Bjarki - 29.04.1897, Qupperneq 2
66
móti vísa alla vinnu bæarins og kaupmanna, scm við þá
hafa samið, svo hana taka aungvir aðvífendur frá þeim.
Verkalaun eru jöfnuð, starfstíminn ákveðinn, og starfs-
bækur þeira koma í veg fyrir alla misklíð út úr vinnunni,
sem oft hefur orðið áður.
Sýni nú fjelagsmenn með samheldni, dugnaði og reglu-
semi refjalaust að þeim sje áhugamál að komast áfram og
vilji kaupmenn styðja þessa viðleitni þeirra, er ekki efa-
mál að þessi fjelagsskapur getur orðið bæði þeim öllum
og bænum til blórfigunar og velfarnaðar. Sjerstaklega er
það lofsverður fjelags- og bróðurandi, sem lýsir sjer hjer
hjá þeim mönnum sem hefðu getað tekið hærra kaup ut-
anfjelags, en hafa þó Iátið sínn hag víkja og geingið í
fjelagskapinn til að stoða verkbræður sína.
I fjelaginu eru nú milli 60 og 70 manna og cru þar
komnir allir þeir menn hjer í bænum sem þeim störfum
gegna er fjelagið gri'pur yfir, og tekur það nú til starfa
1. Maí.
Auk aðallaga sinna, sem hjer verður sýnt ágrip af síðar, hefur
fjelaginu þótt ástæða til að hafa sjerstök aukalög um verkbæk-
ur og vinnulaun sem endurnýast skulu á hverju ári, svo taka
megi tiliit til árferðis og verslunar, svo sem sjerstakrar óáran-
ar, þegar ákveðin eru vinnulaun fyrir næsta ár.
Aukalögin fyrir næsta fjelagsár hljóða svo:
Aukalög
fyrir
♦ Verkmannafjelag Seyðisfjarðar*.
1. gr.
Á tímabílinu frá 1. Maí 1897, til 1. Október 1897, skulu dag-
laun fyrir 10 klukkutíma vinnu (heilan dag) vera 3,00 — þrjár
krónur •— og fyrir hvern einstakan ldukkutíma 0,30 — þrjátíu
aurar.
2. gr.
Á tímabilínu frá 1. Október 1897. til i.Mai'1898 skulu daglaun
fyrir 10 klukkutíma vinnu (heilan dag) vera 2,50 — tvær krónur
og firtimtíu aurar — og fyrir hvern einstakan klukkutíma 0,25
— tuttugu og fimm aurar.
3- gr.
Fyrir eftirvinnu (c: þegar unnið er fram yfir 10 klukktíma á
dag) skal goldið o,os — fimm aurum meira fyrir hvern klukkutíma,
en fyrír vanalega klukkutíma eða daglauna vinnu.
4- gr.
Sjerhver fjelagsmaður skal halda nákvæma erfiðisbók yfir vinnu
sína hjá vinnuveitendum; skal hann láta vinnuveitanda skrifa í
bók þessa á hverjum Laugardegi alla þá vinnu er hann (verk-
maðurinn) hefur hjá honum unnið á síðast liðinní viku, og beri
bókin með sjer hve leingi verkmaðurinn hefir unnið á hverjum
einstökum degi vikunnar. Bók þessa skulu svo fjelagsmcnn
skyldir að sýna formanni eða eftirlitsmönnum, annan hvern Sunnu-
dag mínst.
5- gr.
Ákvæðin um vinnutíma sem til eru tekin í 3. greín laganna
og vinnulaun sem til erutekia í 1., 2. og 3. grein þessara auka-
laga, giida aðeins um vinnu í þarfir kaupmanna, vcrslunarvinnu
cg vinnu í aimennar þarfir Seyðisfjarðarkaupstaðar.
6. gr.
Brjótí nokkur fjelagsmaður á móti 3. grein iaganna, og í.,
2. °g 3- gre>n þessara aukalaga, þá sæti hann sektum
er ákveðast þannig: Brot gegn 3. greín laganna varðar 0,50 —
fimmtíu aura — sckt fyrir hvern dag. Brot gegn 1., 2. og 3.
grei.i þessara aukalaga varðar, 0,50 — fimtíu aura sekt
fyrir hvern klukkutíma sem unníá cr fyrir iægra kaup, en í
nefndum grcinum er ákveðið (þó skal sá, er sökum elii eðurlas-
leíka álíst vanfær til stritvinnu, eiga heimild á að vinna fvrir
lægri borgun eða vinna leingri tíma). Brot gegn 4. grein varð-
ar 0,25 — tuttugu og fimm aura — sekt fyrir hverja viku, cf
vanrækt er að Iáta skrifa vinnu eður sýna bókina.
Sektir ailar renna í fjelagssjóð,
7- gr.
Aukalög þessi öðlast gildi á sama hátt og hin önnur lög fje-
lagsins, og gilda frá 1. Maí 1897, tii 1. Maí 1898.
AUGLÝSÍNG.
Hjermeð tílkynnist vinnuveítendum í Seyðisfjarðarkaup-
stað, að eftir 30. þ. m., vinna meðlimir Verkmannafjciags-
ins aðeins samkvæmt því sem mælt er fyrir í lögum þess
og aukalögum, hvað vinnutíma og vinnulaun snertir. l’ó
er þeim heimilt að krefjast hærri launa en í lögunum eru
ákveðín, af þeim vinnuveitendum, sem elcki hafa gert
samnínga við Verkm.fjelagið. Vinnuveitcndur snúi sjer tíl
þessara manna í fjelaginu þegar þeir óska vinnukrafta:
Arna Sigurðssonar og Teits Andrjessonar á Fjarðaröldu.
Einars Plelgasonar og Magnússar Sigurðssonar á Fossi
á Vestdalseyri.
Jóns Þorgrimssonar og Olafs Þórarinssonar á Búðareyri.
»Betur má ef duga skal*.
Um fátt er mönnum jafntíðrætt, nú á dögum, hjer í
Suðurþíngeyarsýslu, sem um fjárkláðann, og ráðstafanir
þær og opinberar umræður, scm af málefni þcssu hafa
sprottið. l’etta er og að vonum. Málefnið er alvarlegt;
ráðstafanir og umræður nokkuð einkennilegar.
Hvort heldur menn skoða fjárkláða þann, sem nú gerir
vart við sig á stöku stað á Norðurlandi, scm skilyrðis-
laust sóttnæman, eða aðeins sem næman, undir sjerstök-
um atvíkum, þá er kláðinn víssulega mcinlegur kvilli og
illur gestur, sem gera þarf landrækan hið allra fyrsta.
Þó þetta hafi enn eigi tekist tíl fulls, þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir, þá sannar það aungan veginn að ómögulegt
sje að útrýma kláðanum alveg. Því bæði er hægt að
sýna fram á að tilraunirnar hafa eigi vcrið svo öflugar,
sem þær hefðu getað ve-rið og svo leiðir aukin þekkíng,
byggð á vísindalega gerðum staðreyndum, oftlega ráð og
meðul í ijós.
Allir skynsamir og vclviljaðir menn, scm jeg hefi^ hcyrt
minnast á þennan nýa og gamla fjárkláða, vilja einhuga
eyðileggja hann til fuls. Menn viija hvorki leyna honum
nje ala hann. En mönnum ber á milli með aðfcrðina
til að útrýma kláðanum í bráð og leingd. Heppilegast
hlýtur það að vera, að allir, eða sem flestír, geti orðið
samtaka í því að velja hjer einn aðal veg og fylgja
honum svo samhuga að takmarkinu: algerðri útrýmíngu
fjárkláðans á íslandi. I’að er ekki álitlegt ef lángur tími
geíngur hjer í tilgángslaust fálm, þóf og þjark; menn letj-
ast og verða leiðír á stritinu, og of mikill tími og fjár-
munir eyðast. Það er því eðlilegt að þeir menn, sem
hafa einlægan áhuga í þessu máli, vilji sem fyrst benda
á þá vegi er þeir telja hjer besta, og vara við villigöt-
unum. f’eir sem völdin og framkvæmdirnar hafa, geta
því betur valið úr hið besta af þeim tillögum og bend-
íngum er fram koma, ef málið er rækilega ræ.tt opinberlega^
Eitt af því, sem gera þarf hið allra fyrsta er, að
rannsaka kláðamaurinn og Iífsskiiyrði hans á
vísíndalegan hátt í sjálfum heimkynnum kláðamaurs-
ins. Gildandi landslög þarf að hagnýta sjer rækilega
jafnframt því, sem sú þekkíng, sem þegar er feingin,
samvinna og samráð er notað,., eftir föstu íhuguðu
ráði (Plan.)
Það má ekki slá stryki yfir hina vísindalegu rann-
sókn. í’að er ckki sannað að f|árkláðinn hjer á
Norðurlandi sje alveg sama eðlis og sá kláði, sem Páll
Briem nefnir í bókum þéim og ritum sem hann vísar til
í Stefní 22, Febr. þ. á. Fullyrðíngar Páls Briems eður