Bjarki - 24.12.1897, Page 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. Júlí, (erlcndis 4 kr.
borgist fyrirfram).
Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af-
slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir 1. Október.
BJARKI
II. ár. 52 Seyðisfirði, b östudaginn 24. Desember 1897.
Erlend tiðindi.
Það cru tvö mál sem ná er mest
talað og skrifað um nú á þessum
dögum um allan hinn mentaða
hein.
Annað fer fram á Frakkl., hið
svo kallaða Dreyfus-mál, en hitt er
deilan milli þýska og slavneska
flokksins í Austurríki.
Um Dreyfus og mál hans er svo
mikið skrifað og telegrafferað nú
f útlendum blöðum, sem bárust
með Vaagen, að lángt myndi
hrökkva í heilan árgáng af Bjarka
Og verður því að fara hjer fljótt
yfir sögu. Hún er þess verð að
hennar sje getið, þvf þó hún sje í
sjálfri sjcr hvorki óvanaleg nje
merkileg þá gefur hún ágæta hug-
mynd um siðferðisgrundvöll þann,
sem stjórnar og ríkjaskipun hinna
kristnu og siðuðu þjóða hvílir á.
það er kunnugt að öll stórveld-
in, og hin smáu raunar líka eftir
efnum, ala heilan her af njósnar-
mönnum eða öllu fremur af þjófum
og svikurum úti um víða veröld.
I’essir menn hafa það ætlunarverk
að stela, svíkja eða kaupa af þjón-
um og embættismönnum nábúa-
stjórnanna ýms leyndarmál, einkum
alt það er lýtur að herbúnaði og
víggirðíngum og annað sem stjórn-
unum þykir umvert að vita. Hjer
eiga öll ríki hlut í grautargerð.
Sína eigin sendibófa kallar hvert
ríki ættjarðarvini og launar vel,
auðvitað alt á laun, en alla ætt-
jarðarvini hinna ríkjanna, sem það
nær i á ófriðartímum heingír það,
höggur af þeim höfuðið eða skýtur
þá; á friðartímum sleppa þeir oft-
ast með ævilánga fángavist
Frakkar og Pjóðverjar hafa nú
síðari árin eldað mjög grátt silfur
saman með þessa njósnarpilta. Ým-
ist hafa Frakkar mútað þjóðversk-
um cmbættismönnum eða Þjóðverj-
ar frönskum til að stela skjölum
trá stjórn sinnar eigin ættjarðar
eða komast fyrir leyndarmál hennar,
eða hvorir hafa sent öðrum njósn-
armenn suma ormhála og |jt-)n.
slægja. Stundum hefur verið send
á einhvern vissan mikilsvarð-
andi mann hjá nábúanum, úng og
lokkandi hif^ar fröken, sem með
brogðum hefur komið sjer í mjúk-
mn hjá honum orðið fylgikona hans
og lokkað svo launúngarnar út úr
honurn og stolið frá honi.m cins
og hrafn. Þegar þetta kemst upp
um frökenarnar, þá cr þeim aldrei
annað gert en að þær fá ókeypis
flutníng út yfir landamærin. Kall-
mönnunum er aftur lúskrað dálítið
betur.
Þess hefur vafalaust verið getið
í íslenskum blöðum árið 1894
að franska stjórnin náði í brjef,
sem sýndi ótvíræðlega að Þjóð-
verjar höfðu njósnarmenn ( fyrir-
liðaflokki hins franska hers og það
ofarlega. Höndin á brjefinu líktist
hendi Dreyfus flokksforíngja
(kafteins). Sökin var borin á hann
en hann neitaði þverlega. Málið
var sótt með hörku og loks dæmdi
herdómurinn Dreyfus til ævilángrar
fángaútlegðar og stjórnin ljet flytja
hann til Púkaeyar, sem er svo-
lítill eyðiklettur við norðaustur-
strönd Suðurameriku. Þar vex
ekkert stíngandi strá fyrir sólar-
bruna og þar situr fánginn beygð-
ur og sinnulítill í litlum húshjalli
með háum járngrindum ( kríng á
þessari eyðiklöpp, og 11 varðmenn,
sem er bannað að tala við hann
eitt orð, og hann fær ekkert að
gera. Þarna er hann orðinn gam-
allegur og gráhærður á þrem árum
og var dauðvona þegar síðast
frjettist.
En nú víkur sögunni til Parísar.
Núna í miðjum Nóvember skrifar
varaforseti efri deildar franska
þíngsins, Scheurer-Kestner, her-
málaráðgjafanum brjef, og segir
honum að hann hafi glögg og óræk
skilríki í höndum fyrir því, að
Dreyfus hafi verið dæmdur og
þjáður að ósekju. Hann geti sann-
að að brjef það sem D. var dæmd-
ur fyrir sje als ekki með hans
hendi. A því sje hiind annars
hátt-standandi hershöfðíngja.
Nú komst alt á flug; blöðin risu
upp með og mót í æði og stjórn-
leysi. Sum jusu heitíngum yfir
Dreyfus og sögðu að Scheurer hcfði
verið mútað af Þjóðverjum og
reyndu að æsa þjóðarhatrið upp á
móti honum en vildu láta stjórnina
senda til púkaeyarinnar og taka
þessa líftóru sem cftir væri í
Dreyfusi svo níðíngnum yrði ekki
bjargað. Þcnnan hóp fylti meiri
hluti blaðanna. Þó voru margir
frjálslyndir og daugandi menn scm
þökkuðu Saheurer, og rcyndu að
koma vitinu fyrir lýðinn, og stoð-
aði þó lítið. Þjóðverjahatrið er
svo ríkt, að skynsemi, mannúð og
rjettlæti verður þar laungum að
lúta og þegja. Hermála ráðgjafi
Biflot og ráðaneytið alt var ófúst
á nýa ram s íkn, og kvað herfor-
íngjadóminn yfir Dreyfusi löglegan
að öllu.
En nú skrifar bróðir Dreyfusar
Billot ráðgjafa brjef og segir
bróður sinn algjörlega sýknan en sá
sanni sökudólgur sje Esterhazy greifi
og deildarstjóri (majór).
Esterhazy greifi þaut strax til
allra blaða með æf mótmæli og
kvaðst viðbúinn að sýna sakleysi
sitt, en böndin bárust að honum
á marga vegu. Hann eyðir offjár
og getur ekki gert grein fyrir hvar
hann fær alt það fje. Eins hefur
eitt blaðið náð í brjef sem í standa
vestu skammir um her Frakka.
Brjefin voru keyft af einni fylgi-
konu greifans og neitaði hann fyrst
að hafa skrifað þau, en hefur þó
síðar orðið að gángast við því. I
brjefinu sem Dreyfus var dæmdur
fyrir upphaflega stóðu þessi orð
að niðurlagi. »Nú fer jeg til her-
æfíngannac. Nú hefur það sann-
ast að Dreyfus var als ekki við
heræfíngarnar en Esterhazy var þar
aftur, og það eftir eigin ósk.
Eitt Parísar blaðið segir að kvöld-
ið áður Dreyfus var dæmdur hafi
þáverandi ríkisforseti Casemir Per-
ier feingið brjef frá Vilhjálmi Þjóð-
verjakeisara þar sem hann setti orð
sitt og tign að veði fyrir því, að
Dreyfus hefði aldreí svikið ætt-
jörð sína eða nein launúngarmál í
hendur þjóðverja. þýsk blöð neita
þó þessu og er sagt að keisari
neiti nú að bera vitni. Umsjón-
armaður hermanna dýblissunnar
hefur og skrifað lángt brjef í blöð
in og kvaðst alveg sannfærður um
sakleysi Dreyfusar. Svo hart hafði
verið geingið að málunum 1894
að deildarstjóri í hernum, Picquart
að nafni, var sendur til hcrsins í
Tunis, af þv( hann sagðist viss um
sakleysi Dreyfusar og bauð að
sanna það. Nú hefur hann verið
kallaður heim, og sýnist stjórnin
þó hafa gert það nauðug en orðið
að þoka fyrir kröfu þjóðarinnar.
Síðustu blöð segja að rannsókn-
ardómarinn í málinu, Pellieux deild-
arstjóri, hafi gert húsrannsókn og
tekið brjef frá Picquart áður hann
kom heim og nú ætli bæði Pellieux
að eyða málinu og bæla það niður.
Móti þessu hefur þíng og þjóð ris-
ið upp og neytt dómsmála ráð-
gjafann til að segja af sjer og
talið er víst að alt ráðaneytið muni
falla ef rannsókninni er ekki haldið
tafarlaust áfram.
Alt er á tjá og tundri í París
og svo er sagt að slíkt hafi þar
ekki ágeingið síðan Panamamálið
gamla var á ferðinni. Menn skamm-
ast blóðugum skömmum og rit-
stjórar skora þar hverir á aðra
til einvígis. Heilum sögum logið
upp á morgnana og alt svo rekið
aftur á kvöldin. Siðan er alt
þetta sent í álnarlaungum hrað-
skeytum út um allan hinn mentaða
heim.
Mcirihluti manna hyggur Drey-
fus saklausan, en annars er öllum
rannsóknum haldið leyndum svo alt
er óvist. VelKklegt er að málinu
sje nú lokið; en við, telegrafflausu
greyin, verðum nú að láta fram-
haldið bíða seinni skipanna og
biðja »góðfúsan lesara« að hafa
biðlund þángað til þau koma.
Óeiróirnar i Austurriki
hafa verið annað aðal umtalsefnið
úti um heiminn síðustu mánuðina
og eru það enn þá. Fráupptökum
og orsök þeirrar róstu var sagt í
Bjarka fvr í vetur í útlendum
tíðindum. Eins og þar var getið,
þá byggja Austurríki tveir aðal
kynflokkar: Þjóðv. og Slavar. Slavar
greinast aftur í marga þjóðflokka
og eru Tsekkar þar stærsti flokk-
urinn en allir þeir flokkar sam-
taldir eru tæpir tveir þriðju hlutar
landsmanna en Þjóðverjar rúmur
þriðjúngur, og’því lángstærsti flokk-
urinn að tiltölu.
Þjóðverskan er eins og kunnugt
er frægt mentamál og ein af
heimstúngunum og Þjóðverjar hafa
teingi ráðið mestu í Austuríki og
túnga þnirra verið ríkismál, svo
að öll opinber málefni hafa farið
fram á þýsku.
Slavnesku flokkunum hefur nú
oft komið miður vel saman, en
á það hafa þeir allir verið sáttir
að hata þýskuna og ryðja henni úr
öndvegi ef færi gæfist.
Nú hefur um stund setið í
ráðaneytis forsæti Austurríkis mað-
ur sem Badeni heitir, pólverskur