Bjarki


Bjarki - 24.12.1897, Qupperneq 4

Bjarki - 24.12.1897, Qupperneq 4
208 Hjerum I 1500 pa. at goðri tolg eru tit solu verslun Sig. Johansens á móti peníngum fyrir — 30 aura pundið — H j e r m e ð gef jeg herra kaup- manni St. Th. Jónssyni á Seyðis- firði fullt og ótakmarkað umboð til þess mín vegna að innheimta útistandandi skuldir sem jeg á á Seyðisfirði og í nærliggjandi hjer- uðum, og til að semja við menn um greiðslu þeirra, og skal allt sem velnefndur kaupmaður gerir í þessu efni í alla staði eins gott og gilt og jeg hefði það sjálfur gert. Bæ í Króksfirði 23. Júlí 1897. G. B. S c h e v i n g. (hjeraðslæknir.) (L. S.) Samkvæmt framanskrifuðu um- boði er hjermeð skorað á alla þá er nokkuð skulda herra hjeraðs- lækni G. B. Schevíng að greiða upphæðina sem allra fyrst til mín eða semja um hana, þar allt verð- ur að öðrum kosii innheimt með lögsókn. Seyðisfirói 20. Des. '97 St. Th. Jónsson, Til Jólanna. I v e r s 1 a n SIG. JOHANSENS f á s t: Jerseypeysur handa kvennfólki. Jerseyhanskar. Barnaskófatnaður. Prjónapeysur handa karlmönnum. Prjónanærföt handa karl- mönnum. Vindlar. Sterinkerti. Sömuleíðis: hvottaskálar og könnur, hvitar og mislitar. Rimlastóiar, samansettir og ósamansettír. Tómír blikkkttssar og m. fl. Það mun borga sig fyr- ir jólin að koma í hús Sigurðar steinhöggvara á Búðareyri, því, sem áður hefir verið auglýst í Bjarka, eru þar fil sölu ýmsar góðar en þó ódýrar vörutegundir. Svo sem til jólanna: Súkkulaði, 2 tegundir. Kaffibrauð. Brjóstsykurinn ljúfi. Tvíbökur. Og ekki að gleyma Gamla Carlsbergs öli x/2 fi. á 0,20. Ennfremur bragðgott conjac og ekta korn-brennivín. Ymsar tegundir hentugar í jóla- gjafir handa börnum, einnig jóla- kerti, o. fl. o. fl. sem oflángt yrði hjer upp að telja. Búðaeyri 17. Des. '97. Jón Guðmundsson. Hjá undirrituðum eru 2 lömb: Mark: sýlt hægra standfjöður aft- an, heilhamrað vinstra. Rjettur eigandi getur vitjað þeirra til 1. Janúar, gegn því að borga áfallinn kostnað. Brekku 14. Des. 1897. Vilhjálmur Hjálmarsson. JOLAGJAFIR ýmiskonar og allar aðrar vörur hjá undirskrifuðum seljast frá í dag til jóla með IO°/0 afslættí gegn brogun út í hönd ef keyft er fyrir meira en 1 krónu í einu. Til þess að verða ekki í vand- ræðum þegar jólin koma, er best að kaupa gjafirnar sem fyrst. Seyðisfirði 28 Nóv. 1897. St. Th, Jónsson. Ujá undirskrifuðum er til mikið af ýmsum fallegum og billegum hlut- um, hentugt í: jólagjafir handa fullorðnum og börnum. Miklar birgðir af alskonar skó- fatnaði og fleiri nauðsynja vörur; m. m. ÍO prósent afsláttur fram að nýári á öllum vörum sem til eru í verslaninni, nema vínfaungum. Seyðisfirði io Des. 1897, Andr. Rasmussen. Bókband, U'ndirskrifaður tekur að sjer að bínda bækur fyrir fólkið í vetur. Bókbandsverkstofan er í húsi Jóns Kristjánssonar á Fjarðaröldu. Seyðisfirði 2. Nóv. 1897. Jóhannes Sigurðsson. Eimreiðin III. 3. h. . . 1,00 Grettisljóð eftir M. Joch.. 1,75 Draupnir 4. ár. T. Holm. . 0,75 ! Biblíuljóð sjera V. Br. II. b. 4,00 Búnaðarrit XI. ár . . . 1,50 V ísnakver Páls lögm. Vídalíns 4,00 fást í bókverslan L. S. Tómassonar. Brunaábyrgðarfjelagið >Nye danske Brandforsikr- i n g S e 1 s ka b« Stormgade 2 Kjöbenhavn. Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunar- vörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðarskjöl (L.olice) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði. ST. TH. JÓNSSONAR. Eigandi: Prentfjel. Austfirðínga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: þorsteinn Erlingsson. Prentsmiðja Bjarka. 18 að halda sjer rígfast við Iagabókstafinn og fara ekki út í neinar gönur. þeir vissu það svo sem vel, að presturinn sjálfur átti ekki neitt á hættu fyrir það sem hann hafði gert; — amtmaður færi að láta stefna presti fyrir ólöglegt skógarhé'gg — það væri beinlínis hlxgilegt! En þeir höfðu svo oft sjeð Iögin renna blind og tilfinníngar- laus fram hjá mönnum og hlutum, sem þeir með sínu viti, gátu ekki betur sjeð, en stæði í miðri götunni, en svo aftur þegar þvf var að skifta, heingja sig með öllum sínum heljarþúnga þar sem þeir gátu ekki sjeð festu fyrir svo mikið sem fíngurgóm. þeir könnuðust nú svo sem líka við þá, þessa lagagarpa, sem koma í hópum og eru allir á einu bandi, þó þeir sjeu að gera sjcr þessi látalæti með sókn og vörn sitt fyrir hvern málspartinn og þess konar pírumpár. þegar þeir karlar leggjast á eitt, verður þcim ekki mikið fyrir að stínga undir stólinn því sem þeir ætla sjer, cn lesa svo aftur það sem þeim hagar út úr orðunum, eða milli línanna, eða þá ná því út úr vitnunum. Óekkí! — Eina ráðið til að vera viss, er að varast það eins og heitan eldinn að dýfa sínum minnsta fíngri í það, sem nokkur liígleysa gat leynst í; og janfvel það var kannske ekki alltaf nóg- , , . Pess vegna varð það óbifanleg sannfæríng þeirra allra, að hjer mætti ekki þoka um þverfet; þeir þekktu embættismennina og \issu, að ckkert var háskalegra en það. Og fógetinn sagði við prestinn: «En eitt ætla jeg að biðja- yður fyrir, sjera Daníel: Látið þjer ekki undan; því ef þeir finna nokkurn bilbug — « >Verið þjer óhræddur um það, þeir skulu eingan bilbug finna á mjer,« svaraði prestur. Hann þekkti bændurna, og vissi að ekkert var háskalegra en það. þcssi óheppilega byrjun hafði sett merki sitt á samkomulagið milii safnaðar og prests, þó að málcfnið sjálft gleymdist smátt og smátt. Presturinn hafði lofað því mcð sjálfum sjcr og sagt hverjum 19 sem heyra vildi, að fyr skyldi timbrið fúna í graut þar sem það lægi og skemman hrynja, en hann færi að láta það eftir þessum sauðþráu þverhöfðum, að höggva á ny eftir tilvísun. Og sóknarbændurnir svöruðu mcð hógværð, að umsjónar- mennirnir skyldu báðir vera til taks hvaða dag og stund sem presturinn vildi; en að eiga hlutdeild í nokkru, sem var oíog- legt, — við það vildu þeir vera lausir. Annars var öll ytri umgeingni mikið alúðleg. Bændurnir sýndu prestinum og fólki hans staka og nákvæma kurteisi — eins og siður er til. þeir vissu nú hvern mann hann hafði að geyma; og þeir hrósuðu happi á meðan hann bærði ekki á sjer. III. Etl skcmman og óvirðíngin af öllu því máli lagðist samt þýngra á sjera Daníel en nokkur renndi grun í. því hann var svo gerður, að það var honum kvöl að verða að hafa nokkuð afskræmislegt fyrir augunum. Hann setti mann- lífinu hátt takmark, og skólamentunin hafði hneigt huga hans að hinu fagra og góða. í’egar hann útskrifaðist, var hann mestur Iatínumaður og síðar í stúðentafjelaginu þótti hann mesti mælskumaður og besta tækifærisskáld. Hann var einn af þeim fáu guðfræðíngum, sem gat sagt og gert ymislegt með hinum án þess að á því yrði haft og án þess að spilla skemtuninni fyrir fjelögum sínum. Ættin var gömul embættisætt, sem lið eftir iið hafði flutst út um alt land, frá embætti til embættis, — alltaf með eitt- hvert ráðgjafaefni í maganum. í æðum ættarinnar var upphaflega danskt blóð eða þyskt; og þótt ýmislegt væri nú komið saman við það síðan, þá var samt

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.