Bjarki


Bjarki - 02.04.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 02.04.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 10 aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. II. ár. 13 Seyðisfirði, Föstudaginn 2. April Svar til Kirkjublaðsins. (Framh.) Sje það ætlun Kirkjublaðsins, að gefa lesendum sínum hugmynd um heimspekilegar lífsskoðanir erlendra vísinda- manna — og það væri sannarlega fagurt og þarft ætl- unarverk — þá verður það að varast, að flytja jafn tor- veldar og villandi ritgjörðir, sem þessi stjörnumerkta rit- gjörð er. Sannir viðburðir úr^lífi vísindamannanna, og kjarkmikil orð, er þeir hafa mælt við einhver tækifæri, lýsa bctur lífsskoðun þcirra og sálarlífi en heimspekis- moldviðri hinna þriggja stjarna. Hjer er eitt slíkt dæmi: Prófessor Huxley mælti svo fyrir, að á legstein sinn skyldí skrifa þessi vísuorð, er kona hans hafði ort: »And if there be no meeting past the grave, If all is darkness, silence, — yet ’tis rest. Be not afraid, ye waiting hearts that weep, For God still »giveth his beloved sleep«. And if an endless sleep He will, — so best«.* 1 þessum orðum er sannarlega annað og meira fólgið en materialistisk vantrú og dramb, og svo hefur einnig verið í sálu þess mans, er kaus þessa hugsun sjer til fylgdar í gröfina, sem óskaði að tala þessi orð frá gröf sinni til eftirkomendanna. í þeim er fólgin djúp, lotn- íngarfull og tilbiðjandi trú; trú er sættir mann við sjálfan dauðann, trú á guð, þótt eigi sje sá guð ákveðinn og takmarkaður af mannlegu huggripi; trú er segir: Þótt þú glatir mjer drottinn, skal jeg samt treysta á þig; trú sem jafnvel slær vonarbjarma yfir gröfina. Að minsta- kosti lýsa ekki þessi orð neinum ótta fyrir gröf og dauða. Dauðinn er að minsta kosti kærkomin hvíld eftir erviði lífsins, þegar kraftarnir eru þrotnir. Máske meir? í’að veit cinginn maður. Sje hann eilífur svefn, þá er það vilji guðs að svo sje, og þá hlýtur það að vera best. l’að er ekki vort að setja honum skilyrði. Vjer hljótum t f rólegir og ókvíðnir að Iúta hans vilja. Ottist því eigi, hvíldin er sæt. Þessi hugsun er fólgin í hinum einföldu vísuorðum. Og það er eftirtektavcrt, að það er kona hinnar gömlu hetju og spekíngs, sem ort hefur þetta stef, er hann auðsjáanlega álítur að best lýsi hugsun sinni um gröf og dauða. það voru hennar orð og hugsun, er hann kaus sjer til fylgdar f gröfina. ■— Og þó eru þeir menn margir •— ekki síst í flokki guðfræðínganna -— sem segja, að náttúruvísindin og rannsókn geri manninn andlausan og hrokafullan, svifti lífið allri »rómantík«, útrými úr sálunum öllu hinu viðkvæmasta tilfinnínga og hugsjóna lífi, en setji í staðinn kaldan þótta. Slíkt er auðvitað hinn mesti hjegómi. Eins og mansandinn þoli ekki þekk- íngu og rannsókn! *) Ef eingir finnast aftur bak við gröf, þar einn og sjerhver getur hvíld sjer fest. Og þjer sem grátið, berið ljetta lund, því lífsins vörður gefur öllum blund: Og vilji hann svefn um eilífð, — er það best. 1897. Það er mikill lærdómur fólginn í því, að skyggnast inn í sálarlíf þeirra manna, sem alment eru kallaðir van- trúarmenn, eins og prófessor Huxley, sem aunga trúar- játníng viðurkendi, en sagði að trú (Religion) væri ofhá- leit og helg til þess, að fleipra og guma með hana eins og gert væri, eða steypa hana í orþódoxum formum. Af sálarlffi þessara manna má sjá að fríhyggjendur geta öðl- ast þann sálarfrið og jafnvægi, sem kirkjan segist ein geta veitt sínum orþódoxu játendum. Af því má og sjá að hinir orþódoxu, scm kalla sig eina trúmenn, og á- fellast fríhyggjendur, gætu lært og ættu að læra sanna auðmýkt, og sannarlegt trúnaðartraust af þessum svoköll- uðu vantrúarmönnum. B. J. * * * Ath. Fyrst bið jeg hinn heiðraöa höfund mikillega fyrirgefn- íngar á því, að grein hans hefur verið svo margbútuð. Blaðið er lítið en við ýmsu að snúast. Pað eru málsbæturnar. Á hina hliðina var það hættulaust, því þessi grein er svo skrifuð, að hún hefði verið Iesin og munuð þó hún hefði verið í tíu hlutum. En hvað Kirkjublaðinu hefur geingið til að úthýsa þessari grein er mjer hrein gáta. Það blað hefur þó sýnt stundum að það getur verið frjálslyndara og víðsýnna en slík blöð eru vön að vera, og þessi grein er auk þess svo hógvært-skrifuð, og ber með sjer svo augljósa sannleiks ást, að hún gat aungan mann hneixlað. Og þó svo hefði verið, þá hefði rjettsýni ritstj. samt átt að taka með gleði við leiðrjettíngu á hinni spreinglærðu dóna- grein, sem hann hefur kanske aðeins tekið í Kirkjublaðið vegna nafnsins sem fylgdi henni. Auðvitað sakar það lítið þá Darwin Huxley, Spencer, Mill og Comte þó á þá sje logið hjer úti á íslandi, cn andlegri menníngu lescndanna er það illur greiði. Og þó ekkert af þessu hefði getað hrært hjarta ritstjórans, þá var það, að sjá slíka grein sem þessa koma frá hendi óskóla-. geingins mans meira en næg ástæða til að taka hana, því bæði er það, að aðeins fáir af vorum »lærðu« mönnum hafa næga mentun til að skrifa hana, og svo er hún betri sönnun fyrir gáfum og mentun þjóðarinnar, og landinu til meiri frægðar en tíu bækur fullar af lofi. Ritstj. Stjörnuljoð. Efitr Pál Ólafsson. I. Til Ólafs á Storabakka. Fram í hesta hús jeg gekk hlýddi á Stjörnu tetur; orðin numið fljótt jeg fjekk. færði svo í letur. Töluvert jeg tek mjer nær, til þess síst jeg hlakka, ef Olafur fer en einhver fær annar Stórabakka. Mín hjá Bjarna bónda þar byrjar ævi saga; W 3 8' C/5 sr g* p> crq fí r-r P crq C cr ►n H Q- Q- P P 3 o. tu 3 r* c v. '—«. P

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.