Alþýðublaðið - 05.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.11.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Íalpý®íi®l&bi® [ < kemur út á hverjum virkum degi. í 4 ' Þ < — ----------------------:--- ► í Afgreiðsia i Alþýðuhúsinu við ) Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árcí. [ ! til kl. 7 síðd. { < Skrifstofa á' sama siað opin kl. ► X 91/*—lO’/s árd. og kl. 8 — 9 siðd. [ j Simar: 988 (afgreiðsían) og 1294 > X (skrifstofan). í < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► í mánuði. Augiýsingaverö kr. 0,15 í < hver mm. eindáika. J Prentsmiðja: AlÞýðuprentsmiðjan I (í sama húsi, sömu simar). f Þegar Kristjáni varð iitið app. Sá viðburöur gerðist í síðushi viku, að Krisíján Aibertsson, sem frændsemi og ill örlög hafa hnept. í þá sálarfjötra að vera ritstjóri íhaldsblaðs, — einmitt þegar hann var byrjaður á því starfi, sem íhaldsforkólfarnir ætluðu honum, að reyna að verja eitt af þeirra óverjandi hneykslum, það, að ætla að hnupla sæti landkjörins þing- manns og láta engar kosningar fara fram, þó að svo skyldi gert samkvæmt lögum, — þá tekur hann alt í einu upp á því að hugsá sjálfstætt og athuga kosn- ingalögin og önnur skyld ákvæði, sem íhaldsmenn, þótt öðrum nöln- um nefndust þá', seítu fyrir nokkr- um árum. Og sjá! Pegar hann lítur út fyrir asklok íhaldsins og nýtur eigin athugunar óþvingað, þá sér hann marga og mikla galla á þessari ihaldssmíð. Hann sér ranglætið mikla, sem Alþýðublað- ið og aðrir, sem berjast fyrir rétt- læti og aimennu frelsi, hafa oft- sinnis bent á, að við landskjör fá að eins þeir að kjósa, sem eru 35 ára eða eldri. Hinir, sem yngrí eru, eru sviftir réttinum. Kr. A. sér, að það er „ekki á viti bygt að gera körlum og konum á aldr- inum milli áttræðs og níræðs hærra undir höfði um áhrif á þjóðmál, en fólki, sem er í fullu fjöri og ber hita og punga dagsins í starfslífi þjóðarinnar." Það var vissara fyrir hann að taka það fram, sem hann líka gerði, að þessa játningu ' gerði hann ekki „í nafni þess flokks, sem að „Verði“ stendur", þ. e. íhalds- flokksins. Sennilegast er Kr. A. farið að ráma í þann sannleikd, að þessi sérstaki kosningarréttnr aldraðra manna er tilraun íhalds- ins íil að fljöta ofan á um stund. Það veit sem er, að svo eríitt, sem þvkvéitir að ná tökum á ald- urhnignum mönnum, þá hefir það þö miklu síður tiltrú æskulýðsins. Kr. A. tekur enn fremur eftir þvi, hve óheppileg deildaskifting þingsins er. Alþýðuflokkurinn vill einmitt skera fyrir rætur þess meins með því að afnema hana. Þingið á að vera í einni deild. Það mun bæði bæta afgreiðslu þingmálanna og fiýta heunl, Svo sem allir kunnugir vita, skemm- ast mörg frumvörp mjög við hrakninga milli deilda, og í stað þess að vera athuguðj betur eru þau þráfaldlega afgréidd í flaustri í þeirri deild, sem þau koma síðar í, og gagnlegar breyting'atillögúr hafa oft verið feldar sökum þess eins, að ella þótti frumvarpinu teflí í tvísýnu á síðustu stundu. Það væri því mikil þingbót að af- námi deildaskiftingarinnar. Kr. A. endar athuganir sinar með þeim ummælum, að ástæða virðjst fil að hefja umræður um, hvort haída skuii kosningalögum þeim, er nú gilda hér á lancli, „eða hverfa skuli að því skipulagi, að allir þingmenn séu kosnir í einu og til jafnlangs tíma.“ Áð- ur minnisí hann á kostnaðinn við hið tvöfalcia þingmannakjör. Kr. A. er þarna á réttri leið, ef hann að eins heldur áfram að hugsa sjálfstætt. Ráðið er, að allir ping- mennirnir séu landkjörnir. Það er í alia staði réttlátast og vænlegast til góðrar skipunar þingsins. Kr. A. hefir sjálfur gefið gaum að því, að flokkarnir skipa þjóðkunnustu mönnum sínum jafnaðarlega efst- um á landslista. Landskjör allra þingmannanna er líka kostnaðar- minst, þó ekki sé það aðalatriði, þegar þjóðin velur fuiltrúa sína. Það er réttlætið í skipun þingsins í hlutfalli við stjórnmálaskoðanir þjóðarinnar og vöndun á vali þingmánna, sem þar skiftir mestu máli, og hvort tveggja er miklu betur trygt með allsherjar land- kjöri heldur en þeim kjördæma- bútunum, sem nú eru. Vonandi fær Kr. A. oftar sjálf- stæða sjón en í þetta • skifti, því að ill eru þau örlög tnentamanns að forpokast við íhaldsritstjóm og vörn fyrir klárstaðan kyrstöðu- flokk. Atvinnuleysismálið í bæjarstjórnmni. Nefnd sú, er bæjarstjórnin hafði kosið til ,að rannsaka atvinnu- leysið og bera fram tillögur til að bæta úr því, varð sammála um að leggja tii, að það femt verði unnið í vetur, er nú skal greina: 1. Undirbúningvir gatna- gerðar í Seltúnum: Seljagata frá Vesturgöiu að Sellandsstíg, Sel- landsstígur frá Framnesvegi nið- ur að sjó, Holtsgata, framhaldið vestur eftir. 2.’ Holræsi gert í Hafnarstræti austan Pósthúss- strætis, 3. Lagður Múlavegur og rutt holtið niður á Kleppsveg og milli Langholtsvegar og Múla- vegar. 4. Holræsi og vatnsleiðsla sett í Njarðargötu milli Berg- staðastrætis og Laufásvegar. — Skyldi þremur fátækrafulltrúum, er borgarstjóri velur, falið að ráða menn í vinnuna. Sú grein- argerð fylgdi, að lauslega sé á- ætlað, að þessi vinna nægi 60 mönnum í tvo mánuði. „Gert er ráð fvrir því, að í bili verði kostnaður við þessa vinnu 50 til 60 þús. ,kr.“ Nefndin taldi og sjálfsagt, að byrjað sé hið fyrsta að grafa fyrir grunni barnaskól- ans nýja. J af n aðarmennlrn Lr í bæjar- stjórninni bæði sáu, að meira þarf að framkvæma til þess að bæta úr atvinnuleysinu, og viídu líka meiri framkvæmdir. Fyrir því bar Haraldur Guðmundsson jafnframt fram svo feldar tillögur, sem þeir stóðu sameiginlega að: 1) Bæjarstjórnin samþykkir að láta gera alla nauðsynlega skurði til framræstingar á landi í Foss- vogi frá bæjartúninu þar inn að Bústaðagirðingu, og að láta byrja á verkinu nú þegar. 2) Bæjarstjómin samþykkir að láta skera fram mýrina fyrir ofan og neðan túnið í Gufunesi og gera aðalskurði í stóru mýrina fyrir austan Knútskot. 3) Bæjarstjórnin ályktar að láta hið bráðasta fara fram viðbótar- skráningu á atvinnulausum mönn- um. Tillögur nefndarinnar voru samþyktar til síðari umræðu, en tillögum jafnaðarmannanna var vísað til „atvinnuleysisnefndarinn- ar“. [ Nánari ftásögn á morgun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.