Bjarki


Bjarki - 03.07.1897, Blaðsíða 3

Bjarki - 03.07.1897, Blaðsíða 3
107 aldar Nielssonar, guðfræðis kandídats, um Biblíuljóð sjera Valdimars. Þar scgir, að Gyðíngar hafi að söunu trúað því að líf væri til eftir þetfa. Þetta er ekki rjett, að því er jeg best veit, því mikill hluti Gyðínga þjóðar, og þar á meðal allur hinn gamli prcsta aðall, Saddúsear, neitaði, samkvæmt Móisetrú, ódauðlegleika sálarinnar. Jcg híf og cinhvers staðar lesið að þessi lærdómur sje kendur sumstaðar meðal Gyðínga enn í dag eins og á Krists dögum. Það getur því vcrið villandi að segja um Gyð- ínga a 1 m e n t að þeir hafi trúað á upprisu, og toun hinn heiðraði höfundur ekki hafa gætt þess í svipinn. 3. Júh'. Síðan síðasta blað kom út á Miðvikudaginn var, hefur aðeins komið hjer cinn hlýr dagur, Fimtudagurinn. í gær var hjer að- eins 6 st. hiti um miðjan daginn og hráslagaþoka sem ýrði úr. Góður fiskur á gufuskipin. Þokast near IO þúsundunum. Stórkaupmaður V. T. Thostrup hefur gcfið 500 kr. til spítalabyggíngarinnar, er það drjúg viðbót og rausnarlcga útilátið Dagmar. heræfíngaskipið danslca, kom híngað 30. f. m. og fór hjeðan aftur í gærmorgun til í'rándheims; á að vera við há- tíð, er haldin verður þar, í þessum mánuði í minníngu um 900 ára aldur Þrándheimsbæar. Heimdallur kom híngað aftur í gær Hermann, gufskipið færeyíska, kom afturað norðan 29. f. m. Kosinn í bæarstjórn í dag Einar verslunarstj. Hallgrímsson með 32 atkvæðum. Leiörjettíng. I síðasta tölubl. Austra er drepið á vígslu hinnar nvu skrautbyggíngar, sem borgin og ríkið hafa látið reisa í Khöfn handa listaverkasafni því, er Jakobsen bruggari (Ny Carlsberg) hefur gefið borginni. Þar segir svo: (bls. 70) »og þykir (það) slaga nokkuð uppí hið fræga myndasafn Torvaldsens (á að vcra Thorvaldsens), er leingi hefur þótt einhver eigulegasti bluturinn í eigu Dana, annar en handritasafn Finns Magnússonar*, þetta er dálítið leiðin- legur misgáníngur, einkum af því hann minnir mann svo óþægilega á handritasafn Fins hcitins Magnússonar og afdrif þess. Finnur átti mikið handritasafn og að ýmsu leiti mjög merkilegt, en seldi það, eins og kunnugt cr, til Einglands, og er það nú geymt þar bæði í Öxnafurðu og British museum, og hafa það stundum verið íslenskum vísindamönnum í Kaupmannahöfn mjög tilfinnanleg óþæg- indi. I Höfn er þar á móti ekkert safn sem beri nafn Fins Magnússcnar sjerstaklega. Þar á móti er konúngs bókhlaðan mikla með Flateyarbók, og öðrum stórmerkum handritum og einkum háskóla bókhlaðan með Árna safni, Rasks safni o. fl., cins og mcnn vita, hin mcsta og besta hand- ritaeign Dana. Þetta þurfti að leiðrjetta, að öðru leyti var þar rjctt sagt frá. Herra ritstjóri! Viljið þjer gera svo vel að taka í blað yðar eftirfylgjandi línur: í 26. Nr Bjarka þ, á. segir, þar scm getið er um húsbrunann í Sandnæsbæ, að menn viti ekki hvort ullarverkstofan hafi brunnið með eða ekki. Um þetta vildi jeg mega gefa þá upplýsíngu uð ullarvinnuhúsið stendur góðan spöl fyrir utan borgina og cingin hús nálægt, svo um vinnuhúsið þarf á aungan hátt að óttast. hæri svo að slíkt kæmi þar að. yrði mjer tafarlaust skýrt frá því. Seyðisfirði 1. Júli. 1897. L. J. Imsland. * * * Jeg þakka leiðrjettínguna, og þóttist í rauninni vita að klæða- verkstofuna hefði ekki sakað, þegar hvergi var talað um slíkt í norskum blöðum nje dönskum. Ábyrgðarm. Smábitar. Þetta var kveðið á Akureyri eftir að Guðmundur Friðjónsson hafði lesið þaruppísumar »Ská.kina< sem gctið var um í síð- asta blaði: Fellur. Doná freyðandi úr Friðjónssonar stál-kjafti og hendist on’í Helvíti — Hann er konúngs gersemi. Þegar sjera Valdimar sá dóm Einars Benediktssonar um Bibliuljóðin, er sagt hann hafi kastað fram þessari vísu: Nú þykir mjer gamanið grána, að gera mig að vitlausum bjána; en hvorki mun jeg blikna nje blána, þó Bendiktsen mig taki’ upp á Skrána. Sandnæs Ullarvinnuhús býr til bcstar klæðavörur og afgreiðir fljótast, þess vegna ættu allir. sem ull scnda til annara landa að snúa sjer til undirskrifaðs, sem hefur fjölda af sýnishornum. Seyðisfirði 2. Júlí 1897. _ L. J. Imsland.___________ iVIARK Jöns Vestmans á Melstað er: miðhlutað h., hvatt v. biti a. Brennimark: Jón Vm. Byssur og öll skotáhöld eru nú komin í verslan St. Th. Jónssoar á Seyðisfirði. Kúluriflar á 60 kr. Haglabyssur tvíhleyftar, bakhlaðnar, stál- ofið hlaup ágætar á 45 til 75 kr., bakhlaðnar, einhleyftar óvandaðri á 18 kr. Salonrifiar 6 15 til 18 kr. Skambyssur marghleyftar frá 4— 11 kr. patrónur úr pappa af mörgum tegundum, central og með pinna, nr. 16 og 12, hundr- aðið á 2,40 til 3,25 kr. Patrónur úr látúni þunnar og þykkar 7 til 15 a., Hvellhettur ( patrónur stórar og smáar 30 og 35 aur. hndr. Hvellhettur fyrir framhlaðnínga 14 aur. hndr. Högl stór og smá, góð tegund, 25 aur. pnd. forhlöð úr flóka 500 í pakka á 1,00 til 1,40 — úr pappa 500 - — 45 til 60 au. og enn fleiri tegundir. Smábyssuskot og salonbyssuskot, kúlu og hagla, frá 80 a. til 2 kr. hnd., þurkustokkar trá 20—5.0 a., hleðsluverkfæri 1 kr. og dýrari — teingur til að ná úr hvellhettunni 2 — 3 kr. 0. fl. þessháttar verkfæri.. Byssureimar 0,90—1,50 kr. patrónutöskur 3,50 kr. patrónubelti 1,35 og dýrari, byssuhólkar úr striga með leðri 4—6 kr.. Veiðimanshnífar 1,50; gúmmi til að fægja ryð af byssum 20 au. Auk þess sem hjer er talið, hef jeg marga aðra hluti byssum tilheyrandi og svo má panta hjá mjer allar aðrar byssutegundir. Gerið svo vel að skrifa mjer ef ykkur vanhagar um eitthvað af þessu tagi, og það skal verða afgreitt með fyrstu ferð. St. Th. Jónsson. Bökbindarar og aðrir, sem keyft hafa og ætla sjer framvegis að kaupa bókbandsefni hjá mjer, eru vinsamlegast beðnir að senda pantanir sínar híngað í tfma; því nú með Vestu fjckk jeg mikið af alskonar skinnum, sjcrtíng, pappír og öllu er að bóktandi lýtur. St. Th. Jónsson. Seyðisf rði.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.