Bjarki - 02.10.1897, Side 1
Eitt blað á viku minst. Árg.
3 kr. borgist fyir i. Júlí, (crlendis
4 kr. borgist fyrirfram).
BJARKI
Auglýsíngar io aur. línan; mikiil
afsláttur ef oft er auglýst. Upp-
sögn skrifleg fyrir i. Okt.
II. ár. 40
Seyðisfirði, Laugardaginn 2. Október
1897
Skrifstofa sýslumansins í Norðurmúlasýslu og bæarfó-
getans á Seyðisfirði verður fyrst um sinn f húsi fyrv.
sýslumans E. Thorlacíusar og verður venjulcga opin hvern
virkan dag frá kl. io — 2 og 4 — 7.
Seyðisfirði 14. Seft. 1897.
Jóh. Jóhannesson.
ÁBYRGÐIN.
Mesta gamanið, cða kannske eina gamanaði á næstu
þíngmála eða kjörfundum verður það, þegar mótstöðu-
menn stjórnarskrárbreytíngarinnar koma upp á ræðupall-
ana og fara að tala um ábyrgðina.
Sá hluti tölunnar verður svona: Ileiðruðu kjósendur!
I’essi ábyrgð, sem Valtýs frumv. tahr um er eingin ábyrgð;
því þó ráðgjafinn lofaði alþíngi að mæia með einhverju,
þá getur ríkisráðið felt það fyrir honum, eða sem er það
sama: Konúngur finnur að lögin hafa svo mikið andstæði
í ráðinu að hann sjer sjer ekki fært að skrifa undir þau.
Ráðgjafinn segir ekki af sjer embætti, konúngur víkur
honum ekki frá því, og svo kcmur hann á næsta þíng,
og þegar þíngið fer að hreyfa »ábyrgð« hans segir hann
sem svo: »Nei, blessaðir verið þið, þetta er ckki mjer
að kenna, jeg gerði alt sem jeg gat, en ríkisráðið, hclv.
ríkisráðið eyðilagði það alt fyrir mjcr, og »hjcrna stcnd
jeg, jeg get ekki annað..........arnen*. þarna sjáið þið
piltar! Ráðgjafinn hefur gert alt sem hann gat, hvernig á
að beita lögsókn hjer? Nei, ráðgjafi í rikisráðinu er á-
byrgðarlaus og — hana nú. Reki svo þetta hver sem getur«.
Þið skuluð nú 'ekki segja manninn ljúga, því það sann-
færir aungvan mann. En gerið þið honum grikk. Spyrjið
þið hann að því hvernig standi á, að bæði Danir og aðr-
ar þjóðir hugsi sjer að geta, og geti gert ábyrgð gild-
andi á hendur einstökum ráðgjiifum, og hafi margar
rekið einstaka ráðgjafa frá völdum, og þó sitja þeir allir
í ríkisráði. Þctta mun vefjast fyrir þcim, því sannleik-
urinn er sá, að sctan í ríkisráðinu kemur ckkert ábyrgð-
inni við. Iíver ráðgjafi bcr einn ábyrgð allra þeirra mála
sem undir hans meðgjörð koma. Sje ríkisráðið andstætt
honum, eða lög, sem hann hefur lofað að mæla með, nái
ekki undirskrift af einhverjum ástæðum, (sem örsjaldan ber
að, hafi það annars nokkru sinni komið fyrir í þíngræðis-
sögu Eivrópu) og beygi hann sig undir ráðið, cða kon-
únginn, þá ber hann auðvitað ábyrgðina og ber hana einn.
Beygi hann sig þar á móti ekki, verður konúngur cða
ríkistorseti annaðhvort að láta undan eða víkja honum frá.
Og það hvort tveggja hefur þráfaldlega komið fyrir sem
eðlilegt cr.
Það er með öðrum orðum, að hin p ó 1 i t i s k a ábyrgð allra
ráðgjafa í hverju landi hefur mjög litið að þýða, því
hann þarf aldrei að lofa þínginu meiru
en hann getur efnt.
Eön þarna er einmitt þröskuldurinn; þarna cr hættan.
I öllum þíngræðislöndum er búið svo um það, að þíngið
þurfi ekki að eiga neitt undir því hverju ráðgjafinn vill
lofa að mæla með, því hann vcrður einmitt að mæla með
þvi sem þíngið vill að hann mæli með, því ella getur
það ekki við hann átt og þá verður hann að fara. Og
um það hefur staðið öll stjórnardeila Dana að ráðaueytið
gat farið í kríng um vilja þíngsins, eða rjettara sagt, brotið
hann mcð valdi. Þess vegna er algert þíngræði
það eina, sem nokkuð er leggjandi í sölurnar
fyrir, alt annað er kák. En fram á það hafa frek-
ustu lög og írv. alþíngis aldrei farið nema um fjárlögin
ein. Það er nú auðvitað mikilsvert, að meiri hluti þíngs-
ins geti knúð fram þau fjárlög sem honum líkar, en í öll-
um öðrum málum stendur þíngið eftir þeim frumvörpum
ráðalaust með ráðgjafann, öldúngis eins og þíng Dana
gerir nú í öllum málum, og eins og við hlytum að standa
með okkar ráðgjafa, hvort sem hann væri í rikisráðinu
eð,a ekki. Vilji hann vel, fer hann auðvitað svo lángt sem
kleift er og setur embætti sitt í veð. En reynist hann
erviður, þá ætti þó hver heilvita maður að sjá, hversu ó-
líkt það er, að þíngið geti átt tal við hann sjálfan og haft áhrif
á hann, eða hann sjái aðeins lögin og landshöfðíngjabrjcfin
eins og nú er. Það er eindrægni þjóðarinnar, sam-
tök og áhugi þíngmanna og siðferðisþrek
beggja, sem á að hrinda málum okkar áfram.
Hin pólitiska ábyrgð er lítils virði jafnt hvort
sem ráðgjafinn er í ríkisráðinu eða laus við
það og eins þó við fáum landsstjóra-ráðgjafana, nema
gagnvart fjárlögunum einum.
Aftur er það mjög þýðíngarmikið að hin nýa
stjórnarbót Iætur ráðgjafann bera ábyrgð á öllum
s t j ó rn ars t ö r funu m, og því störfum framkvæmd-
arvaldsins líka. Eins og nú er, hefur ráðgjafinn einga
slíka ábyrgð, eins og fram kom í Fensmarks málinu. En
þessa ábyrgð játa víst allir, og um hana þarf ekki að tala
hjer, því þó menn sjálfsagt scgi margt á kjörfundunum,
þá trúir maður því þó ekki að óreyndu, að neinn maður
segi þar, að ríkisráðið hafi áhrif á þá ábyrgð. Það væri
að minsta kosti leiðinlegur snoppúngur á heilbrigða skyn-
semi.
Sýslunefndarfundur.
A aukafundi sýslunefndarinnar 29. og 30. f. m. gerðist
þetta helst til tíðinda.
Um farir Bremnæss höfðu komið nokkrar kvart-
anir og urðu miklar umræður um það mál. Endalokin
urðu þau að samþ. var að leita meiri upplýsínga viðvíkj-
andi málinu, og frcsta útborgun sýslutillagsins til
næsta aðalfundar sýslunefndarinnar.
Hreppstjórar nýir. I Borgarfirði hafði Jón
Stefánsson beiðst Iausnar. Þar voru tilnefndir nýir: Arni
Steinsson, Hannes Sigurðsson og Egill Arnason á Bakka.