Bjarki


Bjarki - 03.07.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 03.07.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfratn). Auglýsíngar io aur. Iínan; mikill afsJáttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. II. ár. 27 Seyðisfirði, Laugardaginn 3. Júlí 1897 Alþýðumentun. Jeg skal segja það strax; það var talað um þctta mál á Egilsstaðafundinum af góðum vilja og góðri greind. En þessu máli er að því leiti cinkennilcga farið, að nálcga hvar sem jeg sjc þennan gómsæta rjctt borinn frarn, bæði utan lands og innan, þá er jafnan á houum sami annmarkinn: hann kemst sjaldan svo nærri jörðinni að nokkur maður geti jetið sjer til málsbóta. IJað er sjónin, lyktin, vonin, og — púnktum og klausa. Kannske vildi einhver lesarinn geta þess til, pð skekkjan væri í augunum á mjer svo að jeg sæi ekki blómgunina, framfarirnar og fituna. Jscja, jeg skal ckki reiðast því, cn þá má hann ckki heldur fyrtast við mig ])ó jcg ónáði dálítið hann eða aðra, sem von væri til að gætu bætt mjer þetta mein. Pyki honum nú ómaksins vcrt að fylgjast með mjer og leiðrjetta missýnið, þá skal jeg gera honum sem hægast fyrir að jeg get og segja honum ljóst og skipulega hvernig þetta cr fyrir mínum augum, og getur hann þá leiðrjett mig við hvert spor. Hann sjer þá hvcrnig jeg hugsa, og það er fyrsta stigið tii að geta sannfært mig. þessi inngángur átti nú að svna það, að jeg vil ræða þetta mál með gætni og rökum, því alþýðumentun á svo mikinn hlut í menníngu og framförum hverrar þjóðar, að það má ekkert fleipurs mál vcra, og verður að skoðast æsíngalaus og hleypidómalaust. Um ýmislegt erum við líka sammála, þar á meðal það, að mentun alþýðu eigi að vera scm mest cða affarasælust og um leið sem ódyrust, ckki þó í þeirri vcru að fje eigi svo mjög að spara, held- ur að fjeð, sem til þess er látið, beri sem bestan arð. Við segjum nú víst báðir já og amen til þessa, og þá er auðvitað næsta spursmálið: hvernig þessum tilgángi verði náð. Þessari spurníngu má nú segja að allur hinn mentaði heimur hafi svarað á eina leið: — með skólum. Og þau svör, sem hafa komið fram í íslenskum blöðum Og bókum, á mannfundum, og í framkvæmdinni eru líka: skólar, barnaskólar, umgángskensla (sem líka eru skólar, ]>ó kennarinn koini þá til barnanna), gagnfræðaskólar, búnaðarskólar, k'CnnaraskóIar, kvennaskólar, háskólar og kannske flciri. Aðeins hefur menn greint á um það, hve margir þeir ætti að vera, hvernig saman settir og hvar þeir ættu að standa. Að þeir, og þeir cinir væri vegur- inn til alþýðumentunar, um það virðast allir sammála. Pú vilt þá kannske að við byrjum á því, að reikna út, með hverju skóla fyrirkomulaginu megi veita alþýðu besta mentun með minstum kostnaði. En þetta vil jeg einmitt ekki. Það er mikið fróðlegt að heyra á hausti hvað þú ætlar að gefa gemsunum að vctrinum, töðu, vallendishey, mýrarhey, síld eða hvað annað, hve oft og hve mikið, en mönnum sem sjá skamt, eins og jeg, þykir miklu betra að sjá gemsana að vorinu, þreifa á bríngu og mölum og taka þá upp. Pá væri nær að jcg gæti sagt þjer hver gjöfin sje aflárasælust. Alveg eins fer jeg nú að við alþýðu mentunina og skólana. Það cr nú kannske fyrsta skekkjan í augunum á mjer lesari góður, en jeg get nú ekki þráttað um það, og þú getur talað á eftir. »Reynslan er sannleikur* sagði Jón Repp; og gömlu Biblíuorðin: »Af ávöxtunum skuluð þjer þckkja þá«, eru jöfn spakmæli enn eins og þann dag sem þau voru töluð, og það er einmitt reynslan sem best á við minn skilníng og sannfærir mig fijótast. »En við höfum svo litla reynslu hjer á landi«, segir þú, og það er satt, barnaskólarnir eru úngir, búnaðar- gagnfræða- og kvennaskólarnir enn ýngri, og kennaraskólinn og háskólinn enn þá í móðurlífi. A Islandi er því lítilla ávaxta von af því fræi, það játum við báðir, og þá eins hitt, að; því hefur nú verið svo leingi sáð í mennfngarlöndunum í kríng að við getum vel skoðað ávöxtuna þar, og þaðað minsta kosti á tveim síðustu kynslóðunum. Og nú ber jeg sam- an og spyr: Hvort er alþýða á Islandi betur mentuð eða verr en í hinum löndunum. Allir, sem um það hafa skrifað, segja nú einróma, að alþýðumentun sje best á Islandi. Pú kallar nú þetta kannske garnalt þvaður, sem orðið sje að vana og haft sje til að smjaðra með fyrir alþýðunni. Segja má þetta, en mig sannfærir það ekki. Jeg hef líka dálitla reynslu að minsta kosti frá einu land- inu, Danmörku. Jeg hef kent þar og haft kynni af mörg- um hundruðum alþýðumanna. þeir voru aungu ógreind- ari og aur.gu ónámfúsari en almúgamenn hjer, en jafn- þroskaðar skoðanir og sjálfstæðar eins og jeg hef fundið með styttri viðkynnfngu við ólærða menn hjer, rakst jeg síður á þar. 1*0 er þar fjöldi ólærðra manna ágæta vel að sjer, einkum í Kaupmannahöfn, enda munu nú Danir vera jafn-mentaðasta þjóð í allir Norðurálfu. Aftur á móti eru lærðir menn í Danmörku miklu betur að sjer flestir hcldur en lærðir menn á lslandi; ekki þó svo mjög í sínum sjervísindum, því á háskólanum lesa þeir það sama, og ld.tínuskólanum hjer um bil líka, heldur í al- mennum fræðum; en sjerstaklega er munurinn mikill á þeim Islendíngum sem hafa eklci geingið á háskólann og samskonar flokki í Danm. I flokki privatkennara og versl- , unarmanna, sem jeg var kunnugastur, gæti jeg nefnt mesta fjölda ágætlega mentaðra manna, sem hafa þó aungu meiri skólalærdóm en prestar, læknar og gagn- fræðíngar úr íslensku skólunum. I þessum flokkum er líka einn og einn mentaður maður á Islandi, en sárfáir að tiltölu. Niðurstaðan verður þá þessi: 1 Danmörku er hmn fátækari hluti alþýðu verr að sjer en á Islandi, hinn efnaðri hluti miklu betur að sjer og háskólamenn sömuleiðis. Jeg þarf nú ekki að spyrja að orsökunum til þessa, því þær eru mjer Ijósari en flest annað í þessum heimi. I Danmörku eru svo mörg og stór blöð Og timarit og auðvitað bækur, sem allur hinn efnaðri hluti þjóðarinnar hefur aðgáng að. Með þeim berast þjóðinni allir meginstraumar heirhsmenníngarinnar, rannsóknir vís- indanna og skoðanir hinna vitrustu manna heimsins. A þeim auka hinir lærðu menn þekk/ngu sína og viðhalda

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.