Alþýðublaðið - 24.05.1935, Side 1
NYIR
kaupendur fá
ALÞYÐUBLAÐIÐ
ókeypis
til næstu
mánaðamóta.
RlfSTJORI: F. R. VALDEMARSSON
OTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN
XVI. ÁRGANGUR
FÖSTUDAGINN 24. MAI 1935.
138. TÖLUBLAÐ
, i
Ihaldið hækkar ntsvörin
á Reykvíkingum um 40v
Hækknuío Inemnr einni miljón króna siðan í fjrra.
Þetta er hin glæsilega fjðrhagsstjórn íhaldsins í Rejkjavik.
T T TSVARSSKRÁ REYKJAVIKUR var gefin út í
dag. Hafa öll útsvör hækkað samkvæmt henni
um tæplega 40%. Heildarupphæðin, sem lögð hefir
verið á bæjarbúa er samkvæmt bráðabirgðatalningu
kr. 3.310.000.00 — þrjár miljónir þrjú hundruð og tíu
þúsund krónur. — Er það um einni miljón króna
meira en jafnað var niður í fyrra.
1 dag geta Reykvíkingar geng-
ið úr skugga tun það, hvernig
hin glæsilega fjármálastjórn
Reykjavíkurbæjar, sem íhalds-
menn hafa gumað af undanfaiin
ár og bent á sem aðalafrek
flokksins, snertir þá og fjárhag
þeirra beint og óbeint.
Menn geta lesið í útsvars-
skránni hvað það kostar þá bein-
línis, að hafa stjórn bæjarins í
höndum fjármálaspekinga íhalds-
ins, og menn geta borið þaðsam-
an við það, sem bærinn hefir gert
fyrir þá, það, sem íhaldið í bæj
arstjórn hefir gert til aÖ bæta
afkomu vinnustéttanna, fátækra
og atvinnulausra, sjúkra og van-
heilla, barna og gamahnenna.
Menn munu bera þetta saman
í dag og taka ákvörðun sína um
það, hve lengi þeir vilja fela fjár-
málastjórn bæjarins þeim mönn-
um, sem hækka útsvörin um alt
að einni milljón króna á hverju
ári, án þess að nokkuð komi í
staðinn til hagsbóta fyrir bæj-
arbúa.
Hér á eftir fer upptalning hæstu
gjaldendanna í Reykjavík, þeirra,
sem gieiða yfir 4 þúsund krón-
ur i útsvar, og geta menn með
því að bera þau saman við út-
svarsstigann, sem birtur er á 3.
síðú hér í blaðinu, gert sér grein
fyrir því, hverju tekjur og eignir
yfirstéttarinnar í Reykjavík hafa
numið á síðastliðnu ári. Þó að
þessi útsvör séu allhá, munu þeir
menn, sem þau greiða, þó sízt
hafa ástæðu til að mögla, því að
það er í þeirra anda og fyrir
þá, sem íhaldið stjórnar Reykja-
víkurbæ. En hinir, allar þær þús-
undir manna, sem greiðanokkra
tugi eða nokkur hundruð króna
í hit íhaldsins af þeim tekjum,
sem ekki einu sinni hrökkvaþeim
og þeirra til lifsviðurværis, bera
hlutfallstega miklu meiri byrðar
af stjóm ihaldsins. Og það eru
þeir, sem munu skera úr um það
við næstu bæjarstjórnarkosningar,
hvort íhaldið fer áfram með völd.
Þeirra hlutur getur ekki verri
orðið. Þeir hafa alt að vinna,
en engu að tapa.
Allianoe 14300
Ludvig Andersen 5280
Andrés Andrésson klæðskeri 5500
Árni Jónsson, timburverzl. 18150
Ásgarður, smjörlíkisgerð 4400
Axel Ketilsson kaupm. 7000
B. P. á íslandi 4400
Hinrik Biering kaupm. 4400
B. H. Bjarnason, db. 10450
Braunsverzlun 6160
Edinborg 6050
Efnagerð Reykjavíkur hf. 21560
JEggert Kristj. stórkaupm. 11000
Egill Vilhjálmsson bílasali 11000
Eimskipafél. ísafold hf. 16500
O. Ellingsen kaupm. 11550
Félagsprentsmiðjan 6600
Friðrik Jónsson, Lauf. 49 8580
Friðrik Þorsteinsson hús-
gagnasm., Skv. 12 4950
G. Helgason & Melsted hf. 5280
G. Ólafsson & Sandholt 4620
Garðar Gíslason stórkaupm. 11550
Geysir, veiðarfæraverzlun 21450
Guðbjörg Bergþórsd. kpk. 4400
Guðm. Asbjörnsson kpm. 5720
Guðm. Bjarnason klæðsk. 4950
Guðm. Markússon, skipstj. 4070
Guðm. Ólafsson, hrm. 4510
Guðm. Þorsteinsson, Bjarn-
arst. 12 5775
H. Benediktsson & Co. 8800
Halldór Kr. Þorsteinsson,
Háteigi 6930
Haraldur Árnason kaupm. 13200
Héðinn, vélsmiðja 4400
Helgi Magnússon kaupm. 4070
Helgi Magnússon & Co. 16500
Hið ísl. steinolíufél. 8250
Hrönn h.f. 5500
Hvannberg, Jónas kpm. 8360
Hængur h.f. 4400
I. Brynjólfsson & Kvaran 8250
Ingim. Jónsson, Holtsg. 1 8250
Isafoldarprentsm. h.f. 10450
J. Þorláksson & Norðmann 11770
Jensen Thor, Frík.v. 11 17600
Jóhann Ólafsson & Co. 29700
Jóhanna D. Magnúsd. lyfs. 5500
Jóhannes Jósefsson, hótel-
eig. 13200
Johnson Ólafur, Esjubergi 11880
Jón Bjömsson kaupm. 28600
Jón Loftsson kaupm. 7700
Jón Magnússon yfirfiskimm. 7150
Jón H. Sigurðsson próf. 4950
Jón Þorláksson (dánarbú) 12540
Júlíus Guðmundsson kpm. 4950
Kaaber, bankastjóri 4950
Kol & Salt 7150
Kristján Siggeirsson kpm. 8800
Kveldúlfur h.f. 24200
Láms G. Lúðvigsson, skó-
verzlun 59400
Magnús Sigurðsson, banka-
stjóri 5500
Marteinn Einarsson kpm. 8800
Matthías Einarsson, lækn-
ir 6160
Mjólkurfélag Reykjavíkur 5500
Mogensen, lyfsali 4950
Nathan & Olsen 7260
Nói h.f. 10450
Nýja Bíó 13200
Ó. J. & Kaaber 26950
Ólafs Halldóra, Bank. 12 7150
Ólafur Á. Gíslason kpm. 5500
Ólafur Magnússon kpm. 14300
Ólafur Þorsteinsson læknir 4950
Olíuverzlun íslands h.f. 49500
Páll Stefánsson frá Þverá 13200
Petersen (Gamla Bíó) 19250
Pétur Halldórsson bóksali 5170
Rosenberg 4950
S. I. S. 12100
Borgarstjórinn l Reykjavík.
Sjö íhaldsmenn
á þingi
seg|a skilið við eiaska
stjérnlna.
Baldwin stimplar þá
sem liðhlaupa.
LRP. 23.5.
Sjö þingmenn brezka ihalds-
flokksins, stuðningsmenn þjóð-
stjórnarinnar, sögðu í dag slitið
samstarfi við stjórnina og færðu
það til, að þeir væru mjög ó-
samþykkir ýmsum atriðum í
stefnu stjórnarinnar.
Þessir þingmenn eru: Hertoga-
frúin af Atholl, Ashbury undir-
foringi, Sir Joseph Nall, Linton
Thorp og Todd undirforingi.
Stanley Baldwin sagði, er hann
svaraði þessari yfirlýsingu þing-
manna, að slíkt liðhlaup væri
hnefahögg framan í þjóðlega ein-
ingu, en þessarar einingar hefði
aldrei verið meiri þörf en ein-
mitt nú. (FÚ.) .
Friðrik krónprinz og Ingrid
prinzessa voru gefin saman
í hjónaband í Stokkhólmi kl.
háif tólf í dag.
Hræðilegt slys i gær
við lagningu Sogslfnunnar.
Gissur Grímsson verkamaður verður uncir þriggja
tonna staurum og rotast til bana.
HRÆÐILEGT slys vildi
til í gær kl. 11,45 á
melnum fyrir sunnan
Korpúlfsstaði.
Gissur Grímsson verka-
maður Bergstaðastíg 55
varð undir staurum og
rotaðist til dauða.
Hefir Alþýðublaðið átt viðtal
um slysið við Sigurð Guðnason
verkamann, Hringbraut 188, en
hann er flokksstjóri fyrir þeim
flokki, er Gissur heitinn vann í.
Skýrir hann þannig frá slys-
inu og aðdraganda þess:
„Við byrjuðum fyrir nokkru að
reisa staurana í Sogslínuna, og
erum við búnir að reisa 35 staura.
Vinna við þetta verk 63 menn í
tveimur aðalflokkum.
Klukkan að ganga 10 í gær-
morgun byrjuðum við að vinna
á melunum fyrir sunnan Korp-
úlfsstaði.
Var þar grafin hola fyrir staura,
er hún um 4x4,5 metrar að flat-
armáli og um 2 metrar á dýpt.
Ofan í holuna eru látnir fjórir
staurar, sem festir eru sarnan
r-.-..... .. ................. -
Shell 30250
Sv. Egilsson bílas. 10450
Sláturfélag Suðurl. 4400
Slippfélagið 8250
Smjörlílrisgerðin hf. 11000
Steindór Einarsson 8800
Stgr. Jónsson rafm.stj. 4950
Stephen St. kaupm. 7260
Storr Ludvig 5500
Sturla Jónsson kaupm. 8580
Sælgætisg. Freyja 7150
Sænsk-ísl. frystih. 5500
Sölusamb. ísl. fiskframl. 49500
Thorarensen St. lyfs. 11000
Thorsteinsson Þorst. lyfs. 15400
Völundur 39600
Tryggvi Þórh. bankastj. 5060
Ölg. Egill Skallagrimss. 29700
Útsvarsstiginn, eða þær reglur,
sem niðurjöfnunarnefnd fór eft-
ir um álagningu útsvaranna, eru
birtar á 3. síðu.
GISSUR GRÍMSSON verkamaður.
•
með þverslám að neðan og kross-
skífurn. Eru staurarnir samsettir
og með járnum um 3 tonn að
þyngd. Efst á þeim eru þver-
slár úr járni, á þeim eru fjórar
taugar, sem eru festar í jörðina
með járnum nokkuð frá holun-
um til þess að halda staurun-
um í jafnvægi, þar til búið er
að púkka grjótið niður með þeim
í holunum.
Klukkan 11,45 vorum við meira
en hálfnaðir með að snúa staur-
unum. Fórum við mjög hægt aÖ
því, og var alt af verið að hrópa
viðvörunarorð.
10 menn voru í holunni, og var
Gissur heitinn einn á meðal
peirra.
Hvassviðri var á sunnan og
stóð auðvitáð í staurann. Um leið
og þeim var snúið í eitt skiftið
gaf eftir á einni tauginni og staur-
arnir lögðust að bakkanum einu
megin i holunni.
Um leið og staurarnir færðust
úr jafnvægi kallaði einn verka-
mannanna aðvörunarorð um að
staurarnir væru að hallast.
Ég sá að staurarnir hreyfðust
mjög hægt og hölluðust undan
veðrinu á holubakkann.
Menn forðuðu sér þá frá þeirri
hliðinni, sem staurinn hallaðist til,
EINKASKEYTI
TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS
KAUPMANNAHÖFN á hádegi.
|Z LUKKAN hálf tölf í
dag voru Friðrik rík-
iserfingi Islands og Dan-
merkur og Ingrid prinz-
essa, dóttir Gústafs
Adoifs ríkiserfingja í Sví-
þjóð, gefin saman í hjóna-
band í Stórkirkjunni í
Stokkhólmi.
Það má segja svo, að Stokk-
hólmur og Svíþjóð öll hafi stað-
ið á haus alla síðast liðna viku
vegna hátíðahaldanna í tilefni af
þessu brúðkaupi.
H\ær veizlan hefir tekið við af
annari frá því fyrst á morgnana1
og þangað til seinast á kvöldin.
Brúðkaupsgestirnir eru hér um
bil 100 að tölu, þar á meðal
Kristján konungur tíundi og Al-
exandrína drottning, konungs-
hjónin í Belgíu, konungshjónin í
Noregi, Vilhjálmur fyrverandi
krónprinz Þýzkalands, sem við öll
tækifæri hefir lagt áherzlu á að
Vera í hæfilegri fjarlægð frá Leo-
pold Belgíukonungi, krónprinzinn
og krónprinzessan í Noregi og
dætur þeirra báðar, sem voru
brúðarmeyjar.
Brúðargjafirnar, sem ekki verð-
ur sagt annað um en að séu
en á sama augnabliki sáum við
að einn félagi okkar varð milli
bakkans og staursins.
Var það Gissur heitinn.
. Þetta skifti engum togum.
Staurarnir lyftust á holubakk-
anum og vógu þar salt, en við
pao varð Gissur laus og lá eftir
við bakkann.
Við félagarnir þutum strax til
hans þar sem hann lá, og sáum
víð undir eins að hann var lát-
inn. Höfðum við ekki heyrt til
hans hljóð eða stunu. Við bárum
hann upp úr holunni og lögðum
hann á bakkann, en einn félag-
anna hljóp heim að Korpúlfsstöð-
um og símaði þaðan á sjúkra-
bifreið og lækni.
Sjúkrabifreiðin kom að vörmu
spori, en þar sem Gissur var lát-
inn kom líkvagninn einpig og
læknir með honum, Gísli Páls-
son, og var líkinu síðan ekið
á Franska spítalaún.
Höfuðkúpan var brotin, og sá-
um við engan annan áverka á
líkinu.
Það er sárt að lifa slík augna-
blik eins og þetta, er slysið vildi
til. Fyrir örskammri stund var
þessi stéttarbróðir okkar glaður
og reifur, en á næsta augnabliki
var hann liðið lík. . . .
Þannig skýrir Sigurður Guðna-
son frá þessu hörmulega slysi.
Gissur Grímsson var mjög vin-
sæll meðal stéttarbræðra sinna.
Hann var félagi í Dagsbrún og
gekk í það félag 2. febrúar 1929.
Hefir hann gegnt þar trúnaðar-
störfum af mikilli samvizkusemi.
Gissur varð 56 ára að aldri,
fæddur 1879. Hann átti heima á
Bergstaðastíg 55. Hann var
kvæntur Sigrúnu Jónsdóttur, og
áttu þau fjögur börn, þar af eru
þrjú innan við fermingu.
fremur dýrmætar en smekkleg-
ar, éru alls staðar til sýnis úti
í gluggum bæði i Kaupmanna-
höfn og Stokkhólmi.
Strax á eftir hjónavígslunni,
sem framkvæmd var af Eidem
erkibiskupi, var gestunum boð-
ið til hátíðlegs morgunverðar í
stóra salnum i konungshöllinni,
sem kallaður er „Hvíta »hafið“.
Klukkan eitt á danski kórinn
„Bel canto“ að syngja fyrir brúð-
hjónin. Klukkan þrjú ætla ungu
hjónin að fara hringferð um borg-
ina til þess að láta hylla sig af
fólkinu. Klukkan hálf fimm fara
þau um borð í konungsskipið
„Dannebrog", og hálfum tíma síð-
ar verður lagt af stað til Kaup-
mannahafnar undir söng fallbyss-
anna og í fylgd með dönskum
og sænskum herskipum.
Klukkan átta verða brúðkaups-
gestirnir í síðasta sinn í boði
hjá Gustaf fimta Svíakonungi, og
lýkur þar með veizluhöldunum
þennan dag.
Á sunnudaginn fara brúðhjónin
í land í Kaupmannahöfn undir
dynjandi fallbyssuskotum frá
Sixtusvirkinu. Síðar um daginn
syngur danskur karlakór fyrir
þau, en eftir það fara þau hring-
ferð um borgina.
Á sunnudagskvöld verður há-
tiðlegt boð i þinghúsinu, Krist-
jánsborgarhöll.
Á mánudagskvöld verður há-
tíðasýning í Konunglega leikhús-
inu, og verður hátíðahöldunum
þar með að mestu lokið.
STAMPEN.
Óskemtileg byrjun.
OSLO 23. maí.
Hátíðleg móttökuathöfn fór
fram í ráðhúsinu í Stokkhólmi
í gær, í tilefni af brúðkaupi
Friðriks ríkiserfingja og Ingrid
prinzessu, sem stendur fyrir
dyrum.
Þar söng „Stockholms Kor-
forbund“ og meðan söngurinn
stóð yfir varð sá sviplegi at-
burður, að söngstjórinn, Sven
Lizell, hneig niður vegna hjarta-
bilunar og lézt hann samstundis.
Við hátíðarathöfnina, sem
þegar var hætt, voru 1100 gest-
ir og þeirra fremstir Friðrik
ríkiserfingi og Ingrid prinzessa.
UppreisDir I Irafc.
LONDON í gærkveldi.
Síðustu vikumar hafa ýmsir
kynbálkar í Irak gert uppreisn
gegn konunginum, en nú segja
fréttir að uppreisnirnar séu al-
gerlega bældar niður, en höfö-
ingjar þjóðflokkanna hafa beðið
konunginn fyrirgefningar og lýst
því yfir, að þeir gæfu sig alger-
lega á hans vald. Jámbrautin
milli Bagdad og Bara, sem rifin
var upp að nokkru leyti meðan
á uppreisninni stóð, hefir nú ver-
ið löguð og reglulegar samgöng^r
hefjast um hana á morgun.