Bjarki


Bjarki - 31.12.1897, Síða 1

Bjarki - 31.12.1897, Síða 1
Eitt blað á viku minst. Árg, 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist yrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. BJARKI II. ár. 53 Seyðisfirði, Föstudaginn 31. Desember 1897. Æ vin tý ri Sísnerós ýngismeyar. Sisnerós ýngismey var af á- gætum ættum á Cúbu, og faðir hennar einn af fremstu mönnum upjireistarinnar og frægur liðsfor- íngi. Dóttir hans var sökuð um hluttöku í uppreistinni, handsömuð og dæmd til varðhalds í 20 á r í einhverju hegníngarhúsinu aust- ur á Spáni. Sagan skýrir ástandið á Cúfcu betur en lángar ritgjörðir, og sýn- ir vel kúgunarráð og svívirðíngu þessara kaþólsku böðla. Sisnerós var 19 ára að aldri, óvanalega fögur sýnum og prýði- lega vaxin, eins og margar Spán- armcyar eru. Þcgar ófriðurinn gaus upp á Cúbu tók faðir hennar við forustu eins uppreistar- herflokksins, og dóttir hans tók sjer fyrir hendur að fara í herinn til þess að stunda fóður sinn og liðsmenn hans ef þeir yrðu sjúkir eða sárir. Nú varð faðir hennar fángaður og settur í gæsluvarðhald á Pínos- ey. Dóttir hans fylgdi honum þángað, og voru þau látin búa sam- an í litlu húsi og settur um það hermannavörður. Einn dag sá Jósé Barrig, landstjórinn á eynni, meyna og vildi fá hana til fylgjulags við sig, en hún aftók það. Hann hefndi sín þá á henni með því að kasta föður hennar í dýblisu. Hún fór þá til landsstjórans og bað hann láta föður hennar lausan, en hann svaraði, að hann gcrði það með þeim einum skildaga að hún gerði hans vilja. Næstu nótt ætlaði landsstjórinn að brjótast inn í húsið, sem mær- in bjó í, en vinir hennar heyrðu óp hennar og gátu bjargað henni frá smán, en þeir feingu það fyrir ferðina að þeir voru allir settir í svartholið. Ýngismey Sisnerós var nú flutt til Havannaborgar á Cúbu og sett þar í svokallað recogida, s-m er hvorttveggja bæði fángahús °g opinber saurh'fishola. þar voru fyrir aðeins siðlausar svertíngja- stclpur, sem gættu hennar og særðu t'ifinníngar hennar á alla vegu og btígsluðu henni. Eoks varð komið inn til henn- ° Um um að menn ætluðu að reyna að frdsa ha„a eina nóttina. Ilun getur ekki um hverir gerðu þetta, svo ekki vcrði níðst á þeim fyrir hjálpina. Svefnmeðali hafði verið laumað inn til hennar og gat hún komið því í svörtu drósirnar um kvöldið, svo þær sváfu fast. Þó vaknaði ein svarta frökenin þegar hjálparmenn stúlkunnar voru að brjóta grindurnar frá glugganum að utan. Sisnerós stóð þá alklædd við gluggann en hafði vafið um sig ábreiðu svo ekki sæist að hún var klædd og kvað sjer hafa orðið ó- mótt, og þurft að fá sjer hreint loft. þótti þeirri svörtu það sennilegt og sofnaði aftur. Sisnerós komst svo út, og var hjálpað eftir hús- þökum ofan á stræti og heim til eins vinar síns. Þar beið hún til þcss að gufuskipið átti að fara til New-York en nú var vandinn eftir að komast út á skipið fram hjá tollgæslunni og lögregluþjónum. Hún tók þá það ráð að klæða sig í dreingja búníng, tók sjer vindil í munn og skálmaði svo fram hjá gæslumönnunum reykjandi í ákafa, og lá þó við sjálft að hana mundi svima og hún fá uppköst af reykn- um. Hún harkaði það þó alt af sjer, komst á skip og til New- York með heilu og höldnu Og sagði þar sögu sína og fanst öll- um mikið um. Ferðaáætlun landpóst- anna er komin sg er að því leiti betri en ómyndin síðasta, að nú á að gánga hjeðan af Seyðisfirði aukapóstur að Egilsstöðum áður en Snnnanpóstur fer þaðan suður, svo nú er oss hjer í fjörðunum þó ekki fyrirmunað að nota sunnanpóst eins og var gert síðasta ár. Þó það hefði nú verið bein skylda póststjórnarinnar að laga þessa meinloku strax í fyrra vetur þeg- ar blöðin hjer eystra bentu á hana, þá segjum við þó samt, að betra sje seint en aldrei og þökkum þeim sem þessu hafa kift í lag. En af því flogið hefur fyrir að stúngið hafi vcrið upp á því, að láta Vopnafjarðar póstinn hefja gaungu sína frá Egilsstöðum á Viillum í staðinn fvrir af Seyðis- firði, þá skal þegar bcnt á, að það myndi stetna til hinna sömu vand- ræða fyrir oss hjer, sem ólagið í fyrra, því þá er oss fyrirmunað að hafa gagn af Fljótsdals póstinum og Vopnafjarðar póstinum sem er að- alpóstur þessarar sýslu og yrðum við því eftir sem áður að senda hjeðan mann upp yfir heiði í hvert sinn til þess að hafa gagn afþeim póstum. A þetta vildum við benda rjettum hlutaðeigendum og biðja þá að athuga þetta alvarlega áður en því sje breytt. Kannske mætti koma póstgaungum hjer haganDgar fyrir en nú er og má tala um það við tækifæri. En að taka Vopna- fjarðar póstinn írá okkur eins og nú stendur væri að stofna oss í sömu vandræðin og áður, og treystum við póststjórninni til að líta hjer á nauðsyn vora og rjett málefni. Hjálmar. D. Thomsen, farstjóri sendi mann á eftir póstinum frá Reykjavík með brjef til blaðanna og afgreiðslu- manna landssjóðsútgerðarinnar til að skýra frá, að Hjálmar hafi kom- ið með heilu og höldnu til Rvíkur 5. Desember, feingið slæm veður og aftaka fárviðri síðasta daginn. Þetta er mörgum gleðifregn, því margir menn treystu ekki skipinu meira en svo í óveðrum þeim sem á skullu rjett eftir að Hjálmar fór hjer hjá, og hefði ekkert frjest af honum með þessum pósti myndu margir hafa haft áhyggju um vini og kunníngja sem fóru hjeðan með skipinu, og má farstjóri því eiga þakkir fyrir þetta vik. Bjarki hefur nú að vísu, því miður, oftar haft ástæðu til að van- þakka en þakka Thomsen farstjóra fyrir starf hans, því skrykkjótt hef- ur það gcingið frá upphafi til enda. En þó Bjarki hafi verið ekki hvað síðstur til aðfinnínganna við farstjórann og ýmsar aðfarir hans, þá hefur ritstjóra blaðsins aldrei dulist, að Thomsen hafði ervitt og óþakklátt starf á hendi, sem sjálf útgerðarlögin þegar í öndverðu mundu hafa gert Iftt kleift hverjum manni, jafnvel kunnum og reyndum. Og hvað fjártjón landsjóðs snert- ir þá cr ritstj. Bjarka á sama máli um það enn, sem hann var á þíngmálafundinum hjcr í vor, að þó við hcfðum ekkert feingið í aðra hönd annað en þetta nýa til- boð gufuskipafjel. danska, sem er útgerð landssjóðs einni að þakka, þá er vansjeð hvort mikið verður eftir af hinum beina peníngahalla. Við höfum og nú feingið reynslu sem ekki er einkis virði auk þess sem farm- og farþegagjald hefur verið lægra þessi tvö ár. Að öllu rjett athuguðu mun það reynast að þíngið á þökk en ekki vanþökk skilið fyrir tilraunina þó hún færi öðru vísi en ætlað var. Þennan húskveðju stúf yfir »Eim- skipaútgerð hinnar íslensku land- stjórnar* vill svo Bjarki enda með þvf að þakka farstjóranum fyrir alúðlcg viðskifti, og sjerstaklega fyrir það að hafa svarað skjótt og vel öllum aðfinnfngum bæði brjef- lega og stundum opinberlega. Þetta er nú að vísu ekki nema rjett og skylt, en það er þakka vert samt að einn maður gerir þetta, þar sem svo margir aðrir sem embætti og starfa hafa fyrir þjóð sína, þegja og þumba fram af sjer allar aðfinníngar hversu rjett- látar sem þær eru, og skáka f því hróksvaldi að gæslumennirnir sjeu duglausir og að þjóðin hafi svo Iítið tángarhald á sfnum eigin starfsmönnum að hún neyðist til að láta þá fóttroða sig. Þetta er nú því miður svo, en maður finnur eins fyrir því hvernig það ætti ekki að vera. »Prinsesse Viktoria* kom loks híngað fjórða dag Jóla og hafði þá verið rjettar 4 vikur á leiðinni frá Khöfn. Var ekki laust við að ýmsum mönnum hjer væri orðið gramt í geði og farið að þykja nóg um útivistina. Hrygðin gleymdist þó fljótt yfir því að »mað- ur var í heiminn borinn* eins og meistari Jón segir um sængurkon- una. Skipið hafði feingið mjög slæm veður og hafði það tafið svo ferðina að það kom hjer ekki undir land fyrri en á Jóladaginn. Annars hafði alt geingið slysalaust. Ný tíðindi flutti það eingin, þau hafði Vaagen fært á undan, Skipið fór hjcðan daginn eftir norður til Vopnafj. og Akureyrar og ráð- gcrðu skipstjórnar menn að vera komnir hfngað aftur að viku liðinni.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.