Alþýðublaðið - 13.06.1935, Page 1

Alþýðublaðið - 13.06.1935, Page 1
RAUÐHÓLAB' Skemtistaður alþýðu- félaganna. SKEMTUN á sunnudaginn kem- ur. RIJTSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON XVI. ÁRGANGUR FIMTUDAGINN 13. JONI 1935. UTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN 155. TÖLUBLAÐ Ihaldið er þiirkað út I sveitnDum trá Rangárvðilum til Dala. Framkoma SJálfstæðisflokksins f afuriasiilii* málum bænda og sérstaklegst tnjólkurverkfaiiið f Reykjavík hefir valdið straumhviirfuni f sveituu). STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR hafa nú mætt á fund- um xrammi fyrir kjósendum á öllu Suður- og Vesturlandi, í sex kjördæmum, sem senda alls 8 menn á þing, Rangárvallasýslu, Árnessýslu, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Snæ- fellsnessýslu. Fundirnir, sem haldnir hafa verið í þessum sex kjördæmum, sem liggja næst í kringum Reykjavík, hafa sýnt það alveg ótvírætt, að fyígi stjórnarflokk- anna hefir aukist stórkostlega síðan um síðustu kosn- ingar, og miklu meir en þeir höfðu gert sér vonir um. Orsökin til þessara pólitísku umskifta í sveitunum er fyrst og fremst stefna stjórnarflokkanna í afurða- sölumálunum og hinsvegar framkoma íhaldsmánna gagnvart henni og sérstaklega mjólkurverkfall þeirra í Reykjavík í vetur. Sex stjórnmálafundir voru haldnir í gær í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Fjölmennasti fundurinn var í Stykkishólmi °g voru á honum yfir 200 manns. Fundurinn byrjaði kl. 3y2 og stóð fram yf- ír miðnætti, Aðal ræðumennirnir voru Sig- urður Einarsson fyrir Alþýðu- flokkinn, Jónas Jónsson fyrir Framsóknarflokkinn og Thor Thors fyrir Sjálfstæðisflokkinn. JÓnas Jónsson talaði fyrstur á fundinum, en Thor Thors tók sér tvöfaldan ræðutíma og lét svo um mælt, að hann mætti bæði fyrir Sjálfstæðisflokkinn pg Bændaflokkinn, enda kom það fram á fundinum, að hann talaði í umboði þeirra beggja. T. d. hafði hann meðferðis skjal, sem hann mun hafa fengið að láni hjá Svavari Guðmundssyni, en hann las það upp á Borgar- nesfundinum og gerði Thor hið sama í Stykkishólmi. Thor Thors byrjaði með mikl- um rosta og rembingi eins og hans er vandi, en tók mjög að lýjast er leið á fundinn og varð lítið úr vörnum hans fyrir báða íhaldsflokkana, er hann þóttist mæta fyrir. Sigurður Einarsson lagði enn sömu spurningar fyrir Thor Thors og gert var á Borgarnes- fundinum og tók Thor þeim nú á alt annan veg. I Borgarnesi hafði hann sagt, að alt, sem sagt væri um skuldir Kveldúlfs og lántökur forstjóranna væri Stórhýsi íRauðhólnm. Alþýðuíéiögin hafa látið byggja se6r~ an veltlnga* og samkomu'-sbáia í Rauðhólam og er hann að mestn bygðnr fi Sjálfboðaliðsi innn. andstyggilegur rógur og lýgi, en í Stykkishólmi játaði hann, að það væri alt rétt. og reyndi að halda því fram, að það væri eðlilegt, að Kveldúlfur skuldaði mikið. Þegar Sigurður Einarsson sýndi fundarmönnum fram á, að lánin, sem Kvöldúlfur hefði veitt einum frænda þeirra bræðra, af því fé, sem Kvöldúlf- ur sjálfur tekur að láni hjá Landsbankanum, væru hærri en alt það, sem Thor Thors hefði útvegað kjördæmi sínu, þá var auðséð, að kjósendur Thor Thors skildu betur en áður vinnubrögð Kveldúlfsbræðra í stjórnmálunum. Á Fáskrúðarbakka voru um 70—80 manns á fundi. Þar voru mættir Jón Baldvinsson, Her- mann Jónasson, Jón í Stóradal og Ólafur Thors. Jóni Baldvinssyni var þar ágætlega tekið, en Jón í Stóra- dal fékk ilt hljóð, eins og á öðr- um fundum, þar sem hann hef- ir komið. Á Búðum voru að eins 30 manns á fundi. Þar var Pétur Magnússon' fyrir íhaldið og var sérstaklega geðillur, enda hafa bændur á öllum fundunum, þar sem sagt hefir verið frá fram- komu hans í mjólkurmálinu, látið í ljós andstygð sína á henni. .1 Grundarfirði voru um 60 manns á fundi. Þar mæt .i Kristján Guðmundsson frá Stykkisþólmi fyrir Alþýðuflokkinn, Hannes dýralæknir fyrir Framsóknar- flokkinn og Pétur Ottesen fyrir í- haldið. Kristjáni Guðmundssyni var vel tekið á fundinum. Af fundum á Sandi og í Ölafs- vík hefir ekki frézt enn. Þeir, sem voru á fundum í Borgarfjarðar- og Snæfellsnes- sýslum eru nú ýmist lagðir af stað áleiðis til Reykjavíkur eða norður í land, þar sem fundir verða nú næst. Sigurður Einarsson heldur fundi um alla Barðastrandasýslu næstu daga og verður með honum Gísli Magnússon frá Eyhildarholti, frá Framsóknarflokknum. Hermann Jónasson og Guðjön B. Baldvinsson fara norður í Strandasýslu, og halda fundi þar, en Kristján Guðmundsson og Jónas Jónsson í Dalasýslu. Fundur á Akranesi í gærkvöldi. 1 gærkveldi var haldinn fundur á Akranesi. Voru um 200 manns á honum, og stóð hann til mið- nættis. Á fundinum mættu Sigur- jón Á. Ólafsson og Gunnar M. Magnúss fyrir Alþýðuflokkinn, Magnús Guðmundsson og Þor- steinn Briem fyrir íhaldsflokkana, en Ólafur Sveinsson fyrir Fram- sókn. Þeir Magnús Guðmundsson og Þorsteinn Briem veittust nær ein- göngu að Alþýðuflokknum, enda Frli. á 4. síðu. Japanir stofna nýtt ieppríki í Norðar-Kína Keisarastjórnm verður innan skamms endurreist i Peking. Blóðugir viðburðir i Austur-Asíu yfirvofandi. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBL. KAUPMANNAHÖFN í morgun. ¥ APANIR hafa nú í viðbót við Mansjixríu tekið ^ Norður-Kína, norðan frá kínverska múrnum og suður að ,.,gula fljótinu“, Hohango, herskildi. Iler- menn kínversku lýðveldisstjórnarinnar í Nanking hafa engri vörn getað við komið. Nú hafa Japanir kraf- izt þess af Mankmgst jórniimi, að hún kalli alla embætt- ismenn sína, þar á raeðal landstjóra sinn, þegar í stað burt úr Norður-Kína. Alt bendir til þexs, að það ;.é ætlan Japana áð endurreisa gömlu kínversku keisarastjórn- ina í Peking og nota hana sem‘ lepp á sama hátt og þeir nota keisarann, sem þeir settu í há- sæti í Mansjúríu, eftir að þeir lögðu það land undir sig. Með þessum nýjustu viðburðum hafa Japanir stórum nálgast það tak- mark, sem þeir hafa sett sér: að sölsa alt Kínaveldi undir sín yfirráð. Hvort þeir ráðast næst á Mið-Kína með höfuðborginni Nanking og hafnarborginni Shanghai, eða á Mongólíu, er undir ýmsum atvikum komið. .. Blóðug uppreisu gegn yf ir- gaugi Japaua yfirvofaudi. Hinar nýju kröfur Japana til kínversku stjórnarinnar um að kalla landstjóra sinn og alla embættismenn sína í Norður- Kína á brott, hefir ekki aðeins í Kína heldur og úti um allan heim vakið undrun og ótta. Þær eru taldar ótvíræð sönnun þess, að þeir ætli ekki að láta sér nægja með neitt minna en að gera Norður-Kína að leppríki sínu á sama hátt og Mansjúríu. Að þeir eru alráðnir í að berja niður alla mótspyrnu gegn þessum fyrirætlunum má sjá á því, að þeir halda ekki aðeins áfram að senda hermenn og vopn norðan úr Mansjúríu, held- ur hafa þeir nú einnig sent her- skip til hafnarborgarinnar Tsi- entin. Kínverska stjórnin hefir enn ekki svarað þessum nýju kröf- um. En hverju sem hún kann að svara, er við búið að kín- verski herinn rísi upp til varn- ar og að blóðugir bardagar hef j- ist þá og þegar. OKADA forsætisráðlierra í Japan. Njr flokkar á Englandi? \ Lioyd George, Snowden og fylgismenn peirra haida ráðstefnn 1. júií. LONDON í morgun. David lloyd ge- ORGE, Sxiowden lá- varður, Lothian lávarður og fleiri víðkunixir brezk- ir stjórnmálamenn hafa stofnað til samtaka sín á milli um að efna til ráð- stefnu, sem á að hafa það höfuðhlutverk, að vimxa að friðar- og endurskipu- lagningarmálum í við- reisnarskyni. Gert er ráð fyrir, að ráðstefna þeirra, sem að þessari nýju hreyf- ingu standa, komi saman 1. júlí. Samtök þessi hafa vafalaust víðtæk áhrif í stjórnmálálífi Bretlands, þar eð svo merkir og kunnir stjórnmálamenn standa að þeim. I ávarpi til almennings, sem þeir hafa látið birta, hvetja þeir menn til þess að styðja að- eins þá frambjóðéndur til þings í næstu kosningtiin, sem skuld- binda sig til þess að vinna af á- huga að framgangi tillagna,sem miða að afvopnun og varðveit- ingu friðarins, með1, því að koma á fót'gerðardómi í deilu- málum, áéM til ófriðar kynni að leiða, eða með samtökum gegn friðrofa, ínnan vébanda Þjóða- bandalagsins. HIROHITO keisari í Japan. I London eru stjórnmála- mennirnir mjög vonlitlir um það, að friðurinn haldist, og hættan á því að alt fari í bál og brand í Austur-Asíu talin meiri en nokkru sinni áður. Japanir undirbúa endur- reisn keisarast jórnariiínar í Peking. Það hefir nú verið upplýst, að kínverska stjórnin bauðst til þess, áður en Japanir sendu her sinn suður fyrir kínverska múrinn, að gera engar pólitísk- ar né efnahagslegar ráðstafanir í Kína öðruvísi en í samráði við japönsku stjórnina. En stjórnin í Tokio hafnaði þessu boði. Utanríkisráðherra Japana hefir opinberlega borið þær fréttir til baka, að það væri ætl- un Japana að setja uppgjafa keisarann í Kína, Kang-Teh, sem rekinn var frá ríkjum árið 1911 þegar hann var aðeins eins árs gamall, aftur til valda í Norður-Kína. En sú yfirlýsing er ekki tekin alvarlega. Því að það er kunnugt, að japanskir verkamenn eru þegar byrjaðir á því að gera við gömlu keisara- höllina í Peking. STAMPEN. LLOYD GEORGE Hið nýja friðarvinaráð hefir einnig tilkynt, að það muni fús- lega veita alla aðstoð sína fram- bjóðendum í næstu kosningum, hverjum flokki sem þeir til- heyri, svo fremi að þeir skuld- bindi sig til þess að styðja stefnuskrá ráðsins. — (United Press). EKkja Lenins 1 stofnfangelsi! ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN í moi^un. KKJA LENINS, Krupskaja, heör, samkv. ákvörðun Sta- lins, verið einangruð á heimili þínu í Moskva, og er henni gefið það að sök, að hún hafi innan Bolsjevikaflokksins reynt að vinna menn til fylgis við þá kröfu, að Sinovjeff og Kamenjeff, sem voru sendir í útLegð eftir Kiroff- hiorðið í vetur, yrðu látnir lausir. STAMPEN. Kaldhreinsaða mjólkin. Samsalan hefir beðið Alþýðu- blaðið að geta þess að vegna framkominna óska verði frest- urinn til að skrifa sig fyrir kald- hreinsaðri mjólk framlengdiir til laugardagskvölds. — Listar liggja frammi í búðum Samsöl- unnar. \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.