Alþýðublaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 2
FIMTUDAGINN 23. MAt 1935. ALÞÝÐUBLAÐIÐ LEIKDÓMAR ALÞ ÝÐUBLAÐSINS Ujjl, .1J" . ■ . Mt er pá prent er. Á sunnudagskvöl<Jið 5. maí hafði Leikfélag Réykjavíkur frum- sýningu á sjónleik með þessu nafni eftir enska höfundinn Arn- old Ridley. Áður hafði eftirtekt verið vakin á því, að leikur þessi yæri eítrr sama höfund og leik- ritið Dráugaiestin, sem sýnt var hér. í Reykjavík fyrir nokkrum árum. En þetta hefði félagsstjórn- in ekki átt að gera, því þó að Draugalestin sé fremur lé'egt leik- rit, er þó þetta, sem hér er um að ræða, mörgum sinnum lélegra og á ennþá minna erindi til leik- lmsgesta. — Innantómur glæpa- •'mánnáreyfari, þar sem aðalinntak þriggja þátta snýst aðallega um það, að stinga upp pjeningáskáp til að stela verðbréfum og kom- ast yfir gömul ástabréf til að bjarga — að því er manni virðr ist — nauðaómerkilegum kven- manni út úr ástasambandi við unga glæpamannaspíru. Fyrsti þáttur þessa leiks gerist heima hjá aðalpersónu leiksins, pnestinum séra Arthur Fear. Þar fer fram mjög langdreginn og leiðinlegur undirbúningur að hinu öfgafulla peningaskáps-„drama“ í öðrum þætti, sem fer fram hjá glæpapakki í Lundúnaborg. Sá þáttur minnir allverulega á gam- alkunna reyfarann Kapítólu. I þriðja þættinum eru atvikin aft- ur flutt heim á heimli prestsins, þar virðast loks þessi mikið um- ræddu skjöl koma'st i liettar hend- ur með því skilyrði þó, að glæpa- maöuiinn Meggitt, — eins konar Svarti Donald — ber fullkominn sigur; úr býtum, og hoppar út af leiksviðinu, og út úr leiknum, sigri hrósandi. En unga stulkan, siem nú fær aftur sín fornu ásta- bréf, snýr nú hettu upp í háleist og kastar sér í faðm prestsins fóstra síns með hjónaband fyrir augum, að manni virðist. Hr. Alfrecl Andrésson lék prest- inn. Leikur hans var kyrlátlega aulalegur, þessi góðgjarni „naivi" prestur er þó> í rpun og veru eng- inn auli, margt, sem hann segir, bendir til hins gagnstæða, en hann virðist taka öllum fjarstæð- um leiksins háalvarlega, jafnvel því, að ætla sér að stinga upp tröllaukinn, rammgerðan peninga- skáp með iitlum vasahníf. I þriðja þætti leit þó út fyrir, að hann væri alt í einu farinn iað gera gys að öllu saman. Að öllu samanlögðu virtist manni leikarinn ekki ráða við hlutverkið, enda varö persónan mjög smá og innihaldslaus í höndum hans. Þetta hlutverk gef- ur þó fjöldamörg tækifæri til mikils Jeiks, og ef skopleikari með miklum hæfilekum hef'ði haldið á hlutverkinu, hefðu áhorf- en ’ur kynst alt öðrum og miklu skemtilegri presti, en þeim, s^m Alfreð Andrésson sýndi. Hlutverk ungfrú Elling, skjól- stæðings prestsins, var í höndum ungfrú Níní Stefúnsson, sem er snotur ung stúlka, með fallegar hieyfingar. Ef þetta tvent væri nóg, væri ungfrú Níní leikari. En hana virðist va.nta aðalatriðið — sem sé listgáfuna — og þar við bætist svo það, a'ð ungfrúin talar ekki með ísienzkum málblæ, heldur útlendum, og áherzlur málsins ná engri átt, enda varð hvergi trúað á hana í hlutverkinu. Röddin er þar á ofan mjög veik og óskýr, svo illa heyrðist til hennar. Alt þetta kom mjög skýrt í Ijós í leiknum Straum- rof, og varð ásamt öðru til mikils skaða fyrir þá sýningu. Þessa hefðu þeir átt að minnast, sem réðu hlutverkaskipun og leið- beindu við þennan leik. Leikfélag Reykjavíkur verður nú að fara að láta sér skiljast það, sem svo oft hefir verið fyrir því brýnt síðustu ár, og sem er eitt aðallögmál allra leikhúsa, sem ætlast til að starfsemi þeirra ‘ sé tekin alvarlega, sem sé að það gengur ekki að taka ekki upp á leiksviðið í þýðingarmikii hlut- verk algerlega óreynt fólk, og sem enga tilsögn eða undirbún- ingsmentun hefir hlotið í þessa átt. Þetta er svo þýðingarmikið atriði fyrir leiklist þessa lands, að fram hjá því verður ekki kom- ist, ef sá vísir til leiklistar, sem hér hefir myndast, á ekki að verða að engu. Frk. Gunnpórunn Halldórsdóttir lék bústýru prestsins mjög vel, hún var sönn í leik sínum, nú sem oftast áður. Hr. Brynj. Jóhannesson lék glæpamanninn Meggitt. Víða var gaman að honum, og gervi hans var ágætt. En þessi skopleikari virðist skemta sér sjálfum ó- beppilega mikið í leikhlutverkum sínum upp á síðkastið, og léttu, skringilegu smáhoppin, sem hann gerði nokkuÖ mikið að, voru ekki í samræmi við þennan grófa, sterklega glæpamannasvola, sem hann var að sýna. Frú Marta índridadóttir lék vel kvenpersónu, sem höfundurinn hefir sett inn í leikinn til að greiða úr vandræðum þeim, sem orsakakeðja hans virtist vera að komast í undir leikslokin. Annar þáttur skemti fólkinu bezt, og mikið var klappað í leikslok eins og venjulega á frumsýningum hjá Leikfélaginu. Eftir þennan s. 1. vetur virðist það vera orðin staðreynd, að eins og leikkröftum nú er komið í L. R. eigi félagið óhægt með að ráða við annað en skopleiki. En hitt er lítt skiljanlegt, að ekki skuli vera hægt að finna eitthvað, sem er hugðnæmara en þetta, sem hér er um að ræða, í öllum þeim grúa af skop- og gleði-leikjum, gömlum og nýjum, sem eru á boðstólum. Gunnar Hansen leikstjóri var hyltur með blómum í leikslok. X—Y. ALLA venjulega matvöru og hreinlætisvöru, sel eg með lægsta verði. Fljót og góð afgreiðsln. Sent um allan bæinn. Cæsar Mar, slmtl;2587. nmr öllurn srnáatriéunum KODáK FILHA Hjá öllum sem Kodak-vörur selja HANS PETERSEN, 4 BANKASTRÆTI, REYKJAVIK Mótorhjól til sýnis og sölu á Pjölnisvegi 3. Hafnfirðingar! Nýkomið afar mikið af gúmmíkápum, bæði á börn og fullorðna. Mjög ódýrt. Verzlunin Aldan. Sími 9189. Nýbúinn að fá, afarmikið af sumarskófatnaði fyrir .karl- menn. Verð frá 9,50 parið. — Verzlunin Aldan, Hafnarfirði. Sími 9189. Miðdagur, 3 heitir réttir á kr. 1,25 frá 1—3. Laugavegs Automat. Freðfiskurinn frá verzlun Kristínar J. Hagbarð mælir með sér sjálfur. Sími 3697. Munið, að reiðhjólin, Hamlet og Þór, fást hvergi á Iandinu nema hjá Sigurþór, Hafnarstræf' 4. Gerum við reiðhjóh Regnhlífar teknar til viðgerðar á Laufásveg 4. Veiðistengur, línur, hjól, spoonar, minnows o. fl., er eins og að undanförnu gott að kaupa í Hafnarbúðinni. Hafnf irðingar! Ödýrustu reitaskóna fáið þið í Öldunni. Sími 9189. Fimm krðonr kosta ágætar sil- ungastangir úr stáli. Sportvöruhús Reykjavíkur. W Nýr islenzkur rabarbari. Drifandi, Laugavegi 63, simi 2393. W. Somerset Maugham. Iiitaða blæjan. 52 ■ ■ ' 'I - Augu hans Ijómuðu af einlægni, en skyldi hann sjá háðið í faug- um hennar? í ,.Ég er mesti klaufi, þegar ég ætla að láta sumar hugsanir í ljós, en það, sem fyrir mér vakir, er, að ég vil isannfæra yður um ínnilega samúð mína ög hluttekningu við fráfall mannsins yðar. Hann var Ijómandi góður náungi og mun verða saknað hér meir en ég fæ með orðum lýst.“ „Hættu Charlie," sagði kona h-ans. „Ég veit að Kitty skilur þig. ... Hérna er oocktaillinn." ( Eins og venja er. til um útlendingaí í Kína, sem liíai í sukki og óhófi, hafði Charlie tvo einkennisbúna þjóna. Þeir komu nú inn í stofuna með oocktail og bragðbæti; var Kitty boðið að smakka á því, en hún þá ekki. „Þér megið til með að drekka eitt glas," hélt Charlie fram |með kraftmiklu og sannfærandi látæði. „Þér hafið bara gott af því, og ég þykist vita, að cocktail hafið þér ekki smakkað síðan þér fóruð frá Tching-Yen. Mér skjátlast vist ekki í því, að í Ifei-tan ifu hafið þér ekki einu sinni getað fengið is?“ I „Nei, það er rétt hjá yður,“ sagði Kitty. í sömu andránni birtist innri augum hennar myndin af beinimíga- manninum tötrum búna og með úfna hári<í. Þiað var hann, sem hún hafði séð liggja dauðan við garðinn, er hún í fyrsta sinn gekk um úti í Nei-tan-fu. Hrollur fór um hana. Hádegisverðurinn hófst og Charlie sat í húsbóndasætinu við borðið og hélt uppi viðræðuto. Eftir að hann hafði mælt til Kittyar fyrnefndum hluttekningarorðum breyttist framkoma hans gagnvart henni. Hann hagaði tali sínu ekki á þann hátt, að hér hefði hann andspænis sér konu, er orðiö hefði fyrir þungum raunum. Nei, það var miklu líkara því, að Kitty væri kunningja- kona fjölskyldunnar og dveldi nú hjá þeim sér til heilsubótar og' styrkingar eftir botnlangabólgu. Hún þarfnaðist uppörvunar og hann var þess albúinn að veita henni hana. Og öruggasta ráðið til þess, að hún mætti dvelja ánægð og frjáls á heimili þeirra, var að fara með hana eins og meðlim fjölskyldunnar. Hann var maður, sem vissi, hvað við átti. Hann talaði urn haust-kapplieikina og ppló; — skrambans vandræði, en hann varð nú víst að hætta að leika póló, ef honum tækist ekki lað takmark'a þyngd sína. — Hann taliaði um komu sína til .nýlendustjórans þennan sama morgun. Hann sagði frá samkvæmi, sem hann hafði tekið þátt í um bolrð í fánaskipi aðmírálsins, og ^rí'kismálefnum í Kanton. Fyrri en varði fanst Kitty hún að eins hiafa yerið örskamma stund í burtu. Það var næsta ótrúlegt, að þarna úti»á landinu, í sex hundruð mílna fjarlægð, skyldu karlar, konur og börn hafa hrunið niður í hrönnum. Von bráðar fór hún að spyrja um feinn eða annan, er vi'ðbeinsbrotnað hafðí í póló, og hvort þessi hefði farið hieim og hinn ætlaði að taka þátt í tenniskappleiknum. Charlie varpaði fr.am gamanyrðum og hún brosti að þeim. Dorothy með sérkennilega yfirburðafasinu, sern nú verkaði eþki lengur fráhrindandi á Kitty, lét nokkrar hæðnisfullar athugasemdir falla um sumt fólkið í nýlendunni. Kitty fór að verða fjörlegri og glaðlegri. „Útlit hiennar hefir þegar tekið miklum stakkaskiftum," sagði' Charlie við konu sína. „Áðan var hún svo föl, að mér varð bein- línis hverft við, en nú er kominn nokkur roðí í kinnarnar á henin*.“ Kitty tók þátt í samtalinu, glaðvær í hragði, en ekki gáskafull, því það vissi hún að hvorugu þeirra hjána myndi líka, og s,t-< hugaði húsráðandann vandliega á meðan. Á undanförnum vikum, meðan heift og fyrirlitning grófu um sig í hugta hiennar, h|afði hún skapað sér lifandi mynd íaf Charli Þykt og liðað hár hans var of sítt og of ímikið burstað og í það borið, í þieim tilgangi að leyna hærunum; andlitið alt (of rautt og æðaniet í kinnunum og kjálkinn of stór. Og þegar hann var ekki nægilega hnarreistur mátti sjá, að hann hafði \mdir- höku, og loðnar, grásprengdar brúnirnar mintu á apa og vöktu viðbjóð. Hreyfingar hans allar mjög þunglamalegar og bersýni- legt, að hann var a'ð verða of feitur, þrátt fyrir varíæmi í matár- æði og allar þær líkamsæfingar, sem hann i'ðkaði. Föt hans of aðskorin og þröng og virtust betur við hæfi einhvers yngri manns. En þegar hann kom inn í dagstofuna fyrir hádegisverðinn, kom mjög á Kitty (Þessi var víst helzt ástæðan til andlitsfölval hennar), þvi að hún sá, að ímyndunin hiafði gert- henni ljótan grikk og blaupið með hanla í (gönur. Hann var ekki vitund líkur því, sem hún hafði gert sé;r i huga.r- lund, og hún gat ekki annað en hlegið að sjálfri sér. ' Hár hans var alls ekki grátt, það voru að eins nokkur grá- sprengd hár í þunnvanganum; andlitið var ekki rautt, en mjög útitekið; höfuðið sat fagurlega á hálsinum og hann var ekki þrekinn né luralegur og hreint ekki ellile^ur. Nei, hann mátti heita spengilegur og vöxturinn var Ijómandi fagur; sízt að undra, þátt hann væri dálítið hreykinn af honum. Ilann gæti veel verið kornungur ma'ður, eftir útliti a'ð dæma. Og hann kunni að velja föt í samræmi við Jízkuna og Var þrifalegu og snyrtiLegur. ■■ Hvernig hafði hún eiginlega getað gert úr honum slíka and- stygðar grýlu? ) Hann var laglegur maður — því varð ekki neitað. Það var heppni, að hún vissi, hve fánýtur og einskis verður hann raunverulega var. i Að vísu hafði hún alt af viðurkent, áð rödd hans væri áðlaðhndi, og nú heyrði hún, að hún var eins og hana' hafði imint; en einmitt þessi aðlaðandi mjúkleiki, sem einkendi málróm hans, fanst h^'nni aðeins bera vott um enn þá rneiri innri fláttskap, og hún lundraðist stórlega, að hann skyldi nokkurn tíma hafa getað hþft svo inikil áhrif á hana. ' f 1 Augun voru yndisleg, án efa mesta prýði hans. Þau voru biá, blíðleg og fjörleg, og á meðan hann lét dæiuna gangja, geiálaði út frá þeim fyndnin og gáskinn, svo að hjá því varð lekki kom- ist, að verða fyrir áhrifum þeirra. Að síðustu var komi'ð inn með kaffið. . . Charliee kveikti sétr í ,vindli, leit á úrið og stóð upp frá borðinu. „Jæja, nú má ég til með að yfirgefa ykkur, góðu konur, því að störfin á skrifstofunni bíða mín.“ Hann þagnaði og beindi því næst vingjarnlegum og ljómandi augum til Kittyiar og mælti: „Ég ætla ekki að ónáða yðulr í einn eðai tvo daga, á jmeðan þér hvílið yður, en að þeim liðnum langar mig til lað spjalla við yður ofurlítið urn vierziunarmál." „Hvað — við mig?“ i ,,Já; við þurfum a'ð gera ráðstafanir viðvíkjandi húsinu og kom- ast að einhverri niðurstöðu um, hvað gera skuli vib húsgögnin,"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.