Alþýðublaðið - 05.05.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.05.1935, Blaðsíða 1
RlfSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON XVI. ÁRGANGUR. SUNNUDAGINN 5. MAÍ 1935. CTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN 120. TÖLUBLAÐ Iðnaðarmenn taka hðndum saman við Alþýðnsambandið gegn yfirgangi danska verkfræðingsins. IOnsambandlO leltaOi drangurslanst til BœJarráOs. ALLAR vinnandi stéttir í Reykiavík, sem hags- muna hafa að gæta í sambandi við framkvæmd Sogsvirkjunarinnar, standa nú sameinaðar] undir fo’ ystu Alþýðusambands íslands í deilunni við full« trúa danska auðfélagsins Höjgaard & SchuFz. Iðnsamband byggingamanna snéri sér i gær til Alþýðusambandsins og óskaði samvinnu við pað um samninga við danskajverkfræðinginn, og hafa bæði samböndin skuldbundið sig til þess að gera enga samninga við hann öðruvísi en í sameiningu. ÞAÐ eru nú 11 dagar síðan verkamenn við höfnina stöðvuðu vinnu við uppskipun á efni og áhöldum til Sogsvirkjun- arinnar, eftir að fulltrúi danska firmans Höjgaard og Schultz, Schröder-Pedersen verkfræðingur, hafði neitað að gera samninga við verkalýðsfélögin um kaup og kjör við vinnu við Sogsvirkjun- ina. Síðan vinnustöðvunin varð, hef- ir verkfræðingurinn ekki gert neina tilraun til þess að hafa tal af fulltrúum verkamanna, en hins vegar tilkynt Bæjarráði Reykja- vikur vinnustöðvunina. I síðustu viku samþykti Bæjarráð að leita um sættir, ef verkfræðingurinn óskaði þess, þó að því tilskildu, að bærinn tæki á engan hátt á- byrgð á deilunni. Bæjarráðið kaus til þessara sáttaumleitana, ef til kæmi, Guðmund Ásbjörnsson, settan borgarstjóra, og Stefán Jóhann Stefánsson. Iðnaðarmenn gera sömu kröfur ogverklýðsfélögin Iðnsamband byggingamanna hér í bænum snéri sér fyrir nokkru til Bæjarráðs og skoraði á það að hlutast til um, að hand- verksmenn innan Iðnsambands- ins, búsettir í Reykjavík, yrðu látnir sitja fyrir vinnu í sinni grein við Sogsvirkjunina. Bæjar- ráðið mun ekki hafa svarað þess- ari málaleitun iðnaðurmanna neinu. Síðástliðinn fimtudag snéri Iðnsamband byggingamanna sér þar af leiðandi til verkfræðingsins sjálfs og setti frarn við hann kröfur sínar, sem eru í öllum atriðum hliðstæðar við kröfur verkalýðsfélaganna fyrir liönd verkamanna, sem áður hefir ver- ið skýrt frá hér í blaðinu. En auk þess fór það fram á, að ef flytja þyrfti inn iðnlærða menn, skyldi það því aðeins gert, að sam- komulag féngist um það við Iðn- sambandið. En verkfræðingurinn fór undan þessum kröfurn í flæmingi. Linsamband bygginga- manna leitar til Al- þýðusanibands íslands. Iðnsamband byggingamianna snéri sér þá til Alþýðusambands Islands með bréfi, dagsettu 4. maí. Petta bréf hljóðar þannig: „Samkvæmt viðtali voru við hr. Jón Axel Pétursson, leyfir Iðn- samband byggingamanna í Reykjavík sér að óska eftir, að samningur sá, sem Iðnsambandið ætlar að gera við firmað Höj- gaard & Schultz vegna Sogsvirkj- unarinnar — og sem vér höfurn sent yður afrit af, verði undir- skrifaður samtímis og samningur sá, sem Alþýðusamband íslands hygst að gera við sama "firma. Jafnframt óskar Iðnsambandið eftir gagnkvæmum stuðningi beggja sambandanna um, að samningunum verði framfylgt Ihaldsmenn f Noregi heimta einhafétt á norska fánannm fyrir borgarastéttinaS t OSLO í gærkveldi: (FB.) ASTÓRÞINGSFUNDI í gær- kVeldi flutti Lykke, fyrver- andi ráðherra hægrimanna, ræðu og kvað sér þykja miður, að rík- isstjórnin hefði tekið þá ákvörð- un, að flaggað skyldi á öllum opinberum byggingum 1. maí. Nygaardsvold varði þessa ráð- stöfun stjórnarinnar og sagði verkalýðinn hvorki hæða eða mis- nota fána landsins með því að nota hann við hátíðahöld sín 1. maí. Hann sagði, að ríkisstjórnin gæti ekki tekið aftur ákvörðun ^ína í þessu efni og kvaðst vona, að verkalýðurinn alment notaði flaggið í kröfugöngum sínum, þar sem það hefði verið dregið á stöng af ríkisstjórninni á opin- berum byggingum um gervalt landið 1. maí s. 1. Mowinckel lýsti sig svipaðrar skoðunar og forsætisráðherrann um þetta mál. Norska stjórnin skapar nýja atvinnuinT'guIeika. OSLO, í fyrra dag. (FB.) Ríkisstjórnin hefir lagt fyrir Stórþingið tillögu um rikisábyrgð fyrir hálfrar milljónar kr. láni til gervisilkiverksmiðjunnar i Notodden. Enn fremur hefir hún lagt fram tillögur um að ljúka við járn- brautarlagningu, en áætlaður kostnaður við það er 47 millj. kr. til hins ítrasta, eftir að ðyrjað verður á verkinu." Alþýðusambandið inun beita sév fyrir kröfum iðnaðarmanna og verka- manna af öllu afli. Alþýðusamband Islands svar- aði þessu bréfi um hæl á eftir- farandi hátt: „Samkvæmt samtali, er Jón Axel Pétursson hefir átt við for- stjóra skrifstofu ykkar og nefnd manna frá ykkur, svo og bréfi ykkar frá 4. þ. m., þar sem þið óskið eftir samvinnu við sarnn- ingagerð við Höjgaard & Schultz vegna Sogsvirkjunarinnar, svo og framkvæmd þess samnings, ef gerður yrði, viljum við tjá ykk- ur, að við höfum átt tal um þetta við stjórnir verkalýðsfélag- þnna í Reykjavík og erum reiðu- búnir til samvinnu í þessu máli.“ Iðnsambandið mun eftir þetta svar hafa tilkynt vrg'kfræðingn- um, að það héldi fast við kröf- ur sínar, er felast í samnings- uppkasti því, er það áður hafði sent, og inyndi að öllu leyti Verða í samvinnu við Alþýðusam- band Islands urn samningagerð vegna vinnunnar við Sogsvirkj- unina. Félag járniðnaðdrmanna gerir sömn kröfur. Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík hefir gert sams kon- ar kröfur og verkalýðsfélögin (Frh. á 4. síðu.) i J Englandi stendnr alvarleg hætta at hersktpasjnlði hjéiverja. Þýzki flotinn er betnr útbúinn en sá enski. Einkaskeyti frá fréttaritara ALÞÝÐUBLAÐSINS um milliríkjamál. KAUPMANNAHÖFN í gærkveldi. SÍÐAN Nazistastjórnin í Ber- lín lögleiddi almenna her- skyldu og ákvað að margfalda landheritin, er Þýzkaland aftur, eins og fyrir heimsstyrjöldina, orðið hættulegasti keppinaut- ur, ef ekki ofjarl Frakklands, i vígbúnaði á landi. Nú hefir Nazistastjórnin einnig ákveðið að liefja herskipabyggingu i stórum stil, og par með varpað striðshanzkanum framan i England, sem eins og kunnugt er fyrst og fremst pess vegna sagði Þýzkalandi strið á hend- ur árið 1914, að pað óttaðist vigbúnað pess á sjónum. Ef England vill ekki eiga það á hættu, að þýzki flotinn verði eftir ein tíu ár kominn fram úr þeirn enska, bæði að skipafjölda og öllum útbúnaði, á það ekki nema um tvent að velja: ann- aðhvort að brjóta flotasamning- ana við Bandaríkin og Japan, sem eins og kunnugt er skuld- binda það til þess að fjölga ekki undir neinum kringumstæðum or- ustuskipum sínuin fyr en árið 1937, eða grípa til hinnar svo- nefndu „undantekningargreinar“ þessara samninga, sem raunveru- lega leyfir öllum samningsaðil- um, Englandi, Bandaríkjunum og Japan, að auka flota sinn sam- tímis langt frarn úr því, sem á- ætlað er í samningunum, að því einu tilskildu, að hlutfallið i flotabúnaði þeirra, sem þar er ákveðið, raskist ekki. Sáttmáli Frakka og Rússa er enginn árásarsamningur. Þjéðverjar em samt vfjðg éánægðlr. LONDON í fyrra dag. PRÖNSK, þýzk og rússnesk 4 blöð ræða í dag hinn ný- undirritaða sáttmála rnilli Frakk- lands og Rússlands af hinum mesta ákafa. Frönsku blöðin leggja yfirleitt áherzlu á það, að sáttmála þess- urn sé ekki stefnt gegn neinni annari þjóð og að hann sé á engan hátt sambærilegur eða hlið- stæður hinum gömlu sáttmálum, er tíðkuðust fyrir 1914. Frönsk blöð vekja ýtarlega athygli á því, að þau sjái enga ástæðu til þess, hvers vegna -Þýzkaland og Pól- land hafi snúist öndverð gegn þessum sáttmála, þar sem það sé látið heimilt öllum þjóðum, að gerast aðilar að honum, ef þær á annað borð óska að varðveita friðinn. Myndi slík þátttaka sem flestra þjóða torvelda það fyrir nokkurri annari þjóð, að hefja árásarstríð. Isvestija, blað Sovétstjórnarinn- ar, birtir í dag grein, þar sem mikil áherzla er lögð á það, við- líka eins og í hinum frönsku blöðum, að þessum sáttinála sé ekki beint gegn neinni einstakri þjóð. Hitt liggi í augum uppi, að sáttmálinn tryggi rnjög friðarhorf- urnar, þar sem hann skuldbindi 2 stórveldi til þess að veita hvort' öðru lið, ef á þau yrði ráðist. Ætti þetta, segir blaðið, að nægja til þess að sannfæra þá, sem bólgnir eru af hernaðaranda, um þá föstu ákvöröun Frakklands og Rússlands, að koma í veg fyrir ófrið. Mætti vænta þess, að þetta gæti orðið til þess að snúa þeim á veg friðarins, sem blása að ó- friðareldunum. Og hvenær sem þeir snúa á þá leið, munu þeir vissulega mæta framréttum hönd- um Frakklands og Rússlands til aðstoðar í þessum efnum. í þýzkum blöðum kveður all- mjög við annan tón. Eitt Berlín- arblaðið komst svo að orði, að fregnirnar um þennan sáttmála muni ekki þykja nein nýjung í Þýzkalandi, né valda þar neinum æsingum. Jafi>framt lætur blaðið í ljós þá skoðun, að með þessum sáttmála hafi Þjóðabandalagið hlotið enn eitt áfall, svo ah'arlegt, að því megi jafna við það, er stórveldi gengur úr Bandalaginu. (FÚ.) Þýzkaland krefst þess — og hvernig ætti að vera hægt að hindra það í því að fullnægjia þieirri kröfu? — að fá að byggja flota, sem sé að smálestatölu 35o/0 af enska flotanum. Raunverulega myndi þó slíkur floti verða miklu sterkari í samanburði við þann enska heldur en smálestatalan segir til, sumpart vegna þess, að hann yrði allur af nýjustu og fullkomnustu gerð — mörg af herskipum enska flotans eru aft- ur á móti svo gömul og af sér gengin, að það verður innan skamms að leggja þeim upp — en sumpart vegna þess, að Þýzka- land á ekld neinar nýlendur í öðrum heimsálfum, og þarf þar af leiðandi ekki að dreifa sínum flota á neitt svipaðan hátt og England, sem verður að hafa fjölda herskipa úti um hin fjar- lægustu höf til þess að verja ný- lenduríki sitt. ju þýzku herskipin eru hraðskreiðari og bet- ur vopnuð en f>au ensku. Við skulum athuga, hve stóran flota Þýzkaland á í diag, og hve stórum flota það getur verið bú- ið að koma sér úpp árið 1940. Á árunum 1929—1931 lét það smíða 4 beitiskip, hvert um sig 6000 smálestir og vopnað 9 fall- byssum með 6 þumlunga hlaup- vídd. Auk þess hefir verið byrj- að á að byggja orustuskip af miklu minni gerð en hingað til hafa þekst. Þessi orustuskip eru þannig bygð og útbúin, að þau hljóta að gerbreyta allri herskipa- smíði. Þau eru rniklu hraðskreið- ari en venjuleg orustuskip og miklu betur vopnuð. Þýzkaland á sem stendur 2 slík skip, það [iriðja verður tilbúið næsta ár, og það fjórða og fimta eru þegar í smíðum. Auk þessara skipa á það að minsta kosti 12 nýtízku tundurspilla tilbúna, og marga í smíðuin. Og ofan á alt þetta á nú að smíða 12 kafbáta, sem gert er ráð fyrir að verði full- gerðir eftir þrjá mánuði. Þiegar litið er á þennan skipa- kost, bendir alt til þess, að Þýzka- land geti árið 1940 hæglega verið búið að koma sér upp herflota, sem Sé að smálestatölu 35»/o af þeim enska. Það er ótrúlegt, hverju Þýzkaland getur afkastað í skipasmíði. En það sést bezt á því, að þýzki verzlunarflotinn, sem í mörg ár jókst, að jafnaði um 180 milljónir marka að verð- mæti, hefir nú á síðasta ári auk- ist urn 233 milljónir. Fullkomn- ustu herskip, sem í öðrum lönd- um ekki er hægt að byggja á skemmri tíma en 5 árum, eru á þýzkum skipasmíðastöðvum bygð á 3 árum. Hvað England snertir, þá hefir það, sem sagt, skuldbunúið sig til þess að byrja ekki smiði á einu einasta stóru orustuskipi fyr en árið 1937. En þá verða 70<y0 af smærri orustuskipum þess orð- in svo af sér gengin, að það verö- ur að leggja þeim upp. Og ef gert ier ráð fyrir því að byrjað verði á að smíða ný skip í stað þeirra og að eitt skip verði smíð- að á ári, þá getur England ekki aukið flota sinn um eitt einasta stórt orustuskip fyrr en árið 1935. Ef Þýzkaland lætur frá því í dag byrja á því að smíða eitt orustuskip á ári, þá verður það árið 1940 búið að koma sér upp 5 slíkuin skipum af allra nýjustu gerð og að minsta kosti 12 ný- tízku beitiskipum. En þá myndi England eiga 15 orustuskip, sem, að 2 undanteknum, eru öll yfir 20 ára görnul, 39 tiltölu- lega ný beitiskip og 10—12 göm- ul beitiskip frá stríðsárunum, sem ekki verður búið að leggja upp. Og eftir 1940 getur Þýzkaland haldið áfrarn að auka flota sinn eftir þörfurn, en England :erð- ur þá enn að berjast við að vinna það U|>o sem það hefir (Frh. á 4. síðu.) Japanar anka loftflotann um ÍOOO nýjar flugvélar. Herforingjaráðið á ráðstefnn í Toklo. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBL. KAUPMANNAHÖFN í morgun. JAPANSKA HERFORINGJA- RÁÐIÐ hefir undanfarna daga seíið á ráðstefnu í Tokio til pess að taka ákvarðanir um stækkun j.tpanska loftflot- ans. Þvi er haldið fram af hernaðarsérfræðingum Japana, að knýjandi nauðsyn sé orðin á þvi að auka hann, vegna pess, að Sovét-Rússland sé stöðugt að fjölga hernaðar- flugvélum sinum i Austur-Asíu. Loftflotaáætlunin, sem sam- pykt var á ráðstefnunni og lögð fyrir keisarann tii stað- festingar, gerir ráð fyrir pvi, að japanski loftflotinn verði á næstu fjórum árum aukinn um 800—1000 flugvélar. Auk pess á að stofna 5 nýjar loftvarnar- sveitir og marga nýja flug- skóla. STAMPEN Nýir herflutningar frá Italíu til Afriku. EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN i gærkveldi. Frá Neapel er símað, að tvö stór flutningaskip hafi farið þiaið- án í dag áleiðis til Austur-Afríku með 800 verkfræðinga og 2000 hermenn. STAMPEN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.