Alþýðublaðið - 04.04.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.04.1935, Blaðsíða 1
RirSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XVI. ARGANGUR. FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1935. 93. TÖLUBLAÐ Tantr austsy f irl ýsingu ihaldsins verður vfsað ú bug al Alþýðuflokknum. IhaSdið fær aldre! að ráða pví, hvenær samviunn stjðrnarfiokkanna verðnr slitið. T TTVARPSUMRÆÐUR verða í sameinuðu þingi ^ kl. 8 í kvöld um þingsályktunartillögu, sem forsætisráðherra flytur, og er svohljóðandi: „Sameinað þíng ályktar að veita samþykki sitt til þess, að fundum alþingis verði frestað frá fyrri hluta v aprilmánaðar þar til síðar á árinu, þó ekki lengur en tii 10 október 1935.“ Á undan útvarpsumræðunum fara fram umræð- ur í sameinuðu þingi um hina grímuklæddu van- trauststillögu, er íhaldsmenn flytja gegn stjórninni út af reglugerð fjármálaráðher a um stofnun Raf- tækjaeinkasölunnar. Að loknum fundi í efri deild í dag verður haldinn fundulr í sam- einuðu pingi og þar meðal ann- ars rætt um vantrauststillögu, er fjórir íhaldsmenn flytja, og var jutbýtt í dagi í þinginu. Flutningsmenn þessarar tillögu eru þeir Jakob Möller, Pétur Hall- dórsson, Sigurður Kristján'sson og Magnús Jónsson, og er hún svo hljóðandi: „Alþingi ályktar að víta fjár- málaráðherra fyrir þær ráðstaf- anir, er hann hefir gert um til- högun og forstöðu Raftækjaeinka- sölu ríkisins, og skorar á hann, að bæta tafarlaust úr þeim misfell- um, er orðið hafa í þessu efni.“ Tillaga þessi er, eftir öllum þingvenjum, hrein vantrauststil- aga á fjármálaráðherra, enda lít- ur stjórnin þannig á hana. lhaldið gerir sér augsýnilega vonir um það, að geta notað sér sjálfsagða gagnrýni Alþýðublaðs- ins á einni einstakri ráðstöfun fjármálaráðherra til þess að sprengja samvinnu stjórnarflokk- anna og gera enda á þeirri um- bótapólitík, sem núverandi stjórn hefir hafið og mun halda áfram. Flutningsmenn tillögunnar vita mjög vel, og allur almenningur akilur. að hún er ekki borin fram í þeim tilgangi að styðja málstað rafvirkja og fá fram réttmætiar breytingar á fyrirkomulagi og stjórn Raftækjaeinkasölunnar, heldur lil þess eins að bregða fæti fyrir stjórnina í þeirri von að í- haldið gæti aftur komist til Mikitl afii í Vestmannaejfjum. Mokafli hefir verið undanfarið i Vestmannaeyjum og blíðviðri og gæftir alla þessa viku. I fyrradag komu um 120 þús. fiskar á landi í Eyjum, og svarar það til um 1800 fiska afla á bát að meðaltali, en minsti afli á bát var þó sagður um 1500 fiskar. 1 gær var aflinn þó mun meiri, að því er fréttaritari Alþýðublaðs- ins sagði í símtali í inorgun. Aflahæsti bátur í Vestmanna- eyjum er m. b. Frigg, og hafði hann aflað yfir 62 þúsund fiska til 1. þessa mánaðar. valda og rifið niður alt það, sem upp hefir verið bygt á þeim tíma, sem núverandi stjórn hefir verið við völd. En vonir íhaldsins munu bregð- (ast í þessu efni. Alþýðuflokkurinn mun hvorki nú í þetta sinn né nokkurn tíma láta íhaldið segja sér fyrir verkum. Alþýðuflokkurinn mun aldrei láta íhaldið hafa áhrif á það, hvort eða hvenær hann gerir á- greiningsmál, sem upp kunna að koma milli hans og Framsóknar- flokksins, að tilefni til samvinnu- slita milli flokkanna. Öllum almenningi er það vel ljóst fyrir löngu, að milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins er stefnu- og skoðana-munur, og sá munur hlýtur að koma fram við margvísleg tækifæri, enda þótt flokkarnir eigi báðir fulltrúa í einni og sömu stjórn. En svo lengi sem Alþýðuflokk- urinn álítur að hinum vinnandi stéttum í heild sinni sé hagur að því, að hann hafi samvinnu við Framsóknarflokkinn, mun hann gera það. / Alþingi verður frestað i kvöld eða á morgun. í gær var lögð fram; í ’isamein- uðu alþingi þingsályktunartillaga um frestun alþingis. Var ákveðið að hafa eina um- ræðu um málið og fer hún fram í kvöld og hefst kl. 8 og verður umræðunum útvarpað. Umræðurnar munu standa í 4 -klukkustundir, og fær hver flokk- ur eina klukkustund, sem hann skiftir milli ræðumanna sinna. Samkvæmt þingsályktunartil- lögunni verður alþingi aftur kvatt saman í síðasta lagi 10. október í haust. Stefano Islandi kom i gær eftfr 5 ára dvðl á Uafín. STEFANO ISLANDI eða Stefán Guðmundsson, eins og hann hét áður en hann fór héðan fyrir fimm árum og eins og hann heitir nú, eftir að hann er kominn aft- ur heim, kom hingað með Heklu í gær kl. 5. Alþýðublaðið hitti hann að máli snemma í jmorgun, þar sem hann dvelur á Hótel Skjaldbreið. Stefán er kornungur maður, að eins 27 ára. Hann er bjartur á hörund, hraustlegur og hreyfing- arnar hvikar og lýsa bjartsýni og þrótti. í framburði hans ber örlítið á því, að hann hefir dvalið svo lengi meðal framandi þjóða. Hvernig gekk ferðin heim? Agætlega; skipið er gott og aðbúnaður vel sæmilegur. Ég steig á skipsfjöl í iGenúa, en það- an fórum við til Spánar og kom- um við í Baroelona og ýmsum fleiri borgum. Sjóveður var alls ekki slæmt. Þér eruð búinn að dvelja lengi á Italíu. Já, í fimm ár rúm. Ég fór í janúar 1930 og þá beint til Mi- Iano. Þá fór ég í óvissu um það, hvað ég gæti. Ég var að eins 22 ára. Ég var þó ekki hræddur og ákvað að leggja mig allan fram, enda vissi ég, áð þetta var mesta tækifæri er mér byðist á æfi niinni. STEFANO ISLANDI í hlutverki „Hertogans af Man- tova“ í „Rigoletto“. Ég byrjaði því námið hjá ein- hverjum bezta kennara, sem völ var á í Milano, söngvaranum Caronna, sem var um skeið mjög frænur baryton-söngvari. Ég stundaði nám hjá honum sleitulaust í 2V2 ár, en að því loknu kom ég fyrsta sinni opin- berlega fram. Ég átti að sýnaj hvers ég væri megnugur og hvað Frh. á 4. síðu. Ofriður óhjákvæmileyur í Afríku. ítalir eru f þann veginn að heijapóð- uga árðs á Abyssinfu ár tveimur'áttuim Stjórnin í Abyssiníu kallar herinn tilvopna. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN i mioilguin. STJÓRNIN í Abessiníu hefir fyrirskipað að herinn skuli pegar í stað kallaður til vopna. Ófriður railli Ítalíu og Abessiníu virðist nu vera orðinn óhjákvæmiiegur. Og ef ekki gerist krafta- verk, virðist mega ganga út frá pví sem vissu, að fallbyssurnar verði farn- ar að drynja og flugvéla- sprengjurnar að springa suður i Abessiníu, sein- asta sjálfsiæða landinu í Afriku, pegar ráðstefn- an kemur saman í Stresa tilfpéss að „tryggja frið- inn“ í heiminum. ítalir ætla að ráðast á Abessiniu frá tveimur hliðum. Samkvæmt símskeyti frá Berlín býzt stjórnin í Abessiniu við því, að Italir muni þá og þegar ráðast á landið frá tveimur hliðum, að norð-austan, frá Erythrea, ítölsku nýlendunni við Rauðahaf, þar sem De Bono, landstjóri Mussolinis, hefir 2 stórar herdeildir albúnar til árásar, og að suðaustah, frá ít- alska hlutanum af Somalilandi, þar sem Graziani hershöfðingi hef ir álíka fjölmennan her undi.r sinni yfirstjórn. Abessinía er þannig inniklemd af hermönnum Mussolinis, sem eru útbúnir með fallbyssum, vél- - byssum, flugvélum, eiturgasi, handsprengjum og öllum öðrum morðtólum, sem til nýtizku hern- aðar heyra. Gífurlegar æsingar gegn ítölum í Abessiníu. Æsingarnar í Abessiriíu út af ÍTALSKIR HERMENN Á LEIÐ TIL AFRIKU þeirri samvizkulausu árás og ægi- legu hættu, sem yfir landinu vof- ir, eru orðnar svo miklar, að stjórnin ræður ekki við neitt. Hin- ir ýmsu þjóðflokkár í landinu, sem ekki eru nema að nafninu til háöir stjórn „konungs konung- anna“ í Addis Abeba, höfuðblorg Abessiníu, heimta að fá að gripa til vopna gegn yfirgangi Itala og þeim lævísu árásum, sem þeir hafa öðru hvoru gert á landa- mæraverði Abessiníu í allan vetur. Þjóðabandalagið gerir ekki neitt. Það lítur ekki út fyrir, að nein- ar tilraunir verði gerðar til þess af hálfu Evrópustórveldanna, að stilla til friðar í Afríku. Frakk- land hefir eins og vitað er, gefið Italíu frjálsar hendur til þess að ráðast á Abessiníu, og Þjóða- þandalagið hefst þar af leiðandi, að uridirlagi þessara stórvelda, ekkert að í málinu. Mussolini heldur stöðugt áfram að senda her og hergögn frá höfnunum á Suður-Italíu til Aust- ur-Afríku. Og ef stærri hers skyldi verða þörf, standa 600 þúsund hermenn undir vopnum víÖs veg- ar um alla Italíu. STAMPEN Edens til Varsfá bar engan árangar. Pólverjar vilja ekki undirskrifa Aastur-Ev- rópusáttmálann. LONDON í gærkveldi. NTHONY EDEN fór frá Varsjá áleiðis til Prag. : Áður en hann fór var gefin ut opinber tilkynning, um viðræð- NiBDíhiBtastjórn mjBdRð á Spáni. Fazistar oy stórbændor ætia að fella hana með vantrausti á plngi. LONDON í gærkveldi. LERROUX hefir nú myndað minnihlutastjórn á Spáni. í stjórninni eru 9 menn úr hans eigin flokki, róttæká flokknum og svo sérfræðingar í ýmsum starfsgreinum. Lerroux gat ekki náð samkomu- lagi við kaþólska fazistaflokkinn, sem er stærsti flokkurinn, um stjórnarmyndunina. Þegar þingið kemur saman eftir svo sem mánáðartíma, er búist við því, að þingmeirihluti faz- istaflokksins og stórbændaflokks- ins muni bera fram og samþykkja vantraustsyfirlýsingu, en síðar muni stjórnin rjúfa þingið og láta fara fram nýjar kosningar. (FÚ.) Þingið verður fyrirsjáan- lega rofið í maí. MADRID; í morgun. FB. Það er nú talið nokkurn veginn víst, að Gil Robles muni bera fram vantraust á stjórnin-a, er þjóðþingið kemur saman til funda snemma í næsta mánuði. Búast menn því við þingrofi í maí og að efnt verði til nýrra kosninga. (United Press.) urnar i Varsjá og segir ;par, að pær hafi farlð fram mjög vin- gjarnlega og að’ Eden hafigef- ið pólska utanrikisráðherranum Beck, skýrslu um viðræðurnar í Berlin og Moskva. En Beck skýrði honum frá skoðun pólsku stjórnarinnar á orðsendingunni frá 3. febrúar og á ástandiriu I heiminum. Loks segir í tilkynningjinni, að h-eiirisókn Anthony Edens hafi borið tilætlaðan árangur að því leyti, að pólska stjórnin hafi f-engið fulla vitneskju um gang málanna. (FÚ.) Pólska stjórnin neitaði að undirskrifa Austui -Ev- lónusáttmála, segja pýzku biöðin. LONDON í gærkveldi. Þýzk blöð hafa nú komist að þeirri niðurstöðu, að Pólverjar muni, i viðræðunum við Anthony Eden, hafa neitað aÖ samþykkja Austur-Evrópu-samninginn, en Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.