkn- um. Það gerðuð þér með ósvífni yðar á pólitískum fundi í Bol- ungavík hinn 8. júlí 1927, þegar atkvæðafölsunin, til framdráttar Jóni Auðun, kom upp‘ í Hnífsdal. Þá sögðuð þér, áður en rannsókn var að fullu hafin í því máli, þessi orð: „Það má rekja sporin að dyrum kosningaskrifstofu Al- þýðuflokksins á ísafirði." Þér sögðuð líka á sama fundi: „Það er sannfæring mín, að jafnaðar- menn hafi falsað atkvæðin.“ Og nú dirfist þér að dreifa biðils- bréfum yðar yfir kjósendur þessa kjördæmis, jafnt jafnaðarmenn, sem nú eru í þeim flokki, er þér þá báruð glæpsamlegum sökurn, þó þér að öllum líkindum vissuð þá þegar að voru verk íhalds- manna, eins og síðar sannaðist. Sú ósvífni er svo mikil, að slíks munu fá dæmi, ef nokkur finnast. Þessi bréf, sem þér nú hellið yfir okkur Norður-Isfirðinga eins og hernaðarþjóðir eiturgasi yfir óvini sína, eiga sýnilega að hafa sömu verkanir, að blinda og vit- firra kjósendur. En flokksbróðir yðar og skjólstæðingur, núver- andi þingmaður Kveldúlfs hér í kjördæminu, Jón Auðunn, er með þingsetu sinni um langt árabil og ýmislegu í sambandi við sein- ustu alþingiskosningar búinn að opna augu kjósenda svo, að fleiri og fleiri bætast nú við í þann hóp, sem sjá og skilja hversu fráleitt það er að eiga þann mann fyrir þingfulltrúa, sem notarbæði leyfileg og óleyfileg ráð til þess að komast á þing, og þegarþang- að kemur ónýtur fyrir kjördæm- ið og til bölvunar fyrir öllmenn- ingar- og þjóðþrifa-mál, eins og síðar skal sýnt. „Mér hefir sýnst héraðið mis- rétti beitt í fjárveitingum úr rík- issjóði," segið þér. Já, vissulega hefir héraðið verið misrétti beitt í fjárveitingum, síðan Jón Auð- unn kom fyrst á þing sem full- trúi þess, að undanskildu árinu 1933. Það ár var Jón Auðunn heldur ekki þingmaður okkar, heldur Vilmundur Jónsson, og þá fékk kjördæmið líka hlutfalislega meira en öll ár samaniagt, sem Jón hefir setið á þingi. Lítum svo á aðstæðurnar, sem Vilm. Jónsson hafði. Hann var í minstia þingflokknum, sem einn var þá í andstöðu við ríkisstjórnina, þingið var ekki fjárlagaþing, og þó fékk hann allálitlegar fjárveit- ingar fyrir kjördæmið og að auki ríkisábyrgðir um 200 þúsund krónur, sem Jón var búinn að týna. í einni grein bréfs yðar segið þér: „Öllum sýslubúum er það (eflaust í fersku rninni, hvern fag- urgala frambjóðendur Alþýðu- flokksins í sýslunni hafa haft um áhuga sinn og flokksins fyrir framfaramálum Norður-Isafjarð- arsýslu." Jú, víst er öllum í fersku minni loforð og efndir Alþýðu- flokksframbjóðendanna, þegar SIGURÐUR KRISTJÁNSSON. þeim hefir verið veitt aðstaða til að efna. Þér segið: „Fagurgali þeirra var einungis kosningaveiðar.“ Að þessi orð yðar eru svívirðilegar blekkipgar og lygar sanhiaði Vil- mundur Jónsson með afreksverk- um sínum fyrir kjördæmið á þinginu 1933, eins og áður er sagt. Mér er ekki kunnugt um, að hann lofaði kjósendum flutn- ingi fleiri mála en hann enti og kom í framkvæmd, heldur þvert á móti, þá gerði hann meira en hann lofaði, bæði fyrir kjördæm- ið og þjóðarheildina. Og einmitt þess vegna er óhamingja kjör- dæmisins ennþá sorglegri og at- kvæðasmölun íhaldsins tvöföld svívirðing, þegar annars vegar er Vilm. Jónsson og hins vegar skjólstæðingur yðar, Jón Auðunn, sem þektastur er fyrir það sem þingmaður, að vera núll fyrir kjördæmið, að liggja hundflatur þvert um í götu hvers einasta réttlætis- og velferðar-máls þjóð- arinnar og ýmist tryggur stuðn- ings- eða aðalflutnings-maður þeirra mála, sem til bölvunar eru fyrir land og þjóð (sbr. t. d. á- fengis- og öl-frumvarp og ríkis- lögreglu). Hér að framan hefi ég sannað, að Vilmundur Jónsson sveik ekk- ert af loforðum sínum það ár, sem hann var þingmaður okkar. Eins skal það sannað hér, að Jón Auðunn hefir á hverju einasta þingi svikið loforð sín við kjós- endur. Við unga og gamla, sjó- menn, bændur og verkafólk hef- ir hann alt af sagt: „Verið viss um að ég mun vinna að ykkar nauðsynja- og réttlætis-málum á þingi með fullri djörfung og festu.“ En þegar þingferill hans er rakinn, kemur hið gagnstæða í ljós. Þessu til sönnunar skulu hér nefnd nokkur dæmi. Árið 1921 er flutt þingsályktun- artillaga um það, að fátækra- styrkur og skattskuld svifti ekki réttindum. J. A. J. er á móti því. Sama ár, að styrkur veitíur vegna elli megi ekki skoða sem sveitarstyrk, ef styrkþegi er orð- inn 60 ára. J. A. J. er á móti því. Árið 1924 er flutt frumvarp um viðauka á fátækralögunum, að ekki skyldi teljast fátækrastyrk- ur sá styrkur, sem veittur væri vegna: 1. a. ómegðar, b. slysa og vanheilsu, c. atvinnuskorts, d. elli, ef styrkþegi er 60 ára. 2. Engan megi flytja fátækraflutn- ingi nema hann gefi skriflegt samþykki. 3. Skuldir vegna styrks fyrnist á 5 árum. J. A. J. er á móti þessu. Þetta er þá framkoma hans á þingi í málefnum þeirra, sem hafa verið sveltir og svívirt- ir með aðstoð fátækralaganna. Og þegar flokkur, sem hefir réttlæti og mannúð á stefnuskrá, vill þvo þessa svívirðu af þjóðinni, sem fátækralögin eru, þá getur J. A. J. ekki hugsað sér að missa þetta glögga brennimark, hvorki af sér né flokki sínum, og greiðir því atkvæði á móti réttarbótunum. J. A. J. hefiT á þingmálafundum talið sig bjargvætt sjómannanna, svo ætla mætti að hann hefði jafnan talað máli þeirra á þingi. Við skulum líta í þingtíðindin frá 1926. Hvað sjáum við þar? Jú, J. A. J. flytur frumvarp um að breyta tryggingarlögunum frá 1925, á þann hátt, að þeir, sem ráðnir væru upp á hlut af afla, eða prósentur, greiði iðgjöld að jöfnu við atvinnurekendur og að ríkissjóður greiði nokkurn hluta af iðgjaldi róðrarbáta, vélbáta og seglskipa (í lögunum frá 1925 skyldi útgerðin greiða öll ið- gjöld). Þetta var felt. En nú skyldi maður ætla, að honum hefði verið bent svo á fláttskap sinn við sjómennina, með því að fella þetta frumvarp hians. En það var öðru nær. Á sama þingi bar hann fram þingsályktunartil- lögu um að skora á ríkisstjórnina að sjá um, að iðgjöld skipverja þeirra, er ynnu fyrir hlut af aflú eða hundraðsgjald, verði greitt af óskiftum afla. Þetta fékk hann samþykt. Á sarna þingi flytur Jón Baldvinsson frumvarp um trygg- ingu á fatnaði sjómanna. Skyldi það hafa verið af umhyggju fyrir sjómönnum, að J. A. J. greiddi atkvæði á móti því? Togaravökulögin voru flutt á þingunum 1921, 1927 og 1928. J. A. J. alt af á móti. Árið 1931 slysatryggingarlöggjöfin. Við 3. umræðu þess frumvarps báru Al- þýðuflokksþingmennirnir fram allmiklar breytingar til bóta, t. d. um hækkun dánar- og örorku- bóta. Þær umbótatillögur voru feldar, og sjá: J. A. J. lét ekki' standa á sér að fylla flokkþeirra, sem ódæðið frömdu. Ég get ekki stilt mig um að gera ofurlítinn samanburð á fram- komu J. A. J., sem þér dáið, og Vilm. Jónssonar í tryggingarmál- unum. J. A. J. sýnir með at- kvæði sínu fjandskap sinn við þá, sem líða, en V. J. flytur breyt- ingartillögu, sem fer í þá átt að létta þeim byrðina, sem líða. Finst yður nokkur munur á þessu, Sig- urður? Þegar þessi örfáu dæmi, sem tekin eru af handahófi úr þing- sögu J. A. J., eru skoðuð í ljósi þeirrar staðreyndar, að kjósend- ur hér í sýslu eru flest fátækir alþýðumenn og konur, þá virðist það lítt hugsanlegt að hann sé lögum samkvæmt þingmaður þessa kjördæmis. Og svo að lokum þetta: Ef þér eruð jafn-mikill vinir Norður-ls- firðinga og þér látið og berið jafn-mikla umhyggju fyrir k“jör- dæminu og þér segið, þá getið þér ekkert betra fyrir það gert en að byrja nú þegar að. vinna að því, að J. A. J. hætti þingmensku hið allra fyrsta og að þér heit- strengið með sjálfum yður að láta aldrei það ólán og þá óvirð- ingu henda þetta kjördæmi, að þér verðið hér í kjöri til alþingis. Bolungavík, í marz 1935. Gudjón Bjarnason. Bjðrn Jóhannesson bæjarfalltrúi í Hafnarfirði fertagar* í dag á fertugsafmæli einn helzti og bezti forvígismaður al- þýðusamtakanna í Hafnarfirðf, Björn Jóhnnnesson. Hann er fæddur 28. marz 1895 í Lítla-Hvammi i Húnavatnssýsiu, og ólst upp þar í sýslu og á Borð- eyri með foreldrum sínum, fram til 11 ára aldurs, en þá fluttist hann með þeim til Hafriarfjarðar og hefir dvalið þar siðan. í Hafnarfirði hefir hann gegnt ýmsum störfum, og þeim mun vandasamari og ábyrgðarmeiri eftir því, sem ár hafa liðið. Hann hefir unnið sér traust og vitðingu allra, sem til hans þekkja, hvaða starfi, sem hann hefir gegnt. Fyrir Hafnarfjarðarbæ hefir hann sint mörgum trúnaðarstörfum, bæði verið afgreiðslumaður, umsjónar- maður bæjarlandsins og siðast hafnargjaldkeri síðan 1929. Öll þessi störf, eins og önrtur, hefir hann rækt með sérstakri alúð og trúmensku, á þann hátt, sem bezt verður á kosið. Björn hefir starfað geysimikið fyrir verklýðsfélög og alþýðusam- tök Hafnarfjarðar nú hátt á annan tug ára, og gegnt þar ileiri trún- aðarstörfum en ég kann að nefna. Hann hefir lengi setið í stjórn Verkamannafélagsins Hlif og ver- ið þar formaður. í stjórn Sjó- . mannafélagsins hefir hann einnig selið og gegnt formannsstörfum. í fulltrúaráði verklýðsfélaganna hef- ir hann átt sæti frá upphafi, og haft þar stundum formensku á hendi. Á sambandsþingi hefir hann oftsetið, verið kosinn í samn- inganefndir við atvinnurekendur o. fl. o. fl. Bæjarfulltrúi hefir Björn verið siðan 1926, forseti bæjarstjórnar síðan 1930, og varabæjarstjóri síð- astliðin tvö ár. Björn ei greindur maður i bezta lagi, hann er sanngjarn og drer.g- ur góður, en heldur þó jafnan fast á sínu máli hver sem í hlut á. Staðgöð þekking hans og skörp dómgreind hafa orðið til þess, að okkur flokksbræðrum hans i Hafn- arfirði þykja engin ráð vel ráðin, nema þau hafi áður verið borin undir hann. BJÖRN JÓHANNESSON Um leið og ég sendi Birni Jó- hannessyni minar allra beztu af- mæliskveðjur fyrir hönd allra Al- þýðuflokksmanna og Hafnfirðinga séistaklega, er það ósk mín og von, að við fáum að njóta starfs- krafta hans enn um langan aldur. Emil Jónsson. Útflutníngsbann á ákveðnnm hráefn^ um á Frakklaudi. PARÍS, 26/3. Eftir að fulltrúadeild þjóðþíngs- ins samþykti frumvarp viðvikjandi vörnum gegn loftárásum o. fl. nteð 453 atkvæðum gegn 11 ákVað ríkisstjórnin með skírskotun til frumvarpsins landvörnunum til tryggingar, að banna útflutning nokkurra hráefnategunda, sem hægt er að nota við skotfærafram- leiðslu o. fl. Meðal þessara hráefna er trjá- viður i grindur fallbyssuvagna, baðmull og magnesium, en rikis- stjórnin segir, að Þjóðverjar bafi keypt rnikið af þessum efnum upp á siðkastið, einkanlega magnesium. (United Press.) Kaupið Alpýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.