Alþýðublaðið - 06.05.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.05.1935, Blaðsíða 3
MANUD'AGINN 6. MAÍ 1935. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ OTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJO RI: F. R. VALDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvtifisgötu 8—10. SIMAR : 4900-4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Rítstjörn (innlendar fréttir). 4902 Ritstjó. ri 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prentí miðjan. 4906: Afgreiðslan. Samtðk gegn erlend- n lifirgaogi. SOGSMÁLINU er nú svo kom- ið, að allir peir aðilar, sem vænst hafa vinnu við virkjunina, ipru í deilu við firmað Höjgaard & Schultz, sem tekið hefir að sér að framkvæma verkið. Hinn danski verkfræðingur hef- ir nú tekið upp pann hátt hinna hatrömmustu íhaldsmanna, að vilja sniðganga samtök verka- lýðsins. Hann gerir sér auðsjáanlega von um, að þau samtök hafi ekki náð þeim þroska hér, sem þau jhafa nájð í Danmörku. Hann held- ur auðsjáanlega ,og mun í þvi styðjast við frásögn Geirs Zoéga vegamálastjóra, sem er verkfæri hinna örgustu verkalýðsfjenda, sem ísland á, að hér séu verk- lýðssamtökin á því bernskuskeiöi, að bótalaust megi ganga á rétt þeirra. En reynslan mun kenna hinum danska sendimanni annað. Því ekki aðeins hinir óbreyttu verka- menn, heldur og allir þeir, sem að þessu verki munu vinna, heimta rétt sinn án alls undan- dráttar, og þeirra fyrsti og helzti réttur er sá, að samtök þeirra séu viðurkend og að engir þeir, sem utan þeirra standi, geti tekið þa vinnu, sem hinum félags- bundnu verkamönnum ber. Þáttur bílstjóranna Sennilega hafa þó bílstjónarnir orðið einna mest fyrir barði hins danska verkfræðings, eða öllu heldur trúnaðarmanns hans, vegamálastjóra. Það er alkunna, að stærri bílar en 21/2 tonn hafa ekki fifngist fluttir til landsins, af því að sagti hefir verið að vegirnir þyldu ekki þyngri farartæki. Líklegt verður að telja að vegamálastjóri hafi staðið að baki þessa áiits, hann á stöðu sinnar vegna að vera því kunnastur, hvað íslenzkir vegir þola. En hinn danski verkfræðingur hefir komið hingað með tvo bíla, sem eru stærri en þeir bílar, sem hér hafa verið leyfðir. Vegamála- stjóri hleypur undir bagga og mælir með því, að þeir séu not- aðir hér, það er ekkert talað um að vegirnir muni ekki þola það, enda eru bílarnir danskir, og mætti ef til vill nota þá til þess að vinna gegn samtökum vöru- bílastjóra. Og vegamálastjóri hef- ir gert meira, hann hefir sagt hinum danska verkfræðing rangt til um taxta vörubílastjóra, hann hefir frætt hann um það, hvað þeir taki fyrir flutning austur yf- ir fjall, þegar þeir hafa flutning báðar leiðir, en öllum er ljóst að við Sogsvirkjunina verður ekki um að ræða flutniög nema aðra leiðina. Það er vitað, að bílstjórar hér í bæ geta annað öllum þeim flutningum, sem með þarf aust- ur að Soginu. Þeir hafa sjálfir lýst því yfir, að þeir geti flutt Ný aðferð við sundkenslu i sjó. Viðtal við Valdemar Össurarson sundkennara. \r ALDEMAR ÖSSURARSON kennari í Sandgerði er einn af þektustu sundkennurum á landinu, og hinn rnesti áhuga- maður um alt, er lýtur að sundi og sundkenslu. Hann hefir ísam- fleytt 15 ár stundað sundkenslu víða um land, en aðallega á Vesturlandi og hér suður með sjó í aðalveiðistöðvunum: i Grindavík, Höfnum, Keflavík, Sandgerði, Gerðum og víðar. Einnig stundaði. hann sundkenslu um tíma hér suður í Skerjafirði. Hann er talinn einhver fjölhæf- asti sundkennari, sem nú er völ á, að öllum öðrum sundkennur- um þó ólöstuðum. Alþýðublaðið átti nýlega tal við Valdemar össurarson um sund og sundkenslu, og fórust honum meðal annars svo orð: „Notið sjóinn og sólskinið!“ er nú orðið að orðtæki víða hér á landi, þegar um er að ræða heilsusamlegar líkamsæfingar- fyrir allan fjöldann. En þó að það sé heilsusamlegjt að baða sig í sjó og láta loft og sólskin leika um nakinn kropp- inn, þá er þó ánægjan og gagn- ið minna hjá þeim, sem ekki eru syndir, heldur en þeim, sem synd- ir eru. Og til þess að fólk yfir- leitt baði sig og noti sjóinn og sólskinið, þarf það að læra að synda. Þrátt fyrir það, að fjöldi heitra sundlauga hafa verið bygðar á seinni árum, verður víða að kenna Ipund í sjó, og þannig mun það verða víða framvegis, því að fæst- ar sveitir munu hafa fjármagn til þess: að byggja upphitaðar sund- laugar þar sem engar lpugar eru, Það 'hefir verið gert mikið til þess að útbreiða sundkunnáttu á seinni árum, en meira þarf að gera. Það þarf lað kortleggja alt landið til sundkenslu, merkja alla sundkenslustaði, sjá hvar mestar eru eyðurnar og fæstir syndir, og athuga hvar tiltæki- legast og haganlegast sé að byggja nýjar heitar sundlaugar, þar sem engar eru. Það þarf að fá nákvæma skýrslu úr hverjum hreppi á landinu, hve margir séu syndir þar. Að öllu athuguðu mun það reynast svo, að margar sveit- ir við sjávarsíðuna munu ekki eiga völ á öðrum betri stundstað en sjónum. Það þarf því að bæta aðstööuna til sundkenslu í sjó frá því, sem nú er. Og ég tel að það verði heppilegast að gera það með þvi, að koma upp stærri eða smærri sjólaugum í smá- straumsflæðarmáli. Eftir meira en 10 ára reynslu við sundkenslu i sjó og köldu vatni álít ég að þetta sé nauð- synlegasta og sjálfsagðasta end- urbótin til þess að sundkensla í sjó mpgi teljast viðunandi út- breiösluleið til sundkunnáttu. alla þá þungavöru, sem vegirnir þoli. Framkoma hins danska verk- fræðings í þessu máli er furðu- leg og ósvífin, en hitt er ennþá furðulegra og ennþá ósvífnara, er íslenzkir menn, og það starfs- menn rikisins, gerast verkfæri verkfræðingsins og vega að þjóð sinni, vega gegn hagsmunum hennar og gegn rétti verkalýðs- samtakanna. Þessu verður með engu svar- að nema órjúfandi einingu allra þeirra, sem vinnu æskja við Sogsvírkjunina, og sú fylking mun, undir stjóm Alþýðusam- bands íslands, kenna íhaldinu, hvort sem danskt er eða íslenzkt, að það er ekki þess umkomið að traðka rétti hinna vinnandi stétta. VALDEMAR ÖSSURARSON. Ég hefi nú gert tilraunir, sem ímiða í þessa átt.“ Skýrið okkur eitthvaö frá þeim! „Sundkassinn.“ „Það var í fráði í fyrra vctur að ég kendi sund um sumarið í Gerðahreppi á vegum ungmenna- félagsins þar, „Garðar". Ég var farinn að fá nóg af sundkenslu í alveg opnurn sjó og fór því fram á við félagið að það steypti dálitla sundþró í fjöhunni í Gerð- í Höfnum á Suðurnesjum hefir aldrei verið kent sund fyr en í fyrra sumar. Það þurfti því að byrja með því að velja sund- kenslustaðinn. Utarlega við Ós- ana — sunnan til — var lítið lón milli lands og skers með sandi í botninum. Malarrif var fyrir aust- an það, sem ekki féll yfir i minstum smástraum, en vestan til rann úr því og tæmdist það nærri um fjöruna. Þar var það svo stíflað með nokkrum sand- pokum svo að það var svo stórt, 8 m. á lengd, að hægt var að Jtenna í því sundtök um fjöruna og læra að fleyta sér þar líka. Sundlaug í flæðarmálinu. En svo þrengdist um, eftirháif- an mánuð, er nemendur voru farnir að synda dálítið. (Nem- endur voru 22, en um 150manns eru í sveitinni.) Þá steypti ég með nemendum mínum og kenn- aranum í Höfnuni garð, 12 metra langan úr skerinu til lands, svo að sundrými fengist fyrir fleiri nemendur og nóg dýpi, Garður- inn var steyptur í klöpp og stórt útrenslisgat haft við botninn til þess að hreinsa lónið, ef þari kæm)i í það. Nú er þarna sundlaug 16 sinn- um 8 metrar, og má gera hana KvSldskiII f Keffavfk, „SUNDKASSINN." um, þar sem ég kendi sund sum- arið áður. Ur þessu varð þó ekki, en á síðustu stundu lét félagið smíða kassa eftir minni fyrirsögn til þess að kenna í sundtökin, og fylgir hér með mynd afkass- anum. Kassinn reyndist nógu stór til þess að hægt væri aö kenna í honum sundtökin bæði börnum og unglingum, og þau gátufleytt sér í honum fyrstu sundtökin. Sjórinn var líka notaður til sund- æfinga. Þegar á daginn leið fanst nemendunum sjórinn í kassanum volgur, er þeir komu í hann úr sjónum. Sundkassi þessi var heldur veikur og of léttur fyrir í sjónum ef einhver hreyfing var i sjóinn. Loka var höfð við botninn til þess að hleypa úr honum sjón- um og láta renna inn í hann aftur. Ungmennafélagið á þakkir skil- ið fyrir að gera þessa tilraun, því að af henni má dæma að kom- ast má af með minst þriggja metra langa, tveggja metra breiða og eins meters djúpa laug til þess að kenna í sundtök full- orðnum manni, og einnig geta börn og unglingar lært að fleyta 'sér í henni, því að mestur gald- urinn fyrir byrjendur er að ná öðru og þriðja sundtakinu á floti. Krakkar voru líka óragari til að byrja með í kassanum heldur en í opnum sjó. Sundkassi þessi er aðeins bráðabirgðatilraun, og get- ur hann verið öðrum til leiðbein- ingar, en ekki til fyrirmyndar.; Svona laugar eiga að vera úr steinsteypu. Víða hagar svo til við ströndina, að hægt er að steypa litla suncllaug við klöpp eða sker, og þarf sums staðar ekki einu sinni að steypa botn- inn. 20 sinnum 10 metra með því að taka upp grjót, sem við hana er á tvo vegu. Verstu erfiðleikarnir við sund- kenslu í opnum sjó hefir mér reynst stórstraumsútfirið, til þess aÖ geta stundað kensluna þegar bezt er að deginum, hitt er vind- báran og kuldinn, einkum fyr- ir unga byrjendur. Með sundlaug í smástraumsflæðarmáli er þess- um erfiðleikum útrýmt. Stórstraumsfjara er um éða eftir hádegi, víðast hvar á land- inu, og er sundlaugin þá á þurru' landi allan daginn, -en í smá- straumi er hádegisflæði, og þá fer sundlaugin sjaldan eða aldr- pi í kaf að deginum. Hitamunur í lauginni í Höfnum (staðinn sjór) og opnum sjó þá daga sem hann var mældur, var frá eitt til þrjú stig Celsius, 17. ágúst, í rign- ingu og uppstyttu á milli, voru 14 gráður í lauginni, en 11 gráð- ur í sjónum, daginn áður 15,5 gr. í lauginni, en 13,5 i sjónum. í 15—16 stiga sjávarhita og góðu veðri verður vönum sundmanni ekki kalt þótt hann sé eina til ‘tvær stundir í sjónum. Ekki má byggja stærri sund- laugar en það (þar sem sjávar- rót er) að vinnandi vegur sé að rnoka þær upp eftir veturinn ár- lega. Eina slíka litla sundlaug (6 m. langa að mig minnir) hefi ég séð fyrir ofan flæðarmál í Húsavík. Sú laug var heit, en þá nærri full af möl og grjóti eftir vetrarrótið," sagði Valdemar öss- urarson að lokum. Kanplð og útbreiðið AlfKýðnbluðið. Kvöldskóli hefir starfað í Kefla- vík í vetur, en það er þriðji vet- urinn, sem skólinn hefir verið starfræktar. Skólanum hefir veitt forstöðu séra Eiríkur Brynjólfs- son, samhliða því eer hann hefir stundað embætti sitt, en annar aðalkennari við skólann hefir verið Ragnar Guðleifsson kenn- ari. Skólanum var sagt upp síð- asta vetrardag. Höfðu stundað nám við hann 36 nemendur, frá því hann hófst 2. október og fram til nýjárs, og fóru þá frarn próf. En eftir nýjár fækkaði nem- endum sökum þess að nokkrir fóru til ýmissa starfa er vertíð hófst, og það sem eftir var vetr- ar fór kensla fram 4 daga í viku, í stað 6 fram að nýjári. Kvöld* skólinn starfaði í tveim deild- um, og fór kensla frarn í al- mennum námsgreinum, söng, hannyrðum og fimleikum. Við skólann kendu auk þeirra, sem áður er getið, frú Bergþór Þor- björnsdóttir, Rögnvaldur Svein- björnsson fimleikakennari og Ingimundur Jónsson kaupmaður. Skólastjóri hefir í hyggju að auka starf skólans á næsta vetri, svo iðnnemar geti hlotið þar nokkra fræðslu. (FÚ.) - 1 i jnM Mí • (il 15 kröDD tjoldio eru til sölu hjá Sportvðrohðsi Repkjavikar, 1 •11 I \ I 1 í [#M M!!‘ I PF- Heyrðu! Ég sel matvörur'með lægsta verði bæjarins. Hringdu til mín,_£ég sendi urn allairbæinm C æ sarM ar í ni i2587 Dívanar, dýnur og alls konar stoppuð húsgögn. Fjölbreytt- ast úrval. Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzlun Reykjavikur # Betri vernd # Meiri ending # Minni sótnn # Anðveldarð gaag« setning # Lengra á milli olínskifta # Fœst alls staðar Jafnóoum og pörf hefir krafið vegna nýrra vagna- gerða eða breyttra akstursskilyrða, hefirGargoyle Mobiioii verið bætt eða endurnýjuð. Ekkert hefir verið sparað til pess að Gargoy 1 e Mobiloil gæti fullnægt öllum kröfum nútimans um smurning. Verk- fræðingar Vacuum Oil Cö. fylgjast nákvæmlega með öllum framförum bifreiðagerðarinnar og standa henni hvarvetna á sporði, að sínu leyti. Hin nýju viðfangs- efni smurningstækninnar, sem koma fram á hverju ári eru leyst með Gargoyle Mobiloil, sem er olian með 6 afbragðs kostum, olian, sem alt af er ný. Jafn-gömul fyrstu bifreiðinni — jafn-ný síðustu gerðinnu Gargoyle Mobiloil éqv VACUUM OIL COMPANY A/S Aðalsalar á íslandi: Olfuverzlun Islauds h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.