Alþýðublaðið - 30.03.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1935, Blaðsíða 3
LAUGARDAGINN 30. MARZ 1935 ALPÝÐUBLAÐIÐ og samvinnobygðir eiga að sfeapa nnga fólki>iu atvinnu og titvænlep framtíð. I ENGU RIKI Norðurálfunnar mun jafnlítið hafa verið gert af ríkisins hálfu til pess að stofna ný landbúnaðarbýli eins og hér á Islandi. Fyrstu ráðstafanir ríkisvaldsins, er stefna að býlafjölgun, mun vera tilskipun dönsku stjórnar- -innar frá 1776 um nýbýli. Pessi tilskipun byggðist á tillögum landsnefndarinnar, sem skipuð var 1770 og átti að gera tillögur um viðreisn atvinnuveganna. I tjl- skipuninni frá 1776 var nýbýl- ingum heitið ýmsum hlunnindum, svo sem skattfrelsi' í 20 ár, svo og vera lausir við að greiða jarðar- afgjöld um fleiri ár. Þrátt fyrir hlunnindi þessi bar tilskipunin engan, eða pví nær engan árang- ur. Stafar það vitanlega fyrst og fremst af pví ,að nýbýlingum var ekki séð fyrir neinu fé til þess að byggja nýbýlin og stofnsetja þau að öðru leyti. Er það álíka líklegt til árangurs, að ætlast til þess að menn reisi nýbýli kapitallausir og ef menn ættu að afla heyja með lúkunum einum, án þess að hafa orf né ljá eða önnur tæki til heyöflunar. Síðan líða nieira en 100 ár án þess ríkið virðist nokkuð láta ný- býlamálið til sín taka. Á alþingi 1897 eru svo samþykt nýbýlalög. Öll hlunnindi nýbýlipga frá 1776 eru afnumin. Af náð er mönnurn leyft að stofna nýbýli á eyðijörð- um ogj í afréttum, þó með ýmsum takmörkunum. Þingmenn voru ný- býlahugmyndinni fjandsamlegir, og var tilgangur laganna auðsjá- anlega sá, að hindra það að ný- býli yrðu reist. Enda hefir það heppnast prýðilega, eins og síðar skal sýnt. Þessi lög um nýbýli frá 1897 eru enn í gildi og hafa algerlega hindrað það, að nýbýli gætu myndast. Nýbýlamálinu hefir nokkrum sinnum verið hreyft síðan, en mjög hafa þær tillögur flestar verið losaralegar og lítt hugs- aðar. Þó gefa þær nokkra hug- mynd um, hvernig hugsjón þessi hefir þróast, og skal því fljót- lega frá því skýrt. Tiliögur á pingi 1914. Hinar fyrstu tillögur um fjölg- un býla eftir aldamótin, sem frarn koma á Alþingi, mun vera frumvarp Jóhanns Eyjólfssonar 1914 um grasbýli'. Hugmynd hans var su, að stuðlað yrði að stofnun smábýla í landi1 hinna sjærri jarða, til þess að tryggja bændum á þeim jörðum vinnukraft gras- býlinganna. Býlin áttu ekki að vera svo stór, að fjölskylda gæti lifað á þeim eingöngu, heldur sækja vinnu á höfuðbólið og stunda smábúskap á grasbýlinu i hjáverkum. Hér var verið að stofna til aukinnar stéttaskiftingar í sveiíum, að upp risu stórbændur og blásnauður verkalýður. Málið sófnaði í nefnd og hefir lítið eða ekki verið hrsyft síðan. Hið næsta, er gerist í þessu máli, er frumvarp Jónasar Jóns- sonar u'm Byggingar- og land- námssjóð, er fyrst var fram borið á alþingi 1925, en lögin náðu fyrst samþykki á alþingi 1928. Eins og frumvarpið var flutt í fyrstu, var annar aðaltilgangur þess að lána fé með sérstaklega hagfeldum kjörum til stofnunar nýbýla. En í meðförum þings- ins tók frumvarpið þeim breyt- ingum, að endurbygging húsa á gömlum býlum skyldi sitja í fyr- irrúmi fyrir nýbýlunum. Lögin hafa því verið framkvæmd þann- ig, að einungis hafa verið veitt \án úr sjóðnum til 5—6 nýbýla "ORUMVARPIÐ um nýbýli og samvinnuby'gðir, sem A [ þeir Emil Jónsson, Páll Zóphóníásson og Bjarni Ás- geirsson flytja á yfirstandandi alpingi, en sk;pu]agsnefnd atvinnumála hefir samið, er tvímælalaust eitt merkasta frumvarpið, sem komið hefir fram á alþingi á siðast liðnum árum, og verður það að teljast, ásamt frumvarp- inu um almennar tryggingar, eitt mesta nauðsynjamál- ið, sem nú er rætt hér á landi. Þó að frumvarp þetta verði ekki samþykt á þessu þingi, má telja víst, að það verði samþykt á þingirfii, sem haldið verður í sumar eða haust, og þó að ýms- ar breytingar kunna að verða gerðar á frumvarpinu, er það áreiðanlegt, að það verður samþykt í öllum höf- uðatriðum óbreytt. í greinargerð fyrir frumvarpinu er mikill og margs konar fróðleikur, sem nauðsynlegt er fyrir almenning að kynna sér, og birtir Alþýðublaðið því ýmsa kafla úr greinargerðinni. árlega. Eins og nú er um búið, getur hann því alls ekki varið fé sínu til nýbýla, svo verulegt gagn sé að. Milliþinganefnd í landbúnaðar- málum, sem skipuð var 1927, tók nýbýlamálið til athugunar, og að tilhlutun hennar var flutt frum- varp á alþingi 1930 og oftar um nýbýli. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga, enda ekki svo undirbúið eins og það mál þarf að vera, þótt þar væru ýmsar góðar tillögur. Þá hefir og Jón Baldvinsson fyrir Alþýðuflokkinn flutt frum- varp um nýbýli' oftar en einu sinni á alþingi. Þar er nýbýla- stofnun miðuð við ákveðna staði á Suðurlandi. Á alþingi 1933 fluttu tveir þing- menn úr Framsóknarflokknum frumvarp til laga um samvinnu- byggðir. Er það fyrsta tilraun hér á landi til þess að skipu- leggja byggðir landsins. Þar er gert ráð fyrir, að allmörg býli séu byggð í hverfum eftir á- kveðnum reglum, og að samvinna verði um framkvæmdir og bú- rekstur að meira eða minna leyti, eftir staðháttum og vilja félags- rnanna á hverjum stað. Frumvarp þetta náði ekki fram að ganga, en hugmynd þessari hefir aukist svo mikið fylgi síðustu árin, að sýnt er, að þjóðin er að vakna til meðvitundar um nauðsyn þess að fjölga býlum í sveitum, og sú byggð eigi að vera í hverfum og starfað verði á samvinnugrund- velli að myndun þeirra. Þessi hugmynd um nýbýlahverfi, þar sem búrekstur sé sameiginlegur að einhverju leyti, á þó að ýmsu erfitt uppdráttar. íslenzkir bændur hafa frá öndverðu vanist dreifbýli og lifað eftir málshættinum: „Vík skal á milli vina og fjörður milli frænda,“ eða: „Garður er granna sættir.“ Tortryggnin við nábýlið er því rík í huga íslenzkra bænda. Svo sterk er sú andúð, sem margir þeirra bera til þess, að engar líkur eru til þess, að þeir sætti sig við það. Pað er unga kynslódm, sem upp er ad alast, sem verdur að lœra að líta öðru- vísi ú petta. Árið 1924 stofnuðu nokkrir jnenn í Reykjavík félag, er Land- nárn nefnist. Skyldi það verða allsherjarfélagsskapur, sem ynni að myndun nýrra býla og aukinni ræktun. Félag þetta starfaði dá- lítið fyrstu árin, en hefir nú um skeið algerlega legið í dái. Nýjustu tillögur í nýbýlamálinu er frumvarp þeirra Hannesar Jónssonar og Magnúsar Torfason- ar um nýbýli, fluttar á þingi 1934 fyrir Bændaflokkinn. í því frum- varpi eru fá nýmæli. Þar er að mestu leyti tínt upp úr frum- vörpum Jörundar Brynjólfssonar Jóns Baldvinssonar og samvinnu- byggðafrumvarpinu ýmsar til- lögur. Yfirlit það, sem hér hefir verið gefið um nýbýlamálið, sýnir, að af ríkisins hálfu hefir ekkert ver- ið gert til þess að fjölga býlun- um. Jafnvel hefir löggjafarvaldið stundum verið því algerlega and- vígt, að nýbýli mynduðust. Sú nýbýlalöggjöf, sem nú gildir, úti- lokar alla möguleika um fjölgun þýla í sveitum. Fjöldi býla. í nánd við Reykjavík og suma aðra stærri kaupstaði vora hafa myndast nokkur nýbýli síðasta áratuginn. Þessi býli hafa ekki verið metin sérstaklega til fast- eignamats og eru því ekki í tölu þeirra nýbýla, sem nefnd eru hér að framan. Mest er urn þessi býli í nánd við Reykjavík, þar sem risið hafa upp hverfi í Soga- mýrinni og víðar. I fyrstu mun hugmyndin með þeirri nýbýla- stofnun hafa verið sú, að menn, sem stunduðu atvinnu í Reykja- vík, hefðu búskapinn til styrktar sínu aðalstarfi. Sú reynsla, sem nú er fengin í þessu efni, bendir þó til þess, að slíkt fyrirkomulag lánist ekki til lengdar. Landbún- aður er ekki þannig í eðli sínu, að hann verði stundaður sem í- gripavinna. Hann heimtar starfs- krafta manna óskifta. Reynsla er- lendra þjóða, einkum Dana bendir og áþreifanlega til þess, að býlin verði að hafa þá stærð, að nægi fjölskyldu til framfæris. Enda mun nú stefnt að því rneð ný- byggðir kaupstaðanna, að svo verði að mestu leyti. Mannfjöldi í bæjum og sveitum. Síðustu 40 árin hafa orðið stór- feldar byltingar í atvinnuháttum hér á landi. Sú saga skal ekki rakin hér, aðeins með tölum skýrt, hverrig hlutföll milli fó ks í keu;- stöðum og sveitum hafa breyzt yfir þennan thna. fullar 16 þúsundir og kauptúná um fullar 10 þúsundir. Ibúum sveita hefir aftur fækkað um 13 þúsundir á þessu sama tímabili. Nú er að vísu eðlilegt, að breyt- ^ngar í þessa átt eigi. sér stað, og eðlilegt, að þær hafi orðið hrað- stígari1 hér en i öðrum löndum, vegna þess að fyrir 40 árum voru engir bæir til hér á landi. Öll þjóðin bjó. í sveitum. Þegar at- vinnuhættir breyttust, skilyrðin til framleiðslu sköpuðust við sjóinn, hlaut fólkið að streyma þangað. Enda var öllu því fjármagni, sem þjóðin hafði yfir að ráða, alt frá því Landsbankinn var stofnaður og fram um 1920, beint að því að skapa atvinnuskilyrði við sjó- inn, og þó einkum í Reykjavík. Þess vegna hlaut öll viðkoma þjóðarinnar, og þó nokkru meira, að setjast þar að, en sveitirnar að tæmast. Þótt nú allmiklu fé hafi verið veitt til sveita hin síð- ustu árin, þá voru búskaparhætt- ir og öll aðstaða orðin svo úrelt og erfið þar, að ekki var að búast við verulegum breytingum, eink- um vegna þess, að fjármagn það, sem til sveita hefir gengið, hefir verið notað um of af handahófi, án þess að ákveðin stefnumið væru framundan eða fénu beint eftir föstu skipulagi til arðgæfra framkvæmda. Sklfting í atvinnustéttir. Atvinnuvegir vorir hafa til þessa verið afar einhæfir. Hér hefir til skamms tíma aðeins verið um tvo atvinnuvegi að ræða, landbúnað og fiskveiðar. Þó hefir þetta breyzt allmikið síðustu árin, þar sem iðnaður hefir eflst nokk- uð, og þeim, sem vinna við sam- göngur á sjó, hefir fjölgað til mikilla muna. Samkvæmt manntölum 1920 og 1930 skiftast landsbúar þannig eftir atvinnu: hjá oss er því nær eingöngu að framleiða fæðu beint eða óbeint til manneldis. Þó mikið af hráefn- um landbúnaðarins sé notað til iðnaðarframleiðslu, svo sem ull og húðir, þá er þó matvæla- framleiðslan aðalatriðið, og mun verða svo í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Nú er það svo, að innlendi markaðurinn ákveður fyrst og fremst, hversu mikið skuli fram- leiða af vörum. Því nær öll okkar landbúnaðarframleiðsla er notuð innanlands, og af sumum vörum, eins og mjólk, mætti nota talsvert meira en nú er gert. Eins og tölur sýna, fækk- ar stöðugt því fólki, er að landbúnaði starfar. öll fólksfjölgunin og nokkru meir hefir það sem af er þessari öld horfið úr sveitum til annara starfa. Öllum mun ljóst, að svo getur ekki fram haldið til lengdar, því að þá hlýtur að því að reka fyrr en varir, að sveitirnar leggist með öllu í auðn. Tvö aðalatriði liggja hér fyrir: Annað er: Hvernig á að hindra það, að of margt fólk hverfi frá landbúnað- arframleiðslu? Hitt er: Hversu mikill hluti af þjóðinni er rétt og eðlilegt -að stundi þá atvinnu? Atvinnuvegirnir og fólks- fjölgunin i landinu. Fólksfjölgunin hér á landi árið 1933 varð 1798 manns, eða 1,6%. Innan fárra ára mun því þjóðinm fjölga um 2000 manns á ári hverju. Þessu fólki verða atvinnu- vegir landsins að taka við, ef at- vinnuleysi og örbirgð á ekki að fara sívaxandi. Skal þá stuttlega frá því skýrt, hvaða líkur virðast til þess, að atvinnuvegir vorir séu þess um- komnir, eins og nú horfir um framleiðslu og viðskifti, að leysa þetta hlutverk, svo að vel fari. 1920 1930 Fólkstala °/0 Fólkstala °/0 Landbúnaður 40614 42,9 1 39003 35,8 Fiskveiðar 17947 18,9 23396 21,5 Iðnaður 10697 11,3 15734 14,4 Verzlun 11591 12,2 8145 7,5 Samgöngur 11591 12,2 - 8140 7,5 Olíkamleg atvinna 3417 3,6 4756 4,4 Heimilishjú við prívat húsh. 6384 6,8 5612 5,2 Óstarfandi fólk 3348 3,6 3960 3,6 Atvinna eksi tilgreind 692 0,7 115 0,1 Samtals 94690 100,0 108861 100,0 Þegar um það er rætt, að gera sérstakar ráðstafanir til þess að beina starfskröftum þjóðarinnar í ákveðnar áttir, eins og tilgangur nýbýlafrumvarpsins er, verðum við að gera okkur grein fyrir því, hvernig afstaöa atvinnu\ega vorra er hvers til annars og hvaða lík- ur séu til þess, að þeir geti rækt sitt hlutverk, sem er það, að veita unga fólkinu, er bætist við tölu starfandi borgara á ári hverju, nægileg verkefni og um leið sæmileg afkomuskilyrði. Höfuðhlutverk hverrar ríkis- stjórnar er að leita að leiðum til þess að atvinnuvegirnir geti vax- ið eðlilega í samræmi við fólks- fjölgunina, og að innbyrðis þróun þeirra verði þannig, að^ ein at- vinnugren vaxi ekki um of á kostnað annarar, heldur að vöxt- ur þeirra geíi orðið sem jafnastujr og eðlilegastur og til sem mestra þrifa fyrir almenning. Þetta verð- ur ekki framkvæmt á annan hátt 1890 1900 19 0 1920 1930 1933 Reykjavík 3886 6682 11600 17679 28052 31689 Kaupstaðir 1841 3431 6413 11377 17372 18447 Kauptún m. yfir 300 íb. 2525 5448 9451 11389 12730 13119 Kaupstaðaíbúar alls 8252 15561 27464 40445 58154 63255 Sveitir 63075 62919 57719 54245 50475 50098 íbúar alls 70927 78470 85183 94690 108629 113353 Yfir þetta 40 ára tímabil liefir fólki fjölgað hér á landi um því nær 43 þúsundir. Á sama tíma hefir fóikstala Reykjavíkur auk- ist um alt að 28 þúsundir, í- búatala annara kaupstaða um en þann, að gera áætlun um það, hvernig eðlilegast sé, að viðkoma þjóðarinnar skiftist til hinna ýmsu atvinnugreina. Hlutverk landbúnaðarins. Hlutverk iandbúnaðarins hér Þetta verður þó ekki tekið til rannsóknar nema að því er land- búnað snertir, en aðeins lauslega drepið á aðrar atvinnugreinir, og skal það gert fyrst. Sjávarútvegur hefir vaxið hröð- um skrefum nú um langt skeið. Er og vitað, að efnaleg afkoma vor veltur meir á honum en nokkrum öðrum atvinnuvegi, enda þótt hlutdeild hans í þjóðarbú- skap vorum sé oft metin meir en rétt er, vegna þess að meginhluti af framleiðslu sjávarútvegsins er fluttur út. En það, sem notað er í landinu og lieldur þrótti í þjóð- inni, er sízt minna virði en hitt, sem út er flutt. Eins og markaðs- horfur eru nú með sjávarafurðir, sýnist ekki líkiegt, að sú fram- leiðsla verði aukin að mun nú næstu árin. Aðalatriði þar er, aö vinna nýja markaði fyrir sjávar- afurðir vorar, bæði með nýjum verkunaraðferðum og í fleiri löndum en gert hefir verið. Virð- ast því litlar líkur til þess, að stórum hluta af fólksfjölgun næstu ára verði varið til aukinnar framleiðslu sjávarafurða. /ftnaður er ungur íatvinnusögu vorri. Lengi hefir því verið trúað, að ísland væri snautt af liráefnum til iðnaðarframleiðslu. Um það vitum vér þó mjög lítið, þar sem landið er því sem næst órannsak- að um alt, er jarðfræði þess snertir. Nú er þó vitað með vissu, að mjög verðmikil hráefni finnast hér, hráefni, sem byggja má margvíslegan iðnað á. Þá sendum vér og meginið af framleiðslu vorri óunna út. Mun þar vera mikið verkefni, að byggja upp innlendan iðnað á þeim hráefnum, sem vér framleiðum. Alt bendir til þess, að langmestum hluta fólksfjölgunar næstu ára verði að beina til iðnaðarins, aðaláherzlu ber að leggja á það, að framleiða iðnaðarvörur til eigin þarfa, þar sem margvíslegir erfiðleikar munu verða á vegi til þess að flytja iðnaðarvarning vorn til annara landa. Verzlun. Svo margir starfa að verzlun hér, að tæplega mun á það bætandi. Með skipulagi og hæfilegri starfsskiftingu ætti litlu að þurfa að bæta við þá, sem annast verzlun og viðskifti, þótt fólki fjölgi um alt að 10 þúsund- um næstu 5 árin. Samgöngur hafa vaxið hraðfara nú síðustu árin. Einkum munu samgöngur á landi aukast enn. Þótt ef til vill megi að einhverju leyti koma betra skipulagi á flutninga, einkum á landi, má þó gera ráð fyrir, að nokkuð af við- komu næstu ára þurfi að full- nægja hinni auknu samgönguþörf vorri. Ólikamleg vinna. Svo nefnist einn atvinnuflokkur i hagskýrsl- unum. Mun þar aðallega vera átt við þá, sem ýmsum opinberum störfum gegna, svo og rithöfunda og listamenn. Með vaxandi af- skiftum ríkisins af atvinnuháttum landsmanna mun að vísu ein- hverju þurfa þar við að bæta, en má þó frá því, sem nú er, alls ekki fjölga meir en nemur hlut- fallslegri viðkomu þjóðarinnar. Lanclbúnaður hefir verið aðal- atvinnuvegur okkar frá öndverðu og fram um síðustu aldamót. Þótt fólki hafi stórlega fækkað, sem við landbúnaðarstörf vinna, síðustu áratugi, hefir samt fram- leiðsla landbúnaðarins farið hröð- um skrefum vaxandi. Þetta stend- ur í sambandi við breytta bú- skaparhætti, einkum síðasta ára- tuginn, þar sem gamlar og úreltar venjur hafa orðið að láta undan síga fyrir nýjum og skjótvirkari aðferðum. Það hafa verið færð rök fyrir því, að auka þurfi landbúnaðar- framleiðslu vora til mikilla muna. Að vorum dómi á að gera þetta á þann hátt, að fjölga býlum í sveitum, svo að nokkuð af því fólki, sem upp vex, setjist þar að. Frá hagfræðilegri hlið skoðað má segja, að nýju landnámi í sveit- um fylgi bæði kostir og gallar. Til þess að reisa nýbýli í allstór- um stíl þarf mikið fé, og nokkuð af því verður að gefa til býlanna. Hins vegar er það stór kostur, hve mikið af landbúnaðarfram- leiðslu má nota af heimilunum sjálfum og á öðrum markaði inn- anlands. Þetta sést greinilega þegar það er athugað, að af ca. 30 milljönum króna, sem land- búnaðarframleiðslan nemur, er að eins útflutt um 3 millj. króna virði. Af því er þó ull og skinn full 1 millj. króna, sem að miklu eða öllu leyti mætti nota við iðn- aðarframleiðslu innanlands. Þegar þar vlð bætist hveisu mikils virði það er fyrir hvert þjöðféiag, bæði menningarlega og efnalega, að landbúnaður sé blómlegur og í vexti verður að telja að eitt helsta við- fangsefni vort sé að koma skipulagi og festu á fram- kvæmdir þessara mála. Rektor Mentaskólans i Reykjavík ásamt 20 nemendum hefir Gagnfræðaskólinn á ísafirði boð- ið þangað vestur um páskana. Hefir rektor þegið boðið. Munu boðsgestirnir búa í Birkihlíð, en það er skáli nemenda Gagnfræða- skólans. Munu þeir taka þátt í skíðavikunni, sem haldin verður um páskana fyrir tilstilli Skíðafé- lags Isafjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.