Alþýðublaðið - 08.04.1935, Side 3

Alþýðublaðið - 08.04.1935, Side 3
MÁNUDAGINN 8. APRÍL 1935. ALPÝÐUBLAÐIÐ Viðtaoi'f meirihluta launa- málanefndar til mentamála A barnakensla »ð vera ákvæðisvinna ? Eftir Hlöðver Sigurðsson skólastjóra á Stokkseyri. ALÞÝÐUBLAÐIÐ OTGEFANDI: ALÞÝLUFLOKKURINN RITSTJÖ RI : F. R. VALDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvt ifisgötu 8-10. SIMAR : 4900-4906. JQOOVAfgreiðsla, auglýsingar. 4901: RítstjCrn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjéri. 4903: Vilhj. S. Vihjáimss. (heinia). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent: miðjan. 4906: Afgreiðshm. Dagkaup 550 ^erkamanna. AHVERJUM DEGI befií ver- ið selt áfengi fyrir 7246 kr. jiiér í Reykjavík, síðan sala sterku drykkjanna hófst. Það er pæst- um sama upphæð og parf til pess að greiða 550 verkamönnum Dagsbrúnarkaup. Þetta gerist sömu mánuðma og nokkur hundruð fjölskyldufeður ganga hér atvinnuliafusir, á sama tíma og bæjarstjórn Reykjavíkur hrekur fátæka verkamenn úr at- vinnubótavinnu á fátækrafram- færi, á sama tíma og talið er að bærinn hafi ekki efni á pví að halda uppi atvinnubótavinnu. En Reykvíkingar hafa efni á því að kaupa áfengi fyrir 7246 kr. á dag. (Meginhluti áfengisins fer án efa til Reykvíkinga.) Sennilega er það ekkert afl nema drykkjuskaparfýsnin, sem gæti togað þetta fé úr buddu Reykvíkinga. Það væri reynandi að sjá hvað mikið fé kæmi inn, ef Reykvikingar væru beðnir að skjóta saman daglega til þess að hægt væri að vinna að nýjum gatnagerðum, ræktun lands, smíði nýrra báta o. s. frv. Það, sem myndi vinnast við þetta, væri. að forða fjölskyldum frá hungri og hvers kyns vesaldómi, og að skapa varanleg verðmæti til hags- bóta fyrir aldna og óborna. Það, sem hins vegar vinst við þau samskot, sem daglega fara fram í áfengisbúðinni, er í sem fæstum orðum þetta: I mörg ár hefir íslenzk kennara- stétt unnið starf sitt með skyldu- rækni og ósérplægni, lagt á sig mikinn kostnað og erfiði til að auka mentun sína, unnið starfi sínu alt það gagn, sem hún gat, og lifað við smánarkjör. Við höfum beðið og vonað að ein- hvern tíma myndu valdhafarnir sjá, hversu mikils virði starfið væri og búa betur að okkur og starfi okkar. Þegar minst hefir verið á þessi mál við valdhafana, hefir svar- ið alt af verið á þessa leið: — Bráðum verða launalögin endur- skoðuð, og þá verður þetta tekið til greina. — Svo hleypur launa- málanefnd af stokkunum. Hana skipa: 1 starfandi barnakennari, Siðlaus framkoma á götum borgarinnar, þrengsli í tugthús- inu og á Kleppi, þjófnaðir og( hverskyns glæpir ög eyðilögð heimili. Þetta eru ekki nema blákaldar staðreyndir, sem hér er skýrt frá, staðreyndir, sem allir sjáandi sjá, en samt sem áður halda menn á- fram að skjóta saman fé í ''áí’eng- isbúðinni á sama tíma sem hvergi fæst fé til atvinnubóta. Það ætti hver og einn vitibor- inn maður að vera fær um að draga ályktanir af þeim stað- reyndum, sem hér hefir verið bent á. Það ætti öllum að vera ljóst, aÖ hver sá, sem tekur þátt í því að viðhalda drykkjusiðunum, þó hann sjálfur fari sem kallað er hóflega með áfengi’, leggur í sam- skotabaukinn í áfengisbúðinni, og uppskera samskotanna er eins og áður er sagt hvers konar glæpir og óknyttir, eymd og vesaldóm- ur. Væri ekki réttara fyrir alla vitiborna menn að hætta að leggja fé sitt í þennan samskota- bauk, en beina í þess stað aur- um sínum og atgerfi að því, að Vinna bug á atvinnuleysinu? 1 fyrverandi kennari, 1 fyrverandi skólastjóri og tveir menn aðrir. Nú verður kennurum ekki gleymt. En hvað skeður? Meirihluti n:fnd- arinnar — Jörundur Brynjólfsson fyrverandi kennari, Arnór Sigur- jónsson fyrverandi skólastjóri og Kári Sigurjónsson bóndi — legg- ur til meðal annars: 1) Að skólaskylda sé að eins fjögur ár, enda þótt víða sé hún nú sex ár, eða að hreppsfélög kosti eingöngu sjálf kenslu yngri barna. 2) Að ríkið leggi að eins 45 krónur miðað við barn víðast- hvar í sveitum, en 70 krónur í kaupstöðum. 3) Að laun kennara miðist við það, hvað mörgum börnum þeir kenna, og skuli hver kennari hafa 40 börn. Margt fleira mætti finna at- hugavert við álit meirihlutans, en mig langar einkum til að taka þessi þrjú atriði til athugunar. Heimafræðslunni hefir hrakað ár frá ári. Sveitirnar eru þar eng- in undantekning. Undanfarandi landspróf hafa sýnt, öð barna- frœdslunni hefir verid mest á- bótavant í sveitum landsins, tío pekking barnanna hefir stapid í réttu hlutfalli vid lengd skóla- tímans, og ad brýna ncmbsyn hef- ir boriÖ til ab skólarnir tœkju lestrarkensluna alveg í símsr hendur. Það er alkunna, að fjöldi barna kemur ólæ;s í skóla 10 ára, engu síður í sveitum en kaupstöðum. Nú er það alkunna bæði for- eldrum og kennurum, að hægast er að kenna börnum lestur á aldr- inum 6—10 ára, enda nær ókleift eftir að þau eru orðin 10 ára. Heimilin hafa sjaldan tækifæri eða hæfa starfskrafta til að upp- fylla fræðsluskyldu sína. Þessi skortur á undirbúningi skólabarn- anna veldur alls konar misræmi og torveldar kenslustarfið. Til að gera þessum háttvirtu þrem bændum skiljanlegt hvílík hagsýni þetta er vil ég benda þeim á að það eru svipuð vinnu- brögð og ef þeir byrjuðu slátt- inn í september. Ákvæðið um að leggja beri minna til barnafræðslunnar í sveitum en kaupstöðum er mér öskiljanlegt, nema ef veraskyldi að sumir sveitaþingmenn teldu ó- heppilegt að dubba mjög upp á mentun kjósenda sinna. Siðasta atriðið, sem ég nefndi, er bæði heimskulegt og hlægilegt, auk þess sem það er sorglegur vottur vanþroska þeirra manna sumra, sem fara með málefni þjóðarinnar. Þessir menn virðast líta svo á, að uppeldi barna sé hliðstætt starf og t. d. vegagerð eða skurð- gröftur. í fyrsta lagi er undir flestum kringumstæðum ofmikið fyrir einn kennara að kennia 40 börn- um, einkum þegar þess er gætt hvernig er í pottinn búið með lengd skólaskyldualdurs og lengd kenslutíma árlega. Flestar menn- ingarþjóðir telja 7—8 ára skóla- skyldu, með 9—10 mánaða kenslutíma árlega, nauðsynlega. En þó að einn kennari gæti nú kent 40 börnum án þess að starf- ið biði hnekki, er það öllum vit- anlegt, að mjög víða getur alls ekki verið um það að ræða, að hver kennari geti haft 40 börn, og valda því ýmsir staðhættir. Og á svo sá kennari, sem ekki getur fengið 40 börn til að kenna, endilega að búa við ennþá lak- ari kjör en hinir? Eða halda þá þessir gömlu skólamenn að hægt sé að troða í börn eins og hey- poka, þá skal mig sannarlega ekki undra þótt þeir yfirgæfu starf sitt. Einu sinni voru Framsóknar- menn á móti því að láta höfða- töluna ráða, þá voru þeir að berj- ast gegn einu mesta réttlætismáli, sem uppi var með þjóðinni. Nú virðast þeir vera komnir á aðra skoðun, en nú eru þeir líka að reyna að grafa undan alþýðu- mentuninni í landinu. Það skal þó tekið fram, að varla trúi ég því fyr én fullreynt er, að allir Framsóknarmenn fylgi þessu. Annars virðist manni að þetta og fleira í áliti meiri hluta lauma- málanefndar sé svo fráleitt, að ekki sé orðum eyðandi að þvi. Manni gæti fundist að þetta ætti alt að vera fyndni, e. t. v. meina þessir menn ekkert með hinum nýju frumvörpum um launamálið og kannske minst með því að þykjast ætla að lækkia á hátekju- mönnunum. En það er gamanleik- ur, sein íslenzk alþýða lætur varla leika fyrir sig í mörg ár. Lítum svo á kjör þau, sem ís- lenzkir kennarar eiga nú við að búa og eiga að haldast óbreytt víðast hvar eftir till. meiri hlut- ans. Við skulum taka til dæmis kennara í kauptúni, en þeir eru ekki verst launaöir, því það eru farkennarar. Kennari í kauptúni hefir með 25% dýrtíðaruppbót og að frá- dregnu lífeyrissjóðsgjaldi kr. 1511,25 í árslaun. Nú er starfi kennara svo háttað, að þeir eiga engij atvinnu vísa nema kaupa- vinnu, og hugsum okkur nú að þeir kæmust til rausnarbónda, sem greiddi 45 kr. á viku í átta vikur, það gera 360 krónur. Tekj- ur alls kr. 1871,25. Til að geta fylgst með í starfi sínu verður kennari að geta keypt bækur og tímarit. Og er það sízt ofreiknað með kr. 300,00 árlega. I skatta og opinber gjöld lágt á- ætlað kr. 120,00 árlega. Hugsum okkur að kennari sé giftur og eigi eitt barn. Áætlum svo húsa- leigu, ljós og hita 50 kr. á mán. árl. kr. 600,00. Til að klæða sig og fjölskyldu sína sómasamlega lágt áætlað kr. 700,00 árlega. Líf- trygging (því varla má búast við of miklurn arfi ef kennarinn fellur frá) kr. 100,00 árlega. Fæði og annar kostnaður kr. 51,25. Sam- tals kr. 1871,25. Það sést því á þessu yfirliti, að kennara er ekki ætlað að matast nema þann tíma, sem hann er í kaupavinnunni, svo ekki sé nú talað um anman enn meiri luxus. Islendingar eru löngu orðnir sér til minkunar fyrir það, hvernig þeir búa að barrtafræðslunni og kennarastéttinni. Nýlega las ég grein eftir Paul Muller, forstjóra danska skóla- safnsins, er ferðaðist hér síðast- liðið sumar. Hann dáist að dugn- aði og áhuga íslenzkra barna- kennara, jafnframt því sem hann gerir grein fyrir kjörum þeirra og gerir samanburð á verðlagi þar og hér. Hvernig haldið þið, lesendur góðir, að mentuðum þjóðum get- ist að þessu? Við höfum þó vilj- að teljast menningarþjóð. Mér þykir hart að kennari, sem orðið hefir að hröklast frá starfi sínu vegna erfiðra kjara, til að hirða mola þá, sem falla af borð- um húsbænda hans, skuli ekki skilja betur þarfir stéttarinnar en raun ber vitni um. Hlödver Sigurdsson. ísland í erlendum blöðum. 1 „The Press", Woodstock, N. B., hefir birzt löng grein, sem nefnist „Icelands Rosy Future". Greinin er vinsamlega skrifuð, en talsvert af missögnum í henni. I grein þessari er vikið að því, að Bretar hafi augastað á íslandi og hafi haft um skeið. — I Free Press, London, Ontario, hefir birzt grein, sem nefnist „A Study of Ioeland", eftir George Morehead. I enskum blöðum, m. a. í West Lancashire Evening Gazette er getiö um erindi, sem Mr. C. E. Tomlinson flutti í „Fleetwood’s Men’s Fireside Fellowship” í des. s. 1. um Island. Erindið kallaði Tomlinson „Wonderful Iceland" og sýndi skuggamyndir frá Is- landi um leið. — 1 Manitoba Free Press, Winnipeg, er vinsamleg grein með mynd um Herman Hermann, kunnan Winnipeg-Is- lending. (FB.) Hangikjöt til páskanna kaupa allir hjá Sambandi isl. samviannfélasa, Daglegt líf i Berlín. Ferðabréf frá höfuðborg hins priðja ríkis. BpRLlN hefir alt af verib pög- ul borg, vinnandi sements- verkból. Berlín var borg vinnunn- ar. Menn höfdu á tilfinningunni, ab Berlínarbúinn ynni vegna vinn- unnar sjálfrar, en ekki vegna kaupsins. Hvernig er umhorfs í pessari borg í dag? Hvernig lífi lifa íbimr hennar, pessar fjórar milljónir manm, (Sem nú í tvö ár hafa verið und- irgefnar hans herradóm, nazism- ann — „lausar víö marxistiska stórglœpamenn, svikara verkar lýdsstéttarinnar“, eins og pad heitir í rœdum nazistaforingj- anna? \ FerÖamönnum, sem koma til Berlínar, virðist máske að alt sé harla gott. Að vísu er hægt að ganga þar um göturmar án yfir- vofandi hættu um að vera skot- i’nn í götubardaga milli nazista, kommúnista og sósíaldemokrata, eða yfirleitt allra þeirra máttar- valda, sem „stjórnuðu Berlín áð- ur en Hitler komst til valda“. Þessi orð hefi ég ekki einungis heyrt af vörum manna, sem eru að koma til Berlínar i fyrsta sinn, heldur einnig af vörum manna, sem að öðru leyti eru sæmilegum gáfum gæddir og bjuggu í Þýzkalandi meðan það var lýð- veldi. Það er kominn friður á í Þýzkalandi, segja þessir menn. Pab er talab í hljóbi. Það er talað í hljóði á götum Berlínar. Ef tveir menn ganga saman um göturnar og skegg- ræða um áhugamál sín, þagna þeir skyndilega, ef þriðji maður Jcemur í nálægð þeirra. Öttinn við að nábúinn „heyri eitthvað” er undarlega mikill. Hver veit? Má- ske er hann í raun og veru naz- isti? Maður þarf ekki að dvelja margar klukkustundifr í Berlín til þess að verða var þess ömur- leika, sem hylst undir þessu hljóð- skrafi. Manni dettur ósjálfrátt í hug borg, sem er lögð í eyði af gasárás. Það er þögul, uggvæn- leg kyrð. Þetta er Berlín árið 1935. Og ef herra Hansen stór- kaupmaður hefir öðlast einhverja aðra skoðun á Berlín, er hann eyddi jólaleyfinu sínu þar, þá get ég engu svarað öðru en því, að ég bjó ekki á hótel Eden, held- ur hjá Paul Hoffmann verka- manni í Ackerstrasse 5, þriðja bakhúsi. Þar hefi ég öðlast end- urminningar mínar um Berlín, og þær endurminningar eru gráar að lit með svörtum blettum. Ibúðir verkamannanna liggja ekki viö Kurfurstendamm. A heimili óbreytts nazista. Ég hefi þekt Paul Hoffmann og fjölskyldu hans um allmörg ár. Það er óbrotið fólk af milli- stétt. Heimilisfaðirinn á ofur- litla búðarhoiu. Hann er gamajl meðlimur þýzka sosíaldemokrata- flokksins. Hann hafði starfað fyr- ir II. internationale. Þegar naz- isminn flóði yfir, reyndi hann að samræmast kröfum hans. Það er ekki svo slæmt sem menn i öðr- um löndum álíta, sagði hann af- feakandi í bréfum sínum. Um jól- in átti ég að koma og heim- sækja hann og sjá alt með eigin augum. Við gátum þá líka fengið færi á að tala saman. En ég gat ekki fengið að tala mikið við Paul Hoffmann og fjöl- skyldu hans. Ég sá þau yfirleitt sjaldan. Fjölskyldufaðirinn var í S. A., konan í nazistiskum kyennafélagsskap, sonurinn var upptekinn af skólanum og Hitlersæskunni og dóttirin var í tilsvarandi skóla fyrir nazistatelpur. Þetta urðu þau að gera, sagði faðirinn mér, annars verður tap á verzluninni. „En óneitanlega væri skemtilegra að hafa meiri tíma afgangs. Starfið er holt þeim, sem hafa verið atvinnulausir um lengri tima, en það er erfitt fyrir fjöl- skylduföður," bætti Hoffmann við og brosti þreytulega. „Ég er of gamall til þess að hafa æfingar tvö kvöld í viku auk hergöngu með tilheyrandi æfingum alla sunnudagsmorgna. Það var aðeins einu sinni á ári, sem þýzka fjölskyldan var öll saman, á flokksþingi nazistanna í Ntirnberg, segir orðtækið. Það er eitthvað satt í því. Nærri þvj allar fjöl'skyldur kvörtuðu um það, að faðirinn eða sonurinn væru aldrei heima. Það er flokk- urinn, sem tekur allan tímann fyrir þeim. Dýrara að lifa. Það hefir ekki orðið léttara að vinna sér fyrir daglegu brauði. Nærri því allar lífsnauðsynjar hafa hækkáð í verði. Landbúnað- arafurðirnar — smjör, ostur, egg, kartöflur, korn o. s. frv. hafa hækkað og hækka stöð- f,igt í verði, því það á að bjarga landbúnaðinum. Bændurnir eru í eftirlæti hjá Hitler, og þó eru þeir óánægðir. Tekstilvörur eru í sama verði og áður, en hefir hrakað mjög að gæðum. En alt um það hefir þó frú Hoffmann nóg á borðurn. Vöru- söfnunaræðið, sem greip um sig á stríðstímanum, er aftur farið !að gei’sa í Þýzkalandi. Fólk hefir hina megnustu ótrú á gerfivörum, sem alt af má eiga von á að komi á markaðinn, þegar hrá- efnavörugeymslurnar eru tæmd- ar. ÞaÖ er þegar byrjað að blanda mélið 'í brauðið. Menn eru ekki hrifnir af hinum svonefnda „þrumara”, jafnvel þó nazistafor- ingjarnir segist ekki fá gómsæt- ari rétt og hæli honum á hvert reipi. Dag nokkurn var ég við- staddur, er kona ein kom inn í búð Hoffmanns og spurði: „Haf- ið þér brauð?“ „Já, þrumara." „Þá hafið þér heldur ekkert brauð,“ sagði konan gremjulega og rak aftur hurðina á hæla sér. Ég efa stórlega, að þessi kona, kærði sig heldur um gerfifata- efnið „Wolstra", þýzka gerfitó- bakið (sem vitanlega er án niko- tins) eða tréklossa í stað þes^ að ganga á leðurskóm. En hver einasti Þjóðverji veit, að að þessu hlýtur að reka i Þýzkalandi, þeg- ar hráefnin eru þrotin. five miklar tekjur hefir pýzkur verkamd&ur? Ég átti tal við faglærðan verka- mann, sem hefir haft atvinnu í 5 síðasOðin ár og hefir hafthæs a taxtakaup. Hann sagði: „Ánægj- an yfir því, að launin hækka um 0,1 pfennig árið 1934 er ekki mik- il, þegar þess er gætt, að þau hafa lækkað um 21,3 pfennig síð- an 1929. Tímakaup mitt var: 1. apríl 1929 — 99,7 pf. — 1930 102,2 — — 1931 — 98,4 — — 1932 — 84,7 — — 1933 — 79,3 — — 1934 — 78,3 — Annar maður, yfirþjónn á stóru kaffihúsi, sagði mér, að hann hefði 185 mörk brutto á mánuði. „Ég segi brutto, því | mönnum er svo gjarnt að gleyma því, sem dregst frá hvern mán- uð. Sjúkrasamlagið heimtar 8,40 mörk, atvinnuleysistryggingin krefur 6,80 mörk, örorkutrygging- in þarf 5 mörk, launa- og þegn- skattur nemur 5,25 mörkum, til hins svonefnda nazistiska verka- mannasambands 4,20 mörk. Þetta er samtals 38,75 mörk. Við þetta bætast svo flokksgjöldin og allir þeir 10 og 50 pfennig-skildingar, sem maður verður að láta af hendi við hinar stöðugu sam- skotabeiðnir, svo að ég hefi tæp 140 mörk um mánuðinn. Ég er kvæntur. Farmiðasali sporvagna, sem á konu og barn, fær 120 mörk um mánuðinn. (Frh.) Framköllun, Kopiering, Góð vinna, lægst verð. Spor yð«jhós ReylijavíkDr, Bankastræti 11.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.