Alþýðublaðið - 08.03.1920, Blaðsíða 1
Greíið tít ai Alþýðuflokknum.
1920
Mánudaginn 8. marz
53. tölubl.
Inflúenzan komin-
Sú fregn barst um bæinn í
eins og eldur í sinu, ab in-
flúenzan væri komin til bæjarins.
því mibur heflr þessi fregn
r®ynst sönn. Inflúenzan er komin,
ómögulegt sé að svo stöddu
segja hvaðan hún er hingað
^omin.
Þar eð fjöldi manns er kvefað-
llr í bænum og ekki gott að sjá
^vað er kvef og hvað er inflú-
eDza, þegar hún er væg, var ekki
íehgin vissa fyrir því fyr en í gær,
inflúenzan væri hér, þó hér-
‘^slæknir hefði grun um það
^gar á laugardagskvöld. Alls vissi
iléraðslæknir í gær um 11 manns,
S0m veikir voru af inflúenzu, og
v°ru þeir á 6 heimilum.
Hafa sumir þessara sjúklinga
Verið fluttir á SóttvarnarhúsiÖ, en
auQium verður hjúkrað heima, en
aúsin verða öll einangruð.
Heðal þeirra, sem veikir eru,
telja:
Sigurð Sveinsson verzlurarmann
‘aíá Brynj. H. Bjarnason,
Hest Óskar verzlunarm. s. st.,
Hæetiréttur Bandaríkjanna
ffleð stálokiirbringniim!
Khöfn, 2. marz.
Frá Washington er símað að
^aestiréttur Bandaríkjanna hafl
^itað að verða við kröfu stjórn-
arihnar um að leysa upp stálokur-
^öginn.
* ’t&lir og Jugostavar semja.
. Khöfn, 2. marz.
talir og Jugoslavar eru farnir
S0toja um Adríahafsmálin.
Tvær stúlkur hjá Brynj. H.
Bjarnason kaupm.,
Pilt af Samvinnuskólanum, sem
býr hjá Sveini Hallgrímssyni, Yest-
urgötu,
Stúlku á Óðinsgötu 15, sem er
á verkstæði hjá Andersen & Sön,
Jónas Steinsson, Laugaveg 33 A
(er hjá Jóni Hallgrímssyni & Co.),
Konu Gunnsteins skraddara,
Laugaveg 32 B,
Þrjá pilta af Samvinnuskólan-
um, sem búa í Mjóstræti 6.
Á hinum síðastnefnda stað búa
9 piltar úr Samvinnuskólanum, og
er einn þeirra, Hallsteinn Karls-
son ab nafni, sá, er menn vita
um að fyrstur hafi fengið inflú-
enzuna. Hann var veikur á þriðju-
dag og miðvikudag í vikunni sem
leið, en leitaði ekki læknis; en
þar sem féiagar hans þrír eru nú
veikir af inflúenzu, má ráða hvað
að honum heflr gengið. En ekki
hefir hann hugmynd um hvar
hann hefir getað smitast.
Alment járnbrautarmanna-
verkfall á Frakklandi.
Khöfn, 27. febr.
Frá París er símað að alment
járnbrautarmannaverkfall sé yfir-
vofandi, og sé verkfall við Mið-
jarðarhafsarautina þegar byrjað.
Khöfn, 28. febr.
Frá Paris er símað að járn-
brautarmennirnir heimti að komið
sé á alræði verkalýðsins [þ. e.
bolsivíkafyrirkomulagi] í Frakk-
landi.
Franska stjórnin hefir sett járn-
brautarmennina undir herlög og
boöið þeim út undir herstjórn.
Khöfn, 29. febr.
Frá París er símað að stjórnin
heimti í sínar hendur öll fluto-
ingatæki og hafl lýst yfir að járn-
brautarverkfallið sé pólitísk bilt-
ingartilraun.
Khöfn, 1. marz.
Frá París er símað að stjórnin
láti handtaka foringjana fyrir alls-
herjarverkfalli járnbrautarmanna.
Yerkalýðurinn stendur fast með
j árnbrautarmönnunum.
Khöfn, 2. marz.
Frá París er símað að járn-
brautarverkfallinu sé lokið.
Xosningaréttnr kvenna
i Sretianði.
Khöfn, 29. febr.
Frá London er símað ab neðri
málstofa brezka parlamentsins hafi
samþykt, við aðra umræðu, laga-
frumvarpið um að færa kosninga-
aldur kvenna niður í 21 ár. Eykst
við þab tala kjósenda í Bretlandi
um 5 miljónir.
Iilson lætur heyra til sín.
Khöfn 28. febr.
Wilson skorar á Ítalíu og Yugo-
slaviu [hið sameinaða ríki Serbai
að reyna að komast að samkomu-
lagi á fundi Þjóðabandalagsins i
París 10. Marz.
Yugoslavar hafa að sögn dregíð
saman herlið, er nemur J/2 miljón,
á landamærum Dalmatiu.