Alþýðublaðið - 30.03.1935, Blaðsíða 4
f
Það kostar fé
að auglýsa, pó er pað beinn
gróðavegur, því að
Það kemur aftur
í auknum viðskiítum.
jitntla áEfcáJ
Hbssbb ekki m
kieaféik framar l
Fjörug og afar-spenn-
andi kafarasaga.
Aðalhlutverkin leika:
Victor Mc Laglen,
Saily Blane,
Sœmnud Lowe.
Bönnuð fyrir börn!
HVALAVEIÐAR.
(Frh. aí 1. síðu.)
bein hvala og annax úrgangur.
Af þeim ástæðum flytur nefnd-
ín brtt., sem að því miðar að
létta fyrir um byrjun þessarar
atvinnu. Nefndin vill benda á, að
með lögum nr. 6 1896 eru sett
ákvæði til tryggingar því, að ekki
hljótist tjón af hvalleifum, sem
ekki er unnið úr á hvalveiðastöð-
um, en þar sem nefndin er ekki
víss um, að ákvæði þeirra laga
sé fullnægjandi til þess, að kom-
ið verði í veg fyrir tjón, sem
orsakast kann af vanhirðingu
hvalleifa, er fram á það farið með
brtt., að ráðherra heimilist að
setja önnur og frekari skiiyrði
fyrir undanþágu frá ákvæðum 3.
gr. laga nr. 72 1928.“
Svo virðist, sem þingmenn séu
yfirleitt samþykkir því, að veita
þá undanþágu, sem H.f. Kópur
hefir farið fram á, og má því
búast við því, að félagið byrji
hvalveiðar, þegar öllum undirbún-
ingi er lcokið.
VÍGBONAÐUR ÍTALA.
(Frh. af 1. síðu.)
„Hergögn ýmis konar er nú
verið að gera ráðstafanir til að
framleiða meÖ svo miklum flýti,
sem unt er, einkum er lögð á-
herzla á framleiðslu sprengikúlna,
handsprengja og vélbyssna. Vér
búumst við að með vorinu verði
orðið svo mikið til af þessum
nýju hergögnum, að hægt verði
að láta öilum herdeildum þau í
té, eftir þörfum. Um stórskota-
tæki þau, sem nú er verið að
framleiða, er aðaláherzlan lögð
á það, að unt sé að komast með
þau langar leiðir á stuttum tíma.“
Þá lagði hann mikla áherzlu á
það, að endurskipuleggja þyrfti
állan herinn og hver borgari í
landinu þyrfti að vera númer í
æfðum sveitum, sem gripa mætti
tii, til varnar þjóðinni. Þá skýrði
herforinginn frá því, að dalir,
sem hefðu verið notaðir undan-
farið til innrásar í Italíu, væru
nú algerlega lokaðir af herliði
og þeirra gætt svo tryggilega,
sem unt væri'. Þá upplýsti hann
það að lokum, að á komandi vori
myndu ítalir hafa 900 000 manns
undir vopnum. (FO.)
Annað kvöld kl. 8:
Nannn
Sjónleikur i 3 þáttum, eftir
John Masefield.
Síðasta sinn.
Lækkað verð.
Aðgöngumiðar seldir kl. 4-7-
daginn fyrir, og eftir kl. 1 leik-
daginn. Sími 3191,
LANDSVERZUN.
(Frh. af 1. síðu.)
farinna ára ekki til þess, að hægt
sé að trúa hinum „frjálsu“ við-
skiftum fyrir framkvæmd þessa
aðkallandi nauðsynjamáls. Hvað
við kemur viðskiftum við þær
þjóðir, sem eru okkar aðalkaup-
endur, þá mundi áreiðanlega vera
óhætt að treysta landsverzlun til
þess að beina til þeirra öllum
þeim kaupum, sem með nokkru
móti gætu átt sér stað héðan i
þessum löndum, án þess þó að
yfirfylla hérlendan markað með
alls konar skrani frá sumum þess-
ara landa, eins og komið hefir
fyrir, verzlun okkar til tjóns, en
útflutningi viðkomandi landa til
sáralítils gagns.
Það verður áreiðanlega ekki
hrakið með nokkrum sæmilegum
rökum, að einmitt með landsverzl-
un myndi stórlega batna-aðstaða
okkar í utanríkisverzluninni og
samningum um hana, bæði hvað
snertir þær þjóðir, sem kaupa
okkar útflutningsvörur og við-
skiftum okkar auðvitað myndi
verða beint til í svo stórum stíl
sem hægt væri og þær þjóðir,
sem hingað hafa flutt inn fyrir
hundruð milljóna undanfarin ár
án þess að hafa keypt af okkur
nema sárlítið í staðinn.
Ég sé ekki ástæðu til að efast
um það, að ríkinu 'yrði skota-
skuld úr því að tryggja sér rekst-
ursfé landsverzlunar, þar sem
það er þó vitanlegt, að hún ætti
fyrst og fremst að tryggja það,
að innflutningurinn yrði sam-
ræmdur útflutningsmöguleikum
okkar og tryggja þannig þiað, að
ekki yrðu fluttar til landsins aðr-
ar eða meiri vörur en þær, sem
þjóðin raunverulega væri borgun-
armaður fyrir, ef svo mætti að
orði komast.
Að endingu vil ég taka það
fram, að hvernig sem Mgbl. kann
að líta á till. um landsverzlun,
þá ætti það og flokkur þess að
vera farinn að skilja það af
reynslu síðustu mánaða, að það
er ekki lengur neitt aðalatriði við
úrlausnir stórmálanna, hvað
Morgunblaðið leggur til þeirra.
Og það er alls ekki óhugsandi,
að einkasala ríkisins *á helztu
innflutningsvörum verði komin á,
áður en Morgunblaðið varir.
Fritz Kjcirtansson.
Alþingi feilir
að gera breytmgar á
ín j ólkurl ögunum.
Undanfarið hafa staðið yfir á
alþingi langvinnar deilur út af
mjólkurlögunum, og lauk þeim
loksins í gær.
íhaldsmenn og Bændaflokks-
menn höfðu hvað eftir annað
haldið sömu ræðuna, sém hvað
eftir annað hefir birzt í Morgun-
blaðinu og Vísi um að neytend-
ur skyldu sviftir öllum áhrifum
á mjólkursamsöluna, að ógeril-
sneydd mjólk væri seld í bæn-
um o. s. frv.
Umræðunum lauk á alþingi í
gær með því að samþykt var
rökstudd dagskrá frá Eiilil Jóns-
syni og Páli Zóphóníassyni:
„Þar sem landbúnaðarráðherra
hefir lýst yfir því, að hann muni
beita sér fyrir þeirri skipun á
stjórn Samsölunnar, sem lögin nr.
1 frá 7. jan, 1935 gera ráð fyrir
eftir 1. maí n. k. og enn fremur
að Samsalan hafi í búðum sínum
kaldhreinsaða mjólk til sölu, og
með því, að mjólkursölulögin ber
hbvnnnTbht
LAUGARDAGINN 30. MARZ 1935
Veiðrfæraþjóf-
arnir teknir
fastir.
Nýlega var miklu af veiðarfær-
um sem voru um 400 króna vlrði
stolið úr línuveiðaranum Rifsnesi,
sem lá hér við hafnarbakkann.
Lögreglan tók einn skipsmann-
anna fastan og grunaði hann um
að hafa átt þátt í þjófnaðinum, en
hann var ekki í skipinu er þjófn-
aðurinn var fiaminn..
Eftir nokkra vaf íinga játaði
hann að hafa verið í vitorði um
þjófnaðinn og benti á þrjá aðra
menn, sem höfðu verið með hon-
um að verknaðinum Hafa þeir
nú allir játað.
Margir smáþléÍBððlr
eru framdir í bænum itm
þessar mundir.
Fjölda margir smáþjófnaðir
hafa verið framdir hér í bænum
undanfarna daga.
Fjórir drengir á aldrinum 14—
15 ára hafa leikið sér að því
undanfarið að stela tómum flösk-
um og hafa þeir jafnvel brotist
inn í geymslur til að ná þeim.
Flöskurnar hafa þeir reynt að
selja.
Drengirnir hafa nú verið tekn-
ir fastir og hafa játað brot sín.
sín. i
Einn piltur, 19 ára gamall stal
fyrir fáum dögum 13 tómum
tunnum úr portinu hjá B.P. og
reyndi að selja beykirum þær.
Hann hefir einnig verið tekinn
fastur og hefir játað brotið.
Kona fór fyrir nokkrum dögum
í hús á Týsgötu og ók barni
(3Ínu í nýrri stólkerru. Skyldi hún
kerruna eftir fyrir utan glugga
á fyrstu hæð. Er hún kom út eftir
skamma stund var kerran horf-
in. Lögreglan leitar nú að þjófn-
um.
Auk þessa hafa verið framdir
margir smá-þjófnaðir — og munu
það aðallega vera smádrengir
sem valdir eru að^þeim.
að taka til .endurskoðunar eigi
síðar en á reglulegu alþingi 1936,
þá sér deildin ekki næga ástæðu
til að breyta lögunum að svo
konmu, og tekur því fyrir næsta
mál á dagskrá."
Dagskráin var samþykt með 17
atkvæðum gegn 15.
Míkll sfldveiði i Álasnndi.
ÖSLO í gærkveldi. FB.
Frá Álasundi er símað, að síld-
veiðunum sé nú lokið að þessu
sinni. Á svæði því, sem „Stor-
sildlaget“ nær yfir, nam aflinn
420 000 hektolítrum, en í fyrra
235 000 hl. Verð er gott.
Noregnr og ÞjAOabanda-
lagið.
OSLO í gærkveldi. FB.
Stórþingið hefir samþykt, að
Noregur skuli taka þátt í störfum
Þjóðabandalagsins. Verkalýðs-
flokkurinn hefir nú, í fyrsta skifti
greitt atkvæði með þessu.
I DAG
Næturlæknir er í nótt Gísli
Pálsson, Ingólfsstræti 21C, sími
2474.
Næturvörður er í nótt í Reykja-
víkur- og Iðunnar-apóteki.
Veðrið: Hiti í Reykjavík 5 st.
Yfirlit: Grunn lægð og nærri
kyrstæð yfir Grænlandshafi. Út-
lit: Hæg suðvestanátt. Smáskúrir.
ÚTVARPIÐ:
15,00 Veðurfregnir.
18,45 Barnatími (f. stálpuð börn):
Um tunglið (Gisli Jónas-
son kennari).
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfréttir.
20,00 Fréttir.
20,30 Erdndi: Nýjar íslenzkar
bækur, II. (Vilhj. Þ. Gísla-
son skólastjóri).
21,00, Ávarp frá Olympiunefnd
(dr. Björn Björnsson).
21.10 Tónleikar: a) Útvarpstríóið.
b) Kórsöngur (plötur).
Danzlög til kl. 24.
FisSivösknnarstBlhBr
og aðbúnaðiir þeirra í
fiskhásrnmni.
Fjölmennur fundur í Verka-
kvennafélaginu Framsókn, sem
haldinn var 26. þ. m., samþykti
með öllum greiddum atkvæðum
eftirfarandi tillögu:
„Vegna þeirrar óánægju, sem
er hjá fiskvöskunarstúlkunum yf-
ir því að þurfa að hreinsa fisk-
körin endurgjaldslaust, þá álykt-
ar fundurinn að vöskunarstúlkur
skuli framvegis ekki hreinsa kör-
in, heldur sé það gert í tíma-
vinnu.“
Einnig var á þessum sama
fundi rætt um kröfur félagsins
um bættan aðbúnað á fiskstöðv-
unum, sérstaklega um það, að
þvottavatnið yrði yljað. Hefir
stjórnin rætt það mál við útgerð-
armenn, en fengið daufar undir-
tektir. Viðurkenna þeir þó, að
þetta sé mjög sanngjörn krafa.
Að umræðum loknum var í
einu hljóði samþykt eftirfarandi
tillaga:
„Fundurinn lýsir eindregnu
fylgi sínu við þá kröfu, sem fé-
lagsstjórnin hefir gert um að
þvottavatn í fiskhúsunum sé ylj-
að og skorar fastlega á útgerðar-
menn að verða við þessari rétt-
lætiskröfu félagsins og setja hit-
unartæki í húsin áður en fisk-
þvottur byrjar að þessu sinni.“
BELGIA.
(Frh. af 1. síðu.)
í því augnamiði, að rétta við
hag belgisks iðnaðar-, sem þ^'ir
ýmissa hluta sakir, þar á meðal
tollaálagningar annara landa, eigi
nú í vök að verjast. Aðalatriðið
í stefnuskrá hinnar nýju stjórnar
er fjárhagsleg viðreisn.
(FÚ.)
Belgíska stjórnln hefir mibinn
melri hlulaí hlneinn.
BROSSEL, 30. marz. (FB.)
Fulltrúadeild þjóðþingsins hef-
ir með 107 atkvæðum gegn 54
fallist á stefnuskrá stjórnarinnar,
þar á meðal ráðstafanir þær, sem
hún lagði til að yrði gerðar víð-
víkjandi belgunni.
Heimild sú, sem fyrverandi rík-
isstjórn hafði til óvanalegra ráð-
stafana, ef þörf krefði, var feng-
in hinni nýju stjórn í hendur og
gildir til eins árs.
(United Press.)
Það kostar meir að auglýsa ekki, því áð það er að borga fyrir aðra, sem auglýsa og draga að sér viðskiftin.
Mýja Bíé
Frikirkjan í Reykjavík.
Gjöf afhent af Sig. Halldórss.
frá H. Ó. kr. 10,00. Áheit frá
gamalli konu 5,00. Beztu þakkir.
Ásm. Gestsson.
Togararnir.
1 gær kom Ólafur með 85 tunn-
ur. Geir kom í inorgun með 81
tunnu.
Skipafréttir.
Gullfoss er á Siglufirði. Goða-
foss er væntanlegur til Reykja-
víkur í kvöld kl. 9. Dettifoss kom
til Hull í gær. Brúarfoss fór frá
Kaupmannahöfn í rnorgun. Lag-
arfoss er á leið til útlanda. Sel-
foss er á leið til Aberdeen frá
Færeyjum. Dronning Alexandrine
er væntanleg í nótt. Island kom
til Leith í gær kL 3,
Iðnsamband byggingamanna
heldur fund á morgun kl. 2
e. h. í Varðarhúsinu. Atvinnu-
málaráðherra, fjármálaráðherra,
formanni innflutnings- og gjald-
eyris-nefndar og þingmönnum
Reykjavíkurbæjar er boðið á
fundinn.
Danzleikur Iðnskólans'
verður haldinn í kvöld kl. 9V2
í Iðnó.
Vilhj. Þ. Gislason
flytur erindi í ritvarpi'ði í .kvöld,
er hann nefnir: Nýjar íslenzkar
bækur.
Verzlunarskölablaðið
gefið út af Málfundafélagi
Verzlunarskólans, er nýkomið
út. Efni: Verzlunarskólinn 30 ára,
stutt söguágrip eftir Indriða
Pálmason. Þá kemur grein um
félagslífið í skólanum. Islenzk
verzlun fyf og nú, viðtal við
varaformann verzlunarráðsins,
Arent Claessen ræðismann. Grein
um vélritun. Máttur málsins, eft-
ir Þorstein Þorkelsson 0. m. fl.
Guðný Jónsdóttir,
móðir Felix Guðmundssonar og
þeirra bræðra andaðist í gær-
kveldi á Elliheimilinu.
Glímufélagið Ármann
biður þess getið, að í kvöld
verði engar íþróttaæfingar.
V. K. F. Framsókn
heldur kvöldskemtun í K.-R.-
húsinu í kvöld kl. 91/2. Til skemt-
unar verður: Kórsöngur, einsöng-
ur, gamansögur, eftirhermur og
danz. Aðgöngumiðar eru seldir í
K.-R.-húsinu frá kl. 4 í dag. Á-
gæt hljómsveit spilar.
Aðalfundur knattspyrnufélagsins
„Fram“
verður haldinn á morgun kl. 2
e. h. í Kaupþingssalnum.
Skátafélagið Ernir.
Skátar og Ylfingar. Mætið í
I.-R.-húsinu á morgun kl. 10 f.
h. Fánavígsla.
Úrval af alls konar vörum til
tækífærisgjafa£
Haraldur Hagan,
Sími 3890. Austurstræti 3.
Koss í spegil.
Amerisk tal- og tón-
mynd samkvæmt heims-
frægu leikriti eftir ung-
verska rithöfundinn Lad-
islaus Fodor.
Aðalhlutverkin leika:
Nancy Carroll og
Paul Lukas.
Aukamynd:
Talmyndafréttir.
Börn fá ekki aðgang.
Höfnin.
Spanskur togari kom í gær að
fá sér kol og vistir. I morgun
kom saltskip til Hallgríms Bene-
diktssonar.
Rangæinga- og Skaftfellinga-
mótið,
sem halda áttii í kvöid að Hót-
el Borg, fellur niður vegna in-
flúenzu.
Hótel lorg.
Allir salirnlr opnir
14. maí óskast til leigu í Aust-
urbænum 2 herbergi og eldhús
(engin börn). A. v. á.
M.s. Dronning
Aiexandrine
fer mánudaginn 1. apríl kl.
6 síðd. til ísafjarðar, Siglu-
fjarðar, Akureyrar. Þaðan
sömu leið tii baka.
Farpegar sæki farseðla í
dag.
Fylgibréf yfir vörur komi
í dag.
Jes Ziinsen,
Tryggvagötu, sími 3025.
Mitt innilec/asta þakklœti fœri ég öllum peim,
sem með gjöfum eða á annan hátt heiðruðu mig á
fertugsafmœli míuu.
Björn Jóhannesson.
'KrOOOOC/OOOOOOOOOOOOOOOOOiX