Bjarki


Bjarki - 29.04.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 29.04.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifieg fyrir i. Okt. II. ár. 17 Seyðisfirði, Fimtudaginn 29. April 1897. Verkmannafjelag Seyðisfjarðar heitir fjelag, sem hjer hefur verið að koma undir sig fót- um síðasta haust og vetur. Í’að mun vera fyrsta verk- mannafjelag á landi hjer og hefur sú nýúng eins og allar aðrar mætt misjöfnu umtali og dálitlum andróðri, en það má segja það strax, vinnuveitendum hjer til lofs, að fje- lagið hefur aungri beinni óvild éða fjandskap mætt frá þeirra hendi, þvert á móti hafa sumir stoðað það og hlynt að því. I’að var einkum í öndverðu að ýmsir menn höfðu óhug á því, mest vegna ókunnugleika og misskilníngs, kölluðu það skrúfufjelag (strækufielag, sem ber nafn af engka orðinu strike framborið stræk, sem merkir að slá, ljósta, fella niður segl, fella niður verk o. fl.), sögðu að fjelagið væri stofnað kaupmönnum og öðrum vinnuveitendum til skaða og bölvunar, og fleira því líkt. I’etta hefðu þeir nú ekki sagt ef þeim hefði verið það fullljóst að strækur eða skrúfur hafa híngað til verið vestar og voðalcgastar hjá ósamcinuðum eða hálfsameinuðum verkalýð. Hvað vita þeir um þau hundruð af skrúfum sem árlega eru knúðar af stað á l’jóðverjalandi, Bretlandi, f Bclgíu og Danmörku af fjelagsbundnum verkmönnum? I’etta er af þvf að þær eru flestar smáar, fara hægt, og fleiga hvorki nje kljúfa. Þeim stjórna fjelög, sem finna vcl ábyrgð sína gagnvart meðlimunum, leita samkomulags ef þess er nokkur kostur og grípa ekki það voðavopn, sem skrúfa er, ncma í ítrustu nauðsyn, og þó varla nema þeir viti kröfur sínar svo rjettlátar að hver góður dreing- ur í landinu óski þeim sigurs. Um Hamborgarskrúfuna, hafnarskrúfuna miklu i Lundúnum og járnbrautarskrúfuna í Bandaríkjunum í Vesturheimi er þar á móti öllum heimi kunriugt. Þær urðu líka háskalcgar og voðalegar einmitt mestmegnis af því að þar átti hlut að máli illa, og mest- an part ósameinaður verklýður. Margir þessara manna voru svo þjáðir af auðmönnum að þeir hefðu fegnir mátt óska að til hefðu verið þrælaverndunarlög, og það jafn- vel þó þau hefðu ekki verið eins mannúðleg og dýravernd- unarlögin. En mannfjelagið gaf þeim aungva vernd, og enn er hún lítil, og þeir áttu aungva fjelagsstjórn til að tala máli sínu og smálaga ástandið. Hjer var heldur um aungvan fjelagsskap að tala. Kúgunin og sulturinn gat aðeins sameinað þá um eina lagagrein og hún hljóðaði svo: Pegar mest er að gera, og vinnuveitendum ríður allra mest á vinnu okkar, leggjum við niður störfin fyrirvaralaust. Við látum alt standa málþola, vör- urnar skemmast, þá völtu fara á höfuðið, og hina sem af komast sjá milljón ofan á milljón af eigum sínum sökkva í hafið. Og ástæðurna fyrir þessu stutta og laggóða frumvarpi eru þessar: Margir af auðmönnunum munu vera svo hyggnir að sneiða hjá tjóninu og kjósa heldur að bæta kjör okkar svo við getum lifað og unnið; í vesta færi verðum við undir, og töpum eins til tveggia mánaða vinnu og crum lítið verr farnir fyrir því. I’að er að minsta kosti fljótari dauði. En eftirtekt mannfjelagsins höfum við vakið, og það getur þó kannske orðið börnum okkar að liði. Fjelagsbundnir menn hugsa alt á annan veg og það er af þessum ástæðum: í’eim geta samviskulausir vinnuveit- endur aldrei sökt eins til botns og hinum; það meinar fjelagsskapurinn. Þeir eiga því tíðar lagleg heimili, og kannske ofurlitlar eignir, hafa vanist við þægilegra líf, og það vilja þeir ekki leggja í voða með tvísýnni skrúfu og beita því samkomulagi og samníngum meðan kleift er. Þeir hafa og meira kaupþol og gera vinnu og verslun stöðugri og áreiðanlegri og verða síður að handbendni. Þetta hefur fjöldi vinnuveitenda skilið viðs vegar um heim og styrkja því allan skýnsamlegan fjelagsskap meðal verk- manna. Þetta hafa og þeir menn sjeð, sem stutt hafa verkmanna- fjelagið hjer, enda verður ekki betur sjeð en að það hafi farið svo stillilega og hóflega að ráði sínu, enn sem komið er, sem mest má vcrða. Það hefur í rauninni aungra launbóta krafist, því vinnulaun þóttu mönnum hjer ekki ósanngjörn áður. Að sönnu hefur það fært tímalaun fyrir vetrarmánuðina upp í 25 aura, sem áður munu hafa verið um 20 aura, að minsta kosti sumstaðar, en aftur skuld- bindur það fjelaga sína til að vinna fyrir 30 aura tíma- laun að sumrinu, sem áður munu oft hafa farið upp í 35 og 40 aura og þar yfir. Vinnutíma hefur fjelagið 10 tíma á dag, eins og hjer hefur verið gert við vinnu í bæjar- ins þarfir, enda er það margreynt að eigi menn að fylgja sjer að vinnunni, eru þeir örfáir sem þoli leingri vinnutíma til leingdar. Þó skuldbinda fjelagsmenn sig til eftirvinnu ef vinnuveitendum liggur nokkuð á, en til þess það yrði ekki misbrúkað skal goldið 5 aurum meira fyrir eftirvinnu tírnana en hina 10. Þcir skuldbinda sig og til að láta vinnuveitendum í tje alla þá vinnukrafta sem þeir megna, og vinna ekki fyrir sjálfa sig, nema öldúngis ó- hjákvæmileg störf, ef aðrir þurfa vinnu þeirra við. En jafnvcl þessar kröfur hefur verkmannafjelagið hjer ekki reynt til að knýa áfram með neinni nauðúng, skrúfu eða harðneskju, heldur hefur það með hægð og friðsam- lcga leitað samnínga um þetta við kaupmenn og bæar- stjórn, og eru nú komnir f lag samníngar við meiri hluta vinnuveitenda hjer, sem skuldbinda sig til að láta fjelagið sitja fyrir allri vinnu hjá sjer og fylgja lögum þess við vinnuna. Og þó ekki sjeu enn þá samníngar við alla, þá er þó eingin óeiníng á milli,- þvert á móti eru þar miklu frcmur líkur til góðrar samvinnu. Hjer hefur verið reynt á allar lundir að búa svo um, að báðum hlutaðeigendum væri hagur að samkomulaginu, og án þess getur eingin samvinna staðið til leingdar nauð- úngarlaust. Hjer er vinnuveitendum sjeð fyrir vinnukrafti svo stöðugum og hagkvæmum sem kostur er á, og sjeð um að vinnulaun verði ekki skrúfuð upp úr öllum veðr- um fyrir einum þeirra eða fleirum þó þeir eigi í kröggum með vinnukrafta um stund. Verkmenn hier eiga aftur á þessu númeri fylgir listi, frá Magnúsi kaupm. Einarssyni, yfir niðursettar vörur. ur að taka myndir.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.