Bjarki


Bjarki - 03.07.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 03.07.1897, Blaðsíða 2
io6 henni. Þaðan fær efnaðri hlutinn sína mentun. Hinn fjölmenni, efnalitli hluti alþýðu verður útundan, því hann er kaupleysíngi og skortir auk þess tíma til að lesa í flestum mentalöndum. Að það er hinn betri hluti blað- anna í Danmörku, tímaritin og bækurnar, sem menta, sjest ljósast á því, að alþýðan er ómentuð eftir sem áð- ur þó hún hafi bæði betri skóla og greiðari aðgáng að þeim þar en hjcr á landi. Barnakensla er þar ókeypis og þá skóla er hverju alþýðubarni skylt að sækja. Alþýðu- skólar og jafnvel alþýðu háskólar eru þar tiltölulega ódýrir og þó er alþýða verr mentuð þar en á ís- landi. Jeg gæti líka nefnt Ameriku, Eingland og Pýska- land þó jeg hafi þaðan aðeins sagnir annara manna, en Danmörk er best sönnunin, því þar mun mentunin jöfnust Og best. Haldi menn að jeg ljúgi, þá vísa jeg þeim til orða Björnstjernes Björnssonar í ritgjörð hans um norsku skáldin. Hann segir, alveg skilmálalaust, Danmörku ment- aðasta af hinum mentuðu löndum, og myndi einginn Norð- maður, og auk þess heimsfrægt skáld, sem þekt er og lesið í ölium löndunum í kríng, voga sjer að segja slíkt að ástæðulausu. þetta er þá reynslan, jafnvel i hinum ment- uðustu löndum, að mikill hluti alþýðu er óment- aður eftir sem áður, þrátt fyrir skólana, og sá hluti alþýðu, sem mentaður er, hefur eklci mentun sína úr skólunum. í’ar flytja blöð, tímarit og bækur alþýðu alt það sem kalla má mentun og jafnvel lærðum mönnum líka. Pá er eftir að líta inn fyrir okkar eigin þröskuld, skoða ástand- ið og hvað gera skuli. f’etta verður nú gcrt í næstu grein. Til Björns prentara. I’að er eiginlega nokkuð lángt síðan jeg leit grcin Björns prentara, vinar míns, í Stefni 6. nr. þ. á. og reynd- ar lángaði mig til að víkja honum ofurlitlu fyrir titlana sem hann velur mjer. En svo verður að gá þess, að það er ekki nema dreingskaparbragð að lofa honum að kasta mæðinni cítir þessar hamfarir við naglareksturinn í lík- kistu Stefnis. Eins og það liggi ekki í augum uppi fyrir hverjum heilvita lesanda Stefnis, að með þessum ógángi og illyrða samsetníngi hefur hann verið að gera mönnum það enn ljósara að- blaðið hcfur hvorki stefnu nje rit- stjóra og því síður hugsjón með stefnu. ’Það var Hka öllum augljóst, að þetta var einmitt það sem ritstjóri Bjarka benti á og aumkaði veslíngs manninn fyrir, en þetta hefur hann ekki getað sjeð og er merkilegt að hann einn skuli vera svo haldinn. Og athygli lcsenda sinna getur hann ekki Ieitt frá málefninu og sannleikanum með tómum illyrðum og naglaskap. Hann álítur mestan heið- ur í því innifalinn að hann snúist altaf á sama þvergirð- fngsnaglanum þvert ofan í alt vit og sanngirni. Það á víst að skiljast sem lítillæti, að hann birtir ekki nafn sitt, en honum til verðugs heiðurs get jeg* ekki sleft því að nefna hann, úr því jeg vcit svo vel við hvern jcg á. Jóh. annes Sigurðsson. EIMREIÐIN þriðjá ár, annað heffi, er nýkomin. Þar eru ekki færri cn 13 ritgjörðir smáar og stórar, marg- fróðar og skemtilegt margt. Fyrst er þar Salthól.ms- b r j e f frá Jónasi Hallgrímssyni, óprentað áður, mjög smá- gamansamt, og sannari spegill af lífinu, þó lítill sje,. en. margar ferðasögur stærri. Jónas er ckki hræddur um há- tign sína þó smámunir og peníngabasl fljóti með, en ein- mitt það gefur sögunni líf og fjör og sýnir glögt auga og víðari sjón á lífinu en hversdags rithöfundar hafa; þctta hafa þeir útgefandinn og Dr. Finnur Jónsson fundið og hafi þeir þökk fyrir að þeir breyttu eftir þvf. 2) R e fs i - dómurinn, mynd og lýsíng af myndasmíð eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Myndin er ekki góð og lýsíngin gctur því ekki gefið sanna hugmynd um svíp og veru myndverksins. T’að er í sama stíl og mörg verk hinna frægu meistara scm nú eru uppí og allur hínn mentaði heimur dáist að og lærir af og þeir sem sjeð hafa mynd- ina sjálfa og fleiri tilraunir hins únga myndhöggvara hafa góðar vonir um, að hugsjónagáfu hans, skilníngi og sýni- list, (Iist til að sýna það sem hann hugsar) muni ein- hverntíma verða auðið að vinna verk, sem geti orðið honum og ættjörð okkar til sóma. 3.) Tobías slátr- ari eftir Jónas Lie, ágæt saga og sjálfsagt ýmsum kunn, í prýðisgóðri þýðíngu eftir Þorgils gjallanda. 4) U m nýan s k á I d s k a p, cftir Vilhj. Jónson. Þýðlega og vel skrifuð greín, mest um Norðmennina V. Krag og Finne. Það cr þó ekki alveg rjett að segja um þessa skáldskapartegund eða þessa menn að þeir sje þeir sjálf- ir, og ekkert annað, án áhrifa frá samtíð eða fortíð. Höf. þekkir vafalaust þessa stefnu úr þýskum bókum og tíma- ritum frá fjölda úngra skálda og eins frá FrakkL, Belgíu, HoIIandi og Danmörku. Og heimsfrægir eru þeir Maet- erlinck og Huismann, og af því litla, sem jeg hef sjeð af þessu, get jeg ekki betur fundið en alt þetta sje sömu kaffarirnar niður tíl neðsta djúps tilfinnínganna, þar sem draumar og hugboð eru eina leiðarstjarnan, og svo er sóllaust og myrkt að hver mynd úr náttúrunni og líf- inu er orðin töfrafull vofa. Jeg sje því ekki að þetta sje svo einstakt, sem höf. segir. Auðvitað er skáldskapurinn og listin söm fyrir því, og þessi stefna jafn rjettmæt eftir sem áður, bg jöfn nauðsyn á að skilja hana rjett. Lýs-* íngin hefur lánast vel. IJó kann jeg ekki við »þúnglyndí vorljettrar nætur*. Bæði þetta, og »barnslegt þúnglyndi* eru of »vorljett« orð um Krag, og æði smágert híalín til að mála Ijósar myndir á. 5-) er hundurinn G a r m u r, eftir Jóhanncs Þorkelsson. Það er kröftugt frelsisljóð í lesmáli, lýsir glöggum og víðum sjóndeildar- hríng og þróttmiklu hugsjónalífi og sýnir ómótmælanlega að maðurinn er skáld. 6. Fyrsta sjóferð Finns Magnússonar er fróðleg og ckki óskemtileg, eink- um minnir hún vcl á erviðleikana á förum milli landa. Málsins vegna eða ritháttarins var þar á móti eingin þörf að prcnta hana, því stíl Fins og stafsetníngu þekkjum við mæta vel, þó ekki væri nema af Sagnablöðunum — sem samanlögð eru töluvert verk. Það cr því ekki nákvæmt þegar um sýníshorn af stíl Fins er að tala, að segja, að hann hafi »nærri því ekkert ritað á íslensku*, þó það sje lítið að tiltölu við hitt sem hann skrifaði á Dönsku 7-) Þá eru nokkur orð um W i 11 ia m Morris eftir dr.Jón Stefáns- son, hlýleg, eins og Morris átti skilið, en nokkuð karmolaleg. 8.) er ríki og þjóðhöfðíngjar heimsins, mjög fróðlegt til yfirlits, en myndirnar ekki sem bestar. 9. Þrjú kvæði eftir sjera Valdimar. Rfm ágætt, hugsun ljett og Ijós, cn ekki hrífa, þau mig að krafti eða skáldlegri dyft. A síð- asta erindi í »Vögguvísum« bregður þó hlýum lyriskum bjarma. 10. Hafnarlíf eftir Jón Jónsson. Hann talar í þetta sinn um Garð og stúdentalífið. lJar er margt rjett athugað og ýmislcgt ekki ósmellið. II. l’á er lands- bánkinn og landfógetinn, eftir Olaf G. Fyólfsson, mjög þörf hugvekja. Jeg man ekki að jeg hafi sjeð fyrr þennan mann scm rithöfund, en sje þetta fyrsta smíð, þá er þessi maður einn af þeim fáu sem er smiður í fyrsta sinn. Það cr óvanalegt í bánkaritgjórðum á Islensku að menn skilji svo vcl það sem þeir eru að fara ;með, að aðrir geti skilið það með þeim, en þetta tekst Olafi furðu vcl. Um sjált’t efnið cr jcg, því miður, ckki fær að dætna, en læt, nægja að geta þess að bxöi ritstjórinn og Björn kaupmaður í Flatcy, Sigurðsson, hafa gcfið því blessan sína. Hitt sjá allir, að hjer er um mestu þjóðnauðsyn að ræð'a., Þá er 12. og rj. ritdómar. Hjer skal að- eins leiðrjctL sú ónákvæmni sem stendur í ritdómi. Har-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.