Bjarki


Bjarki - 29.04.1897, Blaðsíða 4

Bjarki - 29.04.1897, Blaðsíða 4
Enn þá kaupir Gunnlaugur Jónsson áSeyöisfirði, alskonar brúkuð íslensk frímerki. 68 I vitið jafnmikið á þvi tvennu: bæði að tryggja hag útgerðarmanna og búa svo um kjör vermanna eða Sunnanmanna að þeir ssektu hingað jafn ört eftir sem áður, eða að minsta kosti svo margir að skipeigendum nægi. Væri ekki sjeð fyrir því, gat seinni villan hæglega orðið argari hinni fyrri. i>að er ekkert efamál að þessir menn hafa gert samþyktina svo úr garði sem þeir kunna framast, en hversu sem henni reið- ir síðar af, sýnist byrjunin ekki að vera sem æskilegust, því á fundi sem útvegsbændur í Mjóafirði hjeldu um hana 24. þ. m. mætti hún megnri mótstöðu og aðeins 8 til 12 menn vildu skrifa undir hana og mun hún því fallin þar. Var það einkum að henni fundið að hún meinaðl mönnum að hæna að sjer sjómcnn með ýmsum smáhlunnindum, sem þóttu lítils verð, í samanburði við tjónið sem af því gæti leitt að verða af duglegum mönnum eða vanta fólk á skipin. Þar var og Seyðfirðíngum mjög svo ámælt fyrir að hafa sent á samþyktarfundinn Skafta ritstjóra en láta útvegsbændur eins ogSvein á Brimnesi, Jóhann á Gnýstað, Jón á Skálanesi og fieiri slíka menn sitja heima. Það var leiðinlegt að byrjunin skyldi verða svona og óskandi að framhaldið yrði betra. Saungfjelag eitt á Vestdalseyri hjelt samsaung að kvöldi hins 26. þ, m. í Vestdalseyrarkirkju. Var þar saman komið margt manna. Inngángurinn kostaði 35 aura fyrir hvern mann, og gefur saungfjelagið ágóðann til spítalabyggíngarinnar á Seyðisfirði. Samsaungurinn gekk liðlega og vel eftir ástæðum, og þótti flestum góð skemtun. Saungnum stýrði Haldór organisti Vil- hjálmsson. Aheyrandí. Seyðisfirði 29. Sama sólskins blíða sem flettir óðum snjó af brekkum og lág- lendi. Trollari, Zodiac, kom hjer inn 17. þ. m. með frakkneskt skip lamað, sem beiðst hafði hjálpar hans fyrir sunnan Horn. Skipstj. fjekk 2520 kr. í björgunarlaun, og liggúr frakkneska skipið hjer eftir. Elektra fór í morgun suður á Breiðdal og með henni Bjarni Siggeirsson, sem verðnr þar verslunarstjóri fyrir hinni nýu versl- un Sig. kaupmans Jóhansens. U t a n a ð. Seglskipið Laugen. skipstj. Iluselbö, kom þ. 27. til Gránufjel. versl. á Vestdalseyri. Fór frá Einglandi 17. þ. m. og sagði eingin markverð tíðindi. Sama þaufið milii Tyrkja og Grikkja þó kvað her Grikkja kominn norður yfir landamæri. Sýslumaður, og aðrir sem norður fóru til strand-uppboðsins á Hjeraðssandi komu aftur í gær. Altkomstþarí afarverð. Skip- skrokkinn með nokkru af vörum í fullan af sjó keyftu bændur af Hjeraði í fjelagi fyrir rúmar 1000 kr. og stóð Einar prófastur á Kirkjubæ fyrir því. AIs fór skipið og vörurnar húðskemdar, og sandkafnar sumar, á c. 9000 kr. Nýkomið i bókverslan L, S. Tómassonar. Bókasafn alþýðu 1. b., 1. og 2. hefti: 1. þyrnar, kvæði þorst. Erl. ób. 1,50, b. 2,50 og 3,00 2. Sögur frá Síberíu ób. 0,50, bund. 1,00 og 1,50 Eimreiðin 3. árgángur, 1. hefti..........1,00 Jens Hansen, Vestergade 15. Kjóbenhavn K. Stærstu og ódýrustu bírgðir i Kaupmannahöfn af járnsteypum, sem eru hentugar á íslandi. Sjerstaklega má mæla með hitunarofnum með »magazin«-gerð með eldunarhólfi og hristirist, eða án þess, á 14 kr. og þar yfir, sem fást í hundrað stærðum ýmislegum. Eldstór með steikarofni og vatnspotti, með 3 — 5 eldunarholum, á 18 kr. og þar yfir, fást fríttstandandi til þess að múra þær, og fríttstandandi án þess þær sjeu múraðar. Skipaeldstór handa fiskiskipum, hitunarofnar í skip og »kabyssur«, múrlausar með eld- unarholi og magazin-gerð. Steinoliuofnar úr járni, kopar og messíng, af nýustu og bestu gerð. Ofnpípur úr smtðajárni og steypijárni af ýmsum stærðum. Glugga- grindur úr járni í þakglugga og til húsa af öllum stærðum. Galvaniseraðar skjólur, balar. Emailleraðar (gleraðar) og ógleraðar steikarpönnur og pottar. Gleraðar járnkaffikönnur, tepott- ar, diskar, bollar o. fl. Verðlistar með myndum eru til yfir alt þetta, scm þeir geta feingið ókeypis, er láta mig vita nafn sitt og heimili. 5‘ qq. 5' 3 p Ox r+ £ 1 > t s 03 p a p- Ox P P Ox LÍFSÁB YRGÐ ARFJELAGIÐ »ST AR«. »STAR» gefur ábyrgðareigendum sínum kost á að hætta við ábyrgðirnar þeim að skaðlausu. »STAR« borgar ábyrgðareigendum 90 prósent af ágóðanum. »STAR« borgar ábyrgðina þó ábyrgðarcig- andi fyrirfari sjer. »STAR« tekur ekki hærra iðgjald þó menn ferðist eða flytji búferlum í aðrar heimsálfur. »STAR« hefur hagkvæmari lífsábyrgðir fyrir börn, en nokkurt annað lífsábyrgð- arfjelag. »STAR« er útbreiddasta lífsábyrgðarfjelag á Norðurlöndum. Umboðsmaður á Seyðisfirði er verslunar- maður Rolf Johansen. 01 P' a •< ~5 OQ O* C/) C* 3 cr p 0 Qx 03 c p ‘ CTQ p 03 0 3 o x c -i íslandskort nýtt, með sýslulitum, .........i,oo Björn og Guðrún, saga e. Bjarna Jónsson . . . 0,50 íslendingasögur 16. bindi, Reykdæla .......0,45 17. — þorskfirðínga saga . 0,30 A skraddaraverkstofu Eyjólfs Jónssonar, fæst saumaður alskonar karlmansfatnaður, fyrir mjög lágt verð. Snið og frágángur eftir nýustu tisku. Fljót afgreiðsla. Menn ættu að koma sem allra fyrst, áður mestu sum- arannir byrja. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske B r an d fo r s ikr ing Selskab* Stormgade 2 Kjöbenhavn. Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum verslunarvörum, innanhúsmunum o. fi. fyrir fastákveðna litla borgun (premie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðarskjöl (police) eða stiinpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði: St. Th. Jónssonar. Sá sem hefur skilið eftir sálmabók í Reykdalshúsinu á annan í Páskum getur vitjað hennar í prentsmiðju Bjarka mót því að borga þessa auglýsíngu, Eigandi: Prentfjelag Austfirðínga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: þorsteinn Erlingsson. Prentsmiðja Bjarka.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.