Alþýðublaðið - 11.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ ÍALÞÝÐUBLAÐIB ! kemur út á hverjum virkum degi. i': ' ■■ ' 1 ============ Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ; Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. J til kl. 7 síðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. : 9V2-—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ! (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 < hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Sameining alg>ýðufIokkanna i Noregi. Verklýðshreyfingin í Noregi er nokkru yngri en annars staðar á Norðurlöndum ■— að íslandi und- an skildu. En fram yfir stríðslok stóðu norsku verkamennirnir sam- einaðir í einni fyikingu. Pólitískt tilheyrðu þeir 2. alþjóðasambandi verkamanna (II. Internationale). Með heimsófriðinum má segja að samband þetta liðaðist í sund- ;ur. í öfriðarlöndunum, hverju fyr- ir sig, sogaðist hreyfingin með iinn í iðu styrjaldarinnar, og á ó- friðarárunum er naumast hægt að tala um nokkur alisherjarsamtök verkalýðsins. Eftir stríðið var þó fljótlega tekið til að endurreisa samtök þessi, en þá varð verka- mannaflokkurinn norski ekki með. Hann gekk inn í 3. alþjóðasam- bandið, er þá var nýstofnað með aðalaðsetur í Moskwa (III. Inter- nationale). Nokkur ágreiningur hafði verið innan flokksins um þessa ráðstöfun, en þó ekki meiri en svo, að flokkurinn tók -þetta skref heill og óskiftur. Það kom þó brátt í ljós, að þetta samband gat ekki blessast til lengdar. Miðstjómin í Moskwa gerðist all-afskiftasöm um starf- semi undirdeilda sinna í öðrum löndum og gerði strangari og strangari kröfur til þeirra. Og þeg- ar fyrirskipanirnar 1920 — hinar frægu Mo3kwa-„tesur“ — komu, þótti sýnt, að norska flokkinum yrði ekki saman haldið öllu leng- ur. Árið eftir (1921) kom svo 'klofningurinn. Nokkur hluti flokksins — fremur lítill þó — vildi ekki lúta valdboðunum að austan og sagöi sig úr lögum við hina. Hvarf þetta flokksbrot þá aftur til 2. alþjóðasambands og hefir verið þar síðan. Þannig voru þá orðnir tveir pólitískir alþýðuflokkar í Noregi: „socialdemokratar“ og „kommun- istar“. Þeir síðarnefndu voru þó miklum mun fjölmennari og öfl- ugri. „Kommunista“-flokkurinn var þó að ýmsu leyti sjálfum sér sundurþykkur. Margir innan flokksins höfðu átt erfitt með að beygja sig undir skilyrðin frá miðstjórn sambandsins í Moskwa, en höfðu þó fylgst með hálfnauð- 'ýugir í þeirri von, að unt væri að komast hjá algerðri sundrung. Meðal þeirra voru nekkrir hinna atkvæðamestu foringja alþýðunn- ar, svo sem þáverandi formaður flokksins, Kyrre Grepp, og hinn mikli mælskumaður og „agitator" Maftin Tranmœl. Glundroðinn innan flokksins fór þó fremur vaxandi en þverrandi. Miðstjórn allsherjarsambandsins herti stöðugt á kröfunum og sýndi að mörgu leyti óþarfa afskifta- semi um sérstarfsemi deildanna og jafnvel af þeim hlutum, er samkvæmt eðli sínu hljóta að vera einkamál einstaklinganna. Þetta leiddi að lokum til nýs klofnings. Mikill meiri hluti flokksins, und- ir forustu Tranmæls, gerði upp- reisn gegn ofríki miðstjórnarinn- ar. Kyrre Grepp var þá látinn. Skildust svo leiðimar enn að nýju haustið 1923. Tranmæl og fylgj- endur hans voru reknir úr 3. al- þjóðasambandinu sem nú hélt eft- ir að eins litlu broti af hinum fyrr svo öfluga flokki. Foringi þessa brots var Olav Scheflo. Nú vom norskir verkamenn skildir í þrjá pólitíska flokka, og það hafa þeir verið þessi síðustu ár. Lengst til hægri „socialdemo- kratar“, tilheyrandi 2. alþjóðasam- bandi, á vinstri væng „kommun- istar“, sem stóðu í 3. alþjóðasam- bandinu, og rnilli þeirra óháði verkamannaflokkurinn eða Tran- mæl-flokkurinn, er stóð utan við allan alþjóðlegan félagsskap. Til þess að gefa nokkra hugmynd urn styrk þessara flokka, hvers fyrir sig, má líta á tölu þingsæta þeirra, er þeir hlutu við síðustu almennar kosningar (1924), en við þær kosningar barðist hver flokk- anna út af fyrir sig. „Socialdemo- kratar“ hlutu 8 sæti, Tramnæl- flokkurinn 24 og „kommunistar“ 6. Það segir sig sjálft, að þetta ástand með hina pólitisku jafnað- arhreyfingu þrískifta hlaut mörg- um að finnast lítt viðunandi. Kraftarnir dreifast, og þeim er sóað í innbyrðis rifrildi, sem ekki eykur veg hreyfingarinnar út á við. Enginn vafi er á því, að þessi sundrung hefir mjög staðið verka- mannahreyfingunni norsku fyrir þrifum á síðusíu árum. Stjórn- málastarfsemi flokkanna, sem all- ir keppa að einu og sama mark- miði, lamast vegna ósamkomulags innbyrðis. Þátttaka í kosningum verður miklum mun dýrari fyrir þrjá flokka en einn og árangur- inn þó minni. Jafnvel þar, sem hlutfallskosningar eru í lög leidd- ar, eins og á sér stað í Noregi,, sýnir Jiað sig ávalt, að smáflokk- arnir verða að nokkru afskiftir, svo einn stór flokkur fær fleiri þingsæti en þrír smáflokkar mcð sömu atkvæðatölu. Og Jiótt sundr- ungin í Noregi hafi að eins náð til hinna pólitisku samtaka verk- lýðsins, en iðnsamtökin (den fag- lige organisation) að þessu hafi haldist órofin, þá er það augljóst, að sundurlyndi og innbyrðis deil- ur á sviði stjórnmálanna hefir lamandi áhrif einnig á öðrum sviðurn. Það dregur úr þrótti Verklýðsins í baráttu hans við at- vinnurekendur, baráttunni fyrir viðunandi launa- og lífs-kjörum. Þessarar reynslu hefir norsk al- þýða verið að afla sér á síðustu árum og smáganga út frá því sem vísu, að hán hafi verið keypt dýru verði. Hyggnir og framsýnir menn innan flokkanna hafa áuðvitað fyrir löngu séð, að hverju óefni stefndi, og gerðar hafa verið til- íraunir í þá átt að sameina flokk- ana að nýju. Er það ekki nema eðlilegt, að Tranmæl-flokkurinn, sem er þeirra öflugastur, hafi þar einkum haft forgöngu. Hingað til hafa þó tilraunir þessar engan JHangur borið. Á síðast liðnu hausti var enn á ný leitað hófanna um sameiningu, og mun það hafa verið Tranmæl- flokkurinn, sem gekst fyrir því. Qg í þetta skifti er alt útlit fyrir, að flokkunum takist að bræða sig saman, — að minsta kosti tveim þeirra. Það eru Tranmæl og „so- cialdemokratar“. Héldu lands- stjómir beggja þessara flokka fundi með sér í-byrjun f. m., og náðist þar samkomulag um grundvöll einingarinnar: sameig- inlega stefnuskrá fyrir flokkana. 30. jan. í ár er ákveðið að báðir flokkar í sameiningu haldi landsfund í Osló með kjörnum fulltrúum frá hlnum einstöku fé- lögum víðs vegar um land. Eru allar líkur til, að sá fundur stað- festi gerðir landsstjórnanna, og að þar verði gengið frá hinni formlegu sambræðslu flokkanna. Stefnuskrá sú, er samkomulag hefir náðst um, hefir þegar verið birt- Ber hún það með sér, að báð- ir aðiljar hafa slakað nokkuð til, en „socialdemokratar“ þó öllu meira. Spurningin um alþjóða- samböndin hefir að Jressu verið einhver mesta hindrunin á vegin- um til sameiningar. Tranmæl og hans fylgifiskar hafa ekki viljað in!n í 2. alþjóðasamband, og hvor- ugur smáflokkanna hefir viljað slíta þau félagsbönd, er tCngja þá við verkamenn annara landa. í þessu mikilvæga atriði hafa nú „socialdemokratar“ gefið eftir. Ganga þeir inn á að segja sig úr 2. alþjóðasambandi, að minsía kosti í bili. Gegnir sú ákvörðun nokkurri furðu og sýnir berlega, að „socialdemokratar" vilja mikið til vinna, að sameiningin komist á. En látið er það í veðri vaka, að spurningin um alþjóðasam- band verði seinna tekin til með- ferðar af hinum sameinaða flokki, — hvað sem þá kann úr að ráðast. . Friedrich Adler, hinn alkunni austurríski jafnaðarmannaforingi, dvaldi í Osló um þær mundir, er þessi tíðindi gerðust. Hann er nú aðalritari 2. alþjóðasambands, og er ekki ólíklegt, að ferðalag hans hafi að einhverju leyti staðið í sambandi við samninga- og sátta- tilraunir flokkanna í Noregi. Má gizka á, að hér hafi „socialdemo- kratar“ farið að ráðum hans. Víst er um það, að návist hans hefir létt Undir einingarstarfið, því hann er maður, sem nýtur mikils álits meðal alþýðu víðs vegar um helm. Talsvert hefir verið ritað um .þetta mál í norskum blöðum. Taka borgarablöðin yfirleitt tíð- indum þessum fálega, og hægri- blöðin eru í illu skapi, eins og eðlilegt er. Vitanlega sér íhaldið sér engan hag í þvi, að verka- menn skipi sér saman í trausta fylkingu. Þykir því „socialdemo- kratar" hafa teygt sig alt of langt í áttina til samkomulags við hina byltingarsinnuðu Tranmælíta. „Morgunblaðið" í Osló, sem er andlegur bróðir okkar kæra „Mogga“ og þó margt betur gefið, segir berum orðum um stefnu- skrá þá, er flokkastjórnirnar hafa orðið ásáttar um, að hún sé stefnuskrá byltingarsinna. í blöðum „kommuhista“ kveð- ur við annar tónn. Þau finna ekk- ert nýtilegt í stefnuskránni, tala um liðhlaup og svik og húð- skamma leiðtoga beggja flokka,. en þó einkum Tranmæl. Að hon- um er beint flestum örvunum, og hefir svo verið lengi. Við „kommunista“ var ekki unt að ná samkomulagi að þessu sinni. Og nú eru þeir æfir. Er það að vonum, því renni hinir tveir flokkarnir saman, verður að- staða þeirra alt annað en öfunds- verð. Þeir verða þá langsamlega fáliðaðasti stjórnmálaflokkur í Noregi og mega sín lítils í hinu pólitíska lífi. ósennilegt er það heldur ekki, að stóri flokkurinn með tíð og tíma verki eins og segull á meðlimi hins og dragi þá smátt og smátt yfir til sín. Þó skal engu um það spáð, en frá sjónarhóli hlutlauss áhorfanda mættu þau málalok sýnast ákjós- anlegust, að allir þrír flokkar rynnu saman í einn. Markmiðið, sem stefnt er að, er hið sama fyr- ir þeim öllum, og ágreiningsatrið- in munu vera fremur fræðilegs. en raunverulegs eðlis. En það virðist auðsætt, að kröfur hins starfandi og stríðandi lífs verði að meta meira en pólitískar trúar- játningar. 2. jan. ’27. —rn~~. Jafnaðarmannafélag íslands. Fundi þess er frestað sökum óviðráðanlegra ástæðna. Heimsókn Færeyinga til Hafnar frestað vegna „inflúenzu"- hættu. Að því er tilkynning frá sendi- herra Dana hermir hefir Kaup- mannahafnarför Færeyingaflokks- ins, sem þar ætlaði að sýna þjóð- danza, verið frestað að undirlagi heilbrigðismálaráðherrans, því að af förinni gæti stafað „influenzu“- hætta fyrir eyjarnar, og myndi sýkin geta orðið vorvertíð eyja- skeggja skeinuhætt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.