Bjarki


Bjarki - 31.12.1897, Qupperneq 2

Bjarki - 31.12.1897, Qupperneq 2
210 1897 — 98. Manni finst stundum eins og það sje einhver stórviðburður áð maður hoppar svóna út úr einu árinu og inn í hitt, og þó er það í rauninni ekki meira stórmerki en að hafa stígið yfir þröskuld eða stokk- ið yfir lækjarsprænu eða farið yfir eitthvað sem af mönnunum eða náttúrunni er sett einhverju til að- greiníngar hjer á jörðunni. Við bútum tímann svona í sundur til þess að gera okkur hægra fyrir að muna viðburðina og ruglast ekki í höfðinu. I stuttu máli: Ara- skiftin eru nokkurskonar eikta- mörk, eins og miðmunda, nón og miðuraftan voru hjerna á árunum áður en fólkið fjekk úr upp á vas- ann. Og þó er það eitthvað skrítið að sofna svona í kvöld á gamla árinu og vakna svo á morgun á nýu ári. Nei, bíðum nú við, nú er jeg víst farinn að ruglast í höfðinu, það var vi'st svona á árunum með- an við höfðum nón og miðmunda. Nú vökum við auðvitað í kvöld hjerna á Seyðisfirði eins og menn gera í öðrum borgum innan Iands og utan þángað til klukkan er orð- in 12 og við getum óskað hver öðrum gleðilegs nýárs. f’að er auðvitað hátíðleg stund, það sem hún nær, en eiginlega sitjum við víst öll aftur með sömu andlitin þegar því er lokið og sjáum eig- inlcga ekkí að ncitt hafi breyst. Og þegar við svo vöknum á morgun á nýa árinu, þá munum við flnna alt eins og við skíljum við það áður cn við sofnum í kvöld. Það getur nú verið að sumum finnist það þurt og leiðinlegt að ekki sjást meiri merki eftír ára skiftin en þetta, að alt haldi á- fram á morgun sömu götuna eins f g það þrammaði í dag, snjóhragl- andinn, kvefið, pólitfkin og alt að tarna. En hugsum okkur nú að alt hverfðist um í nótt og alt mætti okkur í nýum ham á nýa árinu. Hugsum okkur t. d. hve okkur myndi bregða í brún, ef grindur væru komnar meðfram brúnni fvrir framan Jóhann Matthíason, sem maður ræki sig á á kvöldin í stað þess að detta þar núna ofan í dúnmjúka forinar Eða ef Austri kæmi í næsta sinn á svo góðum pappír og svo andríkur að cfni, að maður feingi sárindi eða samvisku- bit af því að nota hann til sömu nauðsynja og að undanförnu? Eða ef færustu menn landsins færu að vinna samhuga að cinhverju í stað þess að reita hárið hver af cðrum til skemtunar fyrir fólkið? Eða ef Island og Fjallkonan — já eða ef — ? Nei;. það mun fara best sem fer, að alt verði við það sama tarna gamla, og að alt haldi áfram á morgun þar sem það hættir í kvöld; við það munum við best kunna, og að áraskiftin slíti sem minst í sundur þráðinn fyrir okkur. Það gerir ekki svo mikið til þó aðrir fari fram hjá okkur, við kom- um á eftir og lærum af hinum. Nú eru allar þjóðir að losa sig við fiskiseglskipin, en við látum Tryggva okkar kaupa þau handa okkur með afslætti. Svo bíðum við þángað til þeir leggja niður gufuskipin, hinir piltarnir, og þá getur kannske annar Tryggvi náð í þau með Ijettu verði. Þó áramótin sje ekki neitt stórt tíma mark þá er þó altaf gaman að Iitast þá um og líta eftir hvern- ig gcingur. Við erum nú að kveðja gamla árið í kvöld og því lítum við meira aftur fyrir okkur; á morgun verð- ur tækifæri til að skyggnast fram á leið og vita hvað við sjáum í þeirri áttinni. Pví kveður Bjarki alla vini sína þángað til, þakkar þeím fyr- ir gamla árið og óskar þeim góðrar skemtunar og gleðilegs nýárs. Titilblaó að i. og 2. árgángi Bjarka verður látið fylgja síðar sem aukablað, og sent öllum sem keyft hafa þau ár. Sú að- ferð þykir Bjarka kaupendum sín- um drýgri en að eyða hálfu núm- crinu í titilblað eitt saman. Ferðaássfíun póstskipanna er nú komin og mun víst mörgum bregða í brún hjer á Austurlandi sem vonlegt cr, þvi það er ófögur sjón og Iángt fram yfir það. f'ví það er nú fyrst, að hjer kemur ekkert skip í F e b r ú a r eíns og allir höfðu reitt sig á samkvæmt tilboði gufuskipafje- lagsins til alþíngis. Hjer að Austur- landi koma aðeins skip frá útlöndum þær 6 ferðir sem þau fara kríng um land og svo Vesta 17—18 Seft- embér t:I að flytja kaupafólk suður og frá Rvík koma aðeins skipin norð- an um land nema Thyra ktmur sunn- an um land 23.—24. Maí með kaupa- fólk. Fyrsta skipið, Vesta, kemur híngað tíl Seyðisfj. 12. Mars, r.æsta, Vesta, 24. Maí (ekkert í Apríl); Thyra 21. Júní, Vesta 12. Júlí, (ekkert i Á- gúst), Thyra 27. Seft. og síðasta skip Vcsta, 23. Okt. En Thyra kemur hjer síðast norðan um land 26. Okt. Svo er sú saga búin. Aftur fær Vestur- land 5 beinar ferðir fram og aftur frá Rvík auk allra hríngferðanna. »Svona skiftir guð milli barnanna sinna«, sagði kallínn. AIs þessa ferðalags og fyrir- komulags mun síðar verða betur getið hjer í blaðinu. Ferðaáætlun strandbátanna kvað koína með febrúarpósti. Skyldi hún nú verða eins skemtileg? G. Iversen aðalforstöðumaður Örum & Wulffs verslunar í Khöfn, hjelt 9. TNIóv. síðastliðinn 40 ára afmæli sitt í þjónustu þeirra verslunar, því 9. Nóv. 1857 var hann settur yerslunarstjóri hcnnar hjer á Seyðisfirði, og var það nokkur ár. 1876 varð hann formaður þessa versl- unarhúss í Khöfn og hefur verið það síðan. Á þessum 40 árum hefur versl- unin skift um eigendur 6 sinnum, og varð loks hlutafjelag við dauða Jörgen Jensens stórkaupmans 1895. Prátt fyrir aldurinn kvað áhugi og starfs- dugur Iversens vera enn þá í fullu fjöri. Brekku-Gulur. — 1896 — Eftir Þorgils gjallanda, -—o— Norðan blind-bylurinn öskraði á húsþekjunum, leitaði eftir hverri minstu rifu cða smugu; nísti sjer súgandi inn um þær og flutti með sjer helkalda snjóstrokuna. Kaf- aldið skóf inn um »strompana« á fjárhúsunum og hlóð snjókellíng- um í garðana; hrein otan við hurð- irnar, meðfram þeim i gegn um rifurnar og kvisthlaupin, sem oft- ast vilja verða á gömlum dyraum- búnaði á fjenaðarhúsunum hjerna á Islandi. Það var hvorki skcmtilegt nje þriflegt, að hirða um fjenaðinn þennan dag, þó hann væri í húsun- um á túninu. Og mörgum fjármanninum finst, að stórhríðardagarnir sje svo frá- munalega Iángir og liði svo dauð- ans seint, þegar kominn er mið- góa, eins og nú var; stabbarnir farnir að verða mjóir og fljótir að skarðast fyrir hverju hneppinu sem úr þeim er tekíð, cn hestarnir, sauðirnir, ærnar og gcmlíngar alt svo óhc mju gráðugt, sí svánglegt og emjandi eftir gjöfinni sinní, cftir meira, svo litlum viðbæti, og upp- bót enn. Einmitt þessi viðbætir cr það, sem heyfaung flestra leyfa ekki og fáum getur dulist að sjá á útmán- uðum að ekki dugar að vcita, hvcrsu sárt sem fjármanninn tekur, að heyra kindurnar jarma og þyrp- ast biðjandi inn með g'arðanum, eða hestana teygja sig upp í tóft- ardyrnar og mæna cftir heylyktinni. Guðbrandur á Snjóbrekku hafði nógan tímann til að hugsa um alt þetta, meðan hann beið eftir, að ærnar ætu gjöfina í samfi stu hús- unum sínum, meðan hann rakaði saman slæðfngnum og bætti snjó í »kassana«. Hann var ekki hræddur við hey- leysi þetta vorið, ef ekki kcyrði úr h<>fi með fannfergi og veður- vondsku fram eftir sumrinu, ef hafísinn fylti ekki hvern fjörð og vík, en þessi bylur var einmitt líkur fyrir, að ná væri ísinn að, reka inn«. Við hörðu var að bú- ast og fara sparlega með heyin; verst og Sárast er þó að geta ekki Iíknað lambánum, þurfa að gefa þær út á gróðurlausa jörð í næðínga og hvassviðri, gera kýrn- ar básgeldar. Og Guðbrandur fann líka ofur- vel hvað miklu þeir voru ver staddir, sem þurftu nú að.fara að »pína«,til að dragast fram í sum- armálin, eða þeir, sem áttu mag- urt fje og ekki nema marníng til páska, handa fjenaðinum, mcð því að hafa þá drægju handa kúnum fram úr. Ekki var að hugsa um beitina eins og fönnin var orðin djúp. Þá var þó munur fyrir hann, sem gat gefið fult viðhaldsfóður, aunga skepnu þurfti að láta svelta, eða þá sem horfðu fram á hcy- skortinn og húngrið fyrir búfje sitt. Og þó fanst honum að gjöfin, scm hann skamtaði vera helst til lftil; miklu ánægjulegra að mega gcfa meira. — Ekki amaði samt þessi hríð eða kuldi að skepnun- um. Vonandi að bæði menn og málleysfngjar hefðu þak yfir höfði í dag — — þegar bylurinn var skollinn yfir fyrir dögun og aldrei hafði rofað til, var þó að vona eftir, að eingin hörmúngatíðindi frjettust hvorki af mönnum nje skepnum cftir hann. — — Nú er aumíngja Gulur minn frá, húngrið og þetta vcður drepur hann ef hann hefur ekki verið fallinn áður. Altaf hef jeg vonað að fá hann, en líklega hefur hann slángrað eitt- hvað í ógaungur úr vanalega Icit- arsvæðinu. Ilonum skyldi jeg þó hafa tímt að gefa fylli sína, ekki hafa látið hann líða þctta vorið, hvað svo sem hinu fjenu líður — »Hana þar fór «stropurinn« til djöfuls — -— ekki verður leingi að fylla með þessu lagi«. Guðbrandur bjó ramlega um dyrnar og tróð moðpokanum í »strompgatið«. Það var eingin nýlunda í Norð- ur.sveit þó fjeð vantaði af afrjetti að haustinu til, og Guðbrand í Snjóbrekku hafðí vantað fjörar kindur veturgamlar, einn sauð full- orðinn og 5 lömbin haustið áður; en það var Gulur cinn, sem hann átti sterka von á að heimta á c’nd- anum og þó seint yrði; hann var búinn að sýna það vctrinum áður, að hann gat bjargað sjer; þá gekk hann af lambið, enda var sá vetur ágæta góður. Gulur og annað lamb til fundust fremst í afrjetti þegar smalað var til rúníngs um vorið og þóttu báðir gemlíngarnir frjálslegir og aungu óbragðlegri en þcir, sem höfðu haft hús og hey um veturinn En báðir voru þcir óhfemju styggir og Guiur þó miklu verri, bæði frárri á fæti og þrótt- meiri aft verjast; þá fjekk hann nafnið Brekku-Gulur fyrir frábæra óþægð og styggð. Gemsarnir voru rcknir hvor til síns eiganda og rúðir, en að þvi búnu var safnið rekið aftur á afrjett og þó ekki alt saman; rak Guðbrandur seinna cn flestir aðrir og nokkuð leingra. Rekstrarmcnnumim þótti Gulur heldur sporadrjiigur og stcfnufast- ur á suðurlciðinni og spáðu að Guðbrandur ætti þar efni í góðan fprustusauð, en aungan sögðiist

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.