Alþýðublaðið - 08.04.1935, Síða 1

Alþýðublaðið - 08.04.1935, Síða 1
RlfSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN j XVI. ARGANGUR._________ MÁNUDAGINN 8. APRÍL 1935 97. TÖLUBLAÐ Verkamanuafélagið „Dagsbrúou krefst aukinna atvinnubáta og mótmælir takmörkunum á inn~ fiutningi byggingarefnis. VERKAMANNAFÉL. DAGS- BRtJN hélt fjölmennan fund í gæi og ræddi eing&ngu um at- vinnuleysismálin. Voru verkamenn ákveðnir að halda fast við kröfur sínar um að ekki yrði fækkað í atvinnu- bótavinnunni, og að alt yrði gert sem mögulegt væri, til að vinna gegn auknu atvinnuleysi. Að umræðunum loknum voru eftirfarandi ályktanir samþyktar: 200 manns í atvinnnbóta- vinnnna tafarianst. „Verkamannafélagið Dagsbrún mótmælir harðlega pví gerræði meirihluta bæjarstjórnarinnar, að fækka um helming í atvinnubóta- vinnunni og krefst þess, að tafar- laust verði fjölgað aftur í vinn- unni upp í minst 200 manns,, Félagið heldur fast við fyrri kröfu sína, um að ríkisstjórnin skyldi bæjarstjórnina til að leggja fram tvöfalt framlag til atvinnu- bóta á móti framlagi ríkissjöðs, þannig, að alt atvinnubótaféð verði minst 75 þúsund krónur á yfirstandandi ári.“ Mótmæli gegn takmðrkon á insflotningi bvooingarefnis. „Verkamannafélagið Dagsbrún skorar á ríkisstjórnina, að sjá um að ekki verði takmarkaður inn- flutningur á byggingarefni, þar sem sú ráðstöfun myndi hafa í för með sér stórkostlega aukn- ingu atvinnuleysisins." Verkalíðnrinn oq 1. maí. „Verkamannafélagið Dagsbrún Skólahlaupið fór fram f gær. Iðnskólinn fékk 10 stig og vann bikarinn til eignar. Skólahlauplð, hið áttunda í röðinni, fór fram í gær að við- stöddu fjölmenni. Að þessu sinni keptu tvær sveitir, önnur frá Mentaskólanum og hin frá Iðnskólanum. Bar Iðn- skólinn sigur úr býtum og hlaut bikar þann til fullrar eignar, er K. R. gaf 1933. Fyrstur varð að marki Einar S. Guðmundsson (Iðnsk.) á 8,53,4 m., annar Haraldur Matthíasson (Mentask.) á 8,54,6 m. og þriðji Stefán Guðmundsson (Mentask.) á 9,04,3 m. Metið er 8,25 m., sett af Jóni Þórðarsyni 1929, en vega- lengdin var þá styttri, og ber því ekki að miða við þann tíma nú. Iðnskólinn fékk 10 stig, en Mentaskólinn 11. Hlaupið hófst ekki réttstundis, enda þjóðarvenja að vera óstund- vís. Á unga fólkið þar mikið starf fyiir höndum, sem liggur í því, að skerpa viljann, læra að á- kveða sig þegar skera þarf úr málum og kasta þeirri deyfð og kæruleysi, sem því miður er alt of sterkur þáttur í sálarlífi æsk- unnar. skorar á alla meðlimi sína að fylkja sér undir merki Fulltrúa- ráðs verkalýðsfélagannja’ í Rieykja- vík við hátíðahöld og kröfugöngu 1. maí.“ Fnlltrúarverkamanna áfundi bæjarráðs Atvi'nnuleysismálin og upp- sögnin í atvinnubótavinnunni komu enn til umræðu á bæjar- ráðsfundi á föstudagskvöld. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar kom á fund bæjar- ráðs og ræddi við bæj- arráÖsmennina um hið mikla atvinnuleysi og fyrirsjáanlegu af- komuvandræði hjá verkamönnum og bifreiðarstjórum. Sögðu stjórnirnar, að ef ekki yrði eitthvað gert af bæjarins hálfu til að draga úr atvinnuleys- inu, t. d. með því að stofna til aukinnar bæjarvinnu, þá væri yf- írvofandi skortur hjá fjölda manna. Fulltrúar Alþýðuf lokksins í bæjarráði lögðu áherzlu á það, að þeir menn, sem reknir voru úr atvinnubótavinnunni síðast liðinn fimtudag, yrðu teknir aftur, og að 200 menn yrðu hafðir í vinn- unni þar til atvinnan glæddist eitthvað í bænum. Ekkert var samþykt í þessum málum á þessum fundi. Ákveðið var á bæjarráðsfundin- að byrja á þeirri bæjarvinnu, sem ráðgerð er á fjárhagsáætlun, svo fljótt sem auðið væri og byrja á þeirri vinnu, sem bærinn á að sjá umj í sambandi við Sogs- virkjunina, en það er lagning lín- unnar austur. ’ Kosningin í útvarpsráð. Enn vantar atkæðakassa frá 60 stöðum. Undanfarið hafa verið að ber- ast hingað ‘atkvæðakassar viðs- vegar að af landinu frá atkvæða- greiðslunni við kosningu í út- varpsráð, en enn vantar þó at- kvæðakassa víða að, eða alls frá 60 stöðum. Meðal annars vantar kassa víða úr Árnessýslu. Enn er því ekki hægt að segja um það, hvenær verði hægt að telja atkvæðin, en það verður gert undir eins og atkvæðakass- arnir koma hingað. Stefán Guðmundsson óperusöngvari hélt söngskemt- iuni i Gamla Bíó í gær fyrir troð- fullu húsi, og höfðu svo að segja allir aðgöngumiðar selst áður en þeir komu í bókaverzlanirnar. Stefáni var tekið með kostum og kynjum, og varð hann að syngja mörg aukalög. Hann heldur söng- skemtun aftur einhvern næstu daga. Dómur um söng Stefáns í gær eftir dr. Míxa birtist hér í blaðinu á morgun. Samsteypnstjörnii f Belglo marhar tímamót i atvmnulifi iandsins. AtvinnnvegirnÍK8 verda endarskipu* lagðir, vinnutfmi styttnr, Sovét Rúss~ land viðurkent. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN í morgun. IN nýmyndaða samsteypu- J stjórn i Belgíu, sem skip- uð er fulltrúum kaþólska flokks- ins, jafnaðarmanna og frjáls- lynda flokksins, hefir nú hafið yfirgripsmikið umbótastarf, sem talið er“að muni marka alger timamót í atvinnulifi og utan- rikispólitik landsins. Það ér ætlun stjórnarinnar, að endurskipuleggja atvinnulífið á grundvelli tímabundinnar áætlun- ar og stytta alment vinnutímann til þess að skapa atvinnu handa þeim, sem nú eru atvinnulausir. Gjaldeyririnn hefir nú þegar verið feldur með þeim árangri, að útflutningur belgískra afurða hefir vaxið stórkostlega síðustu dagana. Stjórnin ætlar að fara fram á umboð frá þinginu til þess að viðurkenna Sovét-Rússland og taka upp stjórnmála- og við- skifta-samband við það. Forsætisráðherra samsteypu- stjórnarinnar, van Zeeland, er meðlimur í kaþólska flokknum, en talinn fylgjandi róttækri endur- skipulagningu atvinnulífsins að fordæmi Roosevelts Bandaríkja- forseta. van ZEELAND forsætisráðherra. Jafnaðarmenn eiga fjóra full- trúa í stjórninni: Hendrik de Man, hinn þekta sósíalistiska rit- höfund og upphafsmann að starfsáætlun Alþýðuflokksins belgiska, sem er ráðherra fyrir opinberar framkvæmdir, Delattre, foringja námumannasambandsins, sem er tryggingamálaráðherra, Spaak, póst- og samgöngu-mála- ráðherra og Vandervelde, hinn fræga gamla foringja Alþýðu- flokksins og forseta Alþjóðasam- bands verkamanna og sósíalista, sem er ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar. Skiðavlkan á Isafirði hefst á skfrdag. Þátttaka verður mikil úr Reykjavik. KÍÐAVIKAN á ísafirði, sem haldin verður um bæna- dagana og páskana verður mikill viðburður í sögu skiða- ipróttarinnar hér á landi. Er ætlasí til, að í pessari viku verði þátttakendum skift í flokka, sem hver hafi s’nn fararstjóra og verði að eins til skemtunar og æfinga en engin keppni. Alþýðublaðið átti í gærkveldi tal við Gunnar Andrew, bæjar- stjóraritara á Isafirði, sem er formaður nefndar þeirrar, sem á að sjá um skíöavikuna. „Við höfum þegar lokið við mestallan undirbúning," sagði Gunnar Andrew, „en auðvitað þarf því meiri viðbúnað, sem þátttakan verður meiri. Hér í kringum Isafjörð er venjulega gott skíðafæri á- vetr- um. Undanfarið hefir það þó ekki verið gott, þar sem snjórinn hef- ir verið svo harður. En nú í kvöld er byrjað að snjóa, og ef þann snjó tekur ekki upp, og sérstaklega þó ef við hann bæt- ist, sem við vonum, þá verður skíðafærið hið æskilegasta. Það er ætlun okkar, að á skíð.a- vikunni verði engin keppni háð, heldur verður vikan aðeins til skemtunar og æfingar. Hins vegar fara fram nú á næstunni hér tvennar skíðakeppn- ir. Á sunnudaginn kemur verður jkept í 10 km. skíðagöngu og fær sigurvegarinn hið svokallaða Vestfirðingahorn, mikinn grip og veglegan, skorinn og gefinn af Guðmundi frá Mosdal. Annan páskadag verður þreytt 18 km. skíðakappganga. Er það kallað Fossavatnshlaup. Verður gengið frá. Fossavatni fyrir botn Engidals, um Dagverðardal, Tungudal og að Skíðheimum, hinum veglega skíðaskála okkar á Seljalandsdal. Við vitum enn ekki hve marg- ir verða þátttakendur í skíðavik- unni, en okkur hafa borist fjölda margar . fyrirspurnir víða að af landinu.“ Alþýðublaðið átti einnig í gær- kveldi viðtal við L. H. Muller, formann Skíðafélagsins hér, en hann tekur hér á móti tilkynn- ingum um þátttöku í skíðavik- unni. Sagði hann að þegar hefði meir en 40 piltar og stúlkur tilkynt þátttöku sína í skíöavikunni. Ekki kvað hann enn vera búið að ákveða hvernig för þeirra yrði hagaö vestur, en það yrði gert næstu daga. Taldi L. H. Miiller að alt benti til að þátttakan í skíðavikunni á Isafirði yrði afarmikil héðan úr Reykjavík. Verður Ludendorff aftur yfirhershöfðingi þýzka hers’ns? Hitler fyrirskipar opinber hátiðahðld i hernum á sjötugsaf mæli hans á morgun. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN í moigum. AMKVÆMT simf.egn frá Berlín flytur blaðið „B. Z. am Mittag“ pá frétt, að all- ur pýzki ríkisherinn hafi feng- ið fyrirskipun um að halda sjötiu ára afmæli Ludendorffs hershöfðing jajhátiðlegt á priðju- daginn i pessari F,viku. Á hverjum stað eiga foringj- arnir að halda ræðu fyrir setulið- inu run það, sem í fjrrirskipunun- um er kallað „hin miklu afiek Ludendorffs sem hershöfðingja í heimsstyrjöldinni". Og hver ein- asti hermannaskáli á að vera flöggum skreyttur. Með þessum hátíðahöldum er pað opinberlega staðfest, að Hit- ler og Ludendorff hafi nú aftur sæzt heilum sáttum5 en þeir urðu ósáttir eftir hina misheppnuðu bjórkjallarauppreisn í Munchen haustið 1923, og hafa ekki unnið saman síðan. hermálaráðherra Þjóðverja. Sú frétt hefir gengið síðustu vikurnar í blöðum úti um allan heim, að Hitlersstjórnin hafi í hyggju að gera Ludendorff, sem eins og menn muna var þá nán- asti aðstoðarmaður Hindenburgs í heimsstyrjöldinni, að yfirmanni alls þýzka hersins. STAMPEN Nazistar urðu fyrir von- brigðum við kosuingarnar i Danzig í gær. Jafnaðarmenn eru stærstl and~ stððuflokkur þeirra. LONDON í piorgun. FB. REGNIR frá Danzig herma? að kosningaúrslitiix i gær liafi vakið mikinn fögnuð með- al allra andstæðinga Nazista. Eins og áður hefir verið getið höfðu Nazistar haft mikinn undir- búning í frammi og var það mark þeirra að gera þingið einlitt, þ. e. vinna svo glæsilegan sigur í þingkosningunum, að hinir fáu andstæðingar á þingi yrði að hverfa þaðan. Kosningabaráttan var því afar- hörð og var á ýmsan hátt reynt að koma í veg fyrir, að and- stæðingar Nazista gæti fengið fundahús o. s. frv. Loks voru kunnir menn úr flokki þýzkra Nazista fengnir til þess að halda ræður, svo sem Göring flugmálaráðherra. En allur þessi undirbúningur hafði ekki tilætluð áhrif. Sjálfir héldu þeir því fram í kosningun'- um, að sigur þeirra yrði að verða svo glæsilegur, að hann yrði raunverulega sama sem endur- sameining Danzig og Þýzkalands. Samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- um um kosninguna, sem kunn- gerðar voru í nótt, fengu Naz- istar aðeins 60,6 % gxeiddra at- kvæða. Um 230000 greiddu at- kvæði í kosningunum, og þar af fengu Nazistar 139 200, jafnaðar- menn 37 530, Miðflokksmenn 13- 059, kommúnistar 6380 og pólski flokkurinn 8100. Nazistar hafa því ekki á þingi þann meirihluta (2/3), sem til þess þarf að koma fram Stjórnarskrár- breytingum, er svo yrði lagðaf undir úrskurð Þjóðabandaliagsins. (United Press.) Enska stjórnin heidar aukafund til að ræða skýrslu Anthony Edens. A UKAFUND heldur brezka rík- j isstjórnin í dag, og er búist við að allir ráðherrarnir taki þátt í fundinum, sem hefir mjög mik- ilvæg mál til umræðu og ákvörð- unar. Höfuðverkefni fundarins er að ræða skýrslu Anthony Edens um ferð hans til Þýzkalands, Pól- lands, Rússlands og Tékkóslóva- kiu og að ákvarða hver verða skuli stefna fulltrúa Breta á ráð- stefnunni í Stresa, sem eins og áður hefir verið tilkynt hefst þ. 11. apríl (næstkomandi fimtudag). (United Press.) Skoa ve öar fulStiúS B?eía í Sí?esa. Það er nú talíð fullvíst, að Sif John Simon muni verða valintt til þess að fára til Stresa, en að MacDonald fari ekki, þótt það hafi hins vegar komið til tals. En fullnaðarákvörðun um það, hver muni verða fulltrúi Breta á Stresafundinum, verður tilkynt á þingi á morgun. (Ftl.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.