Alþýðublaðið - 05.04.1935, Blaðsíða 1
RlfSTJÓM: F. R. VALDEMARSSQN
XVI. ÁRGANGUR.
FÖSTUDAGINN 5. APRÍL 1935.
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
94. TÖLUBLAÐ
Alþlngl var frestaðí nótt.
Fundi fi ssmeinuðu pingfi var loldð felukkan 3.
Ihaldsmenn
atkvæði
ALÞINGI var frestað
kl. 3 í nótt, eftir að
fundir , höfðu staðið í
sameinuðu þingi frá kl.
2 í gær.
Úívarpsumræðu’ t :m
frestun þingsiös fórufram
frá kl. 8 til 12 í gæv
kvöldi. Það vakti sér-
staka athygli, að íLaJds®
menn gieiddu ekbi aí*
kvæði á móti frestuh
þingsins, enda þéít þafe
hefðu talað mjög mikio
á móti henni.
Umræðurnar um vantraustsyfir-
lýsingu íhaldsmanna gegn stjórn-
inni fóru fram, er fundir hófust
í sameinuðu þingi í gær kl. 2.
Umræðurnar voru mjög daufar
og var sýnilegt, að íhaldið v.ar
þá þegar búið að missa alla von
um það, að þetta herbragð þess
myndi bera þann árangur, sem til
var ætlazt. En tillagan var eins og
öllum er kunnugt, ekki borin fram
til þess, að fá réttmætar breyt-
ingar á fyrirkomulagi Raftækja-
einkasölunnar, enda kom það
fram, að flutningsmönnum tillög-
unnar var það ljóst, að hún
myndi verða til þess að spilla
fyrir því, að nokkrar slíkar breyt-
ingar fengjust.
Jón Baldvinsson tók til rnáls
af hálfu Alþýðuflokksins og lýsti
því yfir, að mikil óánægja hefði
verið í Alþýðufíokknum út af
reglugerðiínni um stofnun Raf-
tækjaeinkasölunnar og margvís-
legur ágreiningur væri og hlyti
ávalt að vera milli Alþýðuflokks-
Gulmunður Ashiörnsson
settar borga stjóri fyrst m
sinn.
FJ"! ---
Á dagslírá bæjarstjórnár í g,ær
var m. a. ráðstöfun borgarstjóra-
embættisins.
Urðu engar mnræður um það
mál. Pétur Halldórsson lagði til,
aÖ Guðmundi Ásbjörnssyni yrði
falið að gegna borgarstjóraemb-
ættinu til bráðabirgða, og var það
samþykt með 8 atkvæðum gegn 2.
Telja má víst, að borgarstjóra-
embættið verði auglýst laust og
umsóknarfrestur settur. Er það
auðvitað að eins formsatriði, þar
sem gera má ráð fyrir, að Sjálf-
stæðisflokkurinn geti komið sér
saman um, hver skuli gegna
þessu forystuhlutverki fyrir flokk-
inn.
Eru þó nú þegar risnar upp
miklar og háværar deilur um
það, hver skuli hljóta starfann,
og eru helztir tilnefndir i hann:
Gísli Sveinsson sýslumaður, Ja-
kob Möller, Magnús Jónsson,
Thor Thors, Bjarni Benediktsson,
Guðmundur Ásbjörnsson og Val-
geir Björnsson bæjarverkfræð-
ingur.
þorön ekki að greiða
gegn þlngfrestnnlnni.
ins og Framsóknarflokksins, og
væri svo í þessu máli.
Hitt væri annað mál, hvort Al-
þýðuflokknum fyndist ástæða til
þess að slíta samvinnu við Fram-
sóknarflokkinn út af þessu eða
ö'í.;' ilíkum ágreiningsefnum.
ÞáB ' lyndi Alþýðuflokkurinn
gei'a i?pp við sjálfan sig. Hann
réði p H sjálfur, en ekki íhaldið,
hveogjr samningsslit yrðu við
F.rr' sóknarflokkinn.
Á'i ræðunni lokinni bar Jón
Ba’dvinsson ásarfit Jónasi Jóns-
sy ii fram traustsyfirlýsingu til
? jórnarinnar, og var hún sam-i
ykt með 24 atkvæðum gegn 18.
Vitanlega þýðir þessi trausts-
yfirlýsing ekki, að meiri hluti al-
þingis vilji engar breytingar á
fyrirkomulagi Raftækjaeinkasöl-
unnar, og mun Alþýðublaðið
fylgja með athygli því, sem gert
verður í því máli.
Frestun þingsins
Útvarpsumræðurnar um þing-
frestunina hófust kl. 8 og stóðu
til kl. 12.
Af hálfu Alþýðuflokksins töl-
uðu Haraldur Guðmundsson at-
vinnumálaráðherra og Sigurður
Einarsson.
Fóru ræðumenn íhaldsins mjög
halloka í umræðunum, enda
sýndi það sig, þegar til atkvæöa-
greiðslu kom um þingfrestunina,
að þeir þorðu ekki að standa við
ummælin gegn henni. Sátu þeir
allir, og bændaflokksmennirnir
Hannes Jónsson og Porsteinn
Briem, hjá við atkvæðagreiðsl-
una, og var hún því samþykt
með 26 samhljöða atkvæðum.
Greiddu allir Alþýðuflokksmenn
og Framsóknarmenn, nema Berg-
ur Jónsson, sem var fjarverandi,
atkvæði með þingfrestuninni, og
auk þeirra Magnús Torfason og
Ásgeir Ásgeirsson.
Ríkisábyrgð á greiðslum
frá Þýzkalan i.
Eftir þetta urðu allmiklar um-
ræður um þingsályktunartillögu
Frh. á 4. síðu.
Kosmngar i Danzig.
Stjóinarandstæðingar ofsóttir
Dæmi nm réttarfar Nazismans
LONDON í gærkveldi.
Almennar kosningar fara fram í
Danzig næst komandi sunnudag.
Með þessum kosningum gerir
Nazistaflokkurinn tilraun til að
koma af þingi þeim fáu and-
stæðingum stjórnarinnar, sem
þar hafa áft sæti undanfarið.
Flokkurinn stendur fyrir mörg-
um kosningafundum og hefir
fengið Göring, Hess og Göbbels
til þess að koma og halda þar
ræður.
Andstöðuflokkarnir fá enga
staði til fundarhalda, og hafa
nokkrir prestar Rómversk-ka-
þólska miðflokksins, sem taldir
eru að hafa blandað stjórnmálum
og trúmálum í ræðum sínum, ver-
ið teknir fastir. (FÚ.)
í gær var fækkað í atvinnu-
bótavinnunni um 100 manns.
Verkameno mótmæla uppsöpinal.
I
í TILLÖGU ÍHALDSMANNA
á síðasta bæjarráðsfundi um
fækkunina í atvinnubótavinnunni
stóð, að fækka skyldi í vinnunni
um 100 rnanns „í næstu viku“.
Flestir munu hafa álitið, að
með því væri átt við að fækkað
yrði í vinnunni á fimtudaginn í
næstu viku.
Sildarrannsóknlr
við Vestmannaeyjar undanfama daga.
Viðtal við Árna Friðríksson, fiskifræðing.
EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBL.
Vestmanmeyjum í morgun.
UNDANFARNA DAGA hefir
varðskipið „Þór“ fengist við
tilraunir til síldarrannsókna í
kring um Vestmannaeyjar, og
hefir hann notað sérstaka síldar-
botnvörpu til þeirra.
Hefir verið reynt á svæðinu
frá Dyrhólaey alla leið til SeJ-
vogsbanka, en þó einkum kring
urn Vestmannaeyjar á djúpu og
grunnu.
Ekki hefir verið hægt að beita
vörpunni nema á sléttum og góð-
um botni, vegna þess að „bobb-i
inga“ vantar við hana, en slíkar
vörpur eru notaðar „bobbinga“-
lausar annars staðar, þar sem þær
eru notaðar, t. d. í )Norðursjónum.
Engin síld fékst austan Vest-
mannaeyja, en síldar varð vart
vestan „Eindranga“ og vestur á
Selvogsbanka, en alt var það
millisíld en ekki hafsíld.
Samkvæmt vísindalegum rann-
sóknum, sem gerðar hafa verið
hér við land undanfarin ár bæði
af Islendingum og útlendum
mönnum, hrygnir síldin í hlýja
sjónum, og eftir erlendri reynslu
á hörðum botni og grunnsævi,
innan sextugs dýpis. Annars eru
hrygningarsvæði síldarinnar hér
við land ekki fullrannsökuð, þótt
vist sé, að þau séu sunnan og
ÁRNI FRIÐRIKSSON.
vestan landsins, þótt menn viti
ekki nákvæmlega hvar þær eru
né hvenær síldin er við botn,
rneðan á hrygningunni stendur.
Líklegt er þó, að hún haldi sig
við botninn helzt á nóttunni.
Árni Friðriksson fiskifræðingur,
sem stjómað hefir síldarrannsókn-
unum á Þór, sagði í viðtaii við
mig í morgun:
„Þótt þessar byrjunartilraunir
hafi ekki gefið þann árangur, sem
æskilegastur hefði verið, er langt
frá því, að síldarbotnvarpan sé
fullreynd hér við land.
1 fyrsta lagi tekur það tíma að
finna miðin. I öðru lagi verða
Frh. á 4. síðu.
En íhaldsmenn létu fækkunina
koma til framkvæmda í gær.
Voru þá 100 menn reknir úr
atvinnubótavinnunni.
Þessir 100,; menn allöfðu unnið
við götulagningar og undirbúning
að. götulagningum x Hafnarfjarð-
arvegi, Kleppsmýrarvegi, Hring-
braut, Skúlagötu, Lindargötu og
víðar.
Vinna tiú að eins 100 ritenn í
atvinnubótavinnu og eru þeir í
Skúlagötu, Leifsgötu, Ægisgötu,
Hringbraut, Fossvogi, Hávalla-
götu og víðar.
Þessi fækkun íhaldsmanna nú,
áður en atvinna hefir nokkuð
batnað í bænum, hefir mælst
afarilla fyrir, enda er það sýni-
legt, að frarn undan fyrir þessa
verkamenn er ekkert annað en
hreinustu vandræði og beinn
skortur. Því að þó að atvinnu-
bótavinnan hafi lítið gefið í aðra
hönd, hefir hún þó verið skárri
en ekki neitt.
Verkamenn móímæla
uppsögnunum.
Verkamenn mótmæla og þessu
ákveðið. Hafa Alþbl. meðal ann-
ars borist eftirfarandi mótmæli:
„Við, sem vinnum að atvinnu-
bótavinnu við Hringbraut hjá
Samvinnubústöðunum, mótmæl-
um harðlega þeirri ráðstöfun bæj-
arráðs Reykjavíkur að fækka um
helming í atvinnubótavinnunni,
þar sem atvinna hefir ekki aukist
í bænum og ekkert útlit er fyrir
að hún muni aukast á næstunni,
svo að þessi ráðstöfun geti talist
á rökum bygð.“
Alpýðuflokkurinn leggur
til, að mennirnir verði
aftur teknir í vinnuna.
Á bæjarstjórnarfundi í gær
kom þessi uppsögn til umræðu.
Jón Axel Pétursson lagði til, að
þeir menn, sem sagt var upp í
gærmorgun, yrðu teknir aftur í
vinnuna og sami fjöldi yrði lát-
E viópur íkin eru að skiptast
i t vð fjandsamleg bandalðg.
Bretar treysta nselra á Þ^óðabanda*
laglð en ráð^tefnnna i Stresa,
EINKASKEYTI
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
KAUPMANNAHÖFN í miorguu.
O NSKA heimsblaðið „Times"
^ flutti forystugrein í gær, sem
hefir vakið mikla eftirtekt úti um
heim. 1 greininni stendur rneðal
annarsr
„Ensku heimsóknirnar á rnegin-
landinu hafa sýnt, að það er
ómögulegt að koma á heilsteyptu
sáttmálakerfi til tryggingar friðn-
þm;i Evrópu. Það er þvert á móti
orðin mjög alvarleg hætta á því,
að í staðinn fyrir sameiginlegt
öryggiskerfi verði stofnuð tvö
fjandsamleg bandalög í álfunni.
Það virðist augljóst, að Þýzka- j
land muni vera reiðubúið til þess
að ræða almennar takmarkanir á
vopnabúnaði sínum í hlulfalli við
önnur ríki, eftir að það er búið
að gefa út skýrslu um endurvíg-
búnað sinn. Hitler myndi vafa-
laust vera reiðubúinn til þess að
leggja niður vissar vopnategund-
ir, ef önnur ríki vildu gera hið
sama.
Það virðist munu vera hægt að
komast að samkomuliagi í þessu
atriði.“
MAC DONALD.
Fréttir frá London segja enn
fremur, að blaðið „Daily Express“
skrifi, að enska stjórnin muni eftir
þetta leggja meiri áherzlu á að
undirbúa aukafundinn í ráði
Þjóðabandalagsins, þar sem kæra
Frakka verður rædd, heldur en
fundinn í Stresa.
MacDonald ætlar sjálfur að
fara til Genf, og er talið, að hann
hafi í hyggju að halda þar langa
ræðu fyrir friðnum.
Eden og Benes samntála.
LONDON í gærkveldi.
Anthony Eden kom til Prag
snemma í morgun og fór þaðan
skömrnu eftir hádegi. Hann átti
tveggja klukkutíma viðtal við
Benes utanríkismálaráðherra Ték-
koslovakíu, og að því loknu var
gefin út opinber tilkynning.
Segir þar, að Benes og Eden
hafi skifzt á skoðunum um öll
atriði Lundúna-orsendingarinnar
frá 3. febrúar, og að skoðanir
þeirra hafi verið í fullu samræmi
og bæði ríkin séu á eitt sátt urn
það, að nauðsyn beri til að halda
sér fast við stefnuskrá Þjóða-
lagsins.
Áður en Eden fór var honum
haldin veizla, og sagði hann i
ræðu, sem hann hélt í veizlunni,
að ht imsstyrjöldin síðasta og af-
leiðingar hennar, hefðu kent
mönnum, að engin ein þjóð gæti
til lengdar hagnast á kostnað
annara, og að allar þjóðir yrðu
að standa saman í baráttunni
fyrir friðnum. (FÚ.)
Eden kominn til London.
LONDONi í morgun. FB.
Anthony Eden kom til Köln
í gærkvöldi loftleiðis frá Prag.
Hélt hann þar kyrru fyrir í nótt
og er væntanlegur til London í
dag.
Á ráðuneyíisfundi, sem haldinn
Ver'ður í dag, skýrir hann frá við-
ræðum sí'num við þýzka, pólska,
rússneska og tékkoslavneska ráð-
herra. (Uniíed Press.)
Litia Ssandalagið er á mótl
endurvigbúnaði í Austurriki.
LONDON í gærkveldi.
Krafa Austurríkis um að fá ;að
koma á hjá sér herskyldu í því
skyni að tvöfalda herafla sinn,
hefir valdið nokkrum áhyggjum
meðal smáþjóða í Suð-austur-
Evrópu.
1 Prag er það almenningsálitið
að þessari kröfu ætti að vísa til
Þjóðabandalagsins, en ekki til
stórveldanna eingöngu, því að
Austurríki ætti að verjast það, að
fara að dæmi Þýzkalands.
I Belgrad er talið, að herskylda,
í Austurríki myndi styrkja hendur
inn vinna í atvinnubótavinnunni
eins og var síðast liðna viku, og
því yrði haldið áfram þar til
vinna við Sogsvirkjunina byrjaði,
eða önnur vinna í bænum ykist.
Þessi tillaga var feld með 8
atkvæðum gegn 7.
Þýzkalands, þar sem búast megí
við, að meðal yngri manna, sem
kvaddir yrðu til herþjónustu, sé
Nazistar. Júgoslavneska stjórnin
segist ekki muni taka í mál að
samþykkja herskyldu handa Aust-
urríki, nema þá á vettvangi
Þjóðabandalagsins.
1 Bukarest er ritað mjög gæti-
lega um þetta mál. (FÚ.)
Mús veldur slys!
i Bordeaux.
LONDON í gærkveldi.
Ein einasta mús varð til þess
að fjórar manneskjur slösuðust
aivarlega í Bordeaux í dag, og
hús skemdist.
Frú Paganelle var stödd í eld-
húsi sínu, ásamt þremur börnum
hennar, er hún sá hvar mús hljóp
Frh. á 4. síðu.