Bjarki


Bjarki - 06.05.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 06.05.1897, Blaðsíða 2
70 Skarðið mjótt í bárubarm Bátsins þróttur molar, Röst á flótta reisir arm, Rokið þóftur skolar. Skipið stansar, skýst á hlið Skeið til landsins horfna; Bárur glansa’ og giotta við. — Glatt er á dansi norna. Ljettum gáng um græði svíf, Gleymi’ eg ángri minu Þegar hángi’ um hel og líf, Haf, í fángi þfnu! A litlu standa læt jeg mjer Lífs í grand að sígla; Stærri vandi ci það er En í landi’ að mygla Stephán G. Stephánsson »Betur má ef duga skal«. (Niðurl.) það er að vísu eigi vandalaust, nje líldegt til vinsælda hjá öllum hlutaðeigendum, að skýra hjer frá ítarlega og einarðlega, en algerð þögn sýnist nú eigi duga leingur, frekar en þegar »Bersöglisvísur« voru kveðnar, forðum daga. Jeg miða þá einkum við Suður-Þíngeyjarsýslu, þar sem jeg er kunnugastur. það er þá fyrst að telja hina alkunnu amtsráðsályktun frá 9.—11. Júní f. á. sem felur forseta amtsráðsins að fyrirskipa almenna skoðun, næsta haust, í öllum sýslum amtsins, svo og að kveðja til hæfilega marga menn 1 hverjum hreppi, til að sjá um framkvæmdir á böðunum á hverju heimili. Af þessu leiðir næst amtsbrjef frá 11. Júní s. á. og sýslumansbrjef, frá 6. Júlí til h r e p p s n e f n d- anna, er fyrir skipar skoðun og boðun á öllu sauðfje í þfngeyarsýslu á næsta hausti. Hreppsnefndir tilkyntu nú bændum skipanir þessar, og höfðu margir þegar ýmislcgt við málið að athuga, eins og það nú var vaxið. Ekki vissu þessir menn þá annað, cn að böðunin ætti að vcra, sjerstaklega, gegn fjárkláð- anum, og hjer væri því um kláðabað að ræða, enda álíta hinir sömu fyrirskipunina um baðið því aðeins lögmæta að svo væri. Við hina f o r m 1 e g u hlið málsins höfðu menn, samt sem áður, tvent að athuga. Fyrst það, að skipanir þessar koma sveitarstjórnarveginn, en ekki fram- ■kvæmdarvaldsveginn til hreppstjóra, og í öðru lagi það, að fyrirskipuð er böðun á öllu sauðfje, jafnt hinu Iieil- brigða sem því sjúka og grunaða. þetta virtist mönnum eigi hafa skýlaus lagaákvæði við að styðjast. Samt sem áður var það ekki þessi hlið málsins sem gerði mest hik á menn, heldur hin sem að n o t a- g i 1 d i n u laut. Ekkert var tiltekið hvaða baðmeðul skyldi við hafa; hvernig böðuninni skyldi haga; hvort baða skyldi aðeins einusinni eða tvisvar; sótthreinsun húsa,- skoðun og böðun, síðari hluta vetrar, ekki nefnd á nafn. Kostnaðurinn hlaut að verða mikill, en árángurinn afar- tvísýnn. þó var enn citt, sem var nóg til þess, að gera mönnum það alveg ó m ö g u 1 e g t, að fullnægja alment þessari skipun, og það var það, að þess hafði cigi verið nóg- samlega gætt af h:nu opinbera, að nóg væri til af vana- legum baðmeðulum í verslunum eða öðrum ákveðnum stöð- um. þetta eitt, út af fyrir sig, var nægilegt til þess, að ómögulegt var að baða alment. Ekki vil jeg scgja að allir þíngeyíngar hafi haft þessa skoðun á fyrirskip- uninni um böðunina, en hitt þykir mjer eingin mínkun að játa, að bæði jeg og fjöldi manna í sveitunum upp frá Skjálfandaflóa, leit kkt þessu á málið. Nú rituðu nokkrir hreppsnefndaroddvitar viðkomandi sýslumanni um mál þetta, og tóku ýmislegt fram í þá átt sem hjer að framan er sagt, og óskuðu að hann gæti hrundið þcssu máli ( heppilegra og eðlilegra horf. Nokkru síðar fá hinir sömu mcnn endurrit af amtsbrjefi, þessu máli viðvíkjandi. Amtsbrjef þetta minnist að vísu á sumt það, er hreppsnefndaroddvitarnir höfðu tekið fram, eri geingur þegjandi fram hjá öðrum atriðum, sem þó voru þýðíngarmikil, og talar jafnframt um ýmislegt annað, sem eigi virtist svo brýn þörf á. Fyrir mítt leiti fanst mjer brjef þetta cigi sjerlega fræðandi um málcfnið sjálft, en talsvert ertandi og óþarflega stóryrt. Amtið leyfir þó að böðunin megi dragast fram í Febrúar þ. á., þar sem sjer- stakar ástæður sjeu fyrir hendi. Meðan á þessu stóð geingust hreppsnefndir fyrir því, að alt sauðfje væri vandlega skoðað. Hinar fáu kindur, sem fundust með kláða, eða kláðavotti, voru ýmist skorn- ar eða þá læknaðar, og vandlega var brýnt fyrir mönn- um að þrifa sauðfje sem best, cftir því sem faung voru til. Nú er Febrúarmánuður þessa árs liðinn, og almcnn böðun hefur ekki farið fram á sauðfje í Þíngeyarsýslu. Hjer cr ekki ólöghlýðni um að kenna, að minni hy§'gju! ckki hcldur »hirðuleysi«, njc því, að Þíngeyíng- ar vilji »ala« kláðann hjá sjer, heldur stafar þetta blátt áfram af því, að eigi var nóg fyrir hcndi af vanalegum baðmeðulum, og jafnframt af hinu að margir álitu hina umræddu baðfyrirskipun hvorki heppilega nje heldur fylli- lega lögmæta. Hafi þetta alt verið misskilníngur hjá þíngeyíngum, þá verða þcir að taka afleiðíngunum með rósemi, og munu einnig gera það, bæði með tilliti til fjárkláðans sjálfs í þeirra eigin sýslu, dómi annara lands- manna og aðgjörðum lögreglunnar i þcssu cfni. Hið síðasta, sem jeg veit til að ojiinberlega hafi komið fram í þessu fjárkláðamáli, er laung ritgjörð í Stcfni, 22. Febr. þ. á., eftir Pál Briem, sem vera mun sami maður og amtmaðurinn á Akureyri. Ritgjörð )>essi er, áð micr finst, talsvert vítandi, ekki síst í garð Þíngeyínga, en jeg vil eigi ýta h j e r fram þ e i r r i hlið greinarinnar, því sem stendur, finst mjer meiri þörf á að gera tilraun til að draga kraftana saman til samvinnu, en að skerfur sje lagður fram til úlfúðar og sundurlyndis. Það eru aðeins nokkur a 1 m e n n atriði, sem jeg vil athuga í nefndri blaðagrcin. Páll Briem dróttar, oftar en einu sinni í greininni, ólöghlýðni að Þírgeyíngum. Hvaða ástæður hann hcf- ur til þess, að minnast hjer sjcrstaklega á Þíngeyínga í þessu sambandi, er mjer hulið. Vitanlega særir þttta hlutaðcigendur og er þeim til vansa, e f hinn heiðraði greinarhöfundur hefur hjer ljósar og góðar ástæður fyrir sjer. En þessar ástæður koma ekki fram í nefndri grein, svo jeg fái sjeð. Saga Páls Briems urn Ærlækjarselshrút- inn, kemur óhlýðni l’íngcyínga ekkcrt við, eftir þvf sem jeg veit rjettast. Ekki fæ jeg heldur sjeð að Þíngeyíng- ar hafi sýnt ólöghlýðni í þessu kláðamáli, enn sem komið er. Að minsta kosti sýnir eigi Páll Briem fram á, gegn hvaða lagagreinum hafi brotið verið. Það þykir þó sjald- an heppilegt að byggja á því sem sönnuðu, sem fyrst þyrfti að sanna. En gerum nú ráð fyrir að talsverð brögð sjeu að ó- löghlýðni í Norðurlandi, eða einhvcrjum hluta þess, svo sem 3 sýslufjelögum, eins og mjer virðist Páll Briem gera ráð fyrir. Skyldi þá eigi vera ástæða til að athuga um leiö, hvort fyrirkomulag eða þá framkvæmdir lögreglu- valdsins í Norðurlandi, ( heild sinni, cr í því lagi sem æskilegt væri? Það væri og fræðandi í þessu efni að sjá greinilega skýrslu um tölu lögreglumála í hvcrju sýslu- fjelagi landsins, fyrir síðastliðin 10 ár. Það væri mun betri skýríng í þessu efni, en órökstuddar aðdróttanir og stóryrði. Að því Ieiti, sem skoðanir ýmsra Þíngeyínga og Páls Briems kunna að vcra mismunandi, mcð tilliti til sótt- næmis fjárkláðans hjer nyrðra og lífsskilyrðis kláðamaurs- ins hjer um slóðir, þá verður eigi úr þeirri þrætu skorið,

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.