Alþýðublaðið - 15.11.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.11.1926, Blaðsíða 2
2 1 A L1» ÝÐ B S L Jk «81® [ I kemur út á hverjuni virkum degi. i 5 Aígreiðsla í Alpýöuhúsinu við ) < Hverfisgötu 8 opin frá k! 9 ártí. ► J til kl. 7 síöd. t < Skriistofa á sama staö opin kl. > Í gt/a—10Va árd. og kl. 8—9 síðd. I < Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > ! (skrifstofan). ► < Verðlag: Áskriitarverð kr. 1,00 á t í mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 í * hver mm. eindáika. { < Prentsmiðja: Aipýöuprenísmiðjan > | (í sama húsi, sömu símar). . [ Já'tnáðarstefnan — ©g| aH ©lass jafií- at6aa*st©fi!iaM« Þess var nýlega getið í Aljrýðu- blaðinu, að foringi amerískra jafn- aðarmanna, Hugéne Debs, væri látinn. Til viðbótar því, sern þá var sagt í blaðinu um þessa merki- legu hetju og hugsjónamann, skulu hér filfærð nokkur orð, sem að mestu leyti eru tekin úr brezka jaínaðarmannablaðinu „Daily He- rald“. Eugéne Victor Debs var raunar meira en foringi hins ameríska jafnaðarmannaflokks. Hann var sköpunarmaður hans. Að vísu voru til þar í lancli jafnaðarmenn á undan Debs. Meðal þeirra var Victor Berger, er heimsótti Debs í íangeisi og beindi huga hans að jafnaðarsiemunni. En eftir það var Debs lífið 0g sáiin í þeirri hrevf- ing-u. Deps var tæpra 71 ára, er hann lézt. 14 ára gamail hóf hann vinnu sína við amerfsku járn- brauínnar. Áður en hann næði 20 ára aldri beitti hann sér fyrir samtökum járn bray íarmanna. 25 ára varð hann skrifari í verklýðs- félagi þeirra. í verkfalíi einu, er' hófst árið 1894, fór íyrst fyrir alvöru að bera á Debs. Vegna þátttöku sinnar og forystu í þessu yerkfalli var hann dæmdur í 6 mánaða fangelsi. Hann fór í fangelsið sem verk- iýðsfélagsmaður, en kom þaðan sem jafnaðarmaður. Ásamt Berger og Seymor Sted- man stoínaði hann hinn ameríska jafnaðarmannaflokk (Socialist Party of America). Fyrsta þing flokksins var háð árið 1897. Árið 1900 var Debs í kjöri sem ALÞÝÐUBLAÐIÖ fulltrúi jafnaðarmanna við for- setakosningar { Bandaríkjunum. Síðan aftur 1904, 1908, 1912 og 1920. Þegar forsetakosningarnar fóru fram 1920 sat hann í fangelsi og hlaut 9653 atkvæði. Þegar Ameríkumenn ákváðu að taka þátt í heimsstyrjöldinni miklu, barðist Debs með hnúum og hnefum gegn þeirri þátttöku. Hann skoraði á alla verkamenn að styrkja sig í andstöðu þessari. Fyrir þessi afskifti sín og friðar- mál lét Wiison forseíi dæma hann í 10 ára fangelsi. Síðan gaf Har- ding forseti Debs upp sakir 1922. Debs var fyrst og fremst hetja og hugsjónamaður. Flokksmenn hans dýrkuðu hann. Andstæðing- arnir hötuðu hann. Um endilanga Ameríku mun hann verða syrgður af milljónum verka-manna og -kvenna. Síðustu 4 vikurnar !á hann ; sjúkrahúsi, þjáður aí taugaveiklun og þreytu, er áttu rót sína að y rekja til hinna löngu fangelsis- vista. Einhver síðustu orð þessa písl- arvotts hins góða málsíaðar voru þessi: „Bg mun leggjast til hvílu, öruggur í vissunni um pad, ad jafnadarstefnan og ad eins jafn- adarstefnan getur bœtt úr stjórn- mála- og fjárhags-böli mannkyns- ins.“ Khöfn, 1. nóv. 1928. Þessa dagana stendur yfir mat- reiðslusýning hér í Höfn. Fyrir henni gengst „Dansk Sö-Restau- rations Forening". Það, sem helzt dregur áhuga Islendinga að þess- ari sýningu, er hinn íslenzki hluti hennar. Aðalhvataíuaður þessarar sýningar er Jónas Lárusson, bryti á „Gulifossi“. Það mun vera í fyrsta sinni, að efnt er til slíkr- ar sýningar á tilbúningi matar úr íslenzkum afurðum, kjöti, saltfiski og síld. Sýning þessi fer vel úr hlaði. Hanga hér á veggjum myndir frá íslandi, er sýna sjávar- útveg, landbúnað og íslenzkt landslag. Hafa útgerðarmenn lán- að myndir, er sýna sjávarútveg- inn, togarana, drekkhlaðna af fiski, vörpurnax að rifna af fiski og sild o. s. frv. Er snyrtilega frá öliu gengið og auðsjáanlega iögð mikil vinna í það, að alt fari sem bezt úr hendi og árangurinn verði sem mestur. Hér er sýnt saltkjöt, síld, söltuð' og krydduð, saltfiskur og hvað úr öllu þessu megi gera sem ljúffengan, nær- andi og ódýran mat. Fæstir Is- lendingar munu hafa hugmynd um, hve mikið sælgæti til matar er hægt að gera úr síld. Það var mikil aðsókn að borðunum, með- an ég stóð við hér inni, og dáðust menn að jjúffengi matarins. Það er alt af garnan að vita, að við eigum framgjarna menn og áræðna, og Jónas Lárusson hefir sýnt bæði áræðni og hæfi- leika með sýningu þessari. Hann ber sjálíur veg og vanda af þessu verki að frá skildum 4g00 pd. af sáltfiski, sem útgerðarmenn hafa látið hann hafa. Þessi sýning er spor í rétta átt til að auka þekkingu á íslenzkum afurðum erlendis og auka sölu þeirra. Á Jónas skildar þakkir fyr- ir íramtakssemina, og er sýningin honum og íslandi til hins rnesta sóma. Það er enginn kotungsbrag- ur á henni, og Jónas sýnir, að hann hefir mikla hæfileika á þessu sviði, sem ætti að vera not fyrir. Þorf. Kr. Marz og Oliver Lodge. Miðvikudaginn 27. f. m. var jarðstjarnan Marz í beztu stöðu til athugunar, sem koscur er á í 100 ár. Var þá mikill viðbúnaður í Greenwich í Englandi, en svo fór, að himinn var alskýjaður, svo að ekkert sást. Daginn eftir hélt hinn alkunni vísindamaður Oli- ver Lodge fyrirlestur um samband við Marz og sagði þar m. a.: „Við komumst ekki í neitt sam- band við Marz að þessu sinni, og ég efast Um, að slíkt takist. Nú er mikið um það talað, en ég legg ekki mikið upp úr því. Verið get- ur, að vér getum sent þangað Ijósvakasveiflur. Vér fáum ljós- vakasveiflur þaðan. Vér köllum þær ljós. En þótt vér kæmum ein- hverju þangað, hvernig ættu þeir þar að vita, hvað við erum að segja ? Þeir þekkja víst ekkl Morse-stafrófið, og þeir skilja' ekki heldur ensku.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.