Alþýðublaðið - 05.11.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1926, Blaðsíða 3
3 Khöfn, FB., 4. nóv. Burgeisar gertapa við bæjar- stjórnarkosningar í Englandi. Frá Lundúnum er símað, að kosningar til bæjarstjórna í Eng- Jandi séu nýlega afstaðnar. Verka- menn unnu alls staðar stórsigra nema í Lundúnaborg. Frakkar handsama spænska byltingamenn. Frá París er símað, að frakk- neska lögreglan á Iandamærum Spánar og Frakklands hafi hand- samað 90 Spánverja, sem ætluðu að komast með leynd yfir landa- mærin inn í Spán í þeim tilgangi að koma af stað byltingu par í landi og myrða Rivera. Svartliðar móðga Frakka. Frá París er símað, að svart- liðar hafi ráðist inn í skrifstofu frakkneska ræðismannsins í Tri- polis og eyðilagt húsgögn og skjöl og hvað sem hendi lá næst. Blöðin í Frakklandi láta í ljós hina mestu gremju yfir framferði Itala og eru þeirrar skoðunar, að ef peir haldi áfram slíku atferli, sé hugsanlegt, að styrjöld verði afleiðingin. Blöðin óska pess, að fyrirhuguðum fundi á milli Mus- solinis og Briands verði hraðað sem mest má verða til þess, að afstaða ítalíu gagnvart Frakklandi verði skýrð. Dm og wegSnEs, Næturlæknir eí í nótt Matthías Einarsson, Kirkjustræti 10, sími 139, heima- sími i Höfða 1139. Málverkasýning Ólafs Túbals er opin enn i húsi K. F. U. M. og verður fram yfir helgi. Eru þar margar fagrar mynd- ir úr Fljótshlið. Veðrið. Hiti mestur 3 stig, miastur 5 stiga frost. Átt víðast austlæg. Hvass- viðri og snjókoma á ísafirði. Ann- ars staðar lygnara. Dálítil snjókoma á Qrimsstöðum, en regn á Seyðis- firði. Annars staðar þurt veður. Djúp loftvægislægð yfir Skotlandi, hreyfist til norðausturs. Otlit: Norð- læg átt, víða nokkuð hvöss, eink- um á 'Vesturlandi. Þurt á Suðvestur- landi, en víðast nokkur úrkoma ann- ars staðar. er mikið úrval af ullarkjólatauum og kjólaflauelum. Morgunkjólatau afarstórt úrval, frá kr. 2,50 i kjólinn.— Franska alklæðið góða, lækkað verð, og alt til peysufata. Notið tækifæriðt Verzl. Ámnnda Árnasonar. Hvepfisgðtu 37. Til enskc kolanámumannanna, $1 samskot, afhent Alþýðublaðinu: Frá Quðrúnu Þórarinsdóttur 20 kr., frá sjómanni 10 kr. Gefendurnir vilja láta þess getið, að skrif „Morg- unblaðsins“ hafi ýtt undir þau að gefa þessar krónur. — Vixlun hafði orðið í tilkynningu um samskotin i gær. Ólafur gaf 5 kr. og á heima í Kárastig 7, en Oddur ritstjóri, Bergþórugötu 18, gaf 4 kr. Umhyggja „Morgunblaðsins“ um hag verkafólks sýndi sig glögt í gær, þótt í litlu væri. Það befir að jafnaði fréttaritara- á bæjar- stjórnarfundum. I gær sást enginn frá „Mgbl.“, en nú voru líka til umræðu ráðstafanir af hálfu bæjar- félagsins til að bæta úr atvinnu- leysi verkamanna. Sekt fyrir landhelgisbrot. Dómur var kveðinn upp í gær- kveldi í máli þýzka togarans, sem „Fálkinn'* tók. Var hann dæmdur í 12 500 kr. sekt, auk afla og veiðar- færa. Skipstjórinn ætlar siðar í dag að ákveða, hvort hann áfrýjar dómrium eða ekki. , s Togararnir. „Qylfi“ kom af veiðum í gær mfið 900 kassa. „Egill Skallagríms- son“ fór á veiðar i gær. Enskur togari kom hingað í nótt. Skipafréttir. „Gullfoss“ er væntanlegur hingað í nótt, en „Esja“ fyrri partinn á morgun. Grænlandsfiskveiðaskipið „Sonja“, sem hingað kom í vor, koni afiur hingað í gær. Munið eftir skemtun verkakvennafélagsins ;Framsóknar“ í kvöld kl. 8i/2. Qleymst hafði að geta þess í aug- lýsingunni í gær, að danzað verð- ur, eftir að skemtiskránni er lokið. Dánarfregn. Vilhjálmux Þorvaldsson, kaupmað- ur af Akranesi, andaðist í fyrra kvöld að heimili sinu hér i bænum, 64 ára gamall. 104 ár eru i dag, síöan málfræðingurinn Jón Þorkelsson latínuskólastjóri fæddist. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld kl. 8i/2 stundvíslega. Efnii Formaður flytur erindi um „Drottn- ingu dagsins" eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Nýtt tungl kom i dag kl. 1, 34 mín. e. m- „íslands Falk“ stendur á grunni, Varðskipið „Islands Falk“ varð landfast i morgun á Álftanesi Hafnarfjarðarmegin. Er talið líklegt, að pað losni með flóðinu. Oengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hollenzk 100 gullmörk þýzk. . . kr. 22,15 . . - 121,57 . . - 122,18 . . - 114,64 • • - 4,57 % . . - 15,50 . . - 183,21 . . — 108,80 „Réttur“ XI. árg., 1. og 2. hefti, kemur nú í einu í fyrsta skifti undir stjórn nýja riistjórans, Einars Olgeirsson- ar kénnara. í þessum árgangi er þetta efni: „Hrærekur konungur á Kálfskinni“, ;kvæði efiir Davíð Stef- ánsson, „Erlendir menningarstraum- ar“ efíir Einar Olgeirsson, „Auðu sæfin" eftir Martin Andersen-Nexö,. „Togaraútgerðin“ eftir Harald Quð- mundsson, „Bréf til Judds“ eftir Up- ton Sinclair, „Islenzk lýðréttindi“ eftir Einar Olgeirsson, „Viðsjá", „Um þjóðnýiingu" eftir Stefán Jóh. Stefánsson, „Úthýsing", kvæði eftir Ólaf Stefánsson, „Kommúnisminn og bændurnir“ eftir Brypjólf Bjarna- son, „Yfir eyðimörkina'*, ræða eftir séra Qunnar Benediktsson, „Frá Rússlandi: 1. Framleiðsla og við- skifti S. S. S. R., 2. Samvinnu- hreyfingin í Rússlandi", „Islenzk menningarmál: 1. Rekstur kvik- myndahúsa, 2. Rikísrekstur á sveita- búum“, „Neistar" (eftir Tolstoy, Wagner o. fI.), „Baráttan um heims- yfirráðin" og „Ritsjá". Spegilmynd sina sán rltarar „Mgbl.“ ! setningunnir „SJðasta úrræði þorpara er að ger- ast eldheitur ættjarðaryinur." Þeir urðu þá í bili næstum klumsa á rógi sínum um kolanemana ensku.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.