Alþýðublaðið - 04.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1927, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 skreíum. Esperantó er því eina máliö undir sólinni, sem líkur eru til aö geti orðið alþjóðlegt hjálp- armál. Kostirnir, sem það hefir til brunns að bera til alþjóðanotk- wnar fram yfir dautt mál og tal- aðar tungur, eru í stuttu máli þessir: Esperantó er hlutlaust mál. Eng- in fijód getur helgáð sér fiað ann- ari fremur. Esperantó er sameign gervalls mannkynsins. Esperantó er margfalt auðlœrð- arci en dautt mál eða talaðer tung- ur. Og pað er margfalt auðueld- ara að beita pvi bœði í rœðu og titi. Esperantó er hœgt að læra að iesa, rita og tala fullum fetum, hvar sem maður er staddur á hnettinum. Esperantó er margfalt fullkcmn- ara en nokkuð daiitt mál eða töl- uð tunga. Esperantó er andleg nýjung, voldugur innblástur, sem á eftir að frjóvga og auðga meimingu mannkynsins á borð við prentUst- ina eða opinberanir nýrra trúar- bragða. , Esperantó vErðitr sannarlega eitthvert máttugasta menningar- tæki alinna og óborinna. (Frh.) íslands-auglMngatöliiblað Berimgatiðínda. Það er ekki lítið, sem gengið hefir á með þetta tölublað af Kaupmannahafnardagblaðinu Ber- linga-tíðindum. Það hafa komið hingað um það fréttaskeyti; sendi- maður Dana hér hefir hátíðlega tilkynt blöðunum útkomu bjaðs- ins, og sum blöðin hér hafa út úr þessu ætlað að setjast á þann endann, þar sem þau hafa til- tölulega minst vitið. Heyrast sköll í skýjahöll; skelfur völlr und fæti; hrynja fjöllin ofan öll, — en þau trölla-læti! En svo, þegar þetta marg- og hátt-lofaða tölublað kemur, þá er það ekki annað en „Inserattillæg“. auglýsingafylgiblað með Berlingatíðindum, og allar þessar ágætu greinar, að ó- gleymdri æskumynd af Jensen- Bjerg, sem veita „erlendum mönn- um allgóða hugmynd um beztu og mestu iðnaðar og framleiðslu- fyrirtæki hér í Reykjavík", eru ekkert nema borgaðar auglýsingar, og blaðið ekkert annað en venju- legt gróðabragð, eins og þau tiðk- ast hjá erlendum blöðum. Þau lofa mönnum og fyrirtækjum að skrifa um sjálf sig — auglýsa sig undir rós — og flytja eins mikið af mannamyndum eins og hégómagirnd auglýsenda heimtar, — alt fyrir ríflega borgun. En blaðið sjálft tryggir sig með orð- inu „Inserattillæg“ á blaðshorn- inu, svo að það sé ábyrgðarlaust af skruminu, og stingur ríflegum gróða i sinn vasa. Þetta, sem að ofan er sagt, á auðvitað ekki við greinar Jóns Þorlákssonar, Georgs Ólafssonar, Magnúsar Guðmundssonar, Svein- bjarnar Egilssonar og Fontenays. Þær eru auðvitað ekki af slíkum toga spunnar. Þær eru skrifaðar í góðu skyni og mættu vel að haldi koma, ef þeim væri ekki mylkrað innan um auglýsingam- ar til þess að standa undir gróða Berlingatíðinda. Grein Svenn Poul- sens er af annari tegund, — er þetta venjulega danska skvaldur um, að Danmörk „sé dyrnar, sem íslendingar leita út um eftir menn- ingu meginlandsins“. Þetta var um eitt skeið satt, en er nú al- veg að hverfa úr sögunni, en auð- vitað vilja Danir ekki svo vera láta. Það er og nokkuð hæpið að álykta nokkuð hér um af því, að „stærstu, ung, íslenzk skáld á vorri öld“, eins og hann orðar það, hafa ritað á dönsku, en ekki á stórmálunum. En það kemur ekki til af góðu; — þau kunnu því miður ekkert annað tungu- mál til neinnar hlítar. Auglýsingarnar sjálfar hefðu vel mátt að haldi koma, ef þær væru ekki auglýsingar, gerðar með öllu því skrumi og skjalli, sem klaufalegar auglýsingar eru samdar, smeðjulegt sjálfshól um eigendur og forstöðumenn fyrir- tækjanna, með vel „flatteruðum“ myndum, sem auðvitað mættu að haldi koma fyrir mannfræðinga, sem vildu rannsaka gerð fslend- inga. Barnaskapurinn og hégóma- skapurinn í sumum auglýsingun- um keyrir fram úr öllu hófi. T. d. er það sæmilega skemtilegt, þegar einn alþektur Vestmanna- eyja-kaupmaður getur skelt því inn í auglýsinguna, að hann sé það, sem kallað er „riddari af Dannebrog“, tilvera, sem, eins og allir vita, ekki er af þessum heimi. Ekki er það heldur grát- legt nema í aðra röndina, þegar sumir framleiðendur eru að biðja Dani fyrirgefningar á því að starf- semi þeirra hafi spilt sölu á sams konar dönskum afurðum hér, en hugga þá svo á hinn hóginn með því, að efnin í þessar af- urðir séu keyptar í Danmörku, svo sem til að bæta fyrir glæpinn. Sumar auglýsingamar byrja lengst aftur í fomöld og segja ekki alveg rétt frá þvi, sem þá gerðist. Annars er engin ástæða til að fjölyrða um þessar auglýsingar frekar en aðrar, og hefði ekki verið, ef ekki hefði verið gerður þessi fádæma dynur út úr aug- lýsingablaði þessu, rétt eins og auglýsingar hefðu aldrei sést fyrr. Frá Hjálpræðishernum. Opinberar bænasamkomur em frá 2.-8. janúar á hverju kvöldi kl. 8. Allir velkomnir. Um dagína og veginn. Næturlæknir ! jer í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, sími 1900. Sambandsstjórnarfnndur verður á morgun kl. 5. Þenna dag árið 1891 andaðist „Fjölnis“- maðurinn Konráð Gíslason, mál- fræðingurinn frægi. Nýtt námskeið í esperanto heldur Ól. Þ. Krist- jánsson, og byrjar það bráðlega. Menn ættu að nota tækifærið til að Iæra alheimsmálið. Póstar. Norðan- og vestan-póstar fara héðan á rnorgun. Brunatryggingar eru þær tryggingar, sem menn sízt skyldu vanrækja, og er brun- inn á gamlaárskvöld dýr áminn- ing um það. Skal athygli kaup- enda leidd að auglýsingum um það hér í blaðinu. Veðrið. Frost 11—17 stig; 14 stig í Reykjavík. Austanátt frá Reykja- nesskaga til Breiðafjarðar, norð- læg átt austar, en logn nyrðra og vestra. Þurt veður og hvergi mjög hvast. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Otlit: Vaxandi austlæg átt á Suðvesturlandi og ihvöss í nótt. Snjókoma í dag og hríðarveður í nótt. Einnig snjó- Itoma í nótt á Suðausturlandi og sennilega á Vesturlandi. Hægviðri í dag annars staðar en á Suð- vesturlandi. Togararnir. Enskur togarí, áður „Ingólfur Arnarson" sá, er seldur var á stríðsárunum, kom hingað í gær með bilaða ljósvél og vindu. I gær komu frá Englandi togaramir „Snorri goði“, „Þórólfur“ og „Gulltoppur“, en „Júpíter“ af veiÖ- um með 1600—1700 kassa, og fór hann til Englands í nótt. Verið er að búa „Austra" á saltfisk- veiðar. Skipafréttir. Kolaskipið „Rein“ fer aftur héð- an í dag. Misskrift var í handritinu af ritdóminum um síðasta hefti „Eimreiðarinnar", sem birtist í gær. Var tvívegis i sambandi við kvæðið „Sem eng- an granar“ nefnt nafn Ólínu And- résdóttur, en átti að vera Ólöf frá Hlöðum. Allir eiga leiðrétt- ingu orða sinna. En Ólína má af þessu marka, hvað hún er rik í hugum manna, þó orðin, sem í ritdóminum eru mælt, eigi auð- vitað ekki við hana. Ps. Fulltrúar í stjórnarráðinu hafa verið skip- ,aðir lögfræðingarnir Steindór Gunnlaugsson í dómsmálaskrif- stofunni og Páll Pálmason í at- vinnumálaskrifstofunni. Þeir voru áður aðstoðarmenn í þeim. Togarafélag gjaldprota. Togarafélagið „Ari fróði“, eig- andi togarans „Ara“, er auglýst gjaldþrota, og fer skiftafundur í þrotabúinu fram á laugardaginn. Gin- og klaufna-veikin. Varnarákvörðunin móti flutningl hennar hingað með ferðafólki frá útlöndum er á þá leið, að þeir, sem dvalið hafa á síðustu 6 vik- um áður en þeir lögðu í haf frá útlöndum í sveit, þar sem sýkin hefir gengið síðast liðið ár, mega ekki, að við lagðri refsingu, fara út um sveitir landsins eða þang- að, sem búpeningur er, fyrr en 6 vikur eru liðnar, síðan þeir létu i haf frá útlöndum, nema þeir og farangur þeirra hafi verið rækilega- sótthreinsaÖir, enda leyfi þá lögreglustjóri förina. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali í morgun við land- lækninn.) „Influenzan" er yfirleitt væg, en er mjög víða hér á Suð- urlandi og Vesturlandi. Á Vest- urlandi eru ekki aðrar farsóttir. Hér suður með sjó er mjög gott heilsufar samkvæmt fregnum úr Hafnarfirði og Keflavík. Einnig er gott heilsufar á Austurlandi. Þó er væg „influenza" á Reyðar- firði og dálítið af „rauðum hund- um“ á Seyðisfirði: — Af hinum 29 taugavejkissjúklingum á Sauð- árkróki hafa 3 dáið. Hinir eru flestir á góðum batavegi. — „Kik- hóstinn“ hefir borist að Forna- hvammi, sennilega með ferða- manni að norðan. Þar er einn unglingur veikur, en svo vel vill til, að aðrir þar á heimilinu geta ekki fengið veikina. Ógerlegt þyk- ir að banna samgöngúr við þenna gistingarstað langferðamanna, en sjúklingurinn er stranglega ein- angraður frá ferðafólki. Sæsiminn bilaði á gamlársdag sunnan við Fær- eyjar. Simaskip er á leið til að gera við hann. Á meðan eru út- landaskeyti afgreidd loftleiðina. Einar Benediktsson er stórt skáld, svo stórt skáld, að hann minkar ekkert við það, þó að honum Áerði á miður gott kvæði, eins og hér stóð í blaðinu í gær, — svo stórt skákl, að hann minkar jafn- vel ekki við það, þó að „Mgbl.“ ábeki kvæðin hans, — eins og þau væru lélegir víxlar, en „Mgbl.“ góðsamur milljónamær- ringur af andans auði. Málverkasýning Finns Jónsson- ar. Siðustu forvöð eru í dag til að sjá þessa merkilegu sýningu. Hún er opin til kl. 10 í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.