Alþýðublaðið - 12.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.01.1927, Blaðsíða 3
aLKÝÐUBLAÐIÐ 3 J)yí sv|o í ógáti á pappírinn, þegar hann reit áðumefnda umsögn sina um bókina. Vexa má, að Hraundal velji sér yrkisefni pau, er ekki eiga við allra smekk, en pað hafa nú fæst- ir getað gert, svo öllum líki. Það er ekki meining mín að fletta upp og tilfæra dæmi úr nefndri J>ók í petta sinn, en purfi ég pess síðar, mun ég ekki telja pað eftir mér. Þegar ég las áðurnefnd ummæli um bók Hraundals, datt mér í hug persóna, er líktist svo mjög peirri frægu persónu, er Jaköb Smári lýsti, pá er hann reit unr bók eina fyrir nokkrum árum, og man ég ekki betur, en að hún væri eftir einhvern J. B. Það skyldi pó aldrei vera sá sami? En hvort sem nú pað er eða ekki, pá kenni ég í brjósti um pennan aumingja, J. B., að vera að bisa við pau störf, er hann auðsjáanlega ekki ræður við, og hefi ég pó ekki fengið orð fyrir að vera tilfinningamaður. F. Þórarinsson. W&wmmi saasataka! FJestir munu nú vera farnir að viðurkenna afl samtakanna, enda ekki annað hægt, pví að par koma fram beztu og fegurstu kostir mannlífsins, — kærleikur, skiln- ingur, drengskapur, hugprýði og samúð. Samtökin eru pví heilbrigðasta vopnið, sem hægt er að grípa til, pegar verja parf hag einstaklinga og pjóða fyrir ágengni kúgara og harðstjóra. Til eru pó menn, er ekki vilja skilja afl samtakanna, telja pað ekki tímabært, og að pað eigi ekki við nema undir sérstökum kring- umstæðum. En petta er misskilningur. Sam- tökin eiga við á öllum tímum og hjá öllum pjóðum. Jafnt við and- leg sem líkamleg störf. Og skal bent á nokkur dæmi pví til sönnunar. Alpýðufræðslan í landi voru væri ekki komin pað langt, sem hún pó er komin, ef peir, sem par hafa staðið í fylkingarbrjósti, hefðu ekki verið samtaka. Lands- spítalabyggingin væri óhafin enn pa, ef konur pær, er par hafa bezt og mest unnið, hefðu ekki verið samtök landsmanná hafa sýnt lenzku pjóðinni oft og tíðum, ef landsmenn hefðu ekki verið sam- taka, pví að svo oft hafa bæði innlendir og erlendir braskarar reynt að hagnýta sér auðæfi landsins og fávizku lýðsins. En samtök landsmanna hafa sýnt peim, að ekki eru allar ferðir til fjár, pó að farnar séu. Tunga vor væri líklega að eilífu glötuð, ef menn hefðu ekki svo að segja á öllum tímum verið samtaka um pað að vemda hana. Sagnfræði og ýmislegt annað, sem hefir gert pjóð vora fræga erlendis, væri sennilega löngu gleymt og með öllu eyðilagt, ef samtakanna hefði ekki notið. Samtakaaflið hefir pví sýnt, að pað er bezta og traustasta vopnið gegn kúguninni, í hvaða mynd sem hún kemur fram. Beztu menn pjóöanna hafa líka séð petta og skilið og reynt að 'treysta pað, sem bezt peir gátu. Slíkir menn eru með réttu braut- ryðjendur. Þeir hafa reynt að opna augu peirra manna, sem átt hafa við að búa misrétti og rang- læti, er yfirráðastéttir hafa beitt til pess að geta haldið völdunum sem lengst. Og starf peirra hefir borið giftudrjúgan árangur. Við, sem nú lifum, sjáum pað glögglega á öllu, að yfirráðastétt- in Teynir á alian mögulegan hátt að kúga, en pó kemur kúgun hennar einna glegst fram á verka- lýðnum. Á hverju ári koma fram frá hennar hendi háværar og ó- sanngjarnar kröfur um kaup- lækkun, pó að öllum sé Ijóst, að verð á nauðsynjavörum hefir heldur stigið en lækkað. Og oft- ast eru kröfurnar að eins til verkafólksins, er vinnur erfiðustu og verstu vinnuna. H.vers vegna snúa atvinnurekendafélög sér ekki að framkvæmdastjórum og skip- stjórum sínum? Þeirri spurningu ættu peir að svara opinberlega, svo að alpjóð geti dæmt um verk peirra. En pess gæta peir, pví að ef peir gerðu pað, pá myndi almenn- ingur sjá, hversu óheilbrigðir peir þru í garð verkamanna. En sem betur fer, er aímenning- ur æ betur og betur að sjá og skilja, að stefna peirra er ein- göngu sú, að kúga, kúga verka- lýðinn til hlýðni og undirgefni. Og sem betur fer, er íslenzk karlmenska ekki nærri útdauð. Enn eru til menn, sem likjast Göngu-Hrólfi, menn, sem heldur vilja falla en kyssa á vönd kúg- aranna. Þess vegna er atvinnurekendum betra að ganga að sanngjörnum kröfum verkamanna, pví að nú láta verkamenn ekki kúga sig. Nú skilja allir verkamenn afl samtakanna og ganga óhræddir móti kúguninni, ákveðnir í pví að víkja ekki fyrr en peir fá sanngjörnum kröfum sínum fram- gengt. Allir verkamenn mynda pví samtaka hring og tengjast hönd við hönd, og sá hringur slitnar ekki, hvað hörð sem mótstaðan kann að verða, pví að sá, sem berst fyrir réttu máli, gengur ó- hræddur að verki og kýs heldur að falla en lúta kúgurunum. Samtökin lifi! Sameinaðir að settu marki! Hafnarfirði, 11. jan. 1927. Páll Sveinsson. „Vetraræfintýri" verður leikið í kvöld með dá- lítið lækkuðu aðgöngugjaldi. Um dagiiist og vegiœa. Nætnrlæknir ler í nótt Árni Pétursson, Upp- sölum, simi 1900. Afmæli. Karl G. F. Kuchler, íslands- vinurinn pýzki, er 58 áía í dag. Þenna dag árið 1268 andaðist Gissur Þor- valdsson iarl. hkííh m m Trú og vísindi heitir fyrirlestraflokkur, sem Ágúst H. Bjarnason prófessor flytúr næstu miðvikudagskvöld í kauppingsalnum í Eimskipafé- lagshúsinu, pann fyrsta í kvöld kl. 8‘/4. Drengur verður úti. Frétt að norðan hermir, að drengur frá Gafli í Víðidal í Húnavatnssýslu, Sigurvaldi Krist- vinsson, hafi orðið úti á nýjárs- nótt. Var hann á ferð ásamt föð- ur sínum. Fengu peir blindhríð og viltust og urðu að lokum að grafa sig í fönn. Andaðist dreng- urinn í fönninni. Á nýjársmorgun komst faðirinn heim við illan leik, pjakaður mjög. Voru pau hjónin eina fullorðna fólkið á heimilinu. Fór móðirin pegar að leita að lík- inu og kom heim aftur síðla dags hieð pað i fangi sér. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.......kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,70 100 kr. sænskar .... — 122,07 100 kr. norskar .... — 116,23 Dollar..............— 4,56a/x 100 frankar franskir. . . — 18,32 100 gyllini hollenzk . . — 182,93 100 gullmörk pýzk... — 108,50 Séra Jakob Kristinsson endurtók í gærkveldi erindi sitt um komu mannkynsfræðara fyrir troðfullu húsi. Erlndið var snjalt og skörulega flutt og hraðritað jafnóðum, pví að flytjandi talaði blaðalaust. Því var og víðvarpað. Kaupendur vöru, er send er peim eftir pöntun, eiga vitanlega heimtingu á, að peir fái pað, sem um er beðið, bótt peir geti ekki verið viðstaddir úttektina. Því er á petta bent, að við Alpýðublaðið var kvartað yfir því í gær, að kolaverzlun ein hér í bænum (h.f. Kol & Salt) hefði' sent tilteknum manni hér í bæn- um kol, blönduð kolatöflum, en reiknuð sem óblönduð kol. <Senni- lega er hér að eins um misgáning að ræða, sem betur verði gætt að eftirleiðis, að ekki hendi. Leikfélag Reykjavíkur var prjátíu ára gamalt í gær. Þessa atburðar minnast bæjarbúar bezt með pví að fjölmenna í leikhúsið í kvöld. A. ísfisksala. „Gyllir" hefir selt afla sinn i Englandi fyrlr 1777 sterlingspund. Slökkviliðið var gabbað í gær upp á Lauí- ásveg, að brunaboðanum á Litla- Kleppi. Slíkt gabb er stráksskap- ur, sem öllum ætti að pykja skömm að leika. Skipafréttir. Fisktökuskipið „Soltind‘“, er hé» hefir verið fyrir h.f. „Kveldúlf', fer héðan í dag til Viðeyjar og síðan til Hafnarf jarðar og pá utan„ Togararnir. „Skallagrímur‘“ fór á veiðar í gærkveldi. Verkamannafélagið „Hlíf“ í Hafnarfirði: Fjármálaritari pess er Þorsteinn Björnsson, en ekki Jón Þorleifsson. V erkakvennaf élagið dFramtiðin1 í Hafnarfirði hélt aðalfund sinn í fyrra dag. Stjórnin var endur- bosin. 1 henni eru: Sigrún Bald- vinsdóítir formaður, Friðbjörg Kristjánsdóttir ritari, Guðfinna Ölafsdóttir gjaldkeri, Jónína Sig- urðardóttir fjármálaritari og Sig- urrós Sveinsdóttix varaformaður. Dánarfregn. Nýlega andaðist :hér i Kennara- skólanum frú Kristín Skúladóttir læknis Thorarensens að Móeiðar- hvoli. Hún var ekkja Boga Pét- urssonar læknis á Rangárvöllum, en mágkona séra Magnúsai Helgasonar Kenr.araskólas. jóra. Hún var 64 ára að aldri. Kvöld- ið óður en hún dó, gekk hún út og var pá alheil, en skrikaði pá fót- ur á svelli, brá fyrir sig hendi, en handleggsbrotnaði. Hún and- aðist síðla nætur. Veðrið. Frost 1—11 stig, mest á Gríms- stöðum. Átt víðast vestlæg eða suðlæg, hvergi mjög hvöss, en stinningskaldi við Suðvestur- ströndina. Haglél í Vestmannaeyj- um og lííil snjókoma sums staðar á Suðurlandi. Annars staðar purt veður. Loftvægislægð fyrir sunn- an land á austurleið írtlit: VesÞ læg átt. Hvessir á norðvestan hér á Suðvesturlandi, og gerir snjóél í dag, en á Vesturlandi í nótt og pá dálitla snjókomu á Norður- landi. Nýtt frjálslynt trúmálarit, er komi út mánaðarlega, ætla peir að fara að gefa út séra Páll Þorleifs- son, á Skinnastað, guðfræðingarn- ir Þorgeir Jónsson og Einar Magnússon og guðfræðinemarnir Benjamín Kristjánsson, Björn Magnússon, Jakob Jónsson, Jón Ólafsson, Kristinn F. Stefánsson, Lúðvíg Guðmimdsson, Sigurður Stefánsson, Þormóður Sigurðsson og Þórarinn Þórarinsson. í boðsbréfinu segir m. a. um stefnu pessa rits: „Um grundvöll pessa trúmála-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.