Alþýðublaðið - 04.01.1927, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.01.1927, Blaðsíða 1
Alþýðubla Gefið út af Alpýðuflokknum 1927. Þriðjudaginn 4. janúar. 2. tölublað. Allar brnnatrnggingar eru beztar hjá TroUe & Rothe H.f., Rsífe. S|émannafélaci Reykjavíknr. Þeir, sem ætla að sækja um lifrarmatsstöðuna 1927, sendi skriflegar urasóknir í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 18, Reykjavík ekki siðar en 13. jan. Reykjavík, 3. jan, 1927. Stjérnin. Brunatrygglð strax í dag og dragtð Jsað ekki til morguns. Eldurinn kentur óboðinn og enginu veif hve nær. Nordisk Braidforsikriig. Aðalumboð Vesturgötu 7. Sínsi 569. Sími 569. Leikfélag Re^k|avikur. V e traræf intýri verður leikið í Iðnó miðvikudaginn 5. p. m. kl. 8 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó í dag frá ki. 4—7 og á morgun frá 10—12 og eftir ki. 2. Leikhiísgestir eru beðnir að mæta stundvíslega. Sími 12. Sími 12. Útbofi*cfun fyrii* AlÞýðflablaðið verður eftirleiðis á fostudogusn kl. 6—8 síðd. í Alfiýðuhúsinu. Erlend simskeyti. Khöfn, FB., 3. jan. Tekjuhalli hjá ihaldsstjórninni ensku. Frá Lundúnum er símað, að tekjuhalli Englands sé nú um ára- mótin 23 milljónum sterlings- punda hærri en í fyrra um sama leyti, og verði pví nauðsynlegt að auka skattaálögur. Stjórnarskiftin pýzku. Frá Berlín er símað, að gizkað sé á, að dr. Curtius muni gera tilraun til að mynda stjórn með pátttöku merkustu manna jafnað- armanna, frjálslyndra, miðflokks- ins (kapólskra), pjóðfiokksins og þýzkra þjóðernissinna. Snjóflóð. Frá Berlín er símað, að mikið snjóflóð hafi fallið hjá Innsbruck og' banað átta mönnum. 1 nnlesid tíðindl. Úr Borgarfjarðarhéraði. Borgarnesi, FB., 4. jan. Tíð má heita góð i Borgarf jarð- arhéraði, jörð er auð að kalla, en frostharka talsverð. Nú í dag er kuldi 14 stig á Reaumur, norð- anátt. Rjúpnaveiði hefir verið stunduð mikið í héraðinu undan farið og gengið ágætlega. Verð á rjúpum er 40 au. stk. í Borgar- nesi. Heilsufar er gott og yfir höfuð vellíðan í byggðarlaginu. Vegaskemdir urðu miklar í hlák- «num um daginn, einkum á veg- inum nálægt* Ferjukoti. Vega- skemdirnar hafa orsakað, að vagna- og bifreiða-umferð hefir ^töðvast í bili. Brunaboðar. Þeir eru hér í borginni á pess- um stöðum: / Qusturbœnum: Á Laufásvegi hjá Briemsfjósi, .á horninu á Bergstaðastræti Baldursgötu (á símastaur), á horn- inu á Bergstaðastræti—Spítalastíg, •á Skólavörðustíg 22 (Holti), á horninu á Frakkastíg—Njálsgötu —Kárastíg, á horninu á Grettis- -götu —Vitastíg, á Laugavegi 76 (við Barónsstíg), á Norðurpólnum, á Lindargötu 42 (hjá Kaupangi), •á horninu á Laugavegi—Frakka- stíg, á horninu á Vatnsstíg—Lincl- argötu, á horninu á Lindargötu —Klapparstíg, á' horninu á ;Smiðjustíg—Hverfisgötu, á Lauga- nægi 18 við Vegamótastíg, á horn- Brauð og kokar frá AlÞýðubrauðgerðlnm fást I verzsluuiunl á BragagHtu 29. |Stofa mót suðri til leigu strax. A. v. á. inu á Amtmannsstíg—Þingholts- stræti, á Lækjargötu 6 (húsi M. Th. Blöndahl), á Laufásvegi (síma- staur við Suðurpólinn), á horn- inu á Laufásvegi—Skálholtsstíg, á horninu á Baldursgötu—Freyju- götu. I Vesturbœnum: Á horninu á Bræðraborgarstíg— Túngötu, á horninu á Framnes- vegi—Sellandsstíg, á Framnesvegi við Litla-Skipholt, á Framnesvegi (Slökkviáhaldahúsinu), á horninu á Mýrargötu—Bakkastíg, á horn- inu á Ægisgötu—Vesturgötu, á. Vesturgötu (Verzlunarskólanum), á horninu á Mjóstræti—Bröttu- götu, á horninu á Austurstræti —Veltusundi, á Lækjartorgi (Thomsenshúsi), á Túngötu (Landakotsspítala), á Templara- sundi (Alþingishúsinu). Öllum Reykvíkingum er nauð- synlegt að vita, hvar sá bruna- boði er, sem næstur er heimili þeirra. Því er tafla pessi birt hér þeim til leiðbeiningar og minnis. HelfFegiB. Hverfa dagsins ljósu lindar; læðist nótt um húsin mín. — í gættum öllum golan hvín. Yfir pekjum yrkja vindar ömurlegu kvæðin sín. Margt getur að manni borið; myrkrið er ekki nógu pétt. — Hendist feigð á harða-sprett. Gegnum húmið greikkar sporið gusturinn með dauðafrétt. Út pú sigldir auðan fjörðinn, einn við reipi’ og stýri sazt. Það var orðið heldur hvast. í stormafangi stundi-jörðin; strengir hrukku; siglan brast. Þannig fer um æfi’ og aldur. Enginn sá pig biðja’ um grið. — Dagleið er á dýpstu miö. Bak við dauðans dökka galdur dagur annar tekur við. Þú trúðir vart á vináfhendi veturlangt i sömu byggð. — Föl og köld er flestra tryggð. Hlæjandi’ undan heimsins vendi bleyptirðu’ undir dauðans sigð. Heimur fegri rís frá rótum; rökkurþungi nætur dvín. — Fögur var pín fjarsta sýn. Þér er heitið heilum bótum; heiðið víkkar; sólin skín. Sigurdur ínarsson. Tólf ára flrengur drukkinn á götunum. Hver lætur börn fá áfengi ? Á nýársdag um pað leyti, sem Utbpeiðið Ælþýðublaðið { menn voru að koma úr kvik- myndahúsunum, sást drengur, á að gizka tólf ára, vera að ramba um Vallarstræti mjög drukkinn, og sannfærðust menn fljótt um, að hann væri ekki að gera sér þetta upp, enda var jafnaldri hans að reyna að koma honum heim. Var þetta viðbjóðsleg sjón og enn verra tímanna tákn. Hvar hefir drengurinn fengið áfengið? Hver hefir gefið honum pað eða selt? Það væri enginn gálgi nógu hár í pessu landi til að hengja þann manndjöful í. Nú ætti lögreglan að láta til sín taka.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.